Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 21
Um miðjan maí samþykkti sveitar-
stjórn Borgarbyggðar fyrstu lofts-
lagsstefnuna fyrir sveitarfélag-
ið. Fráfarandi umhverfis- og land-
búnaðarnefnd hafði unnið að stefn-
unni um nokkurt skeið. Stefnan
var tekin fyrir í öllum fastanefnd-
um og ýmsum ráðum sveitarfé-
lagsins til umfjöllunar og sam-
ráðs og að því ferli loknu var stefn-
an ásamt aðgerðaáætlun samþykkt.
Stefnan er yfirlýsing sveitarfélags-
ins um að Borgarbyggð ætli að vera
til fyrirmyndar í loftslagsmálum og
að sveitarfélagið mun leggja sitt af
mörkum í baráttunni við loftslags-
breytingar til að markmiðum Par-
ísarsamningsins verði náð.
Fram kemur á heimasíðu Borg-
arbyggðar að stefnan taki til
reksturs sveitarfélagsins og fram
til ársins 2030 muni Borgarbyggð
draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda vegna eigin reksrar um
40% miðað við árið 2019 og stefnt
er að kolefnishlutlausum rekstri
sveitarfélagsins árið 2040. Stefn-
an tekur til allra stofnana í rekstri
sveitarfélagsins og áhersluflokk-
arnir eru landnotkun, samgöng-
ur, úrgangsmál, orkunotkun og
vitundarvakning. Aðgerðaáætlun
sem fylgir stefnunni verður endur-
skoðuð árlega.
vaks/ Ljósm. mm
Í byrjun apríl hóf Piotr Wieslaw
Kowalak störf sem nýr garðyrkju-
stjóri Borgarbyggðar. Piotr kem-
ur frá Póllandi en hefur búið hér
á landi síðastliðin fimm ár en áður
starfaði hann hjá Steypustöðinni
í Borgarnesi. Piotr er menntaður
garðyrkjutæknimaður (e.gardener
technician) með viðbótardiplómu
í umhverfisstjórnun og verndun.
Garðyrkjustjórinn vinnur nú að því
að fegra garða og almenningssvæði
á vegum Borgarbyggðar. Hann var
ásamt föruneyti sínu að snyrta í
Skallagrímsgarði þegar blaðamað-
ur Skessuhorns hitti hann að störf-
um.
sþ
Jón Arnar Sverrisson tók við í byrj-
un apríl sem garðyrkjustjóri Akra-
neskaupstaðar en starfið var aug-
lýst á síðasta ári. Alls sóttu átta
manns um starfið og var hann ráð-
inn í lok febrúar en Jón Arnar var í
fastri vinnu fyrir norðan á Dalvík,
þar sem hann losnaði svo í byrjun
apríl, en hann hefur búið þar síð-
an 2003. Jón Arnar, eða Nonni eins
og hann er oftast kallaður, er bor-
inn og barnfæddur á Akranesi en
ástæðan fyrir því að hann sótti um
segir Jón að það sé allt sambýlis-
manninum Arnari Símonarsyni að
þakka. Jón elti hann norður fyrir
19 árum síðan og eltir hann núna
suður aftur, segir Jón í gríni. Arn-
ar sambýlismaður Jóns er kominn
í draumastarfið sitt sem flugþjónn
hjá Icelandair þannig að það hent-
aði vel fyrir þá að koma á Skagann.
Í hverju felst að vera garðyrkju-
stjóri? „Þetta er heilsársstarf og í
rauninni var útbúin ný starfslýsing
fyrir starfið. Sá sem var á undan mér
var með titilinn umhverfisstjóri en
ég er sem sagt garðyrkjustjóri. Ég
sé um öll græn svæði bæjar ins, all-
ar stofnanalóðir, leikskólalóðir,
alla leikvelli og öll útivistarsvæði.
Svo ber ég ábyrgð á vinnuskólan-
um og svo kem ég einnig til með
að vera í hönnun á nýjum grænum
svæðum og beðum. Þar nýtist við-
bótarmenntun mín, en ég er garð-
yrkjufræðingur í grunninn og lauk
svo námi í Landbúnaðarháskólan-
um á Hvanneyri í fyrravor með BS
í landslagsarkitektúr, nám sem mig
hafði lengi dreymt um að fara í.“
Allt að fara á fullt
Jón starfaði hjá Dalvíkurbyggð í
tíu ár sem garðyrkjustjóri til ársins
2014 og flutti síðan í eitt ár til Dan-
merkur ásamt sambýlismanni sín-
um. Eftir að þeir komu heim var
hann deildarstjóri hjá Blómavali á
Akureyri og síðan lá leiðin í nám
á Hvanneyri. Jón Arnar er einnig
yfirumsjónarmaður vinnuskól-
ans þar sem hann er með nokkra
flokkstjóra, verkstjóra og 250 börn
og auk þess er hann með svokall-
aðan grænan hóp sem í eru fimm
manns og sinna þeir ýmsum verk-
efnum. Jón segir að næstu skref séu
að dreifa verkefnum niður á starfs-
fólkið því sumarið er að byrja og
allt að fara á fullt. Það sé margt
nýtt sem hann þurfi að læra og
komast inn í á mjög stuttum tíma.
