Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 25 Vísnahorn Margt hafa íslenskir bænd- ur baslað og brasað gegnum aldirnar og átt í stríði við óblíð stjórnvöld bæði veður farsleg og pólitísk. Óskar Sig- urfinnsson í Meðalheimi nefnir eft- ir farandi kvæði: ,,Ófullgert lof- kvæði um íslenska bóndann.“ Strax við fæðing hann var hylltur, hugumstór en ekki villtur, virkilega var hann stilltur, víst af öðrum sveinum bar. Þar var mesti þrifapiltur (þó hann skiti í brækurnar). Elti hross og ær í haga, auð hann vildi í búið draga, síþreyttur með svangan maga sjaldan kom í bæinn þurr. Fullur var hann flesta daga fyrirmyndar unglingur. Dvaldi oft með drós í fangi á dimmum stað í fóðurgangi, getnaðarins gróðurangi gjarnan tók að lifna við. Og stráksi, þessi ljóti langi, lagðist oná kvenfólkið. Svona æviárin runnu, um hann sögur margir kunnu, svallaði með Siggu og Gunnu, setti þó að mönnum ugg. Þegar hann fann tóma tunnu og tók að stunda landabrugg. Öðrum margan gerði greiðann, góndi út í daginn heiðan, yfir dalsins botninn breiðan bykkju þandi er tuggði mél. Flestu lífs og liðnu reið hann og líkaði bara nokkuð vel. Einhvern veginn grunar mig að töluverður hópur af menningarvit- unum á „suðvesturútkjálkanum“ vanmeti verulega menningarstarf dreifbýlisins. Um tíma var starf- andi kór í Hvítársíðu og nágrenni og byggðist fyrst og fremst á söng- gleðinni sem slíkri. Um þá starfsemi kvað Erlingur Jóhannesson í lengri brag: Bæði um dag og dimma nátt dýrðleg óma hljóðin, upp úr svefni syngja hátt sönghneigðustu fljóðin. Hjartnæm vers þó heyrist þar hitt ei dulist getur hversu ljóðin léttúðar lærast miklu betur. Og ekki skorti menningarlega umfjöllun Lúðvíks Kemp og þeirra Bragskælinga um búskap Árna bónda Sveinssonar: Árni bjó með yndi og ró, engi sló og brenni hjó. Æti nóg hann að sér dró aldrei þó hann kæmi á sjó. Rollur hirti, hesta og kýr, í honum snyrtimennskan býr. Haga girti og hlóð upp brýr, hrafna myrti og skaðleg dýr. Fljótt sig gifti faldagná, fallega klippti skeggið þá, huga lyfti heimi frá, hafði ei skifti konum á. Ætíð spar í útlátum við auðgrund þar á kvöldvökum. Lítið bar á barneignum byrjað var með geldreiðum. Jakob Jónsson fann einu sinni að því við mig að ég birti helst þær vís- ur eftir sig sem einhver broddur væri í en minna af því fallegra. Ég reyndi að verja mig og bar því við að þetta gengi betur í lesendur og svo hefði ég einfaldlega of lítið af falleg- um vísum eftir hann. Þá sendi hann mér nokkrar vísur og þar á meðal þessa: Ilmur þinn með blænum berst birkilaufið væna, ennþá hefur undrið gerst, undrið fagurgræna. Í þessu samhengi mætti nú líka alveg dusta rykið af snilldarvísu Rósbergs Snædal: Dropasmáar daggir gljá drúpa strá á völlum. Þokubláir bólstrar á brúnaháum fjöllum. Hjörleifur Kristinsson sat eitt sinn á biðstofu valdamanns og beið eftir viðtali. Að öllum líkindum hef- ur þetta verið áður en KS varð það stórveldi sem nú er en allavega sá Hjörleifur grundvöll fyrir eftirfar- andi samsetningi: Hér sit ég á biðstofu háður höfð- ingjans kenjum. Í háskóla reynslunnar samvinnu- stefnuna læri. Ég minnist þess núna hvað mér fannst oft bölvað á grenjum að margheyra í refnum en komast ekki í færi. Grun hef ég um að Rósberg Snædal hafi löngum verið fremur snauður af þeim verðmætum sem mölur og ryð fá grandað þó margar vísur hans lifi góðu lífi enn og haldi því vonandi áfram sem lengst. Þar á meðal þetta lífsuppgjör: Ekki skulda ég öðrum neitt, allir guldust tollar. Þó eru huldir bak við breitt brosið kuldapollar. Nú að nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum og misflókn- um meirihlutaviðræðum vakna að sjálfsögðu þær klassísku spurningar hverjir eru í aðstöðu til að hygla lítilsháttar góðkunningjum sín- um og flokksbræðrum enda hef- ur slík háttsemi löngum þótt ein- kenna stjórnmálamenn. Fyrir all- mörgum árum meðan Guðmundur Árni Stefánsson var upp á sitt besta í pólitíkinni datt einhverjum í hug að hafa orð á einhverri slíkri hegð- un hans og varð af umræða nokk- ur svo sem oft gerist við slík tilfelli. Þorvaldur Jónsson orti þá í orðastað annarra stjórnmálamanna: Gegn vandræðaástandi vinir verðum aldregi linir. Það glórulaust er ef Guðmundur fer að gera svona eins og við hinir. Annars er oft gott bæði fyr- ir og eftir kosningar að hafa í huga snilldarvísu Karls Sigtryggssonar: Almenningur ekkert veit, allt er á sandi kvikum, af því fögur fyrirheit fara á undan svikum. En kannske við ljúkum svo þættin- um með ágætri vísu allsherjar goðans fyrrverandi kveðinni í partýlok: Er við héðan höldum nú heim með geðið létta skal ég. Eða ætlar þú endann kveða á þetta. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Af því fögur fyrirheit - fara á undan svikum Pennagrein Á næstu dögum fer brúðuleiksýn- ingin Heimferð af stað sem farand- sýning um landið. Sýnt verð- ur m.a. í Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, Rifi, Akranesi og í Borgarnesi dagana 9.-14. júní, auk fleiri staða víðs vegar um landið. Brúðuleikhúsið Handbendi stend- ur fyrir sýningunni en Heimferð er ör-leikhússupplifun í húsbíl fyr- ir lítinn áhorfendahóp í senn en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu. Sýningin er heill- andi og fyrir alla aldurshópa. Mörg listform sameinast í sýningunni en notast er við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd. Skoðaður er munurinn á því að búa í hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um að gera, samanborið við þá upplifun að búa á slíku heim- ili í krísuástandi þvert gegn eigin vilja. Áhorfendum er fylgt í gegn- um opna sögu sem þeir móta sjálf- ir um leið og þeir fá að gægjast inn í ýmsa heima. Handbendi er margverðlaun- aður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og hand- hafi Eyrarrósarinnar. Verkefnið er hluti af Listahátíð í Reykjavík og er unnið í samstarfi við ProFit Arts í Tékklandi og Arctic Culture Lab í Grænlandi og Noregi. Sam- starfsaðilarnir þrír hafa allir skapað farand leikhús í sínu heimalandi og unnið er að sýningum í öllum lönd- um í sumar. Verkefnið er styrkt af EES- /Noregsstyrkjum, sviðslista- sjóði og launasjóði listamanna. Miða, nánari upplýsingar um sýningarstaði og tíma, má nálgast á tix.is. sþ Heimferð á ferð um Vesturland Að geta lesið sér til gagns er grunn- færni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunn- skóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höf- um ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt. Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gagns eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er alger- lega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesj- um (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (2019) sýnir að 92,5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslensku- kunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífur- legur, svo ekki sé talað um tap- aðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ung- mennum okkar er íslenskt samfé- lag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 millj- arða króna á ári í leik- og grunn- skóla. Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerð- ir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa - hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann Hugmyndafræðin Kveikjum neist- ann, sem nú er framkvæmd í Grunn- skóla Vestmannaeyja, er aðferða- fræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms- og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðrar þjálfunar og eftirfylgni. Árangur- inn eftir fyrsta árið í Vestmanna- eyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið sam- felldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóð- lega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaað- ferð) og framkvæmd. Framkvæmd- in byggir á fræðikenningum Erics- son um markvissa þjálfun og eftir- fylgni og á kenningum Csikszent- mihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskor- anir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum lands- ins. Sem sagt byggja á alþjóð- lega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megum engan tíma missa. Eflum mannauð! Eyjólfur Ármannsson Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. vara- formaður allsherjar- og mennt- málanefndar. Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.