Morgunblaðið - 09.04.2022, Qupperneq 11
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hreinsun gatna og stíga hjá Reykja-
víkurborg hófst upp úr 20. mars, að
sögn Hjalta J. Guðmundssonar,
skrifstofustjóra reksturs og umhirðu
borgarlandsins hjá Reykjavíkur-
borg. „Við vinnum eftir verkáætlun
sem hægt er að sjá á reykjavik.is/
hreinsun. Ég held að þetta hafi
gengið alveg bærilega,“ sagði Hjalti.
„Við tökum stofnbrautir fyrst og
helstu göngu- og hjólastíga. Það er
gert til að hreinsa fyrst þá stíga sem
eru mest notaðir svo hjólafólk og
gangandi verði fyrir sem minnstum
vandræðum.“ Hægt er að fylgjast
með framvindu hreinsunarinnar í
Borgarvefsjá á vef Reykjavíkur-
borgar.
Hreinsunin er öll boðin út og sjá
því verktakar um sópun, hreinsun og
þvott gatna, stétta og stíga. Hjalti
sagði að verkið sé mjög umfangsmik-
ið og taki því margar vikur. Reiknað
er með að hreinsuninni ljúki að fullu í
byrjun júní.
„Stígarnir eru samtals 820 kíló-
metra langir. Við vetrarþjónustum
götur sem jafnast á við allan hring-
veginn og eru samtals 1.200 til 1.300
kílómetra langar. Þessar götur eru
einnig hreinsaðar á vorin,“ sagði
Hjalti. Íbúar fá sent SMS áður en
hreinsun þeirra gatna hefst.
Uppsópið af götunum fer í svo-
nefnda sópþró sem uppfyllir öll
mengunarskilyrði, enda getur efnið
af götunum verið mengað. Öðru máli
gegnir um sandinn af stígunum og er
mögulega hægt að endurnýta hann á
einhvern hátt. Verið er að skoða
möguleika til þess, að sögn Hjalta.
Þjóðvegir í þéttbýli þrifnir
Vegagerðin er að hefja vorhreins-
un þjóðvega í þéttbýli, að sögn G.
Péturs Matthíassonar upplýsinga-
fulltrúa. Hann sagði að jarðgöng
landsins væru hreinsuð reglulega og
ekki bara á vorin.
Vorhreinsun gatna og
göngustíga er hafin
- Götur og stígar í Reykjavík yfir 2.000 kílómetrar að lengd
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vorhreinsun Verktakar annast hreinsun gatna og stíga í Reykjavíkurborg.
Senjóríturnar, kór eldri kvenna í Reykjavík,
halda tónleika í Langholtskirkju klukkan 16 í
dag og syngur Bubbi Morthens með konunum.
Tónleikarnir áttu að vera í nóvember á liðnu
ári en þeim varð að fresta á síðustu stundu eft-
ir að Bubbi greindist með kórónuveiruna. „Við
löðum að okkur fræga menn,“ sagði Silja Aðal-
steinsdóttir, formaður kórsins, við Morgun-
blaðið í haust sem leið og hún var full tilhlökk-
unar í gær. „Aðalæfingin gekk alveg prýði-
lega,“ sagði hún, en í hljómsveitinni eru
Róbert Þórhallsson, Einar Scheving og Vil-
berg Viggósson, og lög eftir Bubba verða á
dagskrá.
Bubbi syngur með Senjórítunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tónlist Ágota Jóo, Bubbi Morthens og Silja Aðalsteinsdóttir.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is
Klassískir
frakkar
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
hefur áhuga á að láta smíða ný
umhverfisvænni skip til veiða við
suðurströndina í stað þriggja sem
félagið gerir út, en það eru tog-
arinn Brynjólfur VE-3 sem smíð-
aður var 1987, togarinn Drangavík
VE-80, smíðaður 1991, og nóta- og
netabáturinn Kap II sem var smíð-
aður 1967. Ákvæði laga eru hins
vegar sögð hindra framgang
áformanna.
