Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 29
MINNINGAR 29Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl.
11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnu-
dagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.
Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Her-
mannsdóttir.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í
umsjá Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur
djákna og Þorsteins Jónssonar. Athug-
ið breyttan tíma að þessu sinni.
Messa og og ferming kl. 13. Séra Sig-
urður Jónsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdótt-
ur djákna. Kór Áskirkju syngur, organ-
isti er Bjartur Logi Guðnason.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fermingar-
messa kl. 11. Davíð Sigurgeirsson
annast undirleik og stjórnar sönghópi
sem leiðir söng. Sr. Arnór Bjarki
Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson
annast prestsþjónustuna.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11.
Umsjón með stundinni hafa Sigrún
Ósk, Guðmundur Jens, Ástvaldur org-
anisti og sr. Hans Guðberg.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11 sunnudag. Prestur dr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson. Kór Breiðholts-
kirkju syngur undir stjórn Arnar
Magnússonar organista. Veitingar að
guðsþjónustu lokinni.
Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholts-
kirkju. Guðsþjónusta kl. 14. Prestar
eru Toshiki Toma og Ása Laufey Sæ-
mundsdóttir. Organisti er Örn Magnús-
son. Barnagæsla. Kaffi og te að guðs-
þjónustu lokinni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Pálmasunnudag-
ur 10. apríl 2022.
Barnamessan fer að þessu sinni fram í
Grensáskirkju kl. 11, vegna ferminga í
Bústaðakirkju.
Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 og
kl. 13.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra, fé-
lagar úr Kammerkór Bústaðakirkju
syngja undir stjórn Jónasar Þóris org-
anista. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir
og séra Þorvaldur Víðisson þjóna
ásamt messuþjónum.
DIGRANESKIRKJA | Fermingar-
messa sunnudag 10. apríl kl. 11.
Fermingarmessa í Hjallakirkju sunnu-
dag 10. apríl kl. 11 og kl. 13.
DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl.
11. Prestar eru Sveinn Valgeirsson og
Elínborg Sturludóttir. Kári Þormar dóm-
organisti og Dómkórinn.
FELLA- og Hólakirkja | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 11.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur
Ragnhildarsson þjóna. 18 börn verða
fermd. Páskaföndur í sunnudagaskól-
anum á sama tíma.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingar-
messa sunnudag 10. apríl kl. 14.
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur Frí-
kirkjunnar, þjónar fyrir altari. Hljóm-
sveitin Mantra og Sönghópurinn við
Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari
Gunnarssyni.
GARÐAKIRKJA | Laugardagur 9. apr-
íl:
Ferming kl. 13 og 15.
Sunnudagur 10. apríl:
Ferming kl. 10.30.
GLERÁRKIRKJA | Pálmasunnudagur.
Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðars-
son þjónar. Kór Glerárkirkju syngur
undir stjórn Valmars Väljaots organ-
ista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Fermingar-
messur verða 9. apríl kl. 10.30 og
13.30. Einnig 10. apríl kl. 10.30 og
13.30.
Prestar safnaðarins þjóna. Kór Grafar-
vogskirkju syngur. Organisti er Hákon
Leifsson.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð
kirkjunnar 10. apríl kl. 11. Umsjón hafa
Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríð-
ur Frostadóttir. Undirleikari er Stefán
Birkisson.
Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng
10. apríl kl. 13.
Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Vox Pop-
uli syngur.
Undirleikari er Lára Bryndís Eggerts-
dóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Söngur, saga og hug-
leiðing. Sóley og Kata þjóna ásamt sr.
Maríu, messuþjónum, Ástu og kórnum.
Fermingarmessa kl. 13. Þriðjudagur:
Kyrrðarstund kl. 12, einnig á netinu.
Skírdagur: Messa kl. 20, altarið af-
skrýtt. Prestur er Eva Björk Valdimars-
dóttir. Föstudagurinn langi: Guðsþjón-
usta með lestri píslarsögunnar kl. 11.
Prestur er Þorvaldur Víðisson. Organ-
isti við allar athafnir er Ásta Haralds-
dóttir kantor og Kirkjukór Grensás-
kirkju leiðir söng.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Fermingarguðsþjónusta sunnudag 10.
apríl kl. 10.30.
Prestur er Leifur Ragnar Jónsson sem
prédikar og þjónar fyrir altari.
Kvennakór Guðríðarkirkju syngur undir
stjórn Hrannar Helgadóttir organista.
