Feykir - 30.11.2021, Síða 32
„Ég er fæddur á Hvammstanga
árið 1943 og ólst þar upp.
Á sumrin var ég oftast í
vegavinnutjöldunum með for-
eldrum mínum út um sveitir
og alltaf að snúast í kring
um verkakarla, bílstjóra og
ýtumenn. Að vetrinum gilti
það sama og þá þvælst fyrir
á vinnustöðum þegar ekki var
skóli. Ekkert æskulýðsstarf
og orðið afþreying sennilega
ekki til, en mörgu fundið upp á
og brallað með félögum á líku
reki.
Á tólfta ári fór ég í sveit
og var þar í þrjú sumur. Þar
kynntist ég hestum, spennti
aktygin á „Brúnku gömlu“
og sat svo stundum argur á
rakstrarvélinni. En það var
gaman að hífa upp tindana og
bruna heim á brokki. Keyrði
líka jeppa og traktor og
forframaðist í heiðagöngum
síðasta haustið. Dvölin
leiddi til þess að
ég hef átt
hesta í rúm 50 ár.
Eiginkona mín er Elín
Þormóðsdóttir frá
Sauðadalsá á Vatns-
nesi. Við eigum
þrjú börn, sex
barnabörn og
fjögur langafa-
börn.“
Hvenær fluttir
þú frá Hvamms-
tanga og hvað
fórstu að gera?
„Til Reykjavíkur
flutti ég 1990 en þá
hafði mér verið boðið að
taka við starfi framkvæmda-
stjóra Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Lánasjóðs sveit-
arfélaga og Bjargráðasjóðs.
Þetta voru samstarfsstofnanir
með sameiginlegt starfsmanna-
og skrifstofuhald. Þarna hélt
ég áfram að fást við sveitar-
Þórður Skúlason fyrrverandi sveitarstjóri á Hvammstanga
ræðir um pólitíkina, húsin á Hvammstanga,
jólin og besta stað í heim
Nú í haust kom út bókin „HÚS
OG HÍBÝLI Á HVAMMSTANGA
1898-1972“. Þetta er fróðleg
og efnismikil bók um öll hús á staðnum, stærðir
þeirra, eigendur og staðsetningu á þessu tímabili
auk ljósmynda og korta. Höfundur hennar er Þórður
Skúlason, fyrrverandi sveitarstjóri á Hvammstanga
og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Af því tilefni ákvað FEYKIR að leggja
nokkrar spurningar fyrir höfundinn sem beðinn er í
upphafi að segja frá sjálfum sér og fjölskyldu.
stjórnarmál en þó með öðrum
hætti en fyrir norðan. Það
var ekki staðið í neinum
framkvæmdum.“
Hvernig kom það til að þú fórst
að skrifa bókina Hús og híbýli
á Hvammstanga? „Að-
dragandinn að
ritun bókar-
i n n a r
v a r
sá, að farið
var að grúska
í sóknarmanna-
tölum og íbúaskrám
frá upphafi byggðar
á staðnum. Kom þá í ljós
að ýmislegt blundaði í fornu
minni, frá því um miðja síðustu
öld, bæði um híbýlin og fólkið
sem í þeim bjó. Enn var þá
búið í mörgum þessara fyrstu
húsa og torfbæja og leifar
eða rústir þeirra, sem ekki
voru lengur í brúkun, voru
enn sýnilegar og saga þeirra
þekkt. Nú er fjöldi þessara
húsa horfinn af sjónarsviðinu.
Þetta átti aldrei að verða bók
en ýmsir sem vissu af þessu
grúski hvöttu mig til að koma
þessu fyrir almenningssjónir.
Síðan bauðst fyrrum sam-
starfsmaður minn til þess
að setja bókina upp og
vinna ljósmyndirnar
og bókaforlagið
Í Vesturhópi
er paradís
Skriða tók þá djörfu áhættu að
gefa bókina úr.“
Hvað er að þínu mati
merkilegasta húsið? „Eftir-
minnilegustu húsin eru versl-
unar- og atvinnuhús Riis-
verslunarinnar, Verslunarhús
Jóns L. Hanssonar, sem KVH
eignaðist seinna og Þinghúsið,
sem bæði var skóla- og
samkomuhús. Þetta voru stór
og mikil hús, byggð um og
upp úr aldamótunum 1900
og settu lengi mikinn svip á
staðinn. Þau hafa nú öll verið
rifin. Elstu uppistandandi húsin
eru Gunnarshús, sem fyrst var
byggt sem hesthús og var líka
íbúðar- og verslunarhús og
íbúðarhúsið Sjávarborg, sem
tvisvar var flutt. Bæði eru þessi
hús byggð 1906.“
Var eitthvað sem kom
þér á óvart við skrifin eða
gagnaöflun? „Það er þá helst
hve sóknarmannatölin eru
brotakennd á fyrstu árum
byggðarinnar. Hvernig heiti
húsanna færðust af einu þeirra
á annað og hve sum hús hétu
mörgum nöfnum. Það hús sem
skráð er flestum heitum bar
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Paradís Þórðar
er Grund í
Vesturhópi.
32