Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is VILTU SELJA? Allar tegundir eigna Hafðu samband og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingi á fasteigna- og fjármálamarkaði. Frí ráðgjöf og söluverðmat – PANTAÐU VIÐTAL Traust og persónuleg þjónusta. Hagstæð söluþóknun. FRÍTT SÖLUVERÐMAT. 766 6633 . Eftirspurn eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili er langt um- fram framboð og biðlistar lengjast jafnt og þétt. . Tap einstaklinga á færni til at- hafna daglegs lífs (ADL) og heilsubrestur eru meginástæður þess að fólk er metið til varan- legrar búsetu á hjúkrunarheimili. Líkamleg hrörnun er ein orsaka þess að fólk tapar færni og nauð- synlegri heilsu til að búa á eigin heimili. . Rannsóknir sýna að hægt er að bregðast við og hægja á þróuninni og jafnvel snúa henni við með að- stoð fagaðila á endurhæfingar- sviði sem gæti hægt á eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. · . Í nýjum stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar er lögð áhersla á forystuhlutverk heilsugæslunnar sem leiðandi aðila í heilsueflingu og aðgerðaáætlun um lýðheilsu og forvarnir. Með virku samstarfi við heilsugæsluna væri unnt að hefja forvarnarstarf með því að beina þeim, sem farnir eru að missa færni og heilsu, í rétt úrræði sem tafið geta fyrir óhjákvæmilegum búferlaflutningi til hjúkrunar- heimilis. . Í tölum Landlæknisembættisins frá því í maí 2021 kemur fram að á fimmta hundrað aldraðra, sem hafa gilt vottorð frá færni- og heilsumatsnefndum landsins þess efnis að þeir hafi ekki lengur næga færni til að búa sjálfstætt, bíða eftir því að fá pláss á hjúkr- unarheimili. Þrátt fyrir góðan vilja og hægt fjölgandi hjúkrunar- rými er þörfin miklu meiri en framboðið eins og meðfylgjandi graf frá Landlækni sýnir um þró- unina frá 2011. Grafið sýnir með- alfjölda aldraðra á biðlista eftir varanlegri búsetu á hjúkrunar- heimili á hverjum ársfjórðungi 2011 til 2020. Svarta línan sýnir meðalfjölda einstaklinga og sú ljósgráa meðalfjölda einstaklinga 67 ára eða eldri á hverja tíu þús- und íbúa. Hrafnista og Sléttan sjúkraþjálfun ehf. bjóða aukna endurhæfingu Sjómannadagsráð, Hrafnista og Sléttan sjúkraþjálfun ehf. hafa sent Sjúkratryggingum Íslands formlega umsókn um þjónustusamning til að veita markvissa endurhæfingu fyrir aldraða í lífsgæðakjarna Hrafnistu, Sjómannadagsráðs og Reykjavík- urborgar við Sléttuveg í Fossvogi. Takmarkið er að hefja starfsemi heilsumiðstöðvar sem stuðli að bættri heilsu einstaklinga með því að veita þeim markvissa þjálfun og leiðbeiningar og styðja þannig betur við getu þeirra og færni til að búa lengur á eigin heimili og draga um leið úr líkum á því að þeir þurfi á ótímabærri og varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili að halda. Hröð fjölgun aldraðra Miðað við mannfjöldaspá liggur fyrir að biðlistar eftir hjúkrunar- vistun muni halda áfram að lengjast nema brugðist verði við með úrræð- um sem sporna gegn ótímabærri hrörnun, sem talin er vera ein aðal- orsök heilsumissis og nægilegrar færni til sjálfsbjargar við daglegar athafnir á eigin heimili. Af þeim sök- um þarf á ákveðnum tímapunkti að óska eftir varanlegri búsetu á hjúkr- unarheimili. Á línuritinu úr talna- brunni Landlæknisembættisins má sjá þessa slæmu þróun, þar sem fjöldi þeirra sem bíða eftir því að komast á hjúkrunarheimili hefur þrefaldast á innan við 10 árum, þ.e. úr 150 manns árið 2011 í að vera 457 árið 2020. Rannsóknir sýna að mark- viss þjálfun og faglegar leiðbein- ingar geta hægt á hrörnun og dregið úr þessari neikvæðu þróun biðlist- anna. Samkvæmt