En hyggst hann gera einhverjar
breytingar? „Í rauninni ákvað ég að
láta þetta sumar rúlla til að fá yfir-
sýn yfir allan bæinn og sjá hvern-
ig þetta lítur út allt saman. Ég legg
mikla áherslu í sumar á vinnuskól-
ann, að koma honum í ákveðið horf
og einnig mun ég leggja áherslu á
viðhald á gömlum svæðum. Það
er búið að skipuleggja eitthvað í
sumar og haust en síðan myndi ég
nota næsta vetur til að skoða með
nýframkvæmdir. Við erum með
rosalega mikið af stórum flötum og
grænum svæðum og væri gaman að
koma einhverjum trjágróðri í þau.
Svo eru ný hverfi að rísa hratt og
þar þarf einnig að huga að grænum
svæðum.
Snyrtilegur bær
Jón segir að það verði lagt mik-
ið upp úr því að hafa bæinn snyrti-
legan í sumar. „Ég er með flokk-
stjórana í verklegri kennslu og svo
eiga þau að miðla því áfram til
krakkanna sem koma í vinnuskól-
ann þannig að við leggjum áherslu
á að halda bænum hreinum og fín-
um í sumar. Ég horfi á þetta með
mínum augum og núna er ég að
setja upp ákveðin verkefni. Ég er
búinn að fá fullt af ábendingum
frá fólki og svo er bara að vinna úr
því. Flokkstjórarnir koma í þessari
viku, vinnuskólinn byrjar svo eft-
ir næstu helgi og þá fer allt á fullt,
það eru stöðvar út um allan bæ og
hver hópur sér um ákveðin verkefni
í sínu hverfi. Ég set niður verkefna-
áætlun og henni er síðan fylgt eft-
ir af vinnuafli Vinnuskólans. Ég er
svo ráðgjafi og leiðbeinandi í þessu
öllu. Svipaður fjöldi og síðustu ár
verður að vinna í vinnuskólanum
í sumar, hluti af krökkunum eru á
öðrum stofnunum bæjarins eða hjá
íþróttafélögum. En í haust stendur
svo til að endurskipuleggja vinnu-
skólann og uppfæra hann. Þá verða
gerðar gagngerðar endurbætur fyr-
ir næsta sumar.“
Grasið nýtist
sem áburður
En hvað segir Jón um kvartanir í
bænum varðandi það þegar grasið
er slegið og ekki hirt heldur látið
liggja? „Verksamningur var gerð-
ur við verktaka sem gildir í þrjú ár
og hann rennur út í haust. Þar eru
ákveðnir ferlar sem farið er eftir,
verktaki slær ákveðin stærri svæði
og vinnuskólinn er með minni
svæði. Þessir stóru grasfletir sem
verktakinn er að slá eru settir upp
þannig að þeir slá 14 sinnum yfir
sumarið sem þýðir að þeir eru að
slá sirka á tíu daga fresti. Þá er sleg-
ið og grasið látið liggja og ástæð-
an fyrir því er sú að þegar verið er
að slá svona oft á ekki að þurfa að
hirða grasið því þá er það nýtt sem
áburður. Maður sér þetta annars
staðar eins og í Danmörku þar sem
grasið er látið liggja. Þegar ég var
að vinna í Danmörku var gras-
ið hvergi hirt því það er nýtt sem
áburður. Með svæði þar sem sleg-
ið er í fyrsta skipti þar sem er mik-
ið gras er það slegið með orfi og þá
er það allt rakað og hirt. Svæði þar
sem fólk er mikið á eins og inn á
leikvöllum, leiksvæðum og tjald-
svæðum, þar er allt rakað og hirt
því annars er fólk að bera þetta
með sér heim og út um allt. En á
hinum stóru flötunum sem enginn
er að labba á, er það látið liggja.
Nú er búið að slá tvisvar í sum-
ar og eftir næsta skipti tætist þetta
smám saman og minnkar. Einnig er
stóra málið að ef verktakinn ætti að
fara að hirða grasið á þessum stóru
svæðum þá yrði það mjög kostn-
aðarsamt, það er ekki inn í samn-
ingnum eins og hann er settur upp
núna.“
En svona að lokum, hvernig er að
vera kominn aftur á Skagann? „Það
er gaman og mörg spennandi verk-
efni að takast á við. Ég fór héðan
2003 og þá bjuggu hér rúm fimm
þúsund manns en íbúar eru nú
komnir upp undir átta þúsund og
fullt af nýjum hverfum. Ég tek eftir
því þegar ég fer í Bónus að þá þekk-
ir maður stundum engan, en hérna
er alltaf ákveðinn kjarni sem mað-
ur þekkir og er til staðar. Ég hlakka
til sumarsins en það tekur tíma að
koma sér inn í hlutina og ég get
ekki gert allt einn, tveir og þrír!“
vaks
Borgarbyggð samþykkir
loftslagsstefnu
Piotr vinnur nú að því að koma Skallagrímsgarði í sumarbúning.
Nýr garðyrkjustjóri Borgarbyggðar
Tekur smá tíma að komast inn í hlutina
Rætt við Jón Arnar Sverrisson nýráðinn Garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar.