Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 202222 Dagur í lífi... Nafn: Sigurhanna Ágústa Einars- dóttir heiti ég og er kölluð Ágústa Einarsdóttir, nema þegar menn eins og Valdimar frá Skessuhorninu hringja og spyrja hvort Sigurhanna sé í sigurvímu eftir að hafa unnið núna í síðustu sveitarstjórnar- kosningum með XD og óháðum í Grundarfirði. Fjölskylduhagir/búseta: Ég er gift, á tvo unga drengi og eina stjúpdóttir. Við búum í firðinum fagra; 350 Grundarfjörður. Starfsheiti/fyrirtæki: Athafna- kona er heitið ef ég á að troða öllu í eitt box, ég rek Líkamsræktina í Grundarfirði með eiginmanni mín- um og erum við einnig að fara að reka Sólarsport í Ólafsvík. Ég sé um heilsueflingu 60+ í Grundar- firði ásamt Rut Rúnarsdóttur. Á næstunni stíg ég inn í bæjarstjórn Grundarfjarðar. Það er margt að læra fram undan og tek ég því fagn- andi. Áhugamál: Ég er mikil félagsvera og hef mikinn áhuga á mannrækt í alla staði. Líkamleg og andleg heilsa er eitthvað sem ég brenn fyr- ir í dag. Ég hef gaman af lífinu og mikinn metnað í að styðja við aðra í að vaxa. Mér finnst gaman að baka og geri ég mikið af því með strák- unum mínum. Ég elska að ferðast og upplifa ævintýri. Dagurinn: Miðvikudagur 25. maí Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði klukkan 5:50 og fór beint inn á bað þar sem íþróttafötin mín voru tilbúin. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Lúku af Cheerios fyrir spinning, síðan þegar heim var komið þá fékk ég mér Cheerios með rúsínum og mjólk. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór klukkan 6:10 á bíl. Fyrstu verk í vinnunni? Kenna spinningtíma. Hvað varstu að gera klukkan 10? Kenna síðasta tímann fyrir sumar- frí í Heilsueflingu 60+, við fórum í blöðrublak og dönsuðum færeyska þjóðdansinn og línudans. Ég er ekki danskennari en þau fá mig til þess að gera ótrúlegustu hluti! Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég fór að heimsækja ömmu mína á Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík. Hvað varstu að gera klukkan 14? Vinna í tölvunni. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Klukkan 14:40 fyllti ég á hreinlætisvörurnar. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Lagði mig. Ég elska að leggja mig! Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Grísakjöt, sætkartöflu franskar og salat sem maðurinn minn eldaði í air fryer. Hvernig var kvöldið? Það var rólegt fyrir framan sjónvarpið. Hvenær fórstu að sofa? Klukk- an 23. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég tók til fötin fyrir mig og strák- ana fyrir næsta dag. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Ég elska þessa spurn- ingu. Ég tek hana oft með sjálfri mér áður en ég fer að sofa. Það sem stóð upp úr var gleðin í heilsuefl- ingunni. Þau eru svo þakklát, hrósa óspart og segja það sem þau eru að hugsa. Þau gáfu okkur kennurun- um tvær pottaplöntur fyrir vetur- inn í þakklætisskyni sem eiga að lifa á meðan þau lifa. Smá pressa, húmorinn er alltaf með í hverjum einasta tíma. Heimsóknin til ömmu stóð líka upp úr þar sem hún er 92 ára og hefur ennþá metnað fyrir því að gera sig fína. Það er alltaf svo gaman að hrósa henni því hún tek- ur því svo vel og lyftist upp. Við átt- um góða stund og fyrir hana er ég þakklát. Eitthvað að lokum? Langar að benda á hvað þakklæti hefur sterk áhrif á hamingju okkar. Þakklæti hjálpar okkur að vekja jákvæðar tilfinningar, lifa við betri heilsu, takast betur á við streitu og byggja upp sterkari sambönd. Við getum fundið þakklæti í fortíðinni, núinu eða í framtíðinni. Það er alltaf hægt að auka þakklætisupp- lifunina. Þakklætið sem þú upplifir í dag er ekki háð því hversu mikið þakklæti þú upplifir á morgun. Við tökum sjálf meðvitaða ákvörðun hver gildin okkar eru. Ég byrjaði í minni sjálfsvinnu árið 2011, er ennþá að og stefni á að stunda hana áfram. Við verðum nefnilega aldrei fullkomin. Við eigum öll misjafna daga og ég elska að tala um tilfinn- ingar. Stundum er maður alveg út að „skíta“ og þá er mjög nauðsyn- legt að hirða „skítinn“ upp eftir sig og hafa húmorinn með. Mjög nauðsynlegt! Takk fyrir mig. Athafnakonu í Grundarfirði Það er jafnan mikil gleðistund hjá kúnum þegar bændur hleypa þeim út í fyrsta sinn í byrjun sumars eftir alla inniveruna. Það var og kátt yfir kúnum á Vestra-Reyni eftir hádeg- ið á sunnudaginn þegar þær fengu að fara út í góða veðrið. Fyrst var þeim hleypt út í gerði við fjósið þar sem mestu gleðistökkin voru tekin. Síðan var þeim hleypt áfram og út á slétturnar neðan við bæinn þar sem kafgras beið þeirra. Þau Haraldur og Lilja Guðrún bændur á Vestra- -Reyni segja að gömlu kýrnar hafi vitað það upp á hár um morguninn hvað dagurinn bæri í skauti sínu. Eftir mjaltir var borið á júgrin og spenana Nivea áburður með sólar- vörn upp á 30, mun betri vörn en hefðbundin júgurfeiti. „Þær þess- ar gömlu þekkja lyktina af Nivea áburðinum og vita því hvað stend- ur til. Komu sér fyrir í röð innan við fjósdyrnar og biðu þess að opn- að væri fyrir þeim,“ sagði Haraldur. mm „Það verða notaðir 30 svona brúsar í sumar. Ekki af því að við erum flest rauðhærð á heimilinu, heldur besta sólarvörnin á kýrnar. Semsagt á spenana, ekki annars- staðar,“ skrifaði Haraldur bóndi með þessari mynd á FB. Skvett úr klaufunum Tekið á rás niður kúaveginn sem liggur á slétturnar. Skvett úr klaufunum í gerði við fjósið. Fjör. Hreinsað úr klaufunum. Haraldur, Eyþór og Lilja Guðrún gættu þess að allt færi vel fram.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.