Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 16

Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu-hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg mun, í samstarfi við Faxaflóahafnir, útvega íslenska ríkinu um 30 þúsund fermetra lóð fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila, Löggarða, milli Kleppssvæðisins og verslunarmiðstöðvarinnar Holta- garða. Í staðinn fær borgin lóð, áþekka að stærð, við Borgarspít- alann í Fossvogi. Borgarráð samþykkti á fimmtu- daginn heimild til að kalla eftir út- hlutun frá Faxaflóahöfnum, á fyrr- nefndri lóð. Þá samþykkti borgarráð að gerður yrði maka- skiptasamningur við ríkissjóð Ís- lands, þar sem Reykjavíkurborg framselur lóðarleiguréttindi að framangreindri lóð en fær í staðinn um 30 þúsund fermetra lóð við Borgarspítalann. Á lóðinni í Foss- vogi hyggst Reykjavíkurborg þróa aukna íbúðabyggð og þegar þeirri vinnu lýkur verður hægt að bjóða til sölu byggingarrétt á lóðum á svæð- inu. Lóðargjald 654 milljónir króna Lóðargjald, miðað við að nýting- arhlutfall á lóðinni sé 0,5, er 390 milljónir króna, sem Reykjavíkur- borg greiðir Faxaflóahöfnum við út- hlutun. Fyrir umfram-byggingar- magn greiðist viðbótarlóðargjald sem nemur gatnagerðargjaldi. Mið- að við fjárhæð gatnagerðargjalds nú og að húsnæðið undir almanna- þjónustuna verði 26 þúsund fer- metrar myndi viðbótarlóðargjald nema um 264 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Samanlagt yrði fjárhæð lóðargjalds þá um 654 milljónir. Umframfjárhæðin kemur til greiðslu við útgáfu byggingar- leyfis. Reykjavíkurborg mun annast endurskoðun á gildandi deiliskipu- lagi lóðar björgunarmiðstöðvar- innar og eftir atvikum aðalskipulagi borgarinnar, í samvinnu við ríkið. Við gerð deiliskipulags skal meðal annars skilgreina byggingarheim- ildir og umferðartengingar með hliðsjón af fyrirhugaðri starfsemi. „Verði þörf á viðbótarlandi eða at- hafnasvæði til að tryggja forgangs- akstur eða umferðarflæði mun Reykjavíkurborg taka jákvætt í slíkar umleitanir verði sýnt fram á mikilvægi þess,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Framkvæmdasýsla ríkisins aug- lýsti árið 2020 eftir upplýsingum um 30 þúsund fermetra lóð eða húsnæði í Reykjavík fyrir sameiginlega að- stöðu löggæslu- og viðbragðsaðila landsins. Þetta eru: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ríkislög- reglustjóri, Landhelgisgæslan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, toll- gæslan (Skatturinn), Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins og Neyðarlínan. Flestar þessar stofnanir eru nú að hluta til með aðsetur í björg- unarmiðstöðinni í Skógarhlíð, en ekki á einu gólfi. Viðbragðsaðilar eru í dag með húsnæði víða á höf- uðborgarsvæðinu, samtals 36.300 fermetra, og 1.273 starfsmenn. Hin nýja miðstöð fyrir allt Ísland fékk skammstöfunina HVH, húsnæði við- bragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Sú krafa var gerð að lögregla komist á innan við átta mínútum frá HVH að Alþingisreit, miðbæ og Stjórnarráði, og ljóst er að þessi lóð við Klepp uppfyllir þau skilyrði. Ríki og borg höfðu lóðaskipti - Björgunarmiðstöð Íslands rís á lóð við Kleppsspítala - Íbúðir verða byggðar við Borgarspítalann Ljósmyndir/Reykjavíkurborg Löggarðar Björgunarmiðstöðin rís milli Klepps og Holtagarða. Sundabraut kemur sunnan Holtagarða en ekki við Klepp eins og segir í aðalskipulagi. Byggingarlóðir Borgin áformar að reisa íbúðarhús á lóðinni sunnan Borg- arspítalans, sem hún fékk í lóðaskiptum við ríkið. Byggð er allt í kring. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Yfirlit yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar og kostnað við þær var lagt fram á nýlegum fundi forsætisnefndar. Urðu þær tilefni til bókana fulltrúa minni- og meirihluta- flokka í nefndinni. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, reið á vaðið og bókaði: „Það er beinlínis ógeðfellt hvernig borgarstjóri hagar sér á kosningaári. Í yfirliti yfir móttökur þá kemur fram að borgarstjóri er nú – korter í kosningar – að bjóða til móttöku 70 ára Reykvíkingum sem áttu/eiga afmæli 2020, 2021 og 2022. Kostar hver viðburður 1,6 milljónir króna og er því heildarkostnaður tæpar 5 milljónir. Borgarstjóri lítur á borgarsjóð sem sinn eigin kosninga- sjóð.“ Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata ásamt áheyrnarfulltrúum Við- reisnar og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi gagnbókun: „Síðastliðna áratugi, eða frá 1970, hefur embætti borgarstjóra heiðrað 70 ára Reykvíkinga með móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur. Móttakan hef- ur verið árleg en féll niður árin 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs. Þarna er um að ræða tækifæri til samtals við hóp sem annars hefði ekki haft tækifæri til, en það hefði verið ákaf- lega leiðinlegt ef þeir árgangar sem urðu 70 ára á þessum árum hefðu far- ið alveg á mis við þennan viðburð. Al- menn ánægja hefur verið með mót- tökuna og er öllum borgarfulltrúum boðið að taka þátt – við teljum það gleðilega hefð sem vert er að halda í.“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram svohljóðandi gagnbókun: „Eins og segir í fyrri bókun þá er það meiriháttar óeðlilegt að þessar mót- tökur hafi ekki verið haldnar að af- loknum borgarstjórnarkosningum. Með því að halda þær korter í kosn- ingar fékk borgarstjóri tækifæri til að snerta þrjá árganga með boðs- korti og í framhaldi að halda veislu fyrir þá.“ Boðin voru haldin 13.-27. mars. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, lagði fram svohljóðandi bókun: „Fulltrúa Flokks fólksins finnst styrkur borg- arinnar, 800.000 kr., á viðburðinn Women Political Leaders ansi hár og hefði viljað sjá að minnsta kosti hluta af þessum pening varið í annað, t.d. í þágu barna. Kostnaður við Hönnunarmars/ Borgarlínu er rúmar 500.000. Hér er um að ræða hópa sem eru án efa aflögu- færir og gætu greitt hluta af veitingum sjálfir. Þetta er vont að sjá þegar hugsað er til þeirra borgarbúa sem súpa nánast dauðann úr skel. Fólk sem nær engan veginn endum saman. Sjálfsagt er að styrkja við- burði af fjölbreyttu tagi en þetta er þó alltaf spurning um hóf og skyn- semi og að ávallt sé reynt að fara sem best með útsvarsfé borgarbúa.“ Samkvæmt yfirlitinu voru opinber- ar móttökur sex talsins árið 2020 og kostnaður borgarinnar var 2,1 millj- ón. Væntanlega hefur Covid-farald- urinn haft áhrif á það hve fáar þær voru. Árið 2021 hafði þeim fjölgað í 12 og kostnaðurinn var 3,7 milljónir. Gagnrýndi borgarstjóra fyrir afmælisboð sjötugra Vigdís Hauksdóttir Kolbrún Baldursdóttir Dagur B. Eggertsson - Meirihlutinn segir þetta hefð sem nái aftur til ársins 1970 Morgunblaðið/ Sigurður Bogi Lionsklúbburinn Njörður afhenti í fyrradag Sollusjóðnum 1,2 milljóna króna styrk til Batahússins. Féð fékkst vegna sölu á málverki eftir Tolla, sem er einn af hvatamönnum Batahússins. Um leið var því fagn- að að um það bil 900 þúsund krónur söfnuðust í Batagöngunni, leið- angri Tolla og Arnars Haukssonar á topp Aconcagua í janúar. Sólveig Eiríksdóttir, oft kennd við Gló, er höfuð Sollusjóðsins og tók hún við styrkjunum á vinnu- stofu Tolla. Batahús er einstaklingsmiðað úr- ræði við lok afplánunar. Ein- staklingum er boðin heimilis- aðstaða til allt að tveggja ára eða skemur. Unnið er með þeim á jafn- ingjagrundvelli út frá hugmyndum um áfallamiðaða nálgun. Fékk tvær milljónir - Batahúsið nýtur góðs af stuðningi Vinnustofa Tolla Styrkur afhentur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.