spá Hagstofu Ís- lands er búist við að árið 2043 verði yfir 20% landsmanna eldri en 65 ára og yfir 25% árið 2061, en þar af fjölg- ar hraðast í hópi þeirra sem ná meira en 80 ára aldri. Það skiptir því verulegu máli að geta brugðist við með úrræðum eins og þjónustu heilsumiðstöðvar og draga úr álagi á núverandi úrræði, bæði á hjúkr- unarheimilum og ekki síst sjúkra- húsum, þar sem allnokkur fjöldi aldraðra býr þótt meðferð þar sé lokið. Lífsgæðakjarninn við Sléttuveg getur aukið þjónustu sína Umsækjendur um þjónustu heilsumiðstöðvarinnar telja að nýi lífsgæðakjarninn við Sléttuveg sé kjörinn staður til að veita ofan- greinda þjónustu enda er öll aðstaða þar ný, vönduð og sérstaklega hönn- uð til að sinna þjónustu við aldurs- hópinn. Við Sléttuveg er fyrir hendi nýtt og rúmgott húsnæði fyrir end- urhæfingarþjónustu, þar sem mögu- legt er að þjónusta enn fleiri ein- staklinga með úrræðum eins og þeim sem fyrirhugaðri heilsu- miðstöð er ætlað og sótt hefur verið um að verði að veruleika. Verði af þjónustunni verður ráðist í viðeig- andi fjárfestingu í viðbótarbúnaði til endurhæfingar, þar sem lögð verður áhersla á sérhæfingu í greiningum, meðferð, fræðslu og þjálfun ein- staklinga 67 ára og eldri. Einnig gætu félagsleg úrræði og fræðsla um heilsuvitund verið einn af horn- steinum verkefnisins. Þar mætti einnig innleiða staðlað mat á end- urhæfingarþörfum, t.a.m. í sam- vinnu við heilsugæsluna, þar sem lögð yrði áhersla á færni í liðleika, hreyfanleika, stöðugleika, jafnvægi, samhæfingu og líkamsvitund. Þann- ig mætti fylgja verkefninu eftir á faglegan hátt og ná betur utan um lýðheilsu, rannsóknir, fræðslu og fleira eins og ítarlega er gerð grein fyrir í umsókninni til Sjúkratrygg- inga Íslands. Þörfin er brýn og álag- ið mikið á núverandi úrræði. Þjón- ustan væri því mikilvægt viðbótar- úrræði fyrir aldraða sem létt gæti mjög viðvarandi álag á heilbrigðis- kerfið. Hrafnista og Sléttan sjúkraþjálfun bjóða ríka ríkinu nýjan möguleika Eftir Maríu Fjólu Harðar- dóttur, Sigurð Garðarsson og Pétur E. Jónsson María Fjóla Harðardóttir »Umrædd þjónusta lífsgæðakjarnans við Sléttuveg væri mik- ilvægt viðbótarúrræði fyrir aldraða sem létt gæti mjög viðvarandi álag á heilbrigðiskerfið. María er forstjóri Hrafnistu, Sigurður framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs og Pétur framkvæmdastjóri Atlas end- urhæfingar ehf. og Sléttunnar sjúkra- þjálfunar ehf. Sigurður Garðarsson Pétur E. Jónsson Nú á þessum miklu hörmungatímum þeg- ar það er tekið að glitta í vorið og það styttist í páskana sem fyllir okkur von um að sumarið sé á næsta leiti með sinni fögru birtu, yl og lífi þá er svo gott að minna sig á að frels- arinn okkar, Jesús Kristur, var krossfestur og lét sitt líf í okkar stað. Hann tók á sig syndir mannanna. En reis upp frá dauðum á þriðja degi. Hann sigraði dauðann og tileink- aði okkur sigur lífsins með sér. Endanlegan sigur og eilíft líf til handa öllum þeim sem þiggja vilja í auðmýkt og þakklæti. Hættum að „krossfesta“ hvert annað En hvað er það sem mannkynið hefur gjarnan tamið sér að gera? Hálf „krossfesta“ þau sem okkur líkar ekki við, eru fyrir okkur á einhvern hátt og okkur finnst við hálf þurfa að losa okkur við svo þau verði ekki fyrir okkur með sinni meintu óþægilegu nærveru. Við reynum allt of oft að koma okkar illindum yfir á aðra. En Jesús tók illindi mannfólksins á sig. Hann var hvorki loftslagsv- ársérfræðingur né sóttvarna- læknir, eins og slíkir eru nú nauðsynlegir og hafa reynst okk- ur vel í gegnum erfiða tíma, held- ur var hann og er frelsari