Morgunblaðið - 09.04.2022, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
✝
Ester Úranía
fæddist á Hell-
issandi 11. október
1933. Hún lést á
Hrafnistu 28. mars
2022.
Foreldrar Ester-
ar voru Friðþjófur
Baldur Guðmunds-
son frá Rifi, f.
27.10. 1904, d. 3.9.
1987, og Halldóra
Guðríður Kristleifs-
dóttir frá Hrísum, f. 26.11. 1912,
d. 8.6. 1999. Þau bjuggu á Rifi á
Snæfellsnesi.
Systkini Esterar eru Sævar, f.
30.10. 1936, Svanheiður Ólöf, f.
8.9. 1939, d. 30.10. 2020, og
Kristinn Jón, f. 24.7. 1941. Upp-
eldisbræður eru Sæmundur
Kristjánsson, f. 24.8. 1943, og
Hafsteinn Þórarinn Björnsson, f.
19.5. 1949.
Ester Úranía giftist þ. 19.12.
1953 Kristni Elíasi Haraldssyni,
f. 15.3. 1925, d. 15.1. 1987.
Ester og Kristinn eignuðust
níu börn þau eru: 1) Baldur
Magnús Guðmundsson, f.
30.7. 1926, d. 17.10. 2011, var
sambýlismaður Esterar frá
1996.
Ester ólst upp á Rifi og bjó
þar til 1991 en fluttist þá til
Reykjavíkur. Hún vann ýmis
störf í sjávarútvegi á meðan
börnin uxu úr grasi, þar á meðal
við fiskvinnslu og netagerð auk
þess að bera út blöð og póst. Eft-
ir að Ester flutti til Reykjavíkur
vann hún hjá Pósti og síma og
starfaði fyrst í afgreiðslu og síð-
ar sem gjaldkeri.
Ester var mjög virk í fé-
lagsstarfi og naut þess mikið að
syngja og dansa. Á Hellissandi
starfaði hún í slysavarnafélag-
inu, kvenfélaginu og kirkju-
kórnum. Eftir að hún flutti til
Reykjavíkur var hún í kirkjukór
Bústaðakirkju, Garðakórnum
og kór eldri borgara auk þess að
sinna ábyrgðarstarfi í fé-
lagsstarfinu, var s.s. gjaldkeri
og sinnti öðrum stjórnar-
störfum. Ester sat um nokkurt
skeið í stjórn Félags eldri borg-
ara. Hún hafði mikla ánægju af
að ferðast og fór m.a. í nokkrar
ferðir með Magnúsi bæði innan-
lands og erlendis.
Útförin fer fram frá Ingjalds-
hólskirkju í Snæfellsbæ í dag, 9.
apríl 2022, klukkan 14.
Freyr, f. 11.8. 1952,
kvæntur Guðrúnu
Elísabetu Jens-
dóttur og eiga þau 5
börn, 2) Elvar Guð-
vin, f 29.9. 1953,
kvæntur Þórdísi
Bergmundsdóttur
og eiga þau tvo syni,
3) Dóra Sólrún, f.
28.4. 1955, gift Guð-
brandi Jónssyni og
eiga þau tvö börn, 4)
Jóhann Rúnar, f. 11.10. 1957,
kvæntur Katrínu Gísladóttur og
eiga þau fjögur börn, 5) Helena
Sólbrá, f. 24.2. 1960, gift Guð-
mundi Gunnarssyni og eiga þau
sex börn, 6) Hafalda Elín, f. 18.7.
1963, d. 6.11. 2017, var gift Gúst-
af Geir Egilssyni og eiga þau
þrjú börn, 7) Jófríður Soffía, f.
13.7. 1964, d. 13.9. 1991, eign-
aðist hún eina dóttur, 8) Snædís
Elísa, f. 26.11. 1967, gift Andrési
Helga Hallgrímssyni og eiga þau
þrjú börn, 9) Guðbjörg Huldís, f.
18.1. 1975, gift Óskari Guðjóns-
syni og eiga þau tvö börn.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgaði sitt líf.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Mamma. Þetta orð hefur mikla
þýðingu og er stórt, sterkt, mik-
ilvægt og fullt af ást og kærleika.
