Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 202226
Falleg listaverkasýning eftir nem-
endur í Grundaskóla hefur verið
sett upp í gamla Landsbankahús-
inu við Akratorg á Akranesi. Þar
má sjá myndverk eftir nemendur í
4. – 9. bekk skólans og hafa þau gert
þau undir leiðsögn kennara síns,
Myndlistarsýning nemenda í Grundaskóla
Angelu Árnadóttur, sem setti sýn-
inguna upp með aðstoð 7. bekkj-
ar teymis skólans. Sýningin er
afrakstur vetrarstarfsins og sýnir
áherslur skólans á listræna sköpun.
Sýningin verður opnuð í dag, mið-
vikudaginn 1. júni klukkan 16 og
verður opin þann dag til kl. 19, síð-
an einnig á fimmtudeginum 2. júní
á sama tíma. gj
Síðasta föstudagsmorgun fóru nemendur og kennar-
ar í yngri bekkjum Brekkubæjarskóla á Akranesi á
Langasandinn og voru skóflur, fötur og góða skapið með
í för. Þau gerðu sér glaðan dag í blíðunni, bjuggu til alls
konar listaverk í sandinum, trítluðu út í sjó og snæddu
nestið sitt. Blaðamaður Skessuhorns átti leið hjá og
smellti nokkrum myndum af hressum og kátum krökk-
um í góða veðrinu.
vaks
Líf og fjör á Langasandi