Meðhjálpari er Guðný Aradóttir og
Lovísa Guðmundsdóttir er kirkjuvörður.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferm-
ingarmessa kl. 11. Sunnudagaskóli kl.
11.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Prestur er Sigurður
Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti er Björn Steinar Sólbergs-
son. Umsjón barnastarfs: Þuríður
Helga Ingadóttir og Sólveig Franklíns-
dóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30.
Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á
trompet. Kordía, kór Háteigskirkju,
syngur undir stjórn Arngerðar Maríu
Árnadóttur organista. Prestur er Helga
Soffía Konráðsdóttir.
HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingar-
messa kl. 11. Kór Hveragerðis- og Kot-
strandarsóknar syngur, organisti er
Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavars-
dóttir þjónar fyrir altari.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkomur á sunnudögum:
Kl. 11:00 Almenn samkoma.
Kl. 14:00 Samkoma fyrir enskumæl-
andi (English speaking service).
Kl. 16:00 Samkoma fyrir spænsku-
mælandi (reunión en español).
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Ferming-
arguðsþjónusta í umsjón safnaðar-
prests kl. 13. Fermd verða þrjú ung-
menni. Heilög kvöldmáltíð.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Ferming-
armessa laugardag 9. apríl kl. 11. Kór
Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn
Davíðs Sigurgeirssonar sem annast
undirleik. Prestar eru Arnór Bjarki
Blomsterberg og Kjartan Jónsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa á
pálmasunnudag kl. 11. Séra Fritz Már
þjónar fyrir altari, Arnór Vilbergsson er
organisti og kór Keflavíkurkirkja leiðir
tónlist og sálmasöng. Sunnudagaskól-
inn á sama tíma.
Kirkjuselið í Spöng | Selmessan
sunnudag kl. 13. Sr. Magnús Erlings-
son þjónar.
Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er
Lára Bryndís Eggertsdóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingar-
messur kl. 11 og 13.30. Sr. Sigurður
Arnarson, og Ásta Ágústsdóttir djákni
prédika og þjóna fyrir altari. Kór Kópa-
vogskirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnu-
dagaskólinn kl. 11 í safnaðarheimilinu
Borgum. Kyrrðar og íhugunarstund í
kirkju miðvikudag kl. 17.30.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í
Háteigskirkju á pálmasunnudag kl. 20.
Séra Sigríður Munda Jónsdóttir prédik-
ar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar
sálmasöng og leikur á píanó. Anna Sig-
ríður Helgadóttir syngur einsöng. Á eftir
verður kaffi í safnaðarheimilinu.
LANGHOLTSKIRKJA | Fermingar-
messur verða á pálmasunnudag 10.
apríl kl. 11 og kl. 13. Kór Langholts-
kirkju syngur undir stjórn Magnúsar
Ragnarssonar. Sóknarprestur er Guð-
björg Jóhannesdóttir.
LAUGARNESKIRKJA | Fermingar-
messa kl. 11.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingar-
guðsþjónusta laugardag 9. apríl kl.
10.30 og 13.30.
Fermingarguðsþjónusta pálmasunnu-
dag 10. apríl kl. 10.30.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís
Linn ferma og þjóna fyrir altari. Kirkju-
kór Lágafellssóknar syngur og leiðir
alm. söng. Organisti Þórður Sigurðar-
son. Birkir Blær Ingólfsson spilar á
saxófón. Kirkjuvörður er Bryndís Böðv-
arsdóttir.
Sunnudagaskóli 10. apríl kl. 13 í Braut-
arholtskirkju á Kjalarnesi í samstarfi
við Reynivallasókn.
www.lagafellskirkja.is
MOSFELLSKIRKJA | Fermingarguð-
sþjónusta pálmasunnudag 10. apríl kl.
13.30.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís
Linn ferma og þjóna fyrir altari.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og
leiðir söng. Organisti er Þórður Sigurð-
arson. Birkir Blær Ingólfsson spilar á
saxófón. Kirkjuvörður er Bryndís Böðv-
arsdóttir.