Það lýsir mömmu einmitt mjög
vel. Nú þegar ég kveð þig elsku
mamma hugsa ég til þín með
miklu þakklæti og kærleika. Ég
þakka þér fyrir að þú gafst mér líf,
fyrir að ala mig upp, fyrir allan
stuðninginn, og að vera alltaf til
staðar. Að lifa í 88 ár er langur
tími en samt svo stuttur. Árin líða
svo hratt og þegar ég hugsa til
baka þá er ekkert svo langt síðan
ég fór að heiman og þú grést yfir
því að ég væri að fara svo langt frá
þér, alla leið til Siglufjarðar. En
þú vildir alltaf hafa alla svo nálægt
þér og þér fannst það vitleysa að
vera að flytja svo langt frá heima-
högunum.
Þó að húsið væri fullt af börn-
um og ég sú fyrsta sem flutti að
heiman. Alltaf að passa upp á hóp-
inn þinn og að halda öllum saman
og í öryggi. Alltaf sagðir þú þína
skoðun á öllum málum og ef ég
spurði ráða þá hafðir þú alltaf góð
ráð og varst heiðarleg og hrein-
skilin með lausnirnar á hreinu.
Heimili þitt í Rifi var alltaf opið
fyrir gesti og skipti þá ekki máli
hvað voru margir heima. Þú bætt-
ir þá bara við plássi í stofunni eða
við krakkarnir vorum færð á milli
rúma.
Þú og ég erum mjög líkar og oft
fæ ég að heyra frá systrum mínum
„þú ert alveg eins og mamma“. Þú
hafðir ótrúlega mikinn styrk þeg-
ar sorg og erfiðleikar steðjuðu að
og oft barst þú harm þinn ein og í
hljóði. Það sem þú hefur gefið mér
í arf er styrkur og seigla sem mun
fylgja mér út lífið. Takk fyrir allt
sem þú gafst mér elsku mamma.
Núna þegar við kveðjumst fyrir
fullt og allt get ég sagt að lokum
að þú varst mamma mín og veittir
mér ást og umhyggju allt lífið.
Megi guð blessa þig og gefa þér
alla þá hvíld sem þú þarfnast á
nýjum stað.
Takk fyrir allt, ég mun sakna
þín mikið elsku mamma.
Dóra Sólrún.
Margs er að minnast þegar
maður lítur yfir farinn veg. Ekki
síst þegar ég, 16 ára stelpuskottið,
fékk að kynnast kjarnakonunni
æðrulausu, sem síðar varð tengda-
mamma mín, henni Ester Úraníu
frá Rifi á Snæfellsnesi, þá var það
eitt af mínum mestu gæfusporum.
Þessi kona hefur frá okkar fyrstu
kynnum verið ein af mínum bestu
vinkonum. Hreinskiptin, sönn og
kærleiksrík formóðir margra af-
komenda sem minnast hennar
með mikilli hlýju.
Við Baldi byrjuðum okkar bú-
skap í Rifi og þar höfum við alið
upp okkar börn. Þau minnast
ömmu sinnar með hlýju og alls
þess sem hún var þeim ætíð. Alltaf
með hlaðið borð af kræsingum eft-
ir vali hvers og eins þegar þau
komu við hjá henni beint úr skóla-
rútunni. Allskonar grautar, ástar-
pungar og bræddur mysuostur í
rjóma á brauði voru í uppáhaldi.
Þau sögðu gjarnan: „Ég kom við
hjá ömmu.“ Ef hægt er að tala um
matarást þá var hún svo sannar-
lega til staðar hjá þeim. Ester var
kona sem hafði sterkar skoðanir
og framkvæmdi yfirleitt það sem
henni datt í hug. Dæmi um það er
þegar ég var að koma heim í Rif
með okkar fyrsta barn, þá datt
henni í hug af hugulsemi og kær-
leika að það þyrfti að mála hjóna-
herbergið áður en ég kæmi heim
og án þess að ræða það við neinn
þá málaði hún fallegasta litinn að
hennar mati og málaði það dökk-
grænt. Þess ber að geta að ég hef
aldrei verið hrifin af grænum lit en
ég skildi kærleiksgjörninginn og
var þakklát fyrir væntumþykjuna.
Græna herbergið fékk að njóta sín
hjá okkur í mörg ár.
Við tvær brölluðum margt sam-
an. Ester hvatti mig til að ganga í
SVF Helgu Bárðardóttur eftir að
hún gat fengið mig á fund. Kirkju-
kórinn var henni líka hjartans mál
og nauðsynlegt að ég færi í hann.
