Morgunblaðið - 09.04.2022, Side 44

Morgunblaðið - 09.04.2022, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 V ið erum á þeim stað í sögu mannkynsins þar sem vís- indin segja okkur að við stefnum á endalokin. Sjálft loftslagið er komið að þol- mörkum. Hvert liggur leiðin þá? Um þetta og margt fleira fjallar Lofttæmi, fyrsta ljóðabók Nínu Þorkelsdóttur. Verkinu er skipt upp í þrjá hluta sem hafa hver sín sérkenni en eiga þó í miklu samtali og mynda eina heild. Þessi uppsetning er nokkuð algeng í þeim ljóðabókum sem koma út um þessar mundir en hér virkar hún mjög vel. Nína gerir engar sérstakar fimleikaæfingar með formið heldur leyfir frekar efniviðnum að vera í aðalhlutverki. Eftirfarandi línur af fyrstu síðu verksins setja tóninn fyrir það sem koma skal. hlutir sem rísa og falla eru áhugaverðastir eins og Rómaveldi og lungu (9) Nína skrifar um okkur mennina sem lífverur og sem menningar- samfélag. Þessar línur eru gott dæmi um hvernig hún teflir þessu tvennu saman. Og við fylgjum risi og falli mannkynsins, risi og falli menningarinnar. Þá vinnur Nína með hið klassíska minni: „af jörðu ertu kom- in, að jörðu skaltu aftur verða“. Í fyrsta hlutanum, sem nefnist „Skriðdýr“, förum við aftur í tíma og skoðum forvera mannsins. Það má vel segja að verkið sé byggt upp sem ákveðin þróunar- saga. Tíminn leikur stórt hlutverk og dregur ljóðskáldið upp ýmsar myndir sem tengjast honum. Skáldið leiðir okkur aftur í tímann, í gegnum jarðlögin, til þess tíma þeg- ar lífverurnar lærðu að draga and- ann. Það leiðir okkur að næsta kafla, kaflanum sem nefnist „Hljómsveit- arstjóri dregur andann“. Þar verður tónlistin eins konar fulltrúi siðmenningarinnar. ég hef tónsprotann á loft: fjórða Mahler handahreyfingar sellistanna eru samhæfð sundfimi (26) Andardrátturinn fær mikið rými í textanum og Nína dregur skýrt fram samband hljóðs og lofts. Vísindin, annað fyrirbæri sem fylgir manninum og menning- unni, fá líka sitt pláss í textanum. Tengingarnar við fyrsta hlutann eru skýrar, það er enn eitthvað náttúrulegt á sveimi og ljóðmæland- inn minnir okkur stöðugt á upphafið í moldinni og mögulega endastöð okkar þar. Þriðji hlutinn nefnist hólmlenda og bara það orð, hólmlenda, segir okkur að þar er eitthvað jarðbundið á ferð og það er einmitt afturhvarf okkar ofan í jarðlögin sem blasir við lesendum á síðustu síðum bókar- innar. Reykvíkingar segja skilið við fyrra líf og setjast að í hólminum í Tjörninni. Vegferðin sem hófst í fyrsta kafla er komin að ákveðinni endastöð en þó verður ekki sagt að það ríki neitt vonleysi yfir síðustu ljóðunum. Þetta er heimsendaverk en heimsendirinn er að mörgu leyti mjúk lending, við skríðum ofan í hlýja moldina og hver veit hvað ger- ist þegar þangað er komið. Lofftæmi er afar vel heppnuð frumraun. Það er ekki þannig að hver einasta ljóðlína eða hver ein- asta mynd sem dregin er upp sé vel heppnuð en heildarmyndin er stórgóð og tengingarnar sem verða til gefa lesandanum færi á að velta samhengi hlutanna, bæði þeirra stóru og þeirra smáu, fyrir sér. Nína hefur valið nokkur skýr þemu sem hún teflir fram af öryggi og blandar saman af kost- gæfni. Verkið er einfalt og aðgengilegt en það þýðir þó ekki að það skorti dýpt. Höfundurinn kannar rými mennskunnar, menn- inguna og söguna, og veltir fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Verða það örlög okkar að