Morgunblaðið - 09.04.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
holabok.is • holar@holabok.is
Ingvar Viktorsson
afmælisrit
Ungmennið Ingvar Viktorsson
er 80 ára í dag hvort sem menn
trúa því eða ekki. Af því tilefni kemur
út í nóvember afmælisrit honum til
heiðurs - stútfullt af fróðlegum og
skemmtilegum sögum.
Þeir sem vilja senda Ingvari afmælis-kveðju
á þessum tímamótum og jafnframt eignast
ritið eru beðnir að senda nafn sitt á netfangið:
ingvar80ara@gmail.com eða hringja í síma 690-
8595. Verðið er 6.900 og innheimtist í gegnum
heimabanka.
Ritnefndina skipa:
Guðmundur Árni Stefánsson,
Lúðvík Geirsson og
Guðjón Ingi Eiríksson.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þúsundir Íslendinga og erlendra
ferðamanna stunda útivist á Trölla-
skaga og er fjallaskíðamennska vin-
sæl. Fjögur fyrirtæki eru með þyrl-
ur í sinni þjónustu til að flytja gesti
upp í fjöllin en meirihlutinn er þar
þó á eigin vegum eða í minni hóp-
um með leiðsögn. Fjögur skíðaslys
hafa orðið á Tröllaskaga frá því um
miðjan mars og hefur einn erlendur
ferðamaður látist.
Alloft hafa fallið snjóflóð á vin-
sælum skíðastöðum, bæði af völdum
fjallaskíðafólks og af náttúrulegum
ástæðum. Á vef Veðurstofunnar
kemur fram að snjór er víða óstöð-
ugur eftir umhleypinga í mars en
snjóað hefur ofan á hjarnið á Vest-
fjörðum, Norðurlandi og Aust-
fjörðum. Fjölmörg nokkuð stór
flekaflóð féllu í norðan hraglanda í
Skíðadal um og eftir síðustu helgi
en minni flóð hafa fallið undan
skíðamönnum í Hjaltadal, Þorvalds-
dal og í Skeiðsfjalli í Svarfaðardal í
þessari viku.
Snjóflóð fylgja aukinni umferð
Þrír bandarískir fjallaskíðamenn
á fertugsaldri urðu fyrir síðastnefna
flóðinu. Einn lést og hinir tveir eru
alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Í
tilkynningu frá lögreglunni á Norð-
urlandi eystra í gærmorgun kom
fram að allir eru þeir vanir fjalla-
menn og vel búnir.
Magni Hreinn Jónsson, hópstjóri
ofanflóða hjá Veðurstofunni, segir
að ekki hafi orðið vart við að breyt-
ingar í náttúrunni orsaki tíðari
snjóflóð. Snjóalög séu mjög breyti-
leg á milli mánaða á Íslandi. Hann
telur að fjölgun snjóflóða á Trölla-
skaga tengist breyttri ferðahegðun
og útivist. Þegar fólk er mikið á
ferð í brattlendi fylgi því að snjóflóð
falla.
Fjögur þyrlufyrirtæki
Fjögur fyrirtæki bjóða þyrlu-
skíðaferðir á Tröllaskaga og hefur
sú grein verið vaxandi. Tekið skal
fram að Bandaríkjamennirnir voru
ekki á vegum þessara fyrirtækja.
Halldór Óli Kjartansson, verkefna-
stjóri hjá Markaðsstofu Norður-
lands, segir að fyrirtækin séu í al-
þjóðlegri samkeppni en Ísland sé að
ná stærri hluta af kökunni.
Þyrluskíðamennskan er komin á
fullt eftir að hafa verið í lágmarki í
kórónuveirufaraldrinum. Telur
Halldór Óli að bókanir séu ekki
minni en var fyrir faraldurinn. Það
verði þó að koma í ljós að lokinni
vertíð hvort aukning hafi orðið.
Rætt var um að þúsund gestir
hefðu nýtt þessa þjónustu fyrir far-
aldur en Halldór segist ekki hafa
upplýsingar um fjöldann, þeir séu
þó örugglega ekki fleiri en það.
Þurfa að standast kröfur
Spurður um öryggismálin bendir
hann á að mjög fjölbreyttur hópur
stundi fjallaskíðamennsku á Trölla-
skaga. Sumir séu með leiðsögu-
menn en aðrir á eigin vegum. Hann
segir að mikil reynsla sé hjá þyrlu-
skíðafyrirtækjunum enda verði þau
að fara að ýtrustu öryggiskröfum til
að standast alþjóðlega samkeppni.
Telur hann að þeir sem stunda
fjallaskíðamennsku á eigin vegum
séu mun stærri hópur en þeir sem
nýta sér þyrlurnar.
