Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2022 15 Margir komu Heim í Búðardal um helgina Bæjarhátíðin Heim í Búðardal var vel heppnuð, enda margt í boði fyrir fólk á öllum aldri. Að sögn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra Dalabyggðar, fór hátíðin sérlega vel fram og aðsókn fór fram úr björtustu vonum. Dala- maður ársins var valinn og féll sá titill í skaut Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, athafnakonu og dýravini í Hólum í Hvammssveit. Hefðbundnir liðir eins og sápurennibraut og leikir voru í boði fyrir börnin, Sóli Hólm skemmti á föstudagskvöldinu og Stjórn- in og Herra Hnetusmjör spiluðu á dansleik í Dalabúð á laugardags- kvöldið, sem var klárlega hápunkt- ur hátíðarinnar, hvað varðaði full- orðna. Listasmiðja var í boði fyr- ir börn og söngur Lay low fyr- ir fullorðna í nýopnaðri menn- ingarmistöð Dalíu, gleðisöng- ur með Gumma fyrir fullorðna á Vínlandssetrinu, þar sem hver stóll var setinn, karnival stemning og Vestfjarðavíkingar voru niðri við höfnina og happy hour á hótel Laugum. Þá var myndlistasýning á Nýp á Skarðsströnd og KM þjón- ustan bauð í grill, svo eitthvað sé nefnt. bj Systur, foreldrar þeirra Eyþór og Ellen, og börn grilla hér brauð við Eiríksstaði. Ljósm. sþ. Þrautir og leikir í blíðskaparveðri á föstudagskvöld. Ljósm. aðsend. Fagmannalega staðið að froðurennibraut. Ljósm. sþ. Rebecca fékk blóm frá formanni menningarmálaefndar, Þorgrími Einari Guð- bjartssyni. Ljósm. aðsend. Búðardalur var allur skreyttur og sumir voru einkar metnaðarfullir. Ljósm. bj. Hjónin Kristján Heiðar og Ingibjörg í góðum gír. Ljósm. ki. Lilja Björk Sigurðardóttir, 22 ára Mosfellingur, vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn 2022. Keppnin var nú haldin í 23. skiptið og alls voru 40 einstaklingar skráðir til leiks, sem er metþáttaka. Sigurvegari hlaut í verðlaun 40 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air. Klettur Bjarmi Pétursson Heiðdísarson hlaut annað sæti í keppninni og Heiða Norð- kvist það þriðja og hlutu þau gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun. Ljósm. ki. Boðið var upp á andlitsmálun á Akratorgi á laugardaginn. Ljósm. mm. Vinkonur ræðast við. Ljósm. ki.Vinir í góðum gír á Brekkusöngnum. Ljósm. ki. Vinkonur voru að sjálfsögðu til í myndatöku á Brekkusöngn- um. Ljósm. ki. Handverk var til sýnis og sölu í salnum á Dalbraut 4. Hér er Sigrún Jóhannsdóttir með sínar vörur. Ljósm. ki. Hressar en sumar dálítið sjóveikar eftir Helgusundið á laugardaginn. F.v. Sandra Margrét, Silvía, Arnheiður, Anna Leif og Hildur Karen. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.