Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 27
ið tengdasonur hans og vinur. Stærstan þátt í lífi hans átti fjölskyldan. Hervör, tengdamóð- ir mín, var einstök manneskja. Hann elskaði hana af öllu hjarta. Í samvistum við hana dýpkaðist skilningur á lífinu. Hann vann sjálfur myrkranna á milli til að byggja fjölskyld- unni þak yfir höfuðið. Hervör mætt eldsnemma í eldhúsið á Borgarspítalanum, hann að taka aukavaktir á RR. Ekki alltaf heimsins dýrasti fatnaður, þeg- ar nútíminn sótti stöðugt meira í tískuna. Baráttan var um að eiga þak yfir höfuðið og nóg til hnífs og skeiðar. Þegar ég kynntist honum fyrst sem unnusti Bryndísar, var hann að búa í haginn fyrir sunnudaginn: hamraði kótelett- urnar og setti í rasp á laug- ardagskvöldi, lagði í góða smjörtjörn, inn í ofn og kveikti undir, bjó til kaldan ávaxta- eða apríkósubúðing. Hann hljóp til vinnu aðfararnótt sunnudags og mætti rétt í hádegi til kveikja aftur upp undir kótelettunum. Sannkölluð fjölskylduveisla! Þessar matreiðsluaðferðir hans eru uppáhald minna barna en aldrei næ ég að gera þetta „eins og afi gerði“. Þetta var umhverfið sem ég kom inní! Hervör þessi ljósgeisl- andi birta og Guðmundur hinn hlýi, kraftmikli, jafnréttissinn- aði, varnarmaður fjölskyldunn- ar. Í anda hins sterka karakters vildi hann undirbúa allt í kring- um jarðarför sína. Hann bað mig um að ganga frá legsteini þeirra hjóna í Sóllandinu, en Hervör féll frá í fyrra. Eftir að ég sýndi honum hugmynd að merkingum á legsteininn, sagði hann: „Viltu ekki drífa í að framkvæma þetta?“ „Eigum við ekki að bíða eftir dánardegi þínum, svo ég geti látið skrá hann á legsteininn?“ spurði ég. „Jú! en er ekki allt annað tilbúið?“ Svo brosti hann. Nú vona ég að guðstrúin færi hann til Hervarar sinnar, sem hann elskaði af öllu hjarta. Við sem eftir stöndum í þessu jarð- lífi minnumst hetju og mann- vinar. Það sem meira er, við reynum að fylgja í fótspor hans, Guð blessi minningu vinar míns. Árni Sigfússon. Í dag kveðjum við Guðmund Knút Egilsson, tengdaföður minn og vin. Hann var hvíldinni feginn, fannst sumpart hann vera að svíkja Hervöru sína með því að draga það um rúmt ár að fylgja henni yfir í sum- arlandið. Hann sagði oft það vera stærsta vinninginn í lukku- hjóli lífsins að fá að vera sam- ferða henni í sjö áratugi, heyrn- arlausu glæsilegu stúlkunni frá Hesti í Önundarfirði sem hann heillaðist af ungur maður. Heimili þeirra varð að eins- konar félagsmiðstöð heyrnar- lausra. Guðmundur gerði sér far um að kynnast vinum Hervarar og gott betur: kappsfullur sem hann var ruddi hann brautina með konu sinni í framfara- og réttindamálum heyrnarlausra í tugi ára. Dag og nótt var hann vakinn yfir málefnum þessa málminnihlutahóps og ófáar stundir lagði hann þeim lið í sjálfboðastarfi. Guðmundur var nefnilega ör- látur á allt fyrir aðra, ekki síst tíma sinn. Samt var honum um- hugað um ráðdeild og sparsemi, líkt og hann var alinn upp við. Hann sagði stundum að foreldr- ar hans hefðu ekki safnað í hlöður fremur en fuglar himins- ins, og vísaði þar í „stóru bók- ina“, en þau hafi skilið eftir sig gildi sem hvorki mölur né ryð grandi, og átti þá við gildi þess að vera gegnheill einstaklingur, sýna í náungakærleika í verki. Þegar ég spurði hann fyrir fáeinum árum hvaða ráð hann gæfi afkomendum svaraði hann að bragði með þremur orðum: