Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2022 7 Atvinna-Framtíðarstarf Klafi ehf óskar hér með eftir starfsmanni. Starfið felst einkum í flutningaþjónustu fyrir Elkem Ísland, Norðurál, Grundartangahöfn og fleiri fyrirtæki á Grundartanga. Unnið er á vöktum skv. vaktakerfi Klafa ehf. Umsækjendur þurfa að hafa náð a.m.k. 18 ára aldri og hafa til að bera ríka öryggisvitund og þjónustulund. Starfið krefst vinnuvélaréttinda á lyftara yfir 10 tonnum (Stóra vinnuvélaprófið). Fyrirtækið getur verið viðkomandi innanhandar með slíkt nám ef þörf krefur. Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu Klafa, á netfang smari@klafi.is í síðasta lagi föstudaginn 15. júlí n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Smári V. Guðjónsson, framkv.stjóri í síma 8997380. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 12. júlí 2022 kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu Frá Íslandi til Nígeríu með viðkomu í Kína Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods Snorri, sem lengi bjó á Hvann- eyri, mun segja frá reynslu sinni af búsetu og störfum í fjarlægum löndum, þar sem hann hefur undanfarin ár unnið að þróun mjólkurframleiðslu við býsna krefjandi aðstæður. Aðgangur ókeypis Verið velkomin Síðastliðinn föstudag var reistur minnisvarði um Unglingaskól- ann á Reykhólum sem starfaði þar árin 1959 til 1961 undir skólastjórn Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra á Reykhólum. Minnisvarðinn er við göngustíg milli kirkjunnar og Dvalarheimilisins Barmahlíðar. Hönnuður var Birgir Jóakimsson en framkvæmdinni stjórnaði Ari Jóhannesson sem hér sést á mynd. ks Fyrir síðustu jól kom út bókin Töl- um um hesta eftir hjónin á Gufuá í Borgarhreppi, Sigríði Ævarsdóttur og Benedikt Guðna Líndal. Kom bókin út á íslensku eins og lög gera ráð fyrir, enda ætluð fyrir íslensk- an jólabókamarkað. Hún hefur verið vinsæl meðal hestaunnenda. Íslenski hesturinn er hins vegar ekki síst þekktur víða um heim svo ákveðið hafði verið að láta þýða verkið á ensku og þýsku, ekki síst með það í huga að Landsmót hesta- manna verður dagana 3.-10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. Það ríkti gleði í herbúðum höfundanna fyrir helgi þegar þýðingarnar bárust síð- asta virka daginn fyrir mótið. Nú er því allt klárt fyrir þá erlendu hesta- menn sem vilja eignast bókina. gj Minnisvarði um Unglinga- skólann á Reykhólum Sigríður og Benedikt með bókina. Ljósm. aðsend. Talað um hesta á ensku og þýsku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.