Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ekki sama hvaða aðferðum er beitt Kolefnisspor nefnist sá mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til athafna mannskepnunnar, beint eða óbeint. Helstu gróðurhúsalofttegundir- nar sem taldar eru inn í kolefnissporið eru svona hæfilega geðþekk fyrirbrigði eins og koltvísýringur, metan, óson, hláturgas og fleiri sem bera enn meira óspennandi nöfn. Allar þessar lofttegundir hafa mismikil áhrif á hlýnun jarðar, það er hlýn- unarstuðull þeirra er mishár. Vegna óhóflegs magns þessara lofttegunda út í and- rúmsloftið hefur það meðal annars áhrif á veðráttuna á gjörvallri jarðarkúlunni. Flóð, djúpar lægðir, hlýnun, hop jökla sem aldrei fyrr. Allt eru þetta áhrif þess að búið er að senda svo margar slæmar lofttegundir út í andrúmsloftið. Sérfræðingar á fjölmörgum sviðum hafa rannsakað þetta vandamál og lagt til aðgerðir til að sporna við. Við minnkum plastnotkun, förum betur með hráefni og forðumst notkun á öðru. Fyrir þá sem þjást af tannlæknafóbíu er til dæmis ekki í boði lengur að fá hláturgas. Slökkvitæki með óson eru ekki lengur í boði og kókómjólkin er ekki lengur drekkandi úr papparöri. Hér nefni ég áhrif aðgerða af handahófi. Til að sporna við mengun eru settir upp mengunarkvótar, fyrirtækjum gert að kaupa sér aflátsbréf eins og forðum. Á undanförnum árum hefur jarðasala þannig glæðst. Sauðfjárbændur sem sjá ekki lengur grundvöll fyrir starfsemi sinni selja jarðir sínar og kaupendurnir eru gjarnan stórútgerðarmenn. En hvers vegna kaupa þeir jarðir? Jú, það er til að kolefnisjafna útgerðina þeirra með því að planta skógi á landið. Kaupa sér með þessum hætti leyfi, aflátsbréf, til að halda áfram að gera út skip sem áfram verða knúin mengandi olíu. Ekki get ég sagt að mér finnist þetta geðþekk leið til kolefnisjöfnunar. Afleidd áhrif verða nefnilega þau að jarðir til sveita verða sífellt færri í ábúð sem hefur svo í för með sér ýmis félagsleg vanda- mál. Erfiðara er að manna leitir, girðingaviðhald verður nánast óvinnandi og áfram mætti telja. Að mínu mati er hér á ferðinni stórhættuleg þróun. Til kolefn- isjöfnunar er byggð landsins sett í hættu, það dregur úr búskap og eftir standa mannlaus hús með skógarplöntum á landi sem stundum er hentugt til skógrækt- ar, en alls ekki alltaf. En það eru til ýmsar aðrar og hagfelldari leiðir til að kolefnisjafna rekstur. Við höfum hér í blaðinu nýverið sagt frá fyrirtæki sem nefnist Running Tide og er að koma sér hér fyrir. Það er í grunninn amerískt sjávartæknifyrirtæki sem sér- hæfir sig á sviði kolefnisförgunar. Fyrirtækið hefur þróað tækni til að örva nátt- úrulega hæfni sjávarins og fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Fyrir- tækið er komið hingað til lands, hefur leigt lóð á Grundartanga og er að byrja á verkefni sem er allra góðra gjalda vert að fylgjast náið með í framtíðinni. Raun- ar er Running Tide að þróa sjávartæknilega lausn til að jarðsetja kolefni í hafinu. Til þess er notast við spæni sem mótaður er í kúlulaga dufl sem komið er fyrir á haffletinum langt úti í hafi. Í þessum kúlum er einhvers konar gróðurörvandi efni sem hvetur til vaxtar þara á þeim. Eftir því sem þangið eykst þyngist kúlan þar