Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 202216
Undanfarin tvö ár hefur Hildur
Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verk-
efni sem nefnist Saman á Skaga.
Markmið þess er að auka félags-
lega virkni fatlaðs fólks og horft
er til hóps 18 ára og eldri. Tildrög
þess að verkefninu var ýtt úr vör
var heimsfaraldur Covid-19. Veir-
an hálfpartinn lamaði mannlíf-
ið hér á landi fyrir rúmum tveim-
ur árum og ákvað ríkisstjórnin, sem
einn af aðgerðapökkum sínum, að
leita til sveitarfélaga um að auka
við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað
fólk. Vorið 2020 fékk Akraneskaup-
staður framlag til þessa verkefnis
og óskaði Hvalfjarðarsveit eftir að
gerast meðaðili í því. Við því var
orðið og ákváðu sveitarfélögin að
standa saman að verkefninu. Akra-
neskaupstaður skipulagði útfærslu á
verkefninu fyrir þátttakendur með
fjölbreyttu félagsstarfi, viðburðum
og tilboðum og réð Hildi Karen til
að stýra því.
Fram til þessa hefur ekki átt sér
stað opinber kynning á verkefninu,
en í ljósi þess að nú er í umræðunni
að Akraneskaupstaður haldi þessu
verkefni áfram var ákveðið að segja
frá því hvernig til hefur tekist og
hver næstu skref verða. Hildur
Karen kom á ritstjórn Skessuhorns
til að ræða við blaðamann en með
henni í för voru þau Kristjana Guð-
rún Fanný Björnsdóttir og Brynjar
Máni Jóhannsson. Þau hafa bæði
verið virkir þátttakendur í þeim
viðburðum sem skipulagðir hafa
verið á undanförnum misserum.
Hugmyndabanki
búinn til
Hildur Karen segir að í upphafi
hafi verið leitað eftir ábending-
um frá þátttakendum um hvar
áhugasviðið þeirra lægi til að hægt
væri að skipuleggja frístundatil-
boð í samræmi við það. Fyrsta árið
voru átta viðburðir skipulagðir, tíu
á síðasta ári og tíu verða einnig í
ár. Hildur Karen segist njóta þess
að starfa með þessum hætti með
einstaklingum með fötlun, það sé í
senn gefandi og skemmtilegt. Fyrri
menntun og reynsla nýtist henni í
þessu starfi, en hún er kennari og
stundar um þessar mundir fram-
haldsnám í sérkennslufræðum og
skóla margbreytileikans við HÍ.
„Á vorin er kallað eftir hugmynd-
um um hvað fólk langar að gera.
Auðvitað koma fjölmargar tillög-
ur og við reynum að vinna úr þeim
fjölbreytta dagskrá svo fólk geti val-
ið viðburði sem það langar að taka
þátt í. Þannig höfum við verið með
marga og ólíka viðburði. Höfum
til dæmis farið í keilu og boccia,
bakað saman og eldað, farið í sjó-
ferð með björgunarfélaginu, haldið
sundlaugarpartý, farið út að borða,
í sveitaferð og fengið Pál Óskar í
heimsókn. Svo förum við alltaf á
hverju ári í eina lengri ferð, gjarnan
suður til Reykjavíkur.“
Viðburðum dreift
yfir árið
Kristjana og Máni segja aðspurð
að þau hafi notið þess að taka þátt
í þeim viðburðum sem skipulagð-
ir hafa verið. „Við kynnumst bet-
ur öðru fólki og höfum lært alveg
helling,“ segir Kristjana. Máni tek-
ur undir það og segir verkefnið
gott til að rjúfa ákveðna félagslega
einangrun og sé um leið mikil til-
breyting. Sjálfur er hann búsettur í
Hvalfjarðarsveit, en ætlar að flytja
á Akranes í haust. Þá segir hann að
það verði auðveldara fyrir sig að
sækja fleiri viðburði sem skipulagð-
ir verða. Hildur Karen segir að í
skipulagningu dagskrár fyrir næsta
ár verði lögð áhersla á að dreifa
viðburðunum yfir árið, en ekki ein-
göngu yfir sumartímann.
„Við höfum reynt að hafa sem
flesta viðburði okkar í heimabyggð.
