Morgunblaðið - 09.04.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 09.04.2022, Síða 2
- Framboðum í borginni fækkar um fimm milli kosninga - F-listinn býður ekki fram á Seltjarnarnesi „Við munum veita þeim svigrúm fram til úrskurðar. Það eru ekki gerðar of stífar tímakröfur og fram- boðin fá raunverulegt tækifæri til að bæta úr,“ segir Eva. F-listinn ekki í framboði Á Seltjarnarnesi verða framboðin til sveitarstjórnarkosninganna þrjú talsins; A-listi Framtíðarinnar, D- listi Sjálfstæðisflokks og S-listi Sam- fylkingarinnar og óháðra. Ekkert varð úr framboði F-listans undir forystu Skafta Harðarsonar, formanns Samtaka skattgreiðenda, eins og til stóð. Að sögn Skafta má meðal annars rekja ákvörðunina til persónulegra ástæðna en þá hafi endurnýjun á list- um flokkanna í sveitarstjórn einnig haft áhrif. „Það er mikil endurnýjun í meiri- hlutanum og við töldum einfaldlega að grunnurinn væri ekki sambæri- legur við það sem var fyrir fjórum árum. Þannig að það var í rauninni ákveðið að kljúfa ekki þá borgara- legu hreyfingu á Nesinu meira en þörf væri á og bjóða ekki fram að þessu sinni.“ Skiptar skoðanir voru um ákvörð- unina en á endanum varð þetta nið- urstaðan, segir Skafti. hmr@mbl.is Alls skiluðu ellefu framboð inn list- um fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar í maí, en skilafrestur rann út á hádegi í gær. Flokkarnir sem skiluðu inn listum eru Samfylkingin, Sjálfstæðisflokk- urinn, Viðreisn, Framsóknarflokk- urinn, Vinstri-græn, Flokkur fólks- ins, Miðflokkurinn, Píratar, Sósíalistaflokkurinn, Reykjavík – besta borgin og Ábyrg framtíð. Framboðin í ár eru nokkru færri en fyrir síðustu kosningar þegar 16 listum var skilað inn. Úrskurðað verður um lögmæti framboðanna í dag þegar búið er að fara yfir listana; meðmælendur og undirskriftir. Ef eitthvað stenst ekki kröfur verður frestur veittur til að gera úrbætur, að sögn Evu B. Helgadóttur, formanns yfirkjör- stjórnar. Ellefu flokkar bjóða fram í Reykjavík Hópar menntskælinga klæddir í ýmiskonar búninga fjöl- menntu í miðbæ Reykjavíkur í gær til að dimmitera. Ekki er annað hægt að segja en að þeir hafi verið heppnir með veður en glampandi sól var á himni og hreyfði varla vind. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík voru afar hressir þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Skörtuðu þeir glæsilegum íkornabúningum og var fylgihluturinn að sjálfsögðu hneta, að ógleymdum ómissandi farsímanum fyrir sjálfurnar. Morgunblaðið/Eggert Menntskælingar slettu úr klaufunum 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 TVÆR VIKUR Á ALBÍR EÐA BENIDORM ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS 19. APRÍL - 03. MAÍ 2 VIKUR MELIA BENIDORM 4* VERÐ FRÁ167.900 KR TVÍBÝLI MEÐ HÁLFU FÆÐI Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 19. APRÍL - 03. MAÍ 2 VIKUR HOTEL SUN PALACE ALBIR 4* VERÐ FRÁ129.900 KR TVÍBÝLI MEÐ MORGUNVERÐI Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ríkisendurskoðun féllst í gær á beiðni Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra um að gera úttekt á því hvort útboð og sala á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars sl. hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Er stefnan sett á að skila niðurstöðum í júní. Þingmenn minnihlutans voru þó ekki sáttir en þeir höfðu farið fram á að rannsóknarnefnd Alþingis rannsakaði sölumeðferðina. Krafa þeirra var ekki samþykkt í gær þegar þingfundi lauk og var það harðlega gagnrýnt. Þingið er nú komið í frí fram yfir páska og því ekki hægt að afgreiða kröfuna á næstunni. Segir lög ekki hafa verið brotin Sigríður Benediktsdóttir, hag- fræðingur við Yale-háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðla- banka Íslands, telur að sölumeð- ferðin hafi brotið í bága við 3. gr. og mögulega 2. gr. laga um sölu- meðferð eignarhluta ríkisins í fjár- málafyrirtækjum. Á brotið að felast í því að valdir voru yfir 150 aðilar sem keyptu magn bréfa sem var svo lítið að það hefði ekki hreyft við markaðs- virði Íslandsbanka ef þeir hefðu keypt bréfin á eftirmarkaði. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, vísar þeim ásökunum á bug og segir ekki samræmi milli umræddra laga- greina og þess sem Sigríður vitnar í. Þá hafnar hann því að forsendur útboðsins hafi ekki staðist, eins og haldið hefur verið fram. Hann vek- ur jafnframt athygli á því að hvergi hafi komið fram að einblína ætti á langtímafjárfesta eða að takmarka ætti fjölda þeirra við nokkra tugi. Hann segir aðilana á listanum ekki hafa verið handvalda heldur hafi verið stuðst við skil- greiningu um „hæfa fjárfesta“. hmr@mbl.is Beiðni fjármálaráð- herra samþykkt - Forstjórinn vísar ásökunum á bug Morgunblaðið/Eggert Sala Seldur var 22,5% hlutur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.