Feykir - 30.11.2021, Page 33
níu nöfn.
Gagnaöfl-
unin var dá-
lítið snúin og
þurfti víða að
leita fanga og svo
bar heimildum ekki
alltaf saman. Svo er það hve
margt fólk bjó saman í þessum
þröngu híbýlum.“
Nú sast þú í hreppsnefnd
og gegndir lengi starfi
sveitarstjóra. Hvað er þér
minnisstæðast úr því starfi?
„Ég var kosinn í hreppsnefnd-
ina 1970 og ráðinn sveitarstjóri
árið 1973. Á þessu tímabili
tvöfaldaðist íbúafjöldinn og
árið 1990 voru íbúarnir orðnir
rúmlega 700. Það var mikið
Þú varst einnig varaþing-
maður Norðurlands vestra
nokkurn tíma. Hvað getur
þú sagt okkur af því? „Ég
var varaþingmaður Alþýðu-
bandalagsins og settist sjö
sinnum á þing á árunum 1983-
1990. Þá reyndi ég hverju sinni
að vera tilbúinn með einhver
mál og koma þeim á dagskrá
með þingsályktunum og
fyrirspurnum. Allt tengdist það
atvinnulífinu og viðfangsefnum
sveitarfélaganna á lands-
byggðinni. Það var fróðlegt að
kynnast fólki í þingflokknum
og öðrum þingmönnum og
þarna lærði ég margt um störf
Alþingis og stjórnsýsluna. Sem
betur fer varð þingferillinn nú
ekki lengri en þetta og ég hélt
áfram að starfa á vettvangi sem
hentaði mér betur og maður sá
fljótar árangur verka sinna.“
Hvað finnst þér um pólitíkina
núna? „Mér finnst mörgu hægt
miða og eins og stjórnvöld átti
sig ekki á því að það kostar
líka að draga framkvæmdir
og sinna ekki viðhaldi. Nefni
ég þá bara vegakerfið og
Vatnsnesveginn þar sem
ég var í vegavinnu í gamla
daga. Að stærstum hluta er
þessi vegur 70 ára og eldri
og ekki byggður fyrir þann
umferðarþunga sem þar er
nú og nánast ófær stóran
hluta ársins. Svo virðist sem
ríkissjóður sé nú að gefast
upp á því að fjármagna sjálfur
vegi og brýr og áform séu
uppi um gjaldtöku á einstaka
vegaspottum. Þetta finnst mér
vesaldómur og réttast væri
að yfirvöld samgöngumála
skryppu til Færeyja og kynntu
sér hvernig þar er staðið að
vegagerð. Sama á við um
mörg fleiri verkefni. Það er
eins og ríki og sveitarfélög
megi helst ekkert reka og eiga.
Samt eru það þessir opinberu
aðilar sem byggt hafa upp alla
mikilvægustu innviði landsins
og það við verri fjárhagslegar
aðstæður. Þau sveitarfélög,
sem seldu frá sér orkufyrirtæki
og skólabyggingar og vistuðu
út rekstri, komu ekki öll vel út
úr þeirri vegferð. Það ætti að
vera víti til varnaðar.“
Hvernig voru jólin hjá þér
forðum? „Það var skelfilegt
að bíða eftir því að amma
og afi kæmu í jólamatinn og
með gjafirnar. Alltaf þurftu
þau að hlusta á jólamessuna
í útvarpinu. Síðan leið að-
fangadagskvöldið í spenningi,
sem endaði uppi í rúmi,
með sælgæti og bók. Á jóla-
daginn var farið í jólaboð til
ömmusystur minnar sem bjó
í torfbæ með ekkjumanni.
Þar var eldavélin kynnt með
kolum og taði. Þarna voru
kerlingarnar á sífelldu rápi
með tertur og kökur, heitt
súkkulaði og kaffi. Svo var
sest að kræsingunum inni í
baðstofunni og húsbóndinn
skenkti ákavíti í staupin hjá
körlunum. Þegar hitna tók
þarna í kytrunni urðu karlarnir
rjóðir í framan og fóru að segja
sögur og hlæja. Þá var hægt
að færa sig í krásirnar í eldhús-
inu, kók og Macintosh Quality
Street úr gríðarstórri blikkdós,
sem frænka hafði fengið senda
frá London. Slíkur munaður
sást hvergi nema í þessum litla
torfbæ. Þarna var setið langt
fram á kvöld og alltaf varð
skemmtilegra hjá körlunum í
baðstofunni og okkur hinum
líka. Síðan var sama sagan svo
endurtekin heima hjá afa og
ömmu á annan í jólum en þá
veitti afi ákavítið. Á nýársdag
lauk svo þessum jólaveislum
með alveg sama sniði heima
hjá okkur. Aldrei nokkurn tíma
man ég eftir því sem krakki að
vín væri borið fram heima hjá
okkur eða afa og ömmu nema
á jólunum.
Hvernig eru dæmigerð jól hjá
þér? „Þau eru bara eiginlega
alveg eins og forðum daga. Þá
skapaðist hefðin. Fjölskyldan
kemur saman hver hjá ann-
arri yfir jóladagana. Það er
hangikjöt, rjúpur, laufabrauð,
heitt súkkulaði og kruðerí fyrir
börnin og svo er ákavíti hellt í
staupin hjá körlunum. Reyndar
hef ég nú í áratugi alltaf gengið
upp á Úlfarsfellið á jóladaginn.
Með því varð til ný hefð.“
Hverjar eru uppáhalds kök-
urnar? „Hún er nú bara ein,
döðlutertan hennar Ellu.“
Áttu uppskrift? „Nei og kann
ekkert að baka, nema hugsan-
lega vandræði.“
Hvernig sérðu framtíðina fyrir
þér? „Veit það eitt að hún er
óráðin, en vonandi verður hún
skemmtileg. Áfram vonast ég
þó til að geta varið sumrunum
á Grund í Vesturhópi. Þó ekki
væri til annars en að sitja
þar og horfa út um gluggana.
Glápa á Vesturhópsvatnið og
fjöllin og hvernig allt breytir
lit og formum eftir birtu, sól og
skýjafari. Þar bíður framtíðin, í
Paradís.“
Myndirnar sýna að Grund í Vesturhópi
er hinn mikli griðastaður Þórðar sem
vonast til að mega verja sumrunum
þar í framtíðinni.
AÐSENDAR MYNDIR
Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum,
sem og landsmönnum öllum,
bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári
Borgarmýr i 1 550 Sauðárkrókur S ími 453 5433 www.stet tar fe lag. is
umleikis hjá sveitarfélaginu á
þessum árum. Hitaveitan var
lögð, ráðist í miklar hafnar-
og vatnsveituframkvæmdir,
byggð sundlaug og leikskóli
og húsnæði grunnskólans
stækkað. Sveitarfélagið brást
líka við íbúðaskorti með
byggingu margra félagslegra
íbúða í verkamannabústaða-
og leiguíbúðakerfunum. Mest
breyttist þó ásýnd staðarins
við lagningu bundins slitlags
á götur og frágang gangstétta.
Ég hafði mjög gaman af þess-
um framkvæmdum. Samheldni
í sveitarstjórninni var góð
og ég átti mjög gott samstarf
við oddvita og aðra sveitar-
stjórnarmenn. Sama má segja
um starfsmenn sveitarfélags-
ins, það var traust og gott fólk,
sem gott var að vinna með.“
33