Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Skyndilega
gerast
stórir at-
burðir hratt.
Fyrir fáeinum
mánuðum hefðu
fáir getað séð
slíkt fyrir. Án at-
beina Rússa
sjálfra hefði óvænt tillaga
sem komið hefði fram í Sví-
þjóð og Finnlandi um að
löndin tvö gengju í Atlants-
hafsbandalagið kallað á
miklar umræður, veruleg
stjórnmálaleg átök og senni-
lega verið vísað burt sem
óráðstali og í besta falli
fengið þann dóm að hug-
myndin væri alls ekki tíma-
bær. Þegar horft er þrjá
mánuði til baka má gefa sér
að Pútín forseti hafi talið yf-
irgnæfandi líkur standa til
þess að ríkisstjórn Úkraínu
myndi gefast upp án mikilla
bardaga. Joe Biden, forseti
Bandaríkjanna, og embætt-
ismenn þar mátu stöðuna
með sama hætti. Biden tal-
aði reyndar af sér nokkru
áður en styrjöldin braust út,
og fékk ákúrur fyrir. For-
setinn sagði þá að hann teldi
að Pútín stefndi í hernaðar-
átök við stjórnina í Kænu-
garði og bætti því svo efnis-
lega við að yrði sú innrás
aðeins smávægileg væri
ekki víst að ástæða væri tal-
in til að bregðast við henni á
nokkurn hátt af vestrænum
ríkjum.
Selenskí, forseti Úkraínu,
hefur upplýst að Biden hefði
fljótlega eftir þetta boðist til
að senda liðssveitir til Úkra-
ínu til að bjarga forsetanum
úr landinu og í skjól Banda-
ríkjamanna. Selenskí sagð-
ist hafa afþakkað gott boð.
Úkraína myndi ekki gefa frá
sér landskika baráttulaust
og hann myndi ekki flýja á
meðan bræður hans berðust.
En boðið sýndi þó að ráð-
gjafar Bidens og bandarísk
hernaðaryfirvöld gerðu ráð
fyrir því að innrás Rússa í
Úkraínu gengi hratt fyrir
sig og það jafnvel svo að nú-
verandi yfirvöld ættu fótum
fjör að launa. Sennilega hef-
ur það verið hin almenna
skoðun vítt og breitt.
Rússar stilltu upp því sem
kalla mætti ofurefli liðs við
landamæri sín og Úkraínu.
Pútín svaraði jafnan at-
hugasemdum um þetta, að
þó væri fráleitt að fullyrða
að stríð væri yfirvofandi. Því
er ekki að neita
að mörgum
þeirra, sem tjáðu
sig um þessar yf-
irlýsingar forseta
Rússlands, bæði
stjórnmálamönn-
um og sérfræð-
ingum í mála-
flokknum, þóttu þetta vera
skammarleg ólíkindalæti í
Pútín. En nú telja margir að
forseti Rússlands hafi sjálf-
ur gefið sér að raunsætt mat
stæði til þess að Úkraínu-
stjórn, sem horfði framan í
svo mikla hernaðargetu,
myndi sjá sitt óvænna og
knýja á um friðarsamninga
og samþykkja slíka, þótt
þeir væru mjög óhagstæðir.
Hinn kosturinn væri ein-
faldlega of stór biti að
kyngja.
Og vissulega er hann stór
og stækkar sífellt. Milljónir
manna hafa flúið land sitt og
vita ekki hvort nokkru sinni
verði snúið til baka, og þótt
svo yrði væri með öllu óvíst
hve margir þeirra sem eftir
urðu myndu taka lifandi á
móti þeim, og þeir sem næðu
því, yrðu margir illa særðir.
Ein meginástæðan sem
Pútín gaf fyrir ákvörðunum
sínum var að Úkraínumenn
og bandamenn þeirra í Evr-
ópu undirbyggju inngöngu
landsins í NATO. Slíkar
hugmyndir væru gróft brot
á margvíslegum loforðum
vestrænna leiðtoga í kjölfar
hruns Sovétríkjanna. Vissu-
lega mun Pútín líklega hafa
upp úr krafsi sínu, auk við-
bótarlandsvæðis í Norður-
og Austur-Úkraínu, að það
land gangi seint eða jafnvel
aldrei í NATO og bandalagið
muni því ekki ná að þrengja
þannig að öryggistilfinningu
Rússlands. En það er þó
skammgóður vermir í
Kreml. Því að hinar miklu
árásir og stórbrotin
skemmdarverk á borgum og
bæjum í Úkraínu hafa vakið
mikinn ótta annars staðar.
Svíar og Finnar stefna nú
óvænt í NATO og hafa hrað-
ann á.