Einnig unnum við saman um ára-
bil í netavinnu ásamt góðri vin-
konu okkar, Auði Gríms. Eftir
stendur að það voru mikil forrétt-
indi að hafa Ester í nágrenni við
okkur fjölskylduna. Aldrei lét hún
hugfallast þó að á henni dyndi
hvert áfallið af öðru. Hún hélt
ótrauð áfram af styrk og æðru-
leysi. Minning hennar mun lifa í
hjarta okkar sem elskuðum þessa
glæsilegu konu sem var 88 ára
þegar hún var kölluð til ástvina
sinna sem farnir eru.
Hinsta kveðja til þín, elsku
tengdamamma, mamma, amma
og langamma.
G. Elísabet, Baldur Freyr
og fjölskylda.
Elsku hjartans amma mín. Þú
hefur alltaf verið svo mikil alvöru
manneskja, sterkur karakter,
skemmtileg og lést þig málin
varða, sérstaklega þegar þitt fólk
átti í hlut. Að heimsækja þig á Rif
á sumrin var alltaf það besta; vera
með Hjalta frænda og Guðbjörgu
frænku og öllum hinum, að stelast
í kríueggin, stelast í boxið með
ástarpungunum sem þú varst
nýbúin að baka og borða þá á leið-
inni í varpið er minning sem ég
mun seint gleyma. Að vakna við
kríurnar á morgnana er ham-
ingjutilfinning fyrir mig.
Þú varst lífsreyndasta konan,
fékkst erfiðustu verkefnin að
mörgu leyti. Þurftir að upplifa svo
margt á lífsleiðinni. Að sjá styrk
þinn í gegnum allt sem á hefur
dunið mun styrkja mig um
ókomna tíð. Það var mikil reisn
yfir þér.
Þú eignaðist níu börn, 24
barnabörn og enn fleiri lang-
ömmubörn. Ég man ég hugsaði
þegar ég var yngri hvað það hlyti
að vera mikið vesen að kaupa jóla-
gjafir fyrir allt þetta fólk en þú
leystir það með því að gefa öllum
eina happaþrennu í umslagi og
margt fleira auðvitað.
Stemningin í Rifsættinni er ein-
stök og er ég endalaust þakklát
fyrir að vera af henni, þar býr svo
mikill kraftur og styrkur sem við
erfum eftir þig. Takk fyrir það
elsku amma. Ég á þér svo margt
að þakka og mun horfa upp til þín
áfram. Elska þig elsku amma mín.
Þín
Edda Sif.
Ester Úranía
Friðþjófsdóttir
✝
Gunnlaugur
Theodórsson
fæddist á Hafurs-
stöðum í Öxarfirði
1. desember 1929.
Hann lést á dval-
arheimilinu
Hvammi á Húsavík
11. mars 2022.
Foreldrar hans
voru Guðrún Páls-
dóttir húsfreyja frá
Svínadal, f. 3. mars
1902, d. 19. júlí 1987, og Theo-
dór Gunnlaugsson bóndi og rit-
höfundur frá Bjarmalandi, f. 27.
mars 1901, d. 12. mars 1985.
Gunnlaugur var einn fimm
systkina, en hin
eru Þorbjörg, f. 13.
júlí 1926, d. 13.
ágúst 2012, Guð-
mundur f. 1. októ-
ber 1927, d. 22. júlí
2012, Halldóra, f.
23. mars 1933, og
Guðný Anna, f. 24.
ágúst 1947.
Gunnlaugur bjó
lengst af á býl-
unum Bjarmalandi
og Austara-Landi í Öxarfirði.
Hann var ókvæntur og barn-
laus.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Elsku kæri Gulli frændi. Þetta
verður víst síðasta bréfið til þín.
Við höfum alltof lítið getað spjall-
að saman síðustu árin. Það hefur
verið langt á milli okkar, heyrn
þín orðin döpur, og símtölin því
orðið sífellt fátæklegri. Við höf-
um, sem betur fer, áður haft mörg
tækifærin til að ræða málin. Dýr-
mætast finnst mér að hafa fengið
að hlusta á frásagnir þínar þar
sem þú rifjar upp æskuárin á Haf-
ursstöðum og Bjarmalandi. Árin í
torfbænum þar sem alltaf var
hlýtt, um náttúruna í heiðinni, um
Jöklu og umhverfi hennar, um
veiðar, um fjölskylduna og frænd-
fólkið. Þar var ástin til sveitarinn-
ar og umhyggjan fyrir náttúrunni
svo sjálfsögð að ekki var þörf á
hugtökum eins og mengun eða of-
neyslu. Það sem náttúran gat gef-
ið var þegið með þökkum en þar
sem landeyðing átti sér stað var
ráðist í uppgræðslu. Þú sagðir
mér af erfiðleikunum við að
stunda búskap uppi í heiðinni og
hve stór breyting varð við flutn-
inginn í Austara-Land. Þar var
heyfengurinn margfaldur og
hægt að fjölga skepnunum. Lífið
varð auðveldara samtímis sem
heiðarbýlið var áfram annað
heimili. Ást þín til heimahaganna
og frelsisins hindraði þig þó ekki
frá því að svala ævintýraþránni.