NESKIRKJA | Hátíðarmessa og
barnastarf kl. 11. Afmælisdagur kirkj-
unnar en hún var vígð á pálmasunnu-
degi 1957. Sr. Steinunn Arnrþrúður
Björnsdóttir prédikar, sr. Skúli S. Ólafs-
son þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju
syngur undir stjórn organistans, Stein-
gríms Þórhallssonar. Söngur, sögur og
gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón
Ari Agnarsson og Kristrún Guðmunds-
dóttir. Kirkjukaffi á Torginu að messu
lokinni.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudag
10. apríl verður fermingarguðs-
þjónusta kl. 14. Séra Pétur þjónar fyrir
altari, Óháði kórinn leiðir messusöng
og mun flytja lög eftir Foreigner og Blur í
útsetningu Kristjáns Hrannars kór-
stjóra. Petra verður messugutti og Ólaf-
ur skráveifa.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11 í safnaðarsal kirkjunnar, ath. síð-
asta samvera vetrarins.
Fermingarmessur kl. 10.30 og 13,
prestar kirkjunnar þjóna og Kór Selja-
kirkju syngur undir stjórn Tómasar
Guðna Eggertssonar.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu-
morgunn kl. 10. Líkklæðið í Tórínó.
Friðrik Schram, fyrrverandi safnaðar-
prestur, talar. Guðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Kaffiveitingar eftir at-
höfn. Fermingarmessa kl. 13.
Mánudaginn 11. apríl verður páska-
eggjabingó kl. 19.30 í safnaðarheim-
ilinu. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12.
Messa á skírdag kl. 11. Opnun mál-
verkasýningar Óla Hilmars Briem Jóns-
sonar eftir athöfn. Máltíð í kirkjunni
ásamt altarisgöngu kl. 18. Fólk skrái
sig í síma 899-6979.
VÍDALÍNSKIRKJA | Laugardaginn 9.
apríl er ferming kl. 10.30.
Á sunnudag er páskaeggjaleit sunnu-
dagaskólans í Urriðaholti kl. 10.
Páskaeggjaleit sunnudagaskólans í
Vídalínskirkju kl. 11.
Ferming kl. 13.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Fermingarmessa pálmasunnudag 10.
apríl kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæ-
mundssonar organista og sr. Bragi J.
Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir
altari.
Hátíðarmessa á páskadag kl. 9.30.
Kór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar
organista og Ari Ólafsson tenór syngur
einsöng. Prestur er sr. Bragi J. Ingi-
bergsson.
Morgunblaðið/ÓmarHallgrímskirkja í Hvalfirði.
✝
Kristín Helga-
dóttir fæddist
á Hjalteyrargötu
1, Akureyri 1.
ágúst 1931. Hún
lést á Droplaug-
arstöðum 5. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Helgi Thorberg
Kristjánsson vél-
stjóri, f. 20.9. 1904
í Ólafsvík, d. 9.9. 1976 í
Reykjavík, og Petrína Kristín
Jónsdóttir, f. 13.8. 1909 á Búð-
um, d. 22.3. 2002 í Reykjavík.
Bræður Kristínar eru: Jón,
f. 1932, d. 2019, kvæntur Að-
alheiði Margréti Guðmunds-
dóttur, látin; Kristján, f. 1934,
kvæntur Björgu Láru Jóns-
dóttur, látin; og Jóhannes, f.
1936, d. 2021, kvæntur Fríðu
Sigurveigu Traustadóttur.
Eiginmaður Kristínar var
Reinharð Vilhelm Sigurðsson
(Harrý), f. í Hafnarfirði 20.12.
1927, d. 10.12. 2014. Foreldrar
hans voru Ásta Júlíusdóttir, f.
16.4. 1900, d. 14.5. 1970, og
Sigurður Kristinn Ólafsson, f.
12.8. 1901, d. 18.8. 1955. Krist-
ín og Reinharð gengu í hjóna-
band 1.2. 1955 í Farsö á Jót-
landi. Börn þeirra: 1) Helga
Margrét, f. 24.3. 1949, gift
Benedikt Senstius Benedikts-
býlismaður Arnþór Daði Guð-
mundsson, sonur þeirra er Vil-
helm Logi, f. 2020, Margrét
Sól, f. 1994, og Helgi Albert, f.
1998, sambýliskona Birta Har-
aldsdóttir.
Foreldrar Kristínar bjuggu
fyrst á Akureyri, þar sem
systkinin fjögur fæddust. Árið
1938 flutti fjölskyldan til
Siglufjarðar og bjó þar til árs-
ins 1953. Kristín var í sveit á
Staðarhóli í Öngulstaðahreppi
í sex sumur og einn vetur.
Sem barn og unglingur var
hún virk í skátahreyfingunni.
Kristín lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar 1947.
Hún kynntist ung Harrý
barnsföður sínum og síðar eig-
inmanni, en þau bjuggu á Jót-
landi á árunum 1954-1956.
