Skessuhorn - 06.07.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 202214
Bæjarhátíðin Írskir dagar var haldin á Akranesi um síðustu
helgi. Dagskráin hófst á fimmtudeginum og síðan leiddi hver
viðburðurinn annan allt fram á sunnudag. Ljósmyndarar
Skessuhorns voru á ferðinni og reyndu eftir mætti að fanga
stemninguna. Veður var þokkalegt alla hátíðisdagana, þurrt,
en hitastigið hefði mátt vera hærra. Engu að síður var mjög
vel mætt á viðburði og fjölmargir bæjarbúar og gestir þeirra
nýttu sér það sem í boði var.
mm
Írskir dagar í þurru en köldu veðri
Magga dagmanna með ungana sína; Jón Tinni, Alexander Ívar, Orri og Manúel. Ljósm. ki.
Börnin tóku sporið með Línu á setningarhátíðinni. Ljósm. ki.
Með verðlaun fyrir besta kastalann í sandkastalakeppninni.
Liðin heita Team Úlfur 1 og 2. Ljósm. ki.
Lína Langsokkur tekur sporið. Ljósm. ki.
Smári Hrafn Jónsson sýndi verk sín í gamla Iðnskólanum.
Sýninguna nefndi hann Heimkomuna. Ljósm. ki.
Þorvaldur Arnar Guðmundsson var með sýninguna Úr
hugarheimi Þorvaldar í gamla Landsbankahúsinu. Ljósm. ki.
Fjölmargir þáðu pylsur í boði Húsasmiðjunnar á fimmtudeginum. Ljósm. ki.
Ungliðar í golfklúbbnum Leyni hafa sem fjáröflun að sjá um pylsupartý
Húsasmiðjunnar. Ljósm. ki. Addi var í góðum gír alla helgina. Ljósm. ki. Sápukúlur á Akratorgi. Ljósm. ki.
Frænkurnar Silja Katrín og Júlíana Dögg í góðum gír.
Ljósm. mm.
Áætlað er að um fimm þúsund gestir hafi mætt á Brekku-
söng Írskra daga á laugardagskvöldið. Það var þétt setið
í brekkunni við Þyrlupallinn og raunar náði gestaskarinn
einnig yfir á svæðið ofan við knattspyrnuvöllinn. Aldrei hafa
fleiri mætt á þennan viðburð. Það var Magnús Kjartan Eyj-
ólfsson sem söng og stýrði fjöldasöngnum, en hann verður
einnig í sama hlutverki á Brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum
um Verslunarmannahelgina. Ljósm. mm.
Klettur Bjarmi Pétursson Heiðdísarson hlaut annað sæti í
keppninni um Rauðhærðasta Íslendinginn. Ljósm. ki.