bindindi, heiðarleiki og kærleik- ur. Þessi háleitu gildi er lýsandi fyrir Guðmund. Heiðarleiki og kærleikur voru hryggjarstykkið í lífshlaupi hans. Og ungur ákvað hann að eiga enga sam- leið með áfengi. Þeim fækkar gömlu alþýðu- hetjum kreppuáranna sem risu upp úr fátækt og basli með litla skólagöngu að baki og áunnu sér virðingu í samfélaginu, ein- göngu fyrir eigið ágæti og at- hafnir. Guðmundur var þannig maður. Framan af ævi vann hann með föður sínum verka- mannastörf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og báðir urðu þeir verkstjórar. Hann hafði unun af ritstörfum og í honum blundaði sagnfræðingur. Hann brann fyr- ir sögunni og fann farveg fyrir þann áhuga í starfinu þegar hann sá að munir og minjar um sögu rafvæðingar á Íslandi voru að glatast. Hann var hvatamað- ur að söfnun slíkra gripa, skrif- aði fjölda greina í blöð og tíma- rit og var síðustu árin kominn í yfirmannsstöðu: forstöðumaður Minjasafns Rafmagnsveitunnar. Við starfslok hélt hann áfram að vinna hluta úr degi á safninu en ættfræðin fangaði hug hans. Bæði í safninu og ættfræðinni voru heimildir hans hjartans mál því allt varð að vera hárná- kvæmt í sögunni. Hann lagði á sig ómælda vinnu við gerð tveggja ættfræðirita og sat löngum stundum á söfnum og rýndi í prestþjónustubækur, manntöl og ættartölubækur til að afla frumheimilda. Allt varð að vera sannleikanum sam- kvæmt. Ég átti margar ánægjustund- ir með tengdaföður mínum á þessum árum, dáðist að ákaf- anum og seiglunni, en ekki síður að því hversu stálminnugur hann var um ættir sínar, glögg- ur og skýr, eins og hann var fram á síðasta dag. Ég dáðist líka alla tíð að nánu og fallegu sambandi Ragnheiðar minnar við föður sinn. Ljós minninganna lifir. Hvíl í friði. Gunnar Salvarsson. Elsku besti afi minn. Dagurinn sem ég kveið frá barnæsku er upprunninn. Greinin sem ég aldrei vildi skrifa. Tími til að kveðja þig veraldlega í hinsta sinn. Nú eru endalokin komin og ný ævintýri taka við þér, í faðmi elsku, blíðu ömmu, saman á ný, aldrei að- skilin. Ég kveð þig með trega en hjartað ríkt af stolti og þakk- læti. Þvílík lífsgæfa það er að vera afkomandi þinn. Að hafa átt þig að í heil 42 ár, traustan leiðbein- anda, uppalanda okkar systkina og vin. Þú hefur verið stytta og stoð fyrir okkur öll. Þú varst líka einstaklega greindur og skemmtilegur. Kímnigáfan var rík í þér og minningarnar um samverustundir síðustu fjóra áratugina margar og ljúfar. Það sem stendur upp úr í hjarta mínu er þakklæti. Þakk- læti fyrir endalausan stuðning og jákvæðni, góða vináttu og ást. Ég er þakklát fyrir þá fyr- irmynd sem þú varst mér og ég mun ætíð leita til;- í hjarta og sinni – ; á dýrmætum augna- blikum í lífinu. Lífsgildi þín, þar sem hismið er greint frá kjarn- anum, fylgja mér. Kærleikurinn í sambandi þínu og ömmu er mikill lær- dómsbrunnur til okkar afkom- enda þinna. Samband þitt við mömmu og pabba var einstakt. Þú varst okkur fyrirmynd með þínum heilsteyptu lífsgildum og ráðgjöf, ást og umhyggju til okkar systkinanna. Þú hreinlega varst alltaf til staðar á hverju einasta lífsskeiði. Samband ykk- ar mömmu hefur gefið mér aukna dýpt í það hvernig ég lít lífið og hefur mótað mig sem fullorðinn einstakling. Ykkar samband var einstakt og við systkinin nutum góðs af því. Þú varst traustur vinur hans pabba og stuðningsmaður í einu og öllu