Morgunblaðið - 09.04.2022, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið stiklum á stóru og skoð-
um þróun ræktunar allt
frá heimagörðum torfbæja
upp í umfangsmikla at-
vinnugrein sem skapar fjölda manns
atvinnu með hugvitsamlegri nýtingu
náttúruauðlinda víða í sýslunni,“
segir Guðmunda Ólafsdóttir, þjóð-
fræðingur og skjalavörður, en hún
er ein þeirra sem unnið hafa að sýn-
ingunni Með mold á hnjánum, sem
verður opnuð í Húsinu á Eyrar-
bakka í dag. Þar
verður rakin í
stórum dráttum
saga og þróun
garðyrkju í Ár-
nessýslu.
„Við höfum
verið að grúska í
heimildum hér á
Héraðsskjala-
safni Árnessýslu
fyrir þessa sýn-
ingu og nýtum
líka gamlar ljósmyndir sem við eig-
um í fórum okkar. Einnig leituðum
við í heimildir utan safnsins, til að
tengja allt saman. Fyrsti matjurta-
garðurinn í sýslunni sem heimildir
ertu til um er frá sautjándu öld, en
hann var hjá Vísa-Gísla í Skálholti,
þar sem hann varði ellinni. Hann var
mikill frumkvöðull í búnaðarfræði á
Íslandi og gerði meðal annars til-
raunir með kornrækt og var fyrstur
manna til að rækta ýmsar matjurtir
hér á landi. Hann gerði ýmsar til-
raunir í sinni ræktun og flutti að ut-
an með sér fræ og plöntur, en hann
var í námi í Hollandi og dvaldi einnig
á Englandi. Skálholtsbiskupar tóku
við hans garði og þar hefur í raun
verið samfelld ræktun allar götur
síðan.“
Stórt hlutverk kvenfélaga
Guðmunda segir að mjög mis-
jafnt sé hvað íslenska þjóðin hafi
verið að rækta mest hverju sinni í
görðum sínum.
„Einhverjir einstaklingar og þá
aðallega íslenskir karlmenn fóru út
til náms og komu til baka með þekk-
ingu í farteskinu. Einnig voru yfir-
völd í Danmörku stundum að reyna
að koma þekkingu á þessu sviði til
landans með því að senda frægjafir
hingað og sérfræðinga til að leið-
beina fólki. Í raun er það ekki fyrr en
á þeim tíma sem Napóleons-
styrjaldirnar brjótast út á megin-
landinu snemma á nítjándu öld, þeg-
ar erfitt verður um aðföng utan úr
heimi, sem fólk fer af illri nauðsyn að
drýgja sinn mat með alls konar
grænmeti og að rækta sjálft. Þegar
Suðuramtsins húss- og bústjórnar-
félag var stofnað 1837, þá er mark-
visst farið að ýta undir ræktun og í
framhaldi af því komu búnaðar-
félögin og tóku við keflinu. Bún-
aðarsamband Íslands stóð fyrir því
að halda námskeið í garðyrkju um
allt land og fólk kom líka til þeirra í
gróðrarstöðina í Reykjavík til að
sækja námskeið. Kvenfélögin tóku
síðan við þessu starfi því grænmet-
isrækt varð kvennaverk af því kon-
urnar sáu jú um matseldina. Á ár-
unum á milli 1920 og 1940 eru
kvenfélögin með þetta hlutverk á
sínum herðum, a.m.k. hér í Árnes-
sýslu,“ segir Guðmunda og bætir við
að auðvitað hafi líka þurft að kenna
konum að matreiða úr þessu hráefni
sem var þeim framandi, þær vissu
ekki endilega hvernig þær ættu að
bera sig að.
„Námskeið voru haldin en þá
mættu ákveðnar konur í sveitina á
einhvern ákveðinn bæ þangað sem
konurnar í sveitinni fjölmenntu til að
læra af þeim. Þessar námskeiðs-
konur komu í þrígang yfir árið, fyrst
að vori til að kenna að búa til mat-
jurtagarð, síðan til að setja í hann
það sem átti að vaxa yfir sumarið og
að lokum komu þær um haustið þeg-
ar uppskeran var og kenndu í leið-
inni að matreiða úr öllu þessu fjöl-
breytta hráefni. Þetta voru því bæði
grænmetisræktunar- og matreiðslu-
námskeið á vegum kvenfélaganna.“
Í nálægð við heita hveri
Guðmunda segir að þegar garð-
yrkja hafi orðið atvinnugrein hér á
landi þá hafi karlar markvisst farið
að mennta sig í faginu.
