Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2022 5 Menntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði eða viðurkenndur bókari Þekking á reikningsskilum- og skattareglum Hæfni og þekking á helstu fjármálakerfum Nákvæmni, talnagleggni og sterk umbótahugsun Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi Góð hæfni í mannlegum samskiptum og metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagsfærni Enskukunnátta Hæfniskröfur Bókun reikninga og annarra fylgiskjala Afstemmingar Þátttaka í mánaðaruppgjöri til móðurfélags Þátttaka í endurskoðun og ársuppgjöri Innleiðing tæknilausna og ýmis umbótaverkefni Önnur tilfallandi störf í bókhaldi og á fjármálsviði ásamt samskiptum við aðrar deildir Helstu verkefni Viltu vinna hjá framsæknu og öflugu alþjóðlegu fyrirtæki? Elkem Ísland leitar að öflugum liðsfélaga í fjármálateymi fyrirtækisins og heyrir starfið undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Elkem Ísland er traustur og eftirsóknarverður vinnustaður og hentar öllum, óháð kyni. Sótt er um rafrænt á ráðningarvef Elkem á www.elkem.is eða með því að skanna QR kóðann hér til hliðar. Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí 2022 Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem ASA, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum. Áherslur fyrirtækisins er að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi og eru einkunnarorð okkar þátttaka, nákvæmni, virðing og stöðugar framfarir. Vakin er athygli á því að Elkem er vímuefnalaus vinnustaður. S K E S S U H O R N 2 02 2 Tillaga að deiliskipulagi fyrir smábýlabyggð í Réttarhaga í Landi Leirár Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir smábýlabyggð í Réttarhaga í landi Leirár í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagið er innan landbúnaðarsvæðis í landi Leirár, skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, einnig í auglýstri tillögu að nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Skipulagssvæðið er um 2,73 ha að stærð og er norðan við Leirársveitarveg. Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar tvær landbúnaðarlóðir, Réttarhagi 1 og 2 sem eru 1,0 og 1,1 ha að stærð og eru leigulóðir í landi Leirár, landeignanúmer 133774. Í vestri afmarkast skipulagssvæðið af ánni Leirá, í austri af lóð húsnæðis fyrrum Heiðarskóla, Skólastíg 3, í suðri og norðri af landbúnaðarlandi. Aðkoma að lóðunum verður um nýjan ca. 300 m langan veg, sem nefnist Réttarhagi og tengist Skólastíg. Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 11. júlí 2022 til og með 22. ágúst 2022. Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is. Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. ágúst 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi. Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Síðastliðinn miðvikudag var haldinn íbúafundur þar sem fram- tíðarsýn fyrir Breiðina og fyrirtæk- ið Running Tide var kynnt, en það er að hefja starfsemi á Akranesi og hefur þegar auglýst eftir starfsfólki. Fundurinn var haldinn í Bíóhöll- inni og var ágætlega sóttur. Fram- sögu höfðu auk Sævars Freys Þrá- inssonar bæjarstjóra; Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims, Mar- ty Odin stofnandi Running Tide og Kristinn Árni L. Hróbjartsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Íslandi. Eins og kom fram í Skessuhorni í síðustu viku var það arkitektastofan Arkþing Nordic ehf sem fékk fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um framtíðarsýn fyrir ellefu hekt- ara landsvæði á Breiðinni og verð- ur nú unnið áfram með þá tillögu sem nefnist Lifandi samfélag við sjó. Þar er gert ráð fyrir blöndu af íbúðabyggð og atvinnufyrirtækjum og heilsuhóteli auk fjölbreyttra úti- vistarmöguleika og góðu aðgengi almennings að sjónum. Í máli Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra á fundinum kom fram að nú tæki frekari undirbúningur við. Gera yrði ráð fyrir að það tæki nokkurn tíma og að deiliskipulags- vinnan ein og sér tæki að lágmarki átján mánuði. Sagði hann samráð við íbúa og fleiri aðila á þeim tíma stóran þátt í ferlinu. Svæðið er nú skilgreint sem hafnar- og iðnað- arsvæði svo breyta þarf bæði aðal- og deiliskipulagi og verða tillögur Arkþing Nordic leiðarljós í þeirri vinnu sem framundan er ásamt samráði við íbúa. Binda kolefni Fjallað var ítarlega um fyrirætlan- ir Running Tide í Skessuhorni 15. júní síðastliðinn, en fyrirtækið þró- ar og nýtir tækni og aðferðir sem örva náttúruleg ferli sjávarins í að grípa, binda, og geyma kolefni til langs tíma. Hafa forsvarsmenn fyr- irtækisins lýst yfir vilja sínum til að hluti starfseminnar á alþjóða- vísu fari fram á Akranesi og telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kolefnisbindingar í heim- inum. Í máli Marty Odin kom fram að loftslagsvandinn væri stærsta áskorun heimsins í dag. Slæm áhrif hlýnandi verðurfars væru þegar orðin áberandi á þeim slóðum sem hann er frá, í Maine í Bandaríkjun- um. Fjölskylda hans hefði lengi haft atvinnu af fiskveiðum og sæi því glöggt hversu mikilvægt það væri að bregðast við þessari ógn. Hann sagði að fiskurinn færði sig alltaf norðar og dýpra og að lokum hlyti að koma að því að ekki væri hægt að flýja lengra. gj Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims í pontu á fundinum. Íbúafundur um framtíðarsýn á Breiðinni og Running Tide

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.