Þú sóttir vertíðir til margra ára í
Vestmannaeyjum og á Snæfells-
nesi við góðan orðstír, í góðum fé-
lagsskap heimamanna og farand-
verkamanna. Þú fékkst snemma
áhuga á bílum og tókst meirapróf
á Akureyri. Frá því ég pollinn fór
að vera sumur og sumarparta á
Austara-Landi varst þú í mínum
augum besti bílstjóri í heimi. Þú
hlúðir að bílunum, rétt eins og
dýrunum og öllu öðru í kringum
þig. Röð, regla og vandvirkni hef-
ur alltaf einkennt þig.
Þú varst oft upptekinn með
vörubílinn í vegavinnu á sumrin
en komst svo heim og vannst fram
á nótt í heyskap. Þú gafst þér þó
tíma til að spjalla við litla frænda
þinn sem bjó um sig í hinu rúminu
í svefnherberginu þínu. Þú leið-
beindir honum á allan mögulegan
hátt, við smölun og flutning fjár,
um keyrslulag, virðingu fyrir
náttúrunni, notkun skotvopna og
margt fleira. Þú varst við hlið
hans þegar hann skaut sína fyrstu
rjúpu. Sambandið hefur aldrei
rofnað, tryggðin og vinskapurinn
alltaf sjálfsagður. Á síðari árum
var tryggð þín við bróður þinn
einstök og aðdáunarverð við erf-
iðar aðstæður.
Síðustu árin bjóst þú í góðu
yfirlæti á dvalarheimilinu
Hvammi á Húsavík. Þegar við
Guðrún, konan mín, komum í
heimsóknir til þín rifjuðust ætíð
upp kærar minningar frá samver-
unni í sveitinni, okkur til enda-
lausrar ánægju. Síðustu árin hef-
ur svo heilsan farið að gefa sig og
þú alveg steinhissa á hve háum
aldri þú hafðir náð, „hefði aldrei
búist við að verða svona gamall“.
Nú svífur þú sem fuglinn frjáls til
æðri tilveru þar sem allir þínir
góðu eiginleikar tryggja þér það
hásæti sem sæmir þér.
Hugur minn verður alla tíð hjá
þér, kæri frændi.
Theodór Gunnar Sigurðsson.
Gunnlaugur
Theodórsson
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS GISSURARSON
rafvirkjameistari,
Hraunbæ 103, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 1. apríl.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn
11. apríl klukkan 13.
Jóhanna V. Magnúsdóttir Hallur Steinar Jónsson
Ásta Hallsdóttir Jón Valentínusson
Sigurveig Hallsdóttir Ingvar Karlsson
Hanna Valdís Hallsdóttir Eysteinn Finnsson
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VALGERÐUR ÞORVALDSDÓTTIR,
Víðihlíð, Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
fimmtudaginn 31. mars.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 12. apríl
klukkan 13.
Stefanía Ólafsdóttir Bjarni Andrésson
Dröfn Vilmundardóttir Jónas Karl Þórhallsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR,
Lyngási 1d, Garðabæ,
lést á Landspítala laugardaginn 2. apríl.
Útförin fer fram frá Garðakirkju
miðvikudaginn 13. apríl klukkan 15.
Wim van der Aa
Jónína Guðrún Arnardóttir Jakob Ohayon
Benedikt Ármann Arnarson
Daníel Moshe Ohayon
Keren Lilja Ohayon
Theodór Fannar Benediktsson
Viktor Máni Benediktsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR VILHJÁLMSSON
slökkviliðsmaður,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. apríl klukkan 12.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra
(diabetes.is).
Ásgeir Halldórsson Guðrún Brynjólfsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir Hjörleifur Hannesson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
K. SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR,
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
fimmtudaginn 31. mars.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, miðvikudaginn
13. apríl klukkan 13.
K. Sigríður Gunnarsdóttir
Þorsteinn Einarsson Hallfríður Guðfinnsdóttir
Baldvin E. Einarsson
Guðrún Agnes Einarsdóttir
Uni Þór Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744