Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 202222
Hvaða framandi gæludýr
myndir þú vilja eiga?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Borgarnesi)
Írena Líf Atladóttir
,,Skjaldböku“
Dagbjört Birgisdóttir
,,Kóalabjörn“
Weronika Sajdowska
,,Kamelljón“
Franek Sajdowska
,,Dingo hund“
Antony Sajdowska
,,Kisu“
Dagur í lífi...
Nafn: Þórunn Reykdal
Fjölskylduhagir/búseta: Gift
Þórði Stefánssyni á Arnheiðarstöð-
um í Hálsasveit, við eigum tvo upp-
komna syni og þrjár sonardætur.
Starfsheiti/fyrirtæki: Öku- og
gönguleiðsögumaður á Húsafelli.
Áhugamál: Útivist, náttúra, ljós-
myndun og tónlist, og svo líka
margt annað sem ég hef ekki tíma
til að sinna í bili.
Dagurinn:
Fimmtudagurinn 30. júní 2022
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú gerð-
ir? Ég opnaði augun kl. 07:15 og
byrjaði daginn að venju á einni
matskeið af sítrónulýsi og vatns-
glasi skömmu síðar.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
Morgunmaturinn var hefðbund-
inn; AB-mjólk með granola og
jarðarberjum frá Sólbyrgi sem er
árstíðabundinn viðauki.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég keyrði til vinnu á
mínum litla fjallabíl 20 km, held-
ur langt til að hjóla eða skokka fyrir
gamla kerlingu.
Fyrstu verk í vinnunni? Að kynna
mig fyrir bandarískum ferðamönn-
um sem ég ætlaði að ganga með um
það bil 5 km um fjalllendi Húsafells
í Giljaböðin fyrir hádegið, hópur-
inn lauk göngunni í Giljaböðunum
og akstur til baka á þeirra vegum.
Á Hótel Húsafell hefur ferðaskrif-
stofa komið í nokkur ár einu sinni
til tvisvar í viku yfir sumartím-
ann með Bandaríkjamenn á góð-
um aldri, sem mér á sínum tíma var
sagt að fara hægt yfir með á göngu,
því þeir væru komnir yfir sextugt
(þá var ég sko sjálf 67 ára og hafði
gaman af).
Hvað varstu að gera klukkan
10? Þá stóðum við uppi á Útfjalli
og horfðum til Reyðarfells og Oks.
Ég sagði frá jarðfræði, jólasvein-
um og ýmsu þjóðlegu um leið og
ferðamennirnir voru að spá í það
hvort stóru grófu melatíglarn-
ir gætu verið eftir tröllabörn að
leik, en fengu svo sannleikann um
frostlyftingu. Margir höfu heyrt af
Okinu og afskráningu þess af jökla-
skrá og það varð tilefni til nokkurr-
ar spekúlasjónar um bráðnun jökla
og hnattræna hlýnun.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Í
hádeginu borðaði ég góðan ofn-
bakaðan fisk sem starfsmönnum
á Húsafelli var boðið upp á og að
loknum kaffisopa fór ég að yfir-
fara handklæðalagerinn og huga að
þátttöku í ferð í Giljaböðin kl. 13
til að hafa allt klárt.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Aldrei þessu vant féll ferð nið-
ur vegna afbókunar og ég var ekki í
Giljaböðunum. Spjallaði við ferða-
menn heima á hlaði á Húsafelli um
gönguleiðir og valkosti á svæðinu,
svo aðstoðaði ég vinnufélaga mína
í Upplýsingamiðstöðinni við að
hengja upp upplýsingaskilti á vegg,
sem höfðu verið tekin niður vegna
málunar.
Hvenær hætt og það síðasta sem
þú gerðir í vinnunni? Ég kom
með síðustu ferð úr Giljaböðun-
um heim á hlað á Húsafelli um
sjöleytið um kvöldið. Þá þurfti ég
að fara með óhrein handklæði í
þvottahúsið, sækja hrein í staðinn
til að hafa tilbúin morguninn eft-
ir og að endingu yfirfara rútuna og
þrífa fyrir næsta dag.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég
var komin heim rétt fyrir átta,
orðin svolítið löt og lúin og sló á
frest að gera eitthvað róttækt bæði
utandyra og innan.
Hvað var í kvöldmat og hver eld-
aði? Það vildi svo heppilega til að
í frystikistunni voru afgangar af
djúpsteiktum fiski sem ég eldaði
fyrir stuttu. Bóndinn sauð kartöflur
þannig að segja má að eldamennsk-
an hafi verið samstarfsverkefni.
