Morgunblaðið - 09.04.2022, Side 1
Barnið
titraði
og skalf
Loksinsblúsað
Olga Keptanar horfði á dóttur
sína Viktoríu titra og skjálfaþegar sprengjur féllu á þorpið
hennar. Hún tók þá ákvörðun í
skyndi og yfirgaf land sitt, eigin-
mann og foreldra til að koma
barninu í skjól. Til Íslands eru
komnir um sex hundruð flótta-
menn frá Úkraínu, aðallegakonur og börn. Morgunblaðið
ræddi við úkraínskar mæður sem
eru þakklátar að fá hér hæli en
óttast um afdrif þjóðar sinnar. 12
10. APRÍL 2022SUNNUDAGUR
Bjarni Tryggvason,eini Íslendingurinnsem farið hefur út ígeiminn, hugsaðialltaf með hlýju heimtil gamla landsins. 10
Síungt Sögufélag„Við erum ungur öldungur, “ segir
Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags. 8
Blúshátíð íReykjavík er ínæstu viku eftirlangt hlé.GuðmundurPéturssonverður
þar í
góðum
blúsgír. 2
Geimfari
kveður
ÆFAVIÐBRÖGÐ Á FREYJU
VARNARÆFING NORÐUR-VÍKINGUR, 22
L A U G A R D A G U R 9. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 84. tölublað . 110. árgangur .
Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn
Audi e-tron 50 Pro-line Verð frá 9.690.000 kr.
Stillanleg loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi og fjarhitun.
Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd.
Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur
Eigum nokkra lausa til afhendingar strax
LEIKMENN
PHOENIX TIL
ALLS LÍKLEGIR
NBA-DEILDIN 49
Íslensk kona hefur verið dæmd í
fjögurra ára fangelsi fyrir mansal og
brot í nánu sambandi gagnvart fjór-
um stjúpbörnum sínum. Hún var
sökuð um að hafa haft þau í nauð-
ungarvinnu þegar þau voru börn að
aldri. Þetta er fyrsti dómurinn í
mansalsmáli síðan árið 2010 og sá
fyrsti eftir að lögum um mansal var
breytt á síðasta ári.
Kolbrún Benediktsdóttir vara-
héraðssaksóknari staðfestir í samtali
við mbl.is að dómurinn hafi fallið á
fimmtudaginn, en hann hefur ekki
enn verið birtur á vef Héraðsdóms
Reykjaness.
Konan var gift föður barnanna og
var í ákæru sögð hafa flutt börnin til
landsins. Þá var hún sögð hafa hýst
þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrir-
tæki þar sem hún var verkstjóri og
stýrði daglegum rekstri. Sagði í
ákærunni að þrjú barnanna hefðu
verið látin vinna allt að þrettán
klukkustundir á dag, sex til sjö daga
í viku. Fjórða barnið hafi hins vegar
unnið í allt að tvær klukkustundir,
þrjá daga vikunnar. Laun barnanna,
sem metin voru á rúmar 16 milljónir,
átti konan að hafa nýtt í eigin þágu.
Kolbrún segir að málið hafi mikla
þýðingu, enda sé það fyrsti dómur-
inn um mansal síðan fimm menn frá
Litháen voru dæmdir í 4-5 ára fang-
elsi fyrir að hafa svipt unga konu
frelsi. thorsteinn@mbl.is
Dæmd fyrir mansal
- Fyrsti dómur um mansal í tólf ár - Braut á börnum
Sprengikraftur mynda er heiti stærstu sýningar með verkum
eftir Erró sem sett hefur verið upp hér á landi og verður opn-
uð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag en á henni eru
um 300 verk frá öllum ferli listamannsins dáða. Erró verður
níræður seinna á árinu og starfar enn af kappi að list sinni.
Hann tók á móti gestum í Hafnarhúsinu í gær, m.a. skólasyst-
ur úr Myndlistarskólanum, Sigríði Björnsdóttur, listmeðferð-
arfræðingi og ekkju myndlistarmannsins Dieters Roth. Urðu
þar miklir fagnaðarfundir en Sigríður er 93 ára. »45
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Erró fagnaði skólasystur í foropnun listsýningar sinnar
Lyubomyra Petruk er stjórnarformaður Félags Úkra-
ínumanna hér á landi. Hún gagnrýnir íslensk stjórnvöld
fyrir að taka ekki afgerandi afstöðu gegn Rússum.
„Íslendingar stæra sig af því að vera lítið land en samt
sterk þjóð. Þeir voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði
Litháens. Þeir tóku vel á móti Fischer. Af hverju vilja
þeir ekki núna vera fyrsta þjóðin til að taka afgerandi af-
stöðu gegn Rússum? Það er kannski slæmt fyrir viðskipti
og pólitíkina. En við erum að tala um að standa vörð um
mannréttindi. Ég vil að óvinurinn minn verði veikari,“
segir hún í viðtali við Sunnudagsblaðið um helgina, en þar
er einnig rætt við sterkar úkraínskar mæður.
„Ég vil að óvinurinn
minn verði veikari“
- Íslendingar taki afgerandi afstöðu
Lyubomyra
Petruk