heims- ins og okkar eilífi lífgjafi sem býðst til að vaka yfir okkur öllum stundum og leiða í gegnum æv- innar oft brösótta veg. Og gleymum því ekki að hann kallar oft til að- stoðar jarðneska engla, boðbera kærleikans sem fúsir eru að leggja lið og létta undir eins og hefur ein- mitt blasað við okk- ur á þeim hörm- ungatímum sem yfir heimsbyggðina nú ganga. Ljós lífsins Við erum kölluð til og okkur býðst að vera lítill en mikil- vægur logi af ljósi lífsins. Margir litlir dýmætir logar sem lýsa upp hrjóstrugan veginn á lífsins leið. Hamingjan felst í því að sjá náungann með kærleiksríkum og frelsandi, frið- og lífgefandi augum Jesú Krists. Með því að umfaðma fólk í víðustu merk- ingu þess orðs. Að kenna Guði um hið illa í heiminum er eins og að kenna ljósinu um myrkrið, sólinni um skýin, sumrinu um veturinn eða lífinu um dauðann. Hin lítt spennandi en þó mik- ilvægu spor Jesú Krists upp að krossinum eru leiðin til lífsins. Pyntingartólinu sem varð að sigurtákni, kjarna og kórónu kærleiksfórnar allra tíma. Gleymum því aldrei. Tökum upp nýtt verðmæta- mat með endurnýjun hug- arfarsins og biðjum í auðmýkt og þakklæti að við fáum að vera farvegir kærleika Guðs, friðar, fyrirgefningar, réttlætis og fagnaðarerindis. Fordæmum allt ofbeldi og mismunun í hvað mynd sem það kann að birtast. Gætum að sjálfum okkur og elskum lífið. Með samstöðu-, kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Leiðin til lífsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Hamingjan felst í því að sjá náungann með kærleiksríkum og frelsandi, frið- og lífg- efandi augum Jesú Krists. Umfaðma fólk sem logi af ljósi lífsins. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Það virðist vinsælt nú um stundir að berja á heilbrigðis- kerfi landsmanna og hallmæla því við hvert tækifæri. Ég vil til mótvægis því lýsa góðri reynslu minni af þjónustu heilbrigðis- kerfisins undanfarið, án þess þó að kasta rýrð á upplifun þeirra sem hafa aðra sögu að segja. Því engin tvö tilvik eru nákvæmlega eins, sem berast á borð heilbrigðis- starfsfólks, og ekkert kerfi er án hnökra. Í upphafi þessa árs greindist ég með krabbamein á raddböndunum en misserin þar á undan hafði læknir Landspítalans fylgst reglu- lega með ástandi þeirra. Það kom sér afar vel að meinið greindist á forstigi og hafði ekki dreift sér út til annarra vefja líkamans. Eftir tvær vikur var komin áætlun um meðferð og þá hófst afar vandað kynningarstarf og upplýsingaviðtöl við lækna og hjúkrunarfræðinga á hinum ýmsum sviðum. Við tók geislameðferð alla virka daga í röð í 35 skipti. Allt gekk það eftir sem fagfólkið hafði sagt mér um með- ferðina fyrirfram. Á meðan á henni stóð var stöðugt fylgst með líðan minni og eftirlit og upplýsingaflæði var samfellt. Að meðferð lokinni tekur nú við eftirlit af hálfu lækna og hjúkrunarfólks. All- ur þessi ferill gekk fullkomlega snurðu- laust og allar tímasetn- ingar stóðust full- komlega. Framkoma lækna á Landspít- alanum og hjúkr- unarfólks á geisladeild- inni var einstaklega fagleg og vinsamleg. Viðmótið og elskuleg- heitin munu varðveitast í huga mér og fjölskyldu minnar um ókomna tíð, og allt þetta fólk var greinilega þrautþjálfað í sínum víðtæku og vandasömu verkefnum. Gangi þeim allt í haginn. Lofa skal það sem vel er gert Eftir Svein Runólfsson Sveinn Runólfsson » Það virðist vinsælt nú um stundir að berja á heilbrigðiskerfi landsmanna. Ég vil til mótvægis því lýsa frá- bærri reynslu minni af þjónustu þess. Höfundur er fyrrverandi landgræðslustjóri. sveinnrun@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.