Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 202214 Hnoðraból, leikskólinn á Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal, var opnaður við formlega athöfn síðast liðinn föstudag. Leikskólinn var áður til húsa á Grímarsstöðum en nýtt húsnæði var sambyggt fyrir skólann við hús Grunnskóla Borg- arfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Húsnæðið var tekið í notkun fyrir einu og hálfu ári síðan eða 6. nóv- ember 2020. Ekki hefur fyrr en nú verið unnt að halda formlega opn- un vegna Covid-19 faraldursins. Vel smurt hjól fór milli húsa Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir, leikskólastýra Hnoðrabóls, seg- ir mikinn mun að vera í nýju hús- næði en samt ákveðin sorg að fara úr gamla húsnæðinu á Grímsstöð- um þó það hafi verið orðið gamalt og of lítið. ,,Við vorum einhvern veginn komin í svo góða rútínu og það rúllaði allt svo vel hjá okkur á Grímsstöðum. Einnig var velvild bændanna á staðnum svo mikil að það var ómetanlegt. En nú höfum við þurft að taka þetta vel smurða hjól og færa það í nýtt húsnæði og það hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Sjöfn. Foreldrar fengu ekki að sjá leikskólann Sjöfn segir útkomuna með nýtt hús glæsilega en leikskólarým- in eru sérstaklega hönnuð í sam- starfi við starfsfólk skólans og sniðin þannig að þörfum þessar- ar tilteknu starfsemi. Í leikskóla- byggingunni má sjá sérstök rými fyrir listasmiðju og glæsilegan sal þar sem börnin geta klifrað og leikið sér inni við. ,,For- eldrar fengu ekki að koma inn í bygginguna til að byrja með þar sem Covid-reglurnar þá voru það harðar, sem var náttúrulega alveg svakalega leiðinlegt. Svo það er dásamlegt að fá að bjóða foreldra sérstaklega velkomna í dag,“ seg- ir Sjöfn. Mikil hamingja í nýju húsnæði Aðspurð um muninn á gömlu og nýju byggingunni segir hún him- inn og haf liggja þar á milli. ,,Það er eiginlega ekki hægt að bera þetta saman. Ræturnar voru orðn- ar svo grónar á gamla staðnum og það tekur alltaf tíma að byggja upp nýtt líf í nýjum húsum, mað- ur er svolítið á byrjunarreit þar. Nú er maður farin að finna réttan rhytma í starfseminni hér í nýju umhverfi. Bara t.d. gönguferð- irnar, við þurftum að læra inn á leiðirnar. En það má segja að það ríki mikil hamingja með þetta. Ég hef alltaf sagt að samfélagið hef- ur alltaf stutt við skólann, hann er stofnaður af foreldrum og öll- um hefur alltaf verið svo umhug- að um skólann sinn og vel hugs- að í okkar garð. Það hefur verið svona þessi vegferð. Hún er búin að vera rosalega góð.“ Fengu tré til gróðursetningar Sjöfn opnaði leikskólann form- lega ásamt Hlöðveri Inga Gunnarssyni, sviðsstjóra fjöl- skyldusviðs Borgarbyggðar. Þau klipptu á borða með aðstoð starfsfólks og nemenda Hnoðra- bóls. Sjöfn segir húsnæðið alveg tilbúið en það eina sem eigi eft- ir að klára sé að gróðursetja í fyrir huguð beð í leikskólagarðin- um. Helga Jensína Svavarsdótt- ir skólastjóri Grunnskóla Borgar- fjarðar gaf Hnoðrabóli plöntur og Sigurbjörg Ósk Áskelsdótt- ir frá Landlínum, sem hannaði skólalóðina, gaf rabarbara fyrir leikskólabörnin að gróðursetja. sþ Formleg opnun Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum Leikskólinn Hnoðraból. Sjöfn leikskólastýra ávarpar börn, foreldra og gesti við formlega opnun skólans. Hlöðver og Sjöfn klipptu á borða með aðstoð starfsfólks og nemenda. Sjöfn með gjafir til gróðursetningar frá Grunnskóla Borgarfjarðar og Landlínum. Gígja Snorradóttir, leikskólaleiðbeinandi, fylgdist með börnunum leika í salnum. Veglegt kökuhlaðborð. Glæsileg aðstaða er fyrir börn og starfsfólk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.