Höfum virkjað íþróttafélögin sem
hér eru starfandi, svo sem klifurfé-
lagið, keilufélagið, golfklúbbinn og
fimleikafélagið, en svo höfum við
einnig nýtt húsnæði sveitarfélag-
anna beggja fyrir viðburði eins og
að baka, elda og halda partý. Val-
gerður Jónsdóttir á Smiðjuloftinu
bauð okkur t.d. að koma og það var
ótrúlega skemmtilegt og gefandi að
fá að prófa ólík hljóðfæri og njóta
leiðsagnar hjá henni.“
Nota samfélagsmiðla
til kynningar
Hildur Karen stofnaði lokaðan
Facebook hóp þar sem hópurinn
hefur samskipti sín á milli, kynnir
viðburði, deilir myndum úr starfinu
og sitthvað fleira. Þeir sem ekki eru
á samfélagsmiðlum eru svo látnir
vita með öðrum leiðum hvað standi
til að gera. „Einstaklingar með fötl-
un 18 ára og eldri og aðstandendur
þeirra geta óskað eftir inngöngu í
hópinn Saman á Skaga. Við höfum
ekki fyrr en núna sagt opinberlega
frá þessu starfi, en nú geta fleiri
fullorðnir fatlaðir einstaklingar
látið okkur vita um áhuga sinn, eða
haft samband við Laufeyju Jóns-
dóttur hjá Akraneskaupstað, en hún
er ábyrgðaraðili verkefnisins.“
Þegar viðburðir eru kynntir gerir
Hildur Karen auglýsingu sem sett er
á FB síðu hópsins, en hún er einnig
prentuð út og sett á valda staði eins
og á Holtsflötina, Laugarbraut, í
Fjöliðjuna, starfsbraut FVA og til
annarra tengiliða. Þannig er reynt
að láta sem flesta vita um hvað er
í gangi og fjölga þátttakendum. Á
undanförnum tveimur árum seg-
ir hún að um áttatíu einstaklingar
hafi tekið þátt í einum eða fleiri
viðburðum, en skráðir meðlimir á
FB síðu hópsins eru nú 129 en þar á
meðal eru einnig nokkrir aðstand-
endur. Hún tekur það einnig fram
að samvinna og samstarf við starfs-
fólk hinna ýmsu staða sem tengjast
fötluðum sé ómetanlegt fyrir hóp-
inn, þeir hafi verið afar hjálpsamir
svo sem við að skutla á viðburði og
leggja hönd á plóg til að virkni fólks
sé sem mest.
Velja það sem hentar
Máni segir það hafa verið mjög
gaman að taka þátt í Saman á
Skaga. Hann segist hafa verið með
í fjórum viðburðum á þessu ári.
Kristjana segist taka þátt í flestum
þeim viðburðum sem henta henn-
ar áhugasviði og sleppi því sumu.
Þau hvetja alla fullorðna fatlaða til
að skrá sig í hópinn. „Það er bara
gaman að fá að kynnast fleira fólki.
Í Saman á Skaga er alltaf val um að
vera með eða sleppa, það er svo gott
við þetta verkefni,“ segir Kristjana.
Einangrun ekki
bundin við Covid
Hildur Karen segir að þegar
þetta verkefni fór upphaflega af
stað hafi markmiðið verið að draga
úr félagslegri einangrun og styðja
einstaklinga til þess að takast á
við afleiðingar Covid-19. „Eft-
ir því sem verkefninu hefur undið
fram kemur betur í ljós að ein-
angrun þessa hóps er ekki bund-
in við afleiðingar Covid-19 held-
ur hefur hún verið til staðar fyrir
faraldurinn og mun verða til stað-
Saman á Skaga
Verkefni sem snýst um að rjúfa
félagslega einangrun fullorðinna
fatlaðra einstaklinga
Brynjar Máni Jóhannsson, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Kristjana Guðrún Fanný Björnsdóttir. Ljósm. mm
Valgerður Jónsdóttir, Aníta Eva Birgisdóttir og Brynjar Örn Hilmarsson á tónlistar-
námskeiði hjá Smiðjuloftinu.
Sundlaugarpartí í Bjarnalaug.
Emma Rakel Björnsdóttir, Helena Rut Pujari Káradóttir og Stefán Trausti Rafnsson
að elda saman.
Ólafur Elías Harðarson og Róbert Örn
Kristjánsson, að elda saman.