Morgunblaðið - 09.04.2022, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.04.2022, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 50 ÁRA Borgar er Borgnesingur en býr í Reykjavík. Hann er með sveinspróf í málaraiðn, BA í sálfræði frá HÍ og MBA frá HR með áherslu á mannauðs- stjórnun. Borgar er mannauðsstjóri á Veðurstofu Íslands. Hann er í Badmin- tonfélagi Hafnarfjarðar „Ég er að keppa á Meistaramóti BSÍ sem fram fer um helgina. Ég er líka í golfi, hef áhuga á fótbolta og íþróttum almennt og er líka eitthvað í fluguveiði.“ FJÖLSKYLDA Kona Borgars er Sigurbjörg Ásgerður Heiðarsdóttir, f. 1971, bókari hjá OJK-Ísam. Börn þeirra eru Heiðbjört Bára, f. 1993, og Axel Þór, f. 2001. Foreldrar Borgars eru Axel Þór- arinsson, f. 1943, málarameistari, og Sig- ríður Sveinbjörg Björnsdóttir, f. 1945, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Borgar Ævar Axelsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Forðastu allar fjárfestingar og gerðu nákvæmar áætlanir sem þú svo ferð eftir. Gleymdu sjálfum þér ekki of lengi hvernig sem allt veltur. 20. apríl - 20. maí + Naut Notaðu daginn til þess að spá í skipt- ingu á einhverju sem þú þarft að deila með öðrum. Taktu stjórnina í þínar hendur og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú þarft þú að taka á honum stóra þínum og standa af þér stormviðri um stundarsakir. Gakktu ekki alveg fram af þér og gefðu þér tíma til að rækta sjálfan þig. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ákveðni þín í að leiða hlutina til lykta vekur athygli yfirmanna þinna og þú munt hljóta umbun erfiðis þíns. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þótt húsverkin séu ekki í uppáhaldi hjá þér þarftu að gefa þér tíma til að sinna þeim. Ef tækifæri til ferðalaga gefst skaltu grípa það feginshendi. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú þarft að taka meira tillit til ann- arra og þarft að varast að ganga yfir fólk, þótt boðskapur þinn sé góður. Láttu það ekki koma þér á óvart ef þú færð atvinnu- tilboð. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hugmynd sem sýnist snilldarleg getur reynst allt annað og minna. Farðu þér hægt því þá munt þú ekki lenda í neinum vand- ræðum síðar meir. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Bandalag sem þú hélst að þú gætir ekki verið án reynist vera úr sér geng- ið. Farðu í gegnum málin og bættu úr þessu strax. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er spenna á milli þín og þíns heittelskaða. Misstu ekki móðinn þótt það reynist erfiðara en sýnist í fljótu bragði. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, en reyndu sjá að fyndnu hliðina á því. Farðu vel með sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú gefur fólki loforð og vilt trúa því að þú standir við þau. Reyndu að fá yf- irsýn yfir heildarmyndina án þess að hafa áhyggjur af smáatriðunum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft hugsanlega að útskýra eitt- hvað sem þú deilir með öðrum. Ekki reyna að þröngva skoðunum þínum upp á aðra. var alltaf að fræða okkur krakk- ana um þessa hluti og enn í dag lifir þessi áhugi í okkur. Hann átti t.d. mjög fallegt steinasafn.“ Starfsferillinn Ungur fór Ingvar að vinna á sumrin á Vífilsstaðabúinu við hey- skapinn, en 1958 vann hann suður á Velli og sumarið ’59 á Gufuskál- um við byggingu Lóranstöðv- arinnar. Haustið ’59 fór hann síð- an norður á Akureyri í MA og lauk stúdentsprófi þaðan 1963. Ár- in sem hann var í MA var hann á síld á sumrin á Mána GK 36. „Eft- ir stúdentsprófið fór ég til Eyja en þar bjó fyrri kona mín og elsti sonur okkar Páll. Um haustið flytjum við til Hafnarfjarðar og þar hef ég búið síðan. Við leigðum fyrst í Fögrukinn, en eignuðumst fyrstu íbúð á Skúlaskeiði 36, fal- legum stað fyrir ofan Hellisgerði.“ Fyrsta starf Ingvars í Hafnar- firði var umboðsmaður Brunabóta- félagsins, en allar fasteignir stórar og smáar voru þá tryggðar hjá Brunabót. Veturinn eftir kenndi hann svo einn tíma á dag kl. 8 áð- ur en hann fór á skrifstofuna. Þessir fyrstu nemendur hans voru fæddir 1950. Árið 1967 færði hann sig alfarið yfir í Flensborg og sem fyrirfinnst. Við vorum mörg frændsystkinin á bænum og mikið að gera. Þar kom oft einkenni- legur maður og fór þá út í móana og hraunið og var að mála. Hann var einkennilegur í háttum og framkomu. Þessi maður hét Jó- hannes Kjarval eða Jói geit eins og Borgfirðingar kölluðu hann enda frá Geitavík. Afi var mikill náttúrufræðingur, þekkti alla fugla, skordýr, steina og blóm og I ngvar Júlíus