Þúsundir á fjallaskíðum
- Tröllaskagi er vinsæll leikvangur fyrir erlenda ferðamenn sem sækja í þyrlu-
skíðamennsku - Enn fleiri nota tvo jafnfljóta - Fjögur skíðaslys orðið í vetur
Morgunblaðið/Bjarni Helgason
Tröllaskagi Hlíðar fjallanna á Tröllaskaga eru vinsælar til útivistar, jafnt hjá erlendum ferðamönnum sem inn-
lendum hópum eða einstaklingum. Þessi mynd er tekin í nágrenni Siglufjarðar. Fjölmargir skíða á eigin vegum.
Fjögur skíðaslys á
Tröllaskaga
16. MARS Ólafsfjörður við
Vermundastaði
27. MARS Siglufjörður
30.MARS Dalvík, Karlsá
7. APRÍL Svarfaðardalur ofan
við Skeið
Agnes Jóhannsdóttir
lést á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Brák-
arhlíð í Borgarnesi 7.
apríl sl., 95 ára að aldri.
Agnes fæddist í
Keflavík 19. janúar
1927. Hún var dóttir
hjónanna Guðrúnar
Pétursdóttur og Jó-
hanns Gunnlaugs Guð-
jónssonar. Bræður
hennar, Guðjón Ingi-
ber, Pétur og Jón, eru
allir látnir.
Æskuárin í Keflavík
voru viðburðarík gleði-
ár en sorgum blandin, lituð af hinum
skelfilega bruna í Skuld, en Agnes
komst út úr húsinu ósködduð sjö ára
gömul, og svo berklafaraldrinum
sem hjó skörð í hóp jafnaldra hennar.
Agnes tók virkan þátt í skátastarfi
með Heiðarbúum þar sem hún fékk
m.a. óbilandi áhuga á söng og leiklist.
Agnes hlaut hefðbundna menntun
í Barnaskóla Keflavíkur, en hleypti
svo heimdraganum og var einn vetur
í Héraðsskólanum í Reykholti í
Borgarfirði. Síðar stundaði hún nám
við Leiklistarskóla Lárusar Páls-
sonar og tók þátt í nokkrum leiksýn-
ingum, m.a. í revíunni Bláu stjörn-
unni í Sjálfstæðishúsinu og söng-
leiknum Einu sinni var í Iðnó en
eftirminnilegast var að hlaupa um
stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu og
hrópa að eldur væri í
Kaupinhöfn í Íslands-
klukkunni rétt eftir
vígslu hússins árið
1950.
Agnes starfaði við
ýmislegt sem til féll í
Keflavík og í Reykjavík
frá unga aldri, m.a.
starfaði hún nokkur ár
í kaupfélaginu í Kefla-
vík og rak lítið útibú
þess rétt rúmlega tví-
tug. Hún var seinna fé-
lagi í Kvenfélaginu
Hringnum og Inner
Wheel og átti auðvelt
með að halda ræður, hvort sem var
undirbúið eða beint frá brjóstinu.
Árið 1952 giftist hún Haraldi
Sveinssyni, forstjóra Timburversl-
unarinnar Völundar, sem síðar varð
framkvæmdastjóri Morgunblaðsins
og stjórnarformaður Árvakurs um
árabil. Haraldur lést árið 2019, 94
ára að aldri. Börn þeirra Agnesar
eru Soffía, Ásdís, Jóhann og Sveinn.
Barnabörnin eru fimm og lang-
ömmubörnin sex.
Agnes tengdist Morgunblaðinu
alla tíð sterkum böndum. Á kveðju-
stund þakkar blaðið samfylgdina og
vottar fjölskyldu hennar dýpstu sam-
úð.
Agnes verður jarðsungin frá
Langholtskirkju laugardaginn 23.
apríl og hefst athöfnin kl. 14.
Andlát
Agnes Jóhannsdóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviða-
ráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, átti í gær fund með Vig-
dísi Häsler Sveinsdóttur,
framkvæmda-
stjóra Bænda-
samtaka Íslands,
og stjórn samtak-
anna vegna um-
mæla sem Sig-
urður lét falla í
garð Vigdísar á
samkomu í
tengslum við
Búnaðarþing um
síðustu helgi.
Að fundi lokn-
um í gær birti Vigdís færslu á sam-
félagsmiðlum og segir þau Sigurð
Inga hafa átt „hreinskilið, heiðarlegt
og opið samtal“.
Segist Vigdís hafa meðtekið af-
sökunarbeiðni Sigurðar Inga og hún
hafi upplifað hana sem einlæga. Mál-
inu sé lokið af hennar hálfu.
Ummælin í garð Vigdísar lét Sig-
urður falla þegar taka átti mynd af
starfsmönnum Búnaðarsamtakanna
að lyfta henni í „planka“. Myndin
hefur verið í dreifingu á samfélags-
miðlum, sem og sambærileg mynd
sem tekin var á samkomu með Mið-
flokknum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðherra Sigurður Ingi kemur út
af fundi með fjölmiðla á eftir sér.
Meðtók
afsökun
ráðherra
- Vigdís og Sigurður
Ingi funduðu í gær
Vigdís
Häsler