Þau bjuggu lengst af í Kópa-
vogi en fluttu til Reykjavíkur
1978 en fluttu svo aftur í
Kópavog 2008. Þau keyptu sér
hús í Torrevieja á Spáni og
bjuggu þar níu mánuði ársins
í meira en áratug. Kristín var
heimavinnandi fyrstu hjúskap-
arárin. Hún vann fyrst hjá
Póstinum og við umönnun í
Kópavogi, síðan við versl-
unarstörf hjá Rammagerðinni
á Hótel Sögu, við skrif-
stofustörf hjá Pfaff í Borg-
artúni og loks hjá
Raunvísindastofnun Háskól-
ans.
Útför Kristínar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
syni. Dætur Helgu
Margrétar eru a)
Hildur Mar-
grétardóttir, f.
1968, gift Jóhann-
esi Bjarna Eð-
varðssyni, börn
þeirra Una, f.
1991, og Hafsteinn
Snorri, f. 2001.
Una er gift Bjarti
Steingrímssyni og
er dóttir þeirra
Ylja, f. 2019. b) Ásdís María
Helgudóttir f. 1974, sonur
hennar og Þórðar Inga
Guðnasonar er Eiríkur Ingi, f.
1997. Börn Benedikts og fyrri
eiginkonu hans Guðrúnar Erlu
Þormóðsdóttur eru Laufey,
gift Tómasi Tómassyni, börn
Tómas Aron, Erla Mjöll og
Haukur Már, og Benedikt,
kvæntur Rut Þorgeirsdóttur,
börn Ástrós Erla og Benedikt.
2) Stúlka, f. 23.2. 1953, d.
24.2. 1953. 3) Sigurður, f. og
d. 8.2. 1954. 4) Ósk, f. 23.8.
1955, d. 1.9. 1955. 5) Reinharð
Vilhelm, f. 19.3. 1960, dóttir
hans og Þóru Álfþórsdóttur er
Þórhildur, f. 1981, gift Kára
Snæ Guðmundssyni og eiga
þau Kötlu Ósk, f. 2010, og
Ketil Mána, f. 2012. Börn
Reinharðs og fv. eiginkonu,
Sigríðar Albertsdóttur, eru
Þóra Kristín, f. 1991, sam-
Sæl og blessuð, þetta er
Kristín Helgadóttir, föðursystir
þín. Já, það fór ekki á milli mála
þegar hún hringdi hún Stína
frænka, formlega kynnt og
frændgarðurinn á hreinu.
Stína var elst fjögurra systk-
ina og pabbi minn, Jói, yngstur.
Mikill og góður vinskapur ein-
kenndi samband systkinanna
allra og var Stína ókrýndur ætt-
arhöfðingi, stjórnsöm og ákveð-
in.
Núna er hún farin frá okkur
en eftir standa margar góðar
minningar. Ein stendur upp úr
hjá mér. Það var þegar mamma
lá síðustu sængurleguna og ég
var send um hásumar til Stínu
frænku á Þinghólsbrautina.
Harrý frændi var á sjó og
Helga frænka í Danmörku
þannig að það voru bara ég,
Harrý litli og Stína sem áttum
saman dásamlega viku. Sumar-
blíða og við Harrý lékum úti all-
an guðslangan daginn þar til
kallað var á okkur í drekkutíma
eða mat.
Heimili þeirra var einstakt,
yfirfullt af framandi hlutum sem
keyptir höfðu verið á siglingum
um öll heimsins höf. Uppi á lofti
var herbergi Helgu frænku, og
þangað læddist ég í forvitni
minni. Þar tóku á móti mér Bítl-
arnir frá Liverpool í fullri stærð
– úr pappa – og allt herbergið
veggfóðrað með myndum af
þeim köppum. Nælur, pennar og
alls konar glingur með myndum
af þeim. Það var erfitt að slíta
sig frá þessum ævintýraheimi.
En allt gott tekur enda og einn
góðan veðurdag kallaði Stína í
mig og sagði mér að á leiðinni
væri leigubíll með foreldra mína
og nýja bróður minn. Ég vildi
eiginlega alls ekki fara en þegar
ég kom inn í bílinn og sá litla
bróður minn þá gleymdust öll
önnur ævintýr.
Núna er Stína frænka farin á
vit nýrra ævintýra með Harrý
sínum, sem mun verða hennar
samferðamaður þar eins og í
þeim siglingum sem þau fóru í
hérna megin.
