Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 25. árg. 6. júlí 2022 - kr. 950 í lausasölu
Ert þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
699 3444
molby@fastlind.is
Löggiltur fasteignasali
ÁRALÖNG ÞEKKING
OG REYNSLA AF
FASTEIGNAMARKAÐI
Á VESTURLANDI
BOGI MOLBY
Allir kaupendur og seljendur fá
Vildarkort Lindar
hjá fjölmörgum fyrirtækjum
sem veitir 30% afslátt
Þinn árangur
Arion
Gosbrunnurinn á Akratorgi vakti mikla lukku hjá þessum ungu drengjum, ekki síst þar sem foreldrarnir leyfðu þeim að busla; enda verður enginn verri þótt hann vökni.
Jafnvel þótt Lína Langsokkur og fleiri ævintýrapersónur væru að skemmta á sviðinu, slógu þessar vatnssúlur því við hjá sumum. Fjölmargar myndir frá bæjarhátíðum
helgarinnar er að finna í Skessuhorni í dag. Ljósm. mm.
Vegagerðin áformar að standa fyr-
ir umferðarkönnun á Hringvegi,
sunnan og norðan við Borgarnes
og á Snæfellsvegi vestan við hús-
næði Loftorku. Hófst hún á mánu-
daginn og verður til ágústloka.
„Könnunin er gerð með rafrænu
myndavélaeftirliti þar sem tryggt er
að öll gögn sem unnið er með séu
ópersónugreinanleg. Könnunin
stendur yfir alla daga þetta tímabil,
allan sólarhringinn. Úr könnuninni
eiga að fást upplýsingar um leiða-
val ökumanna, í kringum Borg-
arnes, og samsetningu umferðar í
létt og þung ökutæki. Þessar upp-
lýsingar munu nýtast við áætlana-
gerð fyrir hjáleið á Hringvegi við
Borgarnes,“ segir í tilkynningu frá
Vegagerðinni. Þá segir að engin töf
eða truflun verði á umferð af þess-
um sökum og mun ökumönnum
gert aðvart, með skiltum áður en
þeir aka inn í það svæði, sem verð-
ur vaktað.
Nýir möguleikar
og núllkostur
Aðspurður segir Pálmi Þór Sævars-
son svæðisstjóri Vegagerðarinnar
á Vestursvæði, að nú sé vinnuhóp-
ur að störfum þar sem Vegagerðin
ásamt fulltrúum Borgarbyggðar er
að fara yfir framtíðarlegu Hring-
vegarins fram hjá Borgarnesi. „Ver-
ið er að vinna frumdrög að leiðinni
þar sem nokkrir kostir eru born-
ir saman með það að markmiði að
finna bestu lausn fyrir framtíðar-
legu vegarins. Hluti af þessu verk-
efni er að fá greiningu á umferðinni
í gegnum Borgarnes, en með því
viljum við ná utan um hversu hátt
hlutfall vegfarenda myndu nýta
sér mögulega hjáleið og þar með
létta á umferðarþunganum í gegn-
um Borgarnes.“ Pálmi Þór segir að
markmiðið sé síðan að klára frum-
drög og ramma inn þá möguleika
sem eru í stöðunni og í kjölfarið
yrði tillaga Vegagerðarinnar send
í umhverfismat þar sem að all-
ir raunhæfir valkostir verða born-
ir saman sem og „núll“ kostur sem
er óbreytt ástand. Í kjölfarið af því
yrði lokaákvörðun tekin um legu
vegarins fram hjá Borgarnesi. Loks
tekur hann það fram að hjáleið
um Borgarnes er á samgönguáætl-
un fyrir árin 2030-2034 samkvæmt
núgildandi samgönguáætlun. mm
Umferðarkönnun til að meta
framtíðarlegu hringvegar um Borgarnes