til að hún að lokum sekkur til botns og grefst ofan í hafsbotninn uppfull af kolefn- um. Á tíma þeirra í efsta lagi sjávar hefur þarinn, eða þessi örskógur sem mynd- ast á kúlunum, tekið til sín mikið magn koltvísýrings sem hverfur þar með ofan í hafsbotninn til varðveislu í hundruð eða jafnvel milljónir ára og/eða er að ein- hverju leyti nýttur af djúpsjávarlífverum. Þyngdarafl jarðar þrýstir svo gríðarlega á þarann á miklu dýpi. Þarna er þetta ameríska fyrirtæki í raun að flýta fyrir annars náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í sjó. Til þess eru nýttir hafstraumar, sólarljós og þyngdarafl jarðar. Vöxtur þara er mun hraðari en trjáa sem gróðursett eru á þurru landi og inn- an árs er þessi aðferð því farin að virka. Kúlunum er einfaldlega sökkt á djúpsævi, binda koltvísýringinn og koma honum þannig fyrir kattarnef ef svo má segja. Til að fjármagna verkefnið eru það erlend stórfyrirtæki sem borga. Ég ætla að leyfa mér að hvetja íslensk stórfyrirtæki til að skoða þessa lausn í stað þess að kaupa upp íslenskar jarðir í stórum stíl í þeim tilgangi að koma þeim í eyði. Það er ekki spennandi þróun. Magnús Magnússon Laust fyrir klukkan tvö aðfararnótt þriðjudags var allur mannskap- ur Slökkviliðs Akraness og Hval- fjarðarsveitar kallaður út að verk- smiðju Elkem Ísland á Grundar- tanga. Eldur var þá laus undir töpp- unarpalli, nærri stað þar sem glussi er geymdur. Starfsmenn glímdu við eldinn og héldu honum í skefjun meðan beðið var komu slökkviliðs og höfðu tæmt úr fjörutíu slökkvi- tækjum. Enginn slasaðist í þessu óhappi. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir að mun bet- ur hafi farið en á horfðist í fyrstu þar sem starfsmenn Elkem voru búnir að ráða niðurlögum eldsins að mestu áður en slökkvilið náði á vettvang. Haft var eftir Álfheiði Ágústs- dóttur forstjóra Elkem, á vef RUV, að ekki liggi fyrir hvað orsakaði það að eldur kviknaði. „Það kvikn- ar eldur á jarðhæðinni. Við vitum ekki ennþá hvað er að valda. Hvort það var blossi frá framleiðslunni eða rafmagnsbruni,“ sagði Álfheið- ur við fréttavef Ríkisútvarpsins. Slökkva þarf á einum ofni af þrem- ur í verksmiðjunni meðan viðgerð fer fram og áætlað að hún taki um vikutíma. mm Eins og fram hef- ur komið í frétt- um Skessuhorns voru framkvæmd- ir Skógræktar ríkis- ins vegna vegagerðar í hlíðum Dragafells í Skorradal stöðvað- ar í byrjun júni þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd. Dragafell er í landi Stóru-Drageyrar þar sem samkvæmt aðal- skipulagi Skorradals- hrepps 2010-2022 er afmarkað skógrækt- arsvæði. Umrædd- ur vegur er þó utan þess. Í fundargerð hreppnefnd- ar Skorradalshrepps frá 11. júní sl. kemur fram að vegaframkvæmd- in hafi áhrif á umhverfið, breyti ásýnd þess og sé ekki í samræmi við aðalskipulag auk þess sem sam- þykki leyfisveitanda um útgáfu framkvæmdaleyfis lá ekki fyr- ir. Sama gildir um plöntun í hlíð- um Dragafellsins. Stöðva þurfti framkvæmdir tengdar skógrækt- inni á svæðinu í tvígang enda hafði í hvorugu tilfelli verið óskað eft- ir framkvæmdaleyfi hjá sveitarfé- laginu. Í hinu tilvikinu hafði verið plægt til undirbúnings niðursetn- ingar plantna á skilgreindu hverfis- verndarsvæði. Hreppsnefndin staðfesti