Við fjölskyldan sendum
Helgu, Harrý og þeirra fjöl-
skyldum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Björg Jóhannesdóttir.
Kristín Helgadóttir
Elsku hjartans
mamma mín er dá-
in. Nú get ég ekki
lengur slegið á
þráðinn til þín og
heyrt röddina þína. Mikið á ég
þér margt að þakka. Þú varst
alltaf nálæg, alveg sama hver
fjarlægðin á milli okkar var.
Mér er minnisstætt hversu
vel þú hugsaðir um Eyrúnu
mína fyrsta árið eftir að ég
byrjaði að vinna frá henni. Hún
æfði sig að ganga með því að
ganga hringinn í kringum
kringlótta sófaborðið þitt. Þú
varst svo góð amma, spilaðir á
gítar og það var ekkert leik-
skólalagið sem þú gast ekki
spilað. Eyrúnu minni leið svo
vel hjá þér. Þú passaðir stund-
um annað barnabarn, Svövu,
þær áttu svo vel saman. Þú
sagðir að stelpurnar hefðu svo
gott skap og væru svo glað-
lyndar, það var eins og þú átt-
aðir þig ekki á því að það varst
þú sem skapaðir þessa vellíðan
þeirra.
Fyrstu árin þín í Kópavogi
bjó elsta barnabarnið þitt hjá
Guðrún
Jörgensdóttir
✝
Guðrún Jörg-
ensdóttir
fæddist 4. júlí
1929. Hún lést 8.
mars 2022. Útför
hennar fór fram
24. mars 2022.
þér, hann hafðir
þú passað mikið
þegar hann var lít-
ill og nú var hann
í læknisfræði. Þú
naust þess að hafa
hann hjá þér og
sagðir að hann
minnti þig um
margt á pabba,
sem þú hafðir
misst árið áður.
Það var svo gam-
an að heimsækja ykkur, enda
var ykkar samband alltaf svo
hlýtt.
Ég þakka þér fyrir hvernig
þú umvafðir Steingrím minn
þegar þú vissir að hann þyrfti
á þér að halda, honum leið ekki
vel í skólanum og flýtti sér
heim til þín eftir skóla. Þú
tókst alltaf á móti honum opn-
um örmum. Stundum fóruð þið
á flakk, eins og þú kallaðir það,
þá fóruð þið með strætó í
Kringluna eða Kolaportið.
Hann elskaði að flakka með
þér, ykkur leið svo vel saman.
Þegar ég þakkaði þér fyrir, þá
sagðir þú bara að hann væri
svo yndislegur ferðafélagi og
að það væru ekki mörg börn
sem nenntu að þvælast í
strætó með ömmu sinni. Þú
varst líka svo stolt af honum
þegar hann söng í barnakór,
þar varst þú líka á heimavelli.
Við fluttum til Danmerkur
þegar Steingrímur minn var níu
ára og hans fallegustu minn-
ingar frá Íslandi tengjast þér.
Hann missti svo mikið við að
flytja.
Ég þakka þér fyrir að heim-
sækja okkur svo oft til Dan-
merkur. Þú gast gert þig skilj-
anlega á bæði ensku og dönsku
svo það var enginn flugvöllur
eða lestarstöð sem þú réðst
ekki við. Þú lést ekkert stoppa
þig.
Þegar sonur minn var 17 ára
og 21 árs valdi hann að verja
sumarfríinu sínu hjá þér. Hann
sagðist skulda ömmu sinni að
verja tíma með henni og henni
einni eftir allt það sem hún
hefði gefið sér. Hann er og
verður alltaf ömmustrákurinn
þinn.
Steingrímur tengdist þér og
pabba einstaklega sterkum
böndum og eru bæði börnin
hans skírð eftir ykkur, Anton
Einir og Guðrún Anna.
Eyrún mín hefur erft svo
margt frá þér, elsku mamma
mín, hún hefur þitt einstaklega
góða tóneyra. Það er jafn erfitt
að hlusta á söngvakeppni með
henni, hún er eins og þú, heyrir
hverja einustu feilnótu og nefn-
ir hana, í hvert skipti. Hún er
bæði lík þér í sér og í útliti og
það er svo yndislegt að sjá þig
skína í gegn í henni. Það er svo
gott að hugsa til þess sem lifir
áfram þegar þú ert ekki lengur
hjá okkur.
Elsku mamma, þín verður
sárt saknað. Takk fyrir að reyn-
ast mér yndisleg mamma.
Þín yngsta dóttir,
Ásta.