Viktorsson fæddist á Vífilsstöðum, þá í Garðahreppi, 9. apríl 1942. „Ekkert húsnæði var þá laust á staðnum þannig að ég kom í þessa veröld í húsi yfirlæknisins, Helga Ingvarssonar, og tók hann á móti mér, en Helgi var ömmubróðir minn og hann hafði útvegað pabba vinnuna. Varla var hægt að hugsa sér betri stað til að alast upp á, sveit við dyr höfuðborgarsvæðisins. En margir voru hræddir við Vífils- staði vegna berklanna, en starfs- fólkið og við börnin sem bjuggum þar vorum sprautuð með bakt- eríunni þannig að við máttum fara um allt, óhrædd við vistfólkið. Ekki er laust við að við höfum verið eins og prinsar og prins- essur, þar sem sjúklingarnir sökn- uðu að sjálfsögðu barna og barna- barna sinna. Enginn skóli var í Garðahreppi á þessum tíma svo við fórum í Barnaskóla Hafnar- fjarðar og síðan í Flensborg. En við gengum ekki í skólann eins og sagt er, okkur var ekið þangað lengstum af Nýju Bílstöðinni í Hafnarfirði. Þannig að þegar Hafnfirðingar gengu í skólana í öllum veðrum komum við út úr leigubíl við skóladyrnar. Það voru al-gjör forréttindi að fá að alast upp á Vífilsstöðum innan um allt þetta góða fólk, þar sem margir hverjir vissu ekki hvað morgun- dagurinn bar í skauti sér. Húsakostur á Vífilsstöðum var mjög þröngur í upphafi en lagaðist fljótlega. Fyrst vorum við þrjú systkini á þremur árum og þá bara í einu herbergi með aðgang að eldhúsi og baðherbergi. Við þrjú sváfum í innbyggðum fata- skáp í hillunum og hafði pabbi sett merar á þær svo við yltum ekki fram úr. En síðan stækkuðu vist- arverurnar og alltaf var nóg pláss hjá okkur fyrir gesti og gangandi. Ég fór í sveit austur á Desjar- mýri þar sem afi og amma bjuggu ásamt sonum sínum. Afi var þar prestur og voru þau með stórt bú. Það var gaman að vera fyrir aust- an enda einhver fallegasta sveit kenndi þar ensku og síðar einnig í Víðistaðaskóla og síðast í Set- bergsskóla þar sem starfsferli hans lauk 2009. Ingvar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Alþýðuflokk- inn 1986 og sat í bæjarstjórn til 2002. Hann gegndi þar hinum ýmsu embættum, var formaður bæjarráðs, í stjórn Hafnarborgar, Eftirlaunasjóðs og síðan bæjar- stjóri 1992-1998. Þá var hann átta ár í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og varaformaður í nokkur ár, í stjórn Hafna- sambands sveitarfélaga og stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga og í 10 ár fulltrúi Íslands í Sambandi evr- ópskra sveitarfélaga í Strassborg. Þá hefur hann setið í stjórn Ísal, í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar og situr í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og nú í mörg ár í stjórn Flensborgarskólans. Þá eru ótalin störf hans innan Fimleika- félags Hafnarfjarðar en FH hefur hann helgað krafta sína, verið for- maður knattspyrnudeildar, hand- knattleiksdeildar, einn af stofn- endum Muggs og formaður félags- ins 2002-2008 og útnefndur heiðursfélagi 2009. Þá lék hann tæplega 100 leiki fyrir FH og Hafnarfjörð í knattspyrnu. Á yngri árum fékkst hann einnig við þjálfun. Ingvar hefur fengið heiðurs- kross Ólympíu- og íþrótta- sambands Íslands. Gullmerki KSÍ, HSÍ, ÍBH og Keilis og er heiðurs- félagi FH og Chelsea-klúbbsins á Íslandi. „Árið 1967 vaknaði áhugi minn fyrir Chelsea og hefur ekki slokknað síðan þó á ýmsu hafi gengið hjá þeim.“ Ingvar hefur svo fengið öll starfsmerki FH. Áhugamál Ingvars í dag eru t.d. golf, en hann er félagi í Golf- klúbbnum Keili og er þar félagi í Brynjugenginu. „Það er orðinn 18 ára félagsskapur hressra drengja sem leika golf vikulega og auk þess leik ég golf með öðrum hópi vinaminna. Stangveiði er stunduð í veiðiklúbbnum Nafnar og hefur svo verið í 25 ár. FH karlar er fé- lagsskapur eldri FH-inga sem Ingvar Viktorsson, fyrrverandi kennari og bæjarstjóri – 80 ára Systkin og móðir Samankomin á 80 ára afmæli Guðrúnar. Ljúfar minningar frá Vífilsstöðum Hjónin Birna og Ingvar. Elín Rut Róbertsdóttir, Laufey Emilý Adams- dóttir og Ísabella Árný Nínudóttir söfnuðu samtals 22.837 krónum til styrktar mannúðar- starfi Rauða krossins í Úkraínu. Söfnunina héldu þær fyrir utan verslunina Hrísalund á Akureyri. Hlutavelta Til hamingju með daginn AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ Hjólablað Morgunblaðsins kemur út 30. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Viðar Ingi Pétursson vip@mbl.is - S.569-1109 – meira fyrir lesendur Við hjólum inn í vorið með stórglæsilegu sérblaði, sneisafullu af áhugaverðum viðtölum og fréttum úr hjólreiða heiminum. SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.