finna á ný samastað í lofttæminu? Morgunblaðið/Eggert Aðgengilegt Verkið er einfalt og aðgengilegt en það þýðir þó ekki að það skorti dýpt, skrifar rýnir um bók Nínu. Allt það sem rís og fellur Ljóð Lofttæmi bbbbn Eftir Nínu Þorkelsdóttur. Benedikt, 2021. Kilja, 57 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Á elleftu milljón safnaðist í Hörpu í tengslum við Samstöðutónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands með Úkraínu sem haldnir voru 24. mars síðastliðinn, eða a.m.k. 10.750.000 króna. Munu fjármunirnir renna til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyr- ir fatlað fólk í Úkraínu og til við- bótar lagði fólk einnig fé beint inn á söfnunarreikning Þroskahjálpar. Allar tekjur af miðasölu runnu í söfnunina og allar tekjur af lista- verkauppboði Listvals og ágóði af veitingasölu í Hörpu. Samstaða Frá samstöðutónleikunum sem haldnir voru 24. mars í Hörpu. Tæpar 11 milljónir í neyðarsöfnun Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag, laugardag, með Blúsdegi í miðborginni eins og hefð hefur verið fyrir í ára- fjöld. Blúsað verður á Skóla- vörðustíg og far- ið í skrúðgöngu frá styttunni af Leifi Eiríkssyni kl. 14. Mun Lúðra- sveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser-klúbburinn bjóða upp á bílasýningu. Við setningu hátíðar- innar verður tilkynnt val á heið- ursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur. Blúshátíð í Reykjavík verður þó með örlítið breyttu sniði í ár því í stað tónleika í nokkra daga verða nokkrir haldnir á sama kvöldinu, 13. apríl. Koma þar fram margir fremstu blúsarar Íslands og söng- konurnar Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal og Stefanía Svavarsdóttir á Hilton Reykjavík Nordica og hefst gleðin kl. 20. Blúsdagur á Skólavörðustíg Ragnheiður Gröndal Strengjakvartettar op. 51 eftir Joseph Haydn; Sjö orð Krists á krossinum, verða leiknir á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar í Breið- holtskirkju í dag, laugardag 9. apr- íl, kl. 15.15. Um flutninginn sér Skálholtskvartettinn en hann skipa nú fiðluleikararnir Rut Ingólfs- dóttir og Hildigunnur Halldórs- dóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórs- son sellóleikari. Skálholtskvartett- inn skipuðu áður Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari. Eftir um tveggja áratuga starf Jaaps með hljóðfæraleikurum og söngvurum hér á landi liggur óunn- ið og óútgefið efni sem rúmast á um sex geisladiskum, segir í tilkynn- ingu og að öllum ágóða tónleikanna í Breiðholtskirkju verði varið til að standa að útgáfu á óútgefnum hljóðritunum Jaaps með Skálholts- kvartettinum og Bachsveitinni í Skálholti. Kvartett Hljóðfæraleikararnir fjórir sem skipa nú Skálholtskvartettinn. Sjö orð Krists með Skálholtskvartetti Útiskúlptúrinn „Farangursheimild“ verður afhjúp- aður í dag kl. 16 með gjörningi á bílastæðinu fyrir framan Marshallhúsið á Granda í Reykjavík. Lista- verkið er eftir Bryndísi Björnsdóttur, eða Dísu, og Steinunni Gunnlaugsdóttur. „Með verkinu er samtíminn ávarpaður, sem og fortíðin, framtíðin og geimurinn,“ segir í tilkynn- ingu og að verkið hafi verið gert í tilefni af sýning- unni Ónæmi/Immune sem stendur nú yfir í Nýlistasafninu. „Farangursheimild“ afhjúpuð Steinunn Gunnlaugsdóttir VS. ENSKI BOLTINN Í BEINNI Á MBL.IS Í DAG KL. 14:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.