Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 17
ÚR BÆJARLÍFINU
Jónas Erlendsson
Vík í Mýrdal
Í Mýrdalnum er allt að vakna til
lífsins, vorið á næsta leiti, ferðamenn
streyma á staðinn og sauðfjár-
bændur eru að undirbúa sauðburð-
inn.
- - -
Uppbygging á húsnæði held-
ur áfram en verulegur skortur hefur
verið á því á staðnum. Hafa atvinnu-
rekendur af þeim sökum verið að
kaupa upp hluta af því húsnæði sem
losnar fyrir starfsfólk sitt.
Undirbúningur er hafinn fyrir
byggingu á 12 íbúða fjölbýlishúsi við
Sléttuveg í Vík, einnig er hrepps-
nefnd búin að samþykkja vilja-
yfirlýsingu með Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun, HMS, um enn
frekari fjölgun íbúða, með það að
markmiði að tryggja fjölbreyttan
búsetukost.
Um er að ræða leiguíbúðir
þannig að íbúar yrðu ekki lengur
háðir vinnuveitanda með húsnæði,
og atvinnurekendur þyrftu ekki að
binda fjármagn sitt í íbúðarhúsnæði.
- - -
Einnig er verið að auglýsa
útboð á byggingu nýs og stærri leik-
skóla. Um er að ræða 698 fermetra
hús með þremur deildum sunnan við
grunnskóla Mýrdalshrepps.
Vonir standa til að ef næg leik-
skólapláss verði fyrir hendi, þá verði
auðveldara að laða fjölskyldufólk á
svæðið.
- - -
Eftir erfiðan vetur hvað varðar
sandfok í þorpinu í Vík, eru fyr-
irhugaðar aðgerðir til að reyna að
hefta sandfokið með áburðargjöf
snemma vors í fjörukambinn. Einn-
ig þarf að setja upp sandgirðingu til
að stoppa sandfokið upp úr fjörunni.
Fyrirhugað er að reyna að fá
allt að 300 heyrúllur til að raða vest-
ur af vestari sandfangara. Heildar-
kostnaður samkvæmt verkáætlun
liggur á bilinu 3,5 til 4,1 milljón
króna. Þar til viðbótar kemur svo
kostnaður við að stýra ferðamönn-
um í fjöruna með girðingum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Öldugangur Sjórinn fyrir sunnan Vík í Mýrdal hefur róast mikið síðan suðvestanáttirnar duttu niður.
Mikil uppbygg-
ing áformuð í
Mýrdalshreppi
Sauðburður Ærin Blæja með þrílembinga sem komu í heiminn í mars.
- - -
Sauðfjárbændur eru að undir-
búa sauðburð í skugga mikilla
hækkana á öllum aðföngum, svo
sem áburði. Olíustyrknum, sem rík-
ið veitti bændum til áburðarkaupa,
var afar undarlega úthlutað. Fyrir
flesta bændur var upphæðin svo lítil
að hún skiptir nánast engu máli
þegar upp er staðið. Svo eru dæmi
um að bændur fengu styrk sem
höfðu ekki keypt neinn áburð.
- - -
Tveir listar verða í framboði fyr-
ir sveitarstjórnarkosningar í Mýr-
dalshreppi í vor, A-listi allra og
B-listi Framsóknar og óháðra í
Mýrdalshreppi. Kosið er um fimm
sæti í sveitarstjórninni. Í síðustu
kosningum fékk T-listi Traustra
innviða þrjá fulltrúa kjörna og L-
listi Framtíðarinnar tvo.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
taka við upplýsingum á þar til gerðu
eyðublaði með rafrænum hætti, eða
með sérstöku leyfi Fiskistofu á
pappír. Þjónustugjald vegna raf-
rænnar aflaskráningar var ákveðið
898 krónur fyrir hvern dag og vegna
skila á pappír 2.050 krónur.
„Verð ég að lýsa óánægju með og
þó ekki síður undrun á að opinber
Magnús Jónsson, formaður Drang-
eyjar – smábátafélags Skagafjarðar
og fyrrverandi veðurstofustjóri, er
ósáttur við að Fiskistofa fái að inn-
heimta gjald fyrir móttöku aflaupp-
lýsinga og hefur sent Fiskistofu,
Hafrannsóknastofnun og matvæla-
ráðuneytinu bréf þar sem skorað er
á stjórnvöld að falla frá gjaldtök-
unni.