Þegar það verður gengið
eftir verður Eystrasaltið
orðið að sérstöku innhafi
Atlantshafsbandalagsins, og
Rússar geta ekki siglt þar
um án leyfis þess, nema þá í
kafi. Enn virðist því rætast
hið fornkveðna „að skamma
stund verður hönd höggi
fegin“.
Illa gengu spár eftir
um það, hvernig
stríð þróaðist léti
Pútín til skarar
skríða og hvað þá
eftirleikurinn}
Skamma stund varð
hönd höggi fegin
V
ið göngum til kosninga á morgun
og fáum þá tækifæri til að velja þá
flokka og það fólk sem við treyst-
um best til að stjórna nærsam-
félaginu okkar á komandi kjör-
tímabili. Grunnþjónustan er undir; leikskólar
og skólar, velferðarþjónusta fyrir unga sem
aldna, húsnæðismál, umhverfismál og sam-
göngur. Allt þarf þetta að virka og það í þágu
alls almennings en ekki sérhagsmuna.
Við Samfylkingarfólk göngum stolt til kosn-
inga enda sýnir það sig bæði í Reykjavík og í
bæjar- og sveitarfélögum um allt land að þar
sem við jafnaðarmenn komum að rekstri sveit-
arfélagsins eru hagsmunir íbúa í forgrunni. Við
höfum staðið fyrir fordæmalausri uppbyggingu
íbúða og ætlum okkur meira. Þar skiptir máli
að hugað sé að blandaðri byggð en ekki bara
einblínt á stórar og dýrar fasteignir. Húsnæðisöryggi er
lykilmál Samfylkingarinnar og því höfum við verið í far-
arbroddi í samningum við óhagnaðardrifin fasteignafélög
og skipulagt byggingarreiti með það í huga að íbúa-
samsetning hverfanna verði fjölbreytt og skemmtileg,
með blöndu af litlum og stórum eignar- og leiguíbúðum.
Góðir leik- og grunnskólar skipta einnig sköpum því
menntun er lykillinn að jöfnum tækifærum til framtíðar
og þar skiptir fagmennskan máli. Þá skiptir ekki síður
máli að kjörnir fulltrúar hugi að því að samfélögin séu lif-
andi og skemmtileg með menningarstarfi, íþróttum og líf-
legu félagsstarfi. Við í Samfylkingunni stöndum stolt vakt-
ina með nærandi og skemmtilegu samfélagi um allt land.
Í samgöngumálum höfum við hvort tveggja
í sveitarstjórnum sem og landsmálum lagt
stóraukna áherslu á almenningssamgöngur.
Þar verðum við að vera stórhuga og hugsa til
framtíðar því einkabíllinn brennir hvort
tveggja upp loftslagið okkar sem og tíma
vegna umferðartafa. Fjölgun einkabíla á höf-
uðborgarsvæðinu hefur verið langt umfram
íbúafjölgun og þetta bitnar helst á þeim sem
þurfa að fara lengri veg til sinna daglegu
starfa. Því ætti það að vera sérstakt kappsmál
þeirra að efla almenningssamgöngur því þá
eykst valið milli ólíkra samgöngumáta. Það er
enginn neyddur til að nýta almennings-
samgöngur, heldur velja sífellt fleiri að nota
aðra fararkosti en einkabílinn daglega og þá
verður að hafa val sem virkar. Þess vegna
leggjum við áherslu á uppbyggingu nútíma-
legra almenningssamgöngukosta, bæði Borgarlínu en
einnig landlínu. Fyrst aðrar þjóðir geta lært að nýta al-
menningssamgöngur daglega þá getum við það. Það er
framtíðin.
Við kjósum á morgun um framtíðina því það sem gert
er í stjórnmálum dagsins í dag varðar framtíðarhagsmuni
okkar og barna okkar. Þegar við göngum inn í kjörklef-
ann á morgun skulum við hugsa um þetta og hvernig við
viljum jafna tækifæri afkomenda okkar. Þau tækifæri
hefur Samfylkingin í huga í öllum sínum störfum.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Það er vor í lofti
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
W
illum Þór Þórsson heil-
brigðsráðherra hefur
skipað samráðshóp
sem ætlað er að út-
færa tillögur um aukna aðkomu
þyrlna Landhelgisgæslunnar að
sjúkraflutningum. Einnig á hóp-
urinn að meta mögulega þörf fyrir
enn frekari þjónustu eins og t.d. til-
raunaverkefni með rekstur sér-
stakrar sjúkraþyrlu gengur út á.
Í samráðshópnum sitja fulltrú-
ar Landhelgisgæslunnar, Neyðar-
línunnar, fagráðs sjúkraflutninga
og Sjúkraflutningaskólans.
Hópurinn mun einnig fara í að
samræma verklag, skráningar og
skoða hvort stytta megi biðtíma eft-
ir sjúkraflugi þar sem hann er
lengstur og fleira. Stefnt er að því
að hópurinn skili af sér nið-
urstöðum síðar á þessu ári.
