Feykir


Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 38

Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 38
VERÐLAUNAMYNDAGÁTA Þrenn bókaverðlaun verða veitt fyrir rétta lausn myndagátunnar sem felst í setningu sem lesa má út úr myndunum 28. Athugið að ekki er gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóða. Lausnina skal senda á netfangið palli@feykir.is eða í pósti á: Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðarkróki, eigi síðar en föstudaginn 10. desember nk. Höfundur: Páll Friðriksson Ómissandi heilaleikfimi jólanna Jólamyndagátan 2021 VINNINGAR FYRIR RÉTTAR LAUSNIR: Guðni á ferð og flugi – Guðjón Ragnar Jónasson skráði Ekki var það illa meint – Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga – Höfundur Jón Hjaltason Verðlaunin gefa Bjartur/Veröld og Bókaútgáfan Hólar. Krakkar á Leikskólanum Tröllaborg að Hólum Börnin svara klara@nyprent.is Bernharð Leó Hjörvarsson | 3 ára Hvar eiga jóla- sveinarnir heima? Úti. Einar Örn Wesley Steingrímsson | 3 ára Hvað segjir jólasveininn? Ho hó hó hó. Stefán Árni Pedersen Hjördísarson | 4 ára Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Nammi, græna snúningsvél og bláa dráttarvél. Sædís Ebba Einarsdóttir | 3 ára Hvað borðar jólasveinninn? Hann borðar kjöt. Grétar Örn Egilsson | 4 ára Hvað borða jóla- sveinarnir? Þeir borða snjó, kjöt, fisk, lakkrís, sleikjó og appelsínur. Haraldur Haukur Steingrímsson | 4 ára Ef þú myndir hitta jólasvein, hvað mydirðu segja honum? Ég myndi segja honum að gefa mér allt dót sem ég vil. Dalía Sif Hjörvars- dóttir | 4 ára Hvað langar þig í frá jólasveininum? Nýja dúkku, sem á að heita Alda. Valþór Logi Snorrason | 5 ára Hvað heldurðu að jólasveininum langi í jólagjöf? Nýtt hús, svo Grýla sé ekki að öskra á hann. 38

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.