stöðv- un beggja framkvæmdanna á fundi sínum 11. júní og sat Þröstur Eysteinsson skóg- ræktarstjóri fund- inn undir viðkom- andi dagskrárliðum. Var skipulagsfulltrúa síðan falið að vinna málið áfram í sam- starfi við skipulags- nefnd hreppsins. Málið var svo tek- ið fyrir þar 21. júní þar sem minnisblað skipulagsfulltrúa var lagt fram og kynnt. Óskað var í fram- haldinu eftir gögn- um frá Skógræktinni til að vinna málið áfram. Þess má geta að fleiri mál hafa að undanförnu verið að koma upp í Borgarfirði þar sem skógrækt stríðir gegn aðalskipulagi viðkom- andi svæða. Í dag verður t.d. eitt slíkt mál tekið fyrir af hreppsnefnd Skorradalshrepps og snertir það jörðina Bakkakot þar sem umráðandi lands var að gróðursetja á um 20 ha svæði án framkvæmdaleyfis. gj Fræðslunefnd Borgarbyggðar bók- aði á fundi snemma í vor að hún samþykkti tillögu Hlöðvers Inga Gunnarssonar sviðsstjóra fjöl- skyldusviðs um að segja upp samn- ingi sveitarfélagsins við UMSB um aðkomu félagsins að tóm- stundastarfi. Byggðarráð staðfesti ákvörðun nefndarinnar sl. fimmtu- dag og leggur til að Borgarbyggð taki starf tómstundafulltrúa aftur yfir til sín. Helstu verkefni UMSB á þessu sviði hafa verið vinnuskólinn, sumarfjör, frístund og félagsmið- stöð. Gert er ráð fyrir því að Borgar- byggð bjóði núverandi tómstunda- fulltrúa, Sigríði Dóru Sigurgeirs- dóttur hjá UMSB, tímabundna ráðningu með það í huga að sú fag- lega starfsemi sem byggst hefur upp færist farsællega yfir. Talið er mik- ilvægt að fagþekkingin sé áfram til staðar hjá sveitarfélaginu. Byggðar- ráð vill styrkja áframhaldandi gott samstarf með því að UMSB komi með tillögur að því hvernig sam- starfinu verði háttað þegar verk- efnin færast yfir, það samtal mun eiga sér stað í vikunni. Þá er einnig lagt til að á næsta ári verði aðrir samningar milli UMSB og Borg- arbyggðar endurskoðaðir með til- iti til að auka samstarfið í ákveðn- um málum. Byggðarráð hafði í vor tekið und- ir að mikilvægt væri að starf tóm- stundafulltrúa færist yfir til Borgar- byggðar og að sá hluti samningsins yrði endurskoðaður. Engu að síður þurfi að rýna aðra hluta samnings- ins með tilliti til þess hvaða verk- efnum UMSB sinni áfram og hvaða frekari verkefni væri hægt að fela UMSB. Sveitarstjóra var falið að funda um breytingarnar með full- trúum UMSB, ásamt fulltrúum fjölskyldusviðs og fræðslunefnd myndi síðan fjalla um málið að nýju. Ráðið fól sveitarstjóra einnig að hefja samtal við UMSB um endurskoðun á þeim samningi sem til staðar er, með það í huga að bæta frekari verkefnum við hann er lúta að lýðheilsumálum sveitarfélagsins. Þess má geta að embætti íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggð- ar var lagt niður í lok 10. áratugar- ins og hafði þá Indriði Jósafatsson gegnt því til fjölda ára. Starfið sem hér um ræðir inniheldur nokkur af þeim verkefnum sem það embætti hafði með höndum en er á heildina litið ekki það sama. gj Eldur við verksmiðju Elkem Ráðhús Borgarbyggðar. Starf tómstundafulltrúa aftur til Borgarbyggðar Kassar með skógarplöntum í hlíðum Dragafells. Myndin var tekin 8. júní sl. Ljósm. mm. Kallað eftir gögnum vegna veglagningar í Dragafelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.