Tillaga um sjúkraþyrlu
Fagráð sjúkraflutninga lagði
til árið 2017 að komið yrði á fót sér-
stakri sjúkraþyrlu á Suður- og
Vesturlandi. Það yrði gert til
reynslu í 1-2 ár til að skoða nánar
gagnsemi og rekstrarþætti, áður en
framtíðarfyrirkomulag yrði ákveð-
ið.
Viðar Magnússon, yfirlæknir
bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa,
skrifaði þá skýrslu um notkun á
þyrlum til flutnings á bráðveikum
og slösuðum. Þar kom m.a. fram að
Fagráð sjúkraflutninga, með stuðn-
ingi frá stjórnum Félags bráða-
lækna og Svæfinga- og gjörgæslu-
læknafélags Íslands, legði til að
þyrlur yrðu notaðar í auknum mæli
á Íslandi til þess að tryggja bestu
meðferð á vettvangi og hraða flutn-
inga á sjúkrahús þar sem sérhæfð
meðferð er veitt. Áhafnir þyrftu að
hafa stuttan viðbragðstíma og sér-
hæfða þjálfun, þ.e. að í þeim verði
bráðatæknar/hjúkrunarfræðingar
auk bráðasvæfingalæknis. Með því
mætti stuðla að því að „… allir
landsmenn eigi kost á fullkomnustu
heilbrigðisþjónustu sem á hverjum
tíma eru tök á að veita …“ eins og
segir í lögum.
Að sögn Willums Þórs kostar
rekstur slíkrar sjúkraþyrlu 600 til
800 milljónir króna á ári. Fjár-
mögnun hefur ekki enn fengist til
verkefnisins. Flutningur með
sjúkrabílum mundi sparast á móti
reksturskostnaði slíkrar þyrlu og
tryggingar erlendra ferðamanna
myndu væntanlega greiða hluta
kostnaðarins.
Til að ná til allra landsmanna
með 30 mínútna flugtíma þyrfti 3-4
starfsstöðvar sjúkraþyrlna.
Tilraunaverkefni um þyrlu
Ríkisstjórnin samþykkti í des-
ember 2019 tillögu Svandísar Svav-
arsdóttur, þáverandi heilbrigðis-
ráðherra, um undirbúning
tilraunaverkefnis um notkun
sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkra-
flutninga. Með því móti yrði bráð-
veikum og slösuðum veitt sérhæfð
þjónusta með sem skjótustum
hætti. Heilbrigðsráðherra og fjár-
mála- og efnahagsráðherra var falið
að útfæra fjármögnun og tímasetn-
ingu verkefnisins.
Willum Þór segir að útfærslan
á tilraunaverkefninu verði í sam-
ræmi við tillöguna og þyrlan stað-
sett á suðvesturhorninu þegar fjár-
magn er tryggt.
Fyrir um ári birti heilbrigðis-
ráðuneytið til umsagnar drög að að-
gerðaáætlun fyrir bráðaþjónustu og
sjúkraflutninga til ársins 2030. Hún
var byggð á vinnu starfshóps um
stefnumótun í sjúkraflutningum til
2030. Tillaga um rekstur á sér-
hæfðri sjúkraþyrlu var ekki hluti af
þeirri áætlun.
Tilraun með sjúkra-
þyrlu er enn á ís
Ljósmynd/Sjúkraflutningar með þyrlum
Sjúkraþyrla Sérútbúnar sjúkraþyrlur eru með búnað til að annast slasaða
og bráðveika. Þær eru hljóðlátari og með færri í áhöfn en stórar þyrlur.
Í minnisblaði
heilbrigðis-
ráðherra til rík-
isstjórnarinnar
2019 er m.a.
lagt til að
sjúkraþyrla
verði staðsett
á suðvestur-
horninu. Þar
eru tíð útköll vegna slysa og
bráðra veikinda. Þeim hefur
fjölgað mikið á síðustu árum,
ekki síst á Suðurlandi þar sem
fjöldi innlendra og erlendra
ferðamanna hefur verið mikill.
Með sjúkraþyrlu og sérhæfðri
áhöfn megi stytta umtalsvert
viðbragðstíma í útköllum. Þjón-
ustan myndi jafnframt draga úr
fjarveru sjúkrabíla og lækna úr
héraði. Það myndi auka öryggi á
svæðinu. Sjúkraflutningar með
þyrlu á SV-horninu munu
styrkja sjúkraflutninga fyrir
Vestmannaeyjar sem eru
stærsta byggð Íslands án teng-
ingar við „fastalandið“.
Staðsett á
SV-horninu
SJÚKRAÞYRLA
Willum Þór
Þórsson