„Í kringum 1930 verður þetta
atvinnugrein, þegar fyrsta garð-
yrkjubýlið í sýslunni rís í Fagra-
hvammi í Hveragerði. Í framhaldinu
rísa slík býli í uppsveitum Árnes-
sýslu þar sem hiti er í jörðu. Garð-
yrkjan hefur mikil áhrif á byggða-
þróunina, þéttbýli myndast í
kringum þessa staði, til dæmis þegar
Garðyrkjuskólinn var stofnaður á
Reykjum í Ölfusi, þá setjast margir
að þar í kring. Þannig byggist
Hveragerði upp. Það sama gerist í
kringum alla heita hveri í sýslunni, í
Reykholti og Laugarási í Biskups-
tungum, á Flúðum í Hrunamanna-
hreppi og fleiri stöðum. Fyrir þann
tíma þótti hiti í jörðu vera til óþurft-
ar, því skepnur áttu til að detta ofan
í hveri og drepast.“
Guðmunda segir að sér finnist
einna merkilegst að hafa komist að
því hversu mikil vinna var fólgin í því
að koma þessum vörum á markað,
sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
„Á árunum 1930 til 1940 kom
það jafnvel fyrir að fólk þurfti að
setja innpakkaða túlípana á bakið og
skíða með þá yfir Hellisheiði frá
Hveragerði, til að koma þeim í búðir
í borginni. Einnig eru til heimildir
um sleðaferðir alla leið ofan úr Bisk-
upstungum í sömu erindum. Fólk
lagði því virkilega mikið á sig,“ segir
Guðmunda og bætir við að Hvera-
gerði hafi þróast í að verða blóma-
bær af því að blómin hafa stuttan líf-
tíma eftir að búið er að skera þau og
þeim þarf því að koma hratt til neyt-
enda.
„Vegalengdin frá Hveragerði í
bæinn er stutt, svo sá bær hentaði
hér áður best til blómaræktunar en
grænmetið var frekar ræktað í upp-
sveitum sýslunnar, það þolir lengri
bið eftir að það er skorið. Samgöng-
ur höfðu því áhrif á þessa þróun. Við
sjáum í dag gríðarleg samfélagsleg
áhrif stórra garðyrkjustöðva í Ár-
nessýslu, til dæmis í Reykholti í
Biskupstungum þar sem Friðheimar
og fleiri garðyrkjustöðvar hafa
byggt mikið upp á undanförnum ár-
um og skapað fjölda starfa.“
Páskasýningin, Með mold á
hnjánum, verður opnuð í Húsinu á
Eyrarbakka í dag, laugardag, 9. apr-
íl kl. 13. Sýning er unnin upp úr safn-
kosti Héraðsskjalasafnsins ásamt
öðrum heimildum um garðyrkju í
Árnessýslu. Húsið á Eyrarbakka er
með opið um og yfir páska milli kl. 13
og 17 frá 9. apríl . Ókeypis er á sýn-
inguna við sýningaropnun.
Nóg að gera Nemendur að störfum í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 1949.
Fólk lagði virkilega mikið á sig
„Fólk setti jafnvel inn-
pakkaða túlípana á bak-
ið og skíðaði með þá yfir
Hellisheiði frá Hvera-
gerði, til að koma þeim í
búðir í borginni. Einnig
eru til heimildir um
sleðaferðir alla leið ofan
úr Biskupstungum í
sömu erindum,“ segir
Guðmunda Ólafsdóttir
um fyrri tíma garðyrkju.
Ljósmyndir/Héraðsskjalasafn Árnesinga
Vaskleg Kona að vinna í flagi. Mögulega er þetta Margrét Gissurardóttir frá Byggðarhorni sem prýðir þessa mynd frá ca 1940.
Guðmunda
Ólafsdóttir
Stoltur Jón Eiríksson í Vorsabæ á Skeiðum með blómkálshaus úr eigin ræktun 1944.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Á sýningunni Húllumhæ á bárujárnið
í Hjarta Reykjavíkur sýnir Örn Karls-
son úrval af tölvuklippum frá árunum
2015-2021. Einnig má sjá kvikar
myndatilraunir með hljóði sem Örn
gerði árið 2009. Á opnuninni kemur
út nýtt bókverk eftir Örn sem hann
kallar Manifesto Malbikarans og er
gefið út í 50 tölusettum og árituðum
eintökum. Opnun verður í dag,
laugardag, klukkan 16-18.
Sýning í Hjarta Reykjavíkur
Húllumhæ
á bárujárnið
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Vefverslun:www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
S. 555 3100 · donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Verð kr.
39.420
Hreinna loft
- betri heilsa