Þetta sagði Guðmundur Örn
Gunnarsson, stjórnarformaður
Vinnslustöðvarinnar, á aðalfundi
félagsins sem haldinn var á mið-
vikudag. Í færslu á vef félagsins
um fundinn segir að það sé vilji
stjórnar og stjórnenda að „nýju
skipin verði hönnuð og smíðuð
með mikinn orkusparnað í huga og
markmið um orkuskipti í sjávar-
útvegi og græn viðhorf í loftslags-
málum að leiðarljósi. Miðað er við
að skipin geti gengið fyrir „græna
eldsneytinu“ metanóli.“
Þessi áform eru þó háð því að
ákvæðum laga um fiskveiðar verði
breytt þannig að heimilt verði að
stunda veiðar á metnólskipum.
„Lagaákvæði um svokallaðan afl-
vísi eru með öðrum hindrun í vegi
orkuskipta í sjávarútvegi og
grænnar þróunar, það er að segja
lögfestar reikniformúlur um vél-
arafl og þvermál skrúfu fyrir tog-
skip að hámarki 29 eða 42 metrar
að lengd til veiða í landhelginni,“
sagði Guðmundur Arnar á fund-
inum.
Besta afkoma í sögu félagsins
Hafinn er undirbúningur að því
að reisa nýtt hús undir botnfisk-
vinnslu Vinnslustöðvarinnar. „Inn-
an fárra vikna liggja fyrir frum-
hugmyndir að hönnun, skipulagi
og sjálfum framkvæmdunum.
Gömul hús verða rifin og ný byggð
í áföngum svo unnt verði að halda
fiskvinnslu gangandi allan tím-
ann,“ segir í færslunni.
Samkvæmt ársreikningi skilaði
Vinnslustöðin hagnaði upp á 15,1
milljón evra, eða um 2,1 milljarð
króna, og er afkoman árið 2021 sú
besta í sögu félagsins og var sam-
þykkt að greiða hluthöfum 850
milljónir króna í arð.
Ljósmynd/Vigfús Markússon
Skip Brynjólfur var smíðaður 1987 og er vilji til að skipta honum út.
Vilja ný umhverf-
isvænni fiskiskip
- Lög sögð hindra orkuskipti
Sveitarfélögum er nú í fyrsta skipti
gert að greiða fyrir aðkomu Þjóð-
skrár Íslands að undirbúningi sveit-
arstjórnarkosninga vegna ákvæða í
nýju kosningalögunum. Fram kemur
í áætlunum Þjóðskrár að heildar-
kostnaðurinn af verkefnum Þjóð-
skrár vegna kosninganna 14. maí
sem falla á sveitarfélögin gæti orðið
um tólf milljónir króna.
Fram kemur í umfjöllun um þetta
á vef Sambands íslenskra sveitarfé-
laga að í lögunum sé ekki að finna
frekari leiðbeiningar um hvernig
kostnaður vegna kosninganna skipt-
ist niður eftir sveitarfélögum. Því
hafi verið reynt að finna leið til að
skipta kostnaði niður á öll sveitar-
félög en Þjóðskrá leggur til að fastur
grunnkostnaður, 122.331 kr., skiptist
jafnt á öll sveitarfélög en jafnframt
greiði sveitarfélög hlutdeild í kostn-
aði miðað við íbúafjölda.
Á fundi stjórnar Sambands sveit-
arfélaga var fallist „í ljósi aðstæðna á
tillögu Þjóðskrár að kostnaðarskipt-
ingu milli sveitarfélaga en [stjórnin]
felur framkvæmdastjóra að taka upp
viðræður við ríkið sem miða að því að
þessi þjónusta verði sveitarfélögum
að kostnaðarlausu í framtíðinni“.
Fram kemur í greinargerð Þjóð-
skrár um málið að umræddur kostn-
aður snúi að verkefnum sem Þjóð-
skrá fer með við sveitarstjórnar-
kosningar, m.a. vakt stofnunarinnar
á kjördag, rekstur vefsins „Hvar á
ég að kjósa?“, meðmælendakerfi á
Ísland.is og umsóknarkerfi fyrir
námsmenn á Norðurlöndum.
Reykjavíkurborg greiðir hæstu upp-
hæðina samkvæmt áætlun Þjóð-
skrár eða um 1,4 milljónir, Kópa-
vogsbær tæpar 500 þúsund kr. og
Hafnarfjörður 405 þúsund kr.
omfr@mbl.is
Sveitarfélög
greiði kostnaðinn
- Þjóðskrá með ýmis kosningaverkefni
Morgunblaðið/Eggert
Kjörklefi Kostnaður sveitarfélaga
er áætlaður um 12 milljónir kr.
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is