Feykir


Feykir - 30.11.2021, Síða 18

Feykir - 30.11.2021, Síða 18
Margir muna eflaust eftir því þegar ungt tónlistarfólk í Skagafirði tók sig til um sein- ustu jól og hélt glæsilega jólatónleika í beinu streymi frá félagsheimilinu Bifröst sem nefndust Jólin heima. Sami hópur hefur nú tekið sig saman og ætlar að halda Jólin heima að nýju en nú í Menningarhúsinu Miðgarði, vonandi fyrir fullum sal af fólki ef veður og vindar, Þórólfur og Svandís leyfa. Markmiðið er að halda tónleika þar sem ekkert er slegið af, hvorki í söng né hljóðfæraleik. Þeir sem koma fram og standa að tónleikunum eru allir Skagfirðingar, sumir búsettir í firðinum, aðrir námsmenn í Reykjavík og svo hann Gunnar Hrafn Kristjánsson sem á sterk tengsl í fjörðinn. Við skulum gefa Gunnari orðið: -Pabbi minn er af Króknum og heitir Kristján Gíslason. Hann er söngvari og starfar einnig sem markaðssérfræðingur hjá VÍS. Hann er sonur Gísla Kristjánssonar og Hólmfríðar (Díu) Ragnarsdóttur. Mamma mín heitir Elín Greta Stefánsdóttir og er mannauðsstjóri hjá Verkís. Hún er frá Hofsósi en var í fjölbrautaskóla á Króknum. Hún er dóttir Stefáns (Dedda) Gunnarssonar og Stefaníu Theodóru Guðmundsdóttur. Hvernig kemur það til að þú ert að fara að syngja á þessum tónleikum? Hann Jóhann Daði heyrði bara í mér og sagði að þetta væru skagfirskir tónleikar og þá einfaldlega gat ég ekki sagt nei. Ég hafði heyrt af þessum tónleikum þegar þeim var streymt í fyrra og fannst þetta bara rosa flott verkefni. Síðan hjálpaði það mjög mikið til þegar ég vissi að þeir yrðu haldnir í Miðgarði, þá þurfti ég að slá til vegna þess að ég hafði heyrt svo mikið um þennan stað. Pabbi hafði giggað endalaust þarna og svo hafði auðvitað öll stórfjölskyldan mín djammað ófá kvöld þarna þannig að mér fannst þetta bara fullkomið tækifæri að halda áfram með fjölskylduhefðirnar og setja mitt nafn þar inn. Hvernig líst þér á þetta? -Mér líst rosalega vel á þetta. Ég söng síðast á svona tónleikum fyrir næstum því ári síðan á Jólagestum Björgvins þannig það er kominn smá tími síðan ég söng fyrir fólk, mig er eiginlega farið að klæja bara. Ég er líka spenntur að fá að koma aftur á Krókinn, alltof langt síðan síðast. Lítur þú á þig sem Skagfirðing, ef svo er, að hvaða leyti? -Já ég hika ekki við að kalla mig Skagfirðing. Þó að ég hafi aldrei búið þarna sjálfur þá hef ég alltaf átt þessa tengingu við Skagafjörðinn í gegnum sögusagnir frá fjölskyldunni, bæði Hofsós-megin og Sauðárkróks- megin. Systir pabba og maðurinn hennar eiga líka land þarna þar sem ég hef eytt ófáum stundum og það er eitthvað það skemmtilegasta og notalegasta sem ég geri, að fara á Skefilsstaði. Síðan auðvitað á ég besta afa í heimi sem býr rétt utan Sauðárkróks þannig ég fyllist alltaf góðri tilfinningu þegar ég kem þangað. Skín við sólu Skagafjörður. /SMH Hægt er að nálgast miða á Tónleikana á Tix.is. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Kaupfélag Vestur Húnvetninga - Strandgata 1 • Sími 455-2300 Gleðileg jól & farsælt komandi ár Gunnar Hrafn Kristjánsson. Gunnar Hrafn vill halda í fjölskyldu- hefðir og syngja í Miðgarði Jólin heima 11. desember í Miðgarði 18

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.