Fiskistofa hafði tilkynnt að fallið
yrði alfarið frá móttöku aflaupplýs-
inga í gegnum eigið smáforrit og vef-
viðmót frá 1. apríl, en í kjölfar mik-
illar umræðu ákvað matvæla-
ráðuneytið að breyta reglugerð um
skráningu og rafræn skil aflaupplýs-
inga. Þannig var Fiskistofu gert að
stofnun/stjórnvöld hafi mótað þá
stefnu að láta þá aðila sem afla
gagna fyrir stofnunina/stofnanirnar
greiða fyrir slík gögn,“ skrifar
Magnús í bréfinu, sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum. „Í meira
en 100 ára sögu Veðurstofunnar er
mér ekki kunnugt um að athugunar-
menn á hennar vegum, hvort sem
þeir eru á landi, sjó eða lofti hafi
nokkru sinni þurft að greiða fyrir að
afla henni veðurgagna eða annarra
gagna. […] Kostnaður við allan bún-
að og áhöld, hvort sem það eru mæli-
tæki á staðnum, bækur, leiðbein-
ingar, forrit, tölvubúnaður og
tengingar hefur alltaf verið að fullu
greiddur og/eða þróaður af stofn-
uninni eða á kostnað hennar.“
Hann segir „fráleitt að útgerðir/
sjómenn eigi að fara að greiða stórfé
fyrir að koma daglegum aflaupplýs-
ingum til Fiskistofu og Hafrann-
sóknastofnunar“. gso@mbl.is
Mótmælir gjaldtöku Fiskistofu
- Formaður Drang-
eyjar segir málið
vekja undrun
Eftirlit Magnús Jónsson kveðst ekki
sáttur við gjaldtöku Fiskistofu.
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Brýn þörf er á að fjölga dagforeldrum á Akur-
eyri. Vinna hefur verið sett í forgang hjá
fræðslu- og lýðheilsuráði við mótun tillagna
hvernig Akureyrarbær
getur brúað það bil sem er
á milli þess að fæðingaror-
lofi sleppir og þar til leik-
skólapláss er í boði fyrir
börn. Tillögur sem unnið er
að eru bæði til lengri tíma
og skemmri.
Eva Hrund Einarsdóttir,
formaður fræðslu- og lýð-
heilsuráðs, segir að þegar
fæðingarorlof var lengt í 12
mánuði hafi hafist vinna við
að leita leiða til að innrita 12 mánaða gömul
börn í leikskóla Akureyrarbæjar. Í fyrrahaust
voru eins árs börn í fyrsta skipti innrituð í
leikskóla bæjarins, þ.e. sá hópur sem hafði
náði eins árs aldri í ágúst það ár. „Það verk-
efni hefur gengið vonum framar og ekki síst
fyrir góða vinnu okkar starfsfólks,“ segir hún.
Erfiðara að fá dagvistunarpláss
Eva segir að í kjölfar þessara breytinga
hafi dagforeldrum á Akureyri fækkað úr 29 í
13.
„Það gerir að verkum að nú er orðið erf-
iðara fyrir foreldra sem eiga börn sem ná 12
mánaða aldri eftir inntökudagsetningar að fá
dagvistunarpláss. Þessi sami vandi er uppi í
mörgum öðrum sveitarfélögum og hefur verið
bókað hjá stjórn Sambands íslenskra sveitar-
félaga að mikilvægt sé að ríkið taki þátt í þess-
um málum, eigi leikskóli að loknu fæðingaror-
lofi að verða raunhæfur möguleiki.“
Bæjarstjórn á Akureyri vilji reyna hvað
hægt er til að bregðast við þessari þróun og
hefur fræðslu- og lýðheilsuráð sótt um aukið
fjármagn í dagforeldrakerfið og segir Eva það
bæði til að laða að fleiri dagforeldra og eins til
að halda þeim sem fyrir eru. „Okkar tillögur
snúast um að bjóða upp á aðstöðugreiðslu fyr-
ir dagforeldra, stuðning í formi búnaðar til út-
láns og tímabundnar launatryggingar. Þá
hafa allir leikskólastjórar skoðað aðstæður
hjá sér í því skyni að athuga hvort hægt sé að
koma fleiri börnum að,“ segir Eva en nýlega
voru fjögur börn innrituð í einn skólann og
vonast er til þess að hægt verði að bæta örfá-
um við til viðbótar.
„Framtíðarsýnin er auðvitað sú að reglu-
lega yfir árið verði hægt að innrita börn sem
náð hafa 12 mánaða aldri inn í leikskólana, þó
svo húsakostur þeirra rúmi það ekki við nú-
verandi aðstæður, en slíkt þarf að vinna í nánu
samstarfi við leikskólastjóra. Við erum líka að
leita fleiri leiða til að bregðast við stöðunni því
við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að
foreldrar komist út á vinnumarkað að loknu
fæðingarorlofi á sama tíma og hugað er að
hagsmunum barnanna,“ segir Eva.
Dagforeldrum fækkað úr 29 í 13
- Brýn þörf á að fá fleiri dagforeldra til starfa á Akureyri - Brúa þarf bil milli loka fæðingarorlofs og
þar til leikskólapláss er í boði - Eins árs börn voru innrituð í leikskóla í fyrsta sinn í fyrrahaust
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Börn Bærinn skoðar hvernig brúa má betur
bilið fyrir börn sem bíða eftir leikskólaplássi.
Eva Hrund
Einarsdóttir