Hvernig var kvöldið? Kvöldið var
nú frekar rólegt, ég gekk frá smá-
vegis af þvotti og sinnti persónu-
legum þrifum. Nennti ekki að
taka til svo ég sneri mér að því að
skoða mögulegt vaktaplan í gilinu
okkar góða í ágústmánuði, svo að
við leiðsögumennirnir gætum nú
skipulagt tilveruna fram í tímann.
Svo skoðaði ég útilegugóss; diska,
samanleggjanlegar krúsir, ferða-
handklæði og hnífapör, sem ég
keypti í Afþreyingarmiðstöðinni á
Húsafelli, til að undirbúa mig und-
ir eigin útilegur, en þar erum við nú
með vörur til sölu frá Fjallakofan-
um.
Hvenær fórstu að sofa? Ég skreið
undir sæng rétt fyrir ellefu og logn-
aðist fljótlega út af.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að hátta?
Að bursta tennur er venjulega það
síðasta sem ég geri áður en ég hátta
og það stóðst líka þennan daginn.
Hvað stendur upp úr eftir
daginn? Dagurinn var góður og
gefandi, glaðir og reifir göngufé-
lagar um morguninn og kátir og
fróðleiksfúsir gestir í Giljaböð-
unum síðdegis, veðrið var milt og
lygnt og gott til útiveru. Ég gekk
rúma tólf kílómetra samtals og
töluvert upp og niður og um átján
þúsund skref samkvæmt úrinu og
fann ekkert fyrir því.
Eitthvað að lokum? Ég er ákaf-
lega þakklát fyrir það að vera
hraust og í góðu formi sjötug
„stelpan“ og geta unnið við það
sem mér finnst skemmtilegt. Ég
nýt þess að vera úti og að geta frætt
ferðamenn um sögu, jarðfræði og
náttúru á Húsafelli.
Leiðsögumanns í Giljaböðum á Húsafelli
Á sunnudaginn hófst Landsmót
hestamanna á Gaddastaðaflöt-
um. Landsmót fer jafnan fram
annað hvert ár, en heimsfarald-
ur Covid hefur útilokað það. Síð-
ast var mótið því haldið í Reykja-
vík árið 2018. Nú er að hluta til nýr
hópur gæðinga og knapa í braut.
Tvö ræktunarbú verða frá Vestur-
landi og eru þau bæði af Snæfells-
nesi; Hrísdalur og Berg. Hátt í 50
hross og knapar frá vestlenskum
hestamannafélögum hafa unnið sér
inn þátttökurétt á mótinu þar sem
búast má við góðri uppskeru.
Strax á sunnudaginn var talsvert
af gestum mætt í brekkuna og mik-
il stemning í röðum hestaáhuga-
fólks eftir fjögurra ára landsmóta-
hlé. Keppni hófst með forkeppni
í barna- og unglingaflokki. Eftir
forkeppni í barnaflokki er Krist-
ín Eir Hauksdóttir Holaker frá
Skáney langefst á hestinum Þyt
með einkunnina 8,798. Sá árang-
ur hefði dugað þeim til efsta sætis
í flokki unglinga, en þar varð Svan-
dís Aitken Sævarsdóttir á hryss-
unni Fjöður frá Hrísakoti efst með
einkunnina 8,728. Á sunnudaginn
voru jafnframt fordómar á fjögurra
og fimm vetra hryssum á kynbóta-
vellinum en þar verða sýningar allt
mótið, en því lýkur um næstu helgi.
Meðal annarra úrslita í forkeppni
má nefna að Ljósvaki frá Valstrýtu
og Árni Björn Pálsson stóðu efstir
í B flokki með 8,94, Tumi frá Jarð-
brú og Jakob Svavar Sigurðsson
voru aðrir með 8,85 og þriðju voru
Þór frá Stóra-Hofi sem Viðar Ing-
ólfsson sat með einkunnina 8,82.
Í A flokki var Þráinn frá Flag-
bjarnarholti og Þórarinn Eymunds-
son efstir með 8,85, Askja frá Efstu-
-Grund og Hlynur Guðmundsson
voru í öðru sæti með 8,82 og Goði
frá Bjarnarhöfn og Daníel Jónsson
þriðju á 8,81.
Í Ungmennaflokki var Signý
Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá
Horni I í efsta sæti eftir forkeppni
með 8,76, Benedikt Ólafsson og
Biskup frá Ólafshaga annar með
8,75 og í þriðja sæti Glódís Rún
Sigurðardóttir á Drumbi frá Víði-
völlum fremri þriðju með 8,72.
mm
Kristín Eir og Þytur sköruðu
fram úr á fyrsta degi Landsmóts
Kristín Eir og Þytur áttu frábært start
á LM, urðu efst í barnaflokki á sunnu-
daginn eftir forkeppni, með einkunn
sem hefði sömuleiðis dugað til sigurs í
unglingaflokki. Ljósm. rh.