Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2022 11
Skógar 22, fjölskylduhátíð SÁÁ,
verður haldin að Skógum um versl-
unarmannahelgina. Hátíðarsvæð-
ið er við Skógaskóla í einstaklega
fall egu og skjólsælu umhverfi. Fjöl-
skylduhátíð SÁÁ er fyrir alla aldurs-
hópa og verður fjölbreytt dagskrá í
boði. Þar á meðal má nefna hljóm-
sveit, skemmtiatriði, töframann,
brekkusöng, paintball, hoppukast-
ala, sápubolta, ratleik, jóga, sjálfs-
vinnu, listasmiðju og margt fleira.
Stutt er í fjölbreytta útiveru
í næsta nágrenni. Þar á með-
al má nefna lengri sem skemmri
gönguleiðir, Skógafoss, Para-
dísarhelli, Seljalandsfoss, Selja-
vallalaug og Kvernugil. Örskammt
frá er Byggðasafnið að Skógum.
Fyrsta flokks aðstaða er á hátíðar-
svæðinu fyrir ferðavagna jafnt sem
tjöld. Rafmagn er í boði fyrir ferða-
vagna. Í Skógaskóla er hægt að fá
gistingu í Hótel Kverna.
Miðasala er á Tix.is og hjá SÁÁ í
Efstaleiti 7. Forsala er til 15. júlí, en
eftir það hækkar verð.
-fréttatilkynning
Þessir vösku krakkar héldu hluta-
veltu á bæjarhátíðinni Heim
í Búðardal um síðustu helgi
og afhentu Rauða krossinum
afraksturinn, 9000 kr sem þau gefa
til hjálparstarfs í Úkraínu.
Hér eru þau Óðinn Ísaksson 9
að verða 10 ára frá Stykkishólmi,
Sonia Fjóla Mileris 9 að verða
10 ára, frá Reykjavík og Jenný
Dagbjört Stefánsdóttir 9 ára frá
Reykjavík ásamt Sigurði Ólafs-
syni formanni Rauða kross deildar
Dala- og Reykhólahrepps.
bj
Hafrannsóknastofnun hefur birt
yfirlit yfir lax- og silungsveiði hér
á landi árið 2021. Þar kemur fram
að heildarfjöldi stangveiddra laxa á
síðasta ári var 36.461 sem var 8.663
löxum, eða 19,2% minni veiði, en
árið 2020. Af einstökum landshlut-
um þá var 13,3% aukning í veiði
milli ára í ám á Reykjanesi, 7,4%
hér á Vesturlandi og 1,7% á Norð-
urlandi vestra. Minni veiði var hins
vegar í ám á Vestfjörðum, Norð-
urlandi eystra, Austfjörðum og
Suðurlandi.
Fram kemur að 19.589 löxum var
sleppt á síðasta ári, en það jafngildir
53,7% veiðinnar. Af stangveiddum
löxum voru 28.705, eða 78,7%, lax-
ar með eins árs sjávardvöl og 7.756
laxar með tveggja ára sjávardvöl
eða lengri, en þeir kallast einu orði
stórlaxar. Alls var þyngd landaðra
laxa í stangveiði 46,8 tonn.
Í fyrra voru skráðir 43.389 urrið-
ar í stangveiði en hlutfall urriða sem
var sleppt var 33,1% sem er hér
um bil sama hlutfall og var sleppt
árið 2020. Alls voru skráðar 30.726
bleikjur í stangveiði árið 2021.
Hlutfall bleikju sem var sleppt var
45,2% sem var mun hærra hlutfall
en árið áður.
Veiði í net var 4.574 laxar sum-
arið 2021 og var heildaraflinn
12,5 tonn. Eins og undanfarin ár
var netaveiði mest stunduð í stóru
ánum á Suðurlandi; Ölfusá-Hvítá
og Þjórsá en þar veiddust 4.344 lax-
ar í net. Lítið var um netaveiði í
öðrum landshlutum. Skráð silungs-
veiði í net á landinu öllu var 5.002
urriðar og 25.059 bleikjur.
Aldrei hafa veiðst fleiri hnúð-
laxar í ám hér á landi en sumar-
ið 2021 en þá voru skráðir samtals
339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði.
Í stangveiði voru skráðir 323 hnúð-
laxar og 16 skráðir í netaveiði. Vit-
að er um hnúðlaxa úr fleiri ám sem
ekki voru skráðir í veiðibækur eða
skilað gögnum um.
mm
Í nokkrar vikur hefur fólk ver-
ið á vappi á undarlegustu stöð-
um og margt skrýtið borið fyr-
ir sjónir í Dölunum. En sunnu-
daginn 3. júlí lá allt ljóst fyrir. Dal-
irnir eru nú fullir af myndlist, eft-
ir að Umhverfing Nr. 4, samsýning
rúmlega 100 listamanna var form-
lega opnuð. Sýningin nær yfir allt
svæði Vestfjarðaleiðarinnar, þ.e.
Strandir, Vestfirði og Dali. Óhætt
er að segja að um fjölbrytt verk sé
að ræða, allt frá hefðbundnum mál-
verkum til umhverfislistaverka og
allt þar á milli.
Hægt er að kynna sér allt lista-
fólkið í félagsheimilinu Árbliki í
Miðdölum, sem er rétt við upphaf
Vestfjarðaleiðarinnar. Þar er einnig
að finna eitt verka sýningarinnar.
QR kóði fylgir kynningu sýningar-
innar, þar sem öll verkin eru merkt
inn á kort og hægt að sækja stað-
setningarnar með kóðanum
Markmið verkefnisins Nr. 4
Umhverfing er ferðalag um Dali,
Strandir og Vestfirði til að kynna
menningu og náttúru með myndlist
á hefðbundnum og óhefðbundnum
sýningarstöðum og í samstarfi við
nærsamfélagið á hverjum stað - og
skapa umræðu um tilgang lífs og
listar. Grunnhugmyndin er að sýna
verk eftir myndlistarmenn sem búa
eða eiga ættir eða tengsl að rekja til
þessa landshluta. Þetta er 4. sýn-
ingin í röðinni Umhverfing, sem
hófst 2017 í Skagafirði með sýn-
ingu 13 listamanna. Ári síðar var
sýnt á Egilsstöðum og síðast á Snæ-
fellsnesi.
Ef vel er að gáð tengjast sumir
sýnenda fjölskylduböndum; feðgar,
frænkur og til dæmis sýna saman
nokkuð margir tengdir einstak-
lingar í Grunnavík norðanvert á
Vestfjörðum. Það dæmi sýnir að
stundum eru verkin ekki alveg í
alfaraleið, en t.d. má ganga 10 km
frá Ljásrkógum til að skoða verk
Kristins E Hrafnssonar. Önn-
ur verkin eru inni í fyrirtækjum, á
heimilum, við vegi og mjög líklegt
að fólk sem ferðast um landssvæðið
í sumar rambi á einhver verkanna.
bj
Hlutavelta til hjálpar í Úkraínu
Fjölskylduhátíð SÁÁ að Skóg-
um um verslunarmannahelgina
Samantekt um lax-
og silungsveiði 2021
„Jón“ Magnúsar Pálssonar stendur við Mjóaból í Haukadal. Ljósm. bj
Umhverfing Nr.4 – stórbrotið verk
úr list rúmlega 100 listamanna
Á Skarðsströnd er verkið 8 milljón ár
eftir Þóru Sigurðardóttur, sem vísar í
tímann þegar steinrunnu trén í verkinu
voru lifandi. Ljósm. aðsend.
Í Árbliki er hægt að lesa og skoða upplýsingar um listamennina og verkin. Á
myndina vantar Hópinn á Ströndunum, sem var á öðrum vegg. Ljósm. bj.
Á Höskuldsstöðum í Laxárdal er innsetning Helga Þorgils Friðjónssonar, hefst við
veginn og vindur sig inn á landareignina, með nokkrum tengdum þáttum.
Ljósm. bj.