Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 22. tbl. 25. árg. 1. júní 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Opið alla daga ársins 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka Leggðu fermingarpeninginn inn hjá Arion og fáðu allt að 12.000 kr. mótframlag Síðastliðinn laugardag var Svæðismark Snæfellsness kynnt í Breiðabliki. Svæðismark felur í sér vinnu við hönnum og framsetningu á því hvað gerir Snæfellsnes sérstakt – hvert DNA Snæfellsness er, ef svo má segja. Hér skenkir Keli vert í Langaholti bláskel úr Breiðafirði á diska. Sjá nánar á bls. 20. Ljósm. tfk. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á Akranesi komust fyrir helgi að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjar- stjórn Akraneskaupstaðar kjör- tímabilið 2022 – 2026. Málefna- samningur meirihlutans hefur ver- ið samþykktur en í inngangi hans segir að leitast verði við að eiga gott samstarf við alla flokka í bæjar- stjórn og að stjórnsýslan snúist um að veita íbúunum góða þjónustu með hagsmuni þeirra að leiðar- ljósi. „Lögð verður áhersla á gott samstarf við íbúa og áframhaldandi uppbyggingu og þróun á virku íbúalýðræði. Áfram verður unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu bæjar sjóðs,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting verður með þeim hætti að Líf Lárusdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks verður formað- ur bæjarráðs. Um leið verður hún yngst til að gegna því embætti frá stofnun kaupstaðarins fyrir rétt- um 80 árum síðan, en Líf er 30 ára. Valgarður Lyngdal Jónsson verður forseti bæjarstjórnar. Þá hafa flokk- arnir ákveðið að endurnýja samn- ing við Sævar Frey Þráinsson um að gegna starfi bæjarstjóra. Þá mun Samfylkingin fara með formennsku í velferðar- og mannréttindaráði og mennta- og menningarráði en Sjálfstæðisflokkurinn verður með formennsku í skipulags- og umhverfisráði. mm Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Akranesi ásamt Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra. F.v. Krist- inn Hallur Sveinsson, Líf Lárusdóttir, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Sæv- ar Freyr Þráinsson, Einar Brandsson, Jónína Margrét Sigmundsdóttir og Valgarður Lyngdal Jónsson. Meirihlutasamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í höfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.