Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 Káramenn aftur á sigurbraut Kári vann góðan sigur 2:1 á Vængjum Júpiters í Grafarvogi á fimmtudags- kvöldið. Leikmenn Kára höfðu misstig- ið sig í síðasta leik gegn botnliði KH en náðu vopnum sínum að nýju með sigrin- um á fimmtudaginn. Káramenn fengu draumabyrjun þegar Fylkir Jóhannsson skoraði strax á fjórðu mínútu, en í næstu sókn tókst heimamönnum að jafna leik- inn með marki Jónasar Breka Svavars- sonar. En Káramenn náðu forystunni á nýjan leik þegar þeirra helsti markaskor- ari, Andri Júlíusson, skoraði á 35. mínútu leiksins. Reyndist það sigurmark leiks- ins. Með sigrinum fór Kári í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig og eru aðeins þremur stigum frá liðinu í næst efsta sæti. Næsti leikur Kára var gegn ÍH í gær, þriðjudaginn 5. júlí í Akraneshöllinni. Leikurinn var ekki hafinn þegar Skessu- horn fór í prentun. -se Skallagrím- ur upp í annað sætið Leikmenn Skallagríms tylltu sér í annað sætið í 4. deild karla í A-riðli með stór- sigri 6:0 gegn Herði frá Ísafirði á þriðju- dagskvöldið í liðinni viku. Leikurinn fór fram í Borgarnesi. Það var Sölvi Snorra- son sem kom heimamönnum yfir á 37. mínútu og reyndist það eina mark hálf- leiksins. En heimamenn gáfu allt í botn í síðari hálfleik og skoruðu þá fimm mörk gegn engu. Sölvi skoraði sitt annað mark í leiknum á 51. mínútu. Mínútu síðar skoraði Elís Dofri G Gylfason þriðja mark- ið. Þremur mínútum síðar fullkomnaði Sölvi Snorrason þrennu sína með fjórða marki leiksins. Skoruðu Skallagríms- menn þrjú mörk á fjórum mínútum. Það var síðan á 72. mínútu sem Sergio Fuentes Jorda skoraði fimmta markið og á þriðju mínútu í uppbótartíma skoraði Sigurjón Logi Bergþórsson sjötta markið og tryggði öruggan sigur heimamanna. Skallagrímur er sem fyrr segir í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, einu stigi á eft- ir toppliðinu, Hvíta riddaranum. Næsti leikur Skallagríms er gegn Árbæ, sem er í 3. sæti deildarinnar og fer leikurinn fram á Fylkisvelli í kvöld, miðvikudaginn 6. júlí kl. 20. -se Reynir tapaði fyrir toppliðinu Reynismenn á Hellissandi töpuði illa 0:7 gegn toppliði Hvíta riddarans í 4. deild A-riðils. Leikurinn fór fram á Ólafsvíkur- velli sl. þriðjudag. Reynir spilaði svo ann- an leik í vikunni. Á sunnudaginn gegn Ísbirninum á Ólafsvíkurvelli. Eftir tvö slæm töp í leikjunum á undan náði liðið að sýna mun betri frammistöðu gegn Kópavogsliðinu. Reynir náði forystunni á 10. mínútu leiksins með marki frá Krist- ófer Mána Atlasyni. Héldu þeir foryst- unni þar til á 31. mínútu þegar Ísbjörn- inn jafnaði með marki Vladimirs Panic. Tiu mínútum síðar náðu gestirnir for- ystunni með marki Mateusz Tomasi Lis og leiddu gestir því í hálfleik 2:1. Í síð- ari hálfleik voru Reynismenn vel inni í leiknum og það var ekki fyrr en tveim- ur mínútum fyrir leikslok sem leikmenn Ísbjarnarins gulltryggðu sigurinn með marki Matheusz Tomasi Lins sem skor- aði þar með sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 1:3. Reynir er sem fyrr á botni riðilsins án stiga eftir átta leiki. Næsti leikur Reynis er Vesturlandsslagur gegn Skallagrími í Borgarnesi, mánudaginn 11. júlí kl. 20. - se/ Ljósm. tfk. Í gærmorgun hófst Evrópumeist- aramót unglinga í sundi, en það fer fram í Rúmeníu. Alls taka 494 sundmenn frá 42 löndum þátt í mótinu. Fimm íslenskir keppend- ur eru mættir til leiks og á ÍA einn þeirra; Einar Margeir Ágústsson. Aðrir sundmenn frá Íslandi eru: Freyja Birkisdóttir Breiðabliki, Eva Margrét Falsdóttir ÍRB, Snorri Dagur Einarsson SH og Daði Björnsson SH. Einar Margeir keppir á mótinu í 50 m skriðsundi, 200 metra bringu- sundi og 100 metra bringusundi. Í gærmorgun keppti hann í 50 metra skriðsundi og synti á tímanum 29,19 sek. Á morgun, fimmtudag, keppir hann í 200 m bringu og á laugardaginn í 100 m bringu. Hægt er að sjá úrslit á mótinu á vefslóðinni: http://ejcotopeni2022. microplustiming.com og beina útsendingu á: https://livestream. com/romania-live.../leneuropeanj- unior2022 mm Víkingur Ólafsvík lék tvo leiki í síðustu viku í þriðju deildinni. Á miðvikudaginn gerður þeir góða ferð til Sandgerðis og sigruðu þar heimamenn í Reyni 4:3. Reynis- menn fengu óskabyrjun þegar Anel Cranc varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 9. mínútu, en Andri Þór Sólbergsson náði að jafna metin fyrir Víking tíu mínútum síðar. Tveimur mínútum eftir jöfn- unarmarkið náði Víkingur foryst- unni í leiknum með marki Brynjars Vilhjálmssonar. Á 30. mínútu jafn- aði Hörður Sveinsson fyrir heima- menn og Sæþór Ívan Vilhjálmsson kom Reynismönnum yfir í annað sinn í leiknum þremur mínútum síðar. En markasúpan í fyrri hálf- leiknum var ekki hætt því á 41. mín- útu jafnaði Brynjar Vilhjálmsson fyrir Víking með sínu öðrum marki í leiknum og staðan 3:3 í hálfleik. Það var síðan Bjartur Bjarmi Bark- arson sem skoraði sigurmark Vík- inga á 64. mínútu leiksins og þar við sat. Góður sigur Víking. Á laugardaginn fékk Víking- ur KFA í heimsókn á Ólafsvíkur- völl, þar sem gestirnir báru sigur úr býtum með markatölunni 3:1. Það var Mykolas Krasnovskis sem kom gestunum á bragðið strax á 16. mín- útu leiksins. Staðan 0:1 í hálfleik. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bættu KFA menn öðru marki við og var þar að verki Imanol Vergara Gonzalez. Þegar átta mínútur lifðu leiks kom Hilmar Freyr Bjartþórsson gestun- um í 3:0, en Víkingar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiks- ins með marki Luis Romero Jorge. Lokastaðan 1:3. Víkingur er nú í níunda sæti deildarinnar með átta stig og næsti leikur þeirra er gegn Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði föstudaginn 8. júlí nk. klukkan 19:15. se Skagamenn léku á mánudags- kvöldið gegn Leikni og fór leik- urinn fram í Breiðholtinu. Leik- urinn var mikilvægur fyrir bæði lið í botnbaráttu Bestu deildar. Leikn- ismenn höfðu betur í leiknum og sigruðu 1:0. Leikurinn í heild sinni var ekki rismikill og úrslitin afleit fyrir Skagamenn. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleiknum og leikurinn í nokkru jafnvægi. Leiknismenn náðu nokkrum góðum sóknum sem ekki nýttust. Besta færi Skagamanna kom á lokamínútu hálfleiksins. Þá átti Steinar Þorsteinsson fyrirgjöf á nærstöng en Eyþór Wohler var mættur en náði ekki að stýra bolt- anum í markið og því markalaust í hálfleik. En Skagamenn urðu fyrir áfalli þegar þurfti að skipta báðum mið- vörðunum útaf, þeim Oliver Stef- ánssyni og Aroni Bjarka Jóseps- syni, og við það riðlaðist vissulega leikur liðsins og nýttu Leiknis- menn sér það og náðu að skora eina mark leiksins á 65. mínútu. Var þar á ferðinni Mikkel Jakobsen með skoti úr miðjum vítateignum. Skagamenn náðu sér ekki á strik eftir þetta og gekk mjög illa að skapa sér marktækifæri og Leikn- ismenn náðu því að sigla sigrinum í höfn. Undir lokin fengu þeir Kaj Leo í Bartalstovu og Masiec Maku- szewski að líta rauðu spjöldin fyr- ir stimpingar. Þannig að bæði lið enduðu leikinn með tíu leikmenn. Þetta var slök frammistaða hjá Skagaliðinu. En það er nóg eftir af mótinu ennþá til að rífa sig frá fallsvæðinu og liðið er enn í tíunda sæti deildarinnar, en Leiknir og ÍBV eru í fallsætunum. Næsti leikur Skagamanna er gegn Víkingum á Víkingsvelli laugardaginn 9. júlí. se Það var magnaður uppbótartím- inn þegar Skagakonur í meistara- flokki kvenna mættu stöllum sínum í Sindra frá Hornarfirði á Akranes- velli á laugardag. Þegar venjulegur leiktími var útrunninn leiddi Sindri 1:2, en á 91. mínútu jafnaði Ylfa Laxdal Unnarsdóttir metin eftir hornspyrnu og tveimur mínútum síðar á 93. mínútu átti Bryndís Rún Þórólfsdóttir frábæra sendingu fram völlinn á Unni Ýr Haralds- dóttur, sem vippaði boltanum yfir markvörð Sindra og tryggði sigur- inn 3:2 við mikinn fögnuð Skaga- kvenna. Skagakonur voru mun betri aðil- inn í fyrra hálfleiknum og áttu meðal annars skot í þverslánna og önnur góð færi sem ekki nýttust. En Önnu Þóru Hannesdóttur tókst loks að brjóta ísinn á 40. mínútu með skallamarki eftir aukaspyrnu. Staðan því 1:0 í hálfleik. Sindrakonur komu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og á 54. mín- útu náðu þær að jafna leikinn í 1:1 með góðu skallamarki frá Samira Suleman. Eftir þetta var leikurinn í jafnvægi og heimakonur náðu ekki upp sama kraftinum og í fyrri hálf- leik. Það var síðan á 86. mínútu sem Regielly Halldórsdóttir skoraði eft- ir klaufagang í vörn Skagakvenna og óvæntur sigur Sindra blasti við. En magnaðar lokamínútur færðu Skagakonum sigurinn eins og áður sagði. Skaginn fór upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum með 9 stig eftir fjóra leiki. Næsti leik- ur þeirra er gegn ÍR í Breiðholti fimmtudaginn 7. júlí nk. se Einar Margeir tekur þátt í Evrópumótinu í sundi Sigur og tap hjá Víkingum Tvö mörk í uppbótartíma færðu Skagkonum sigur Slakur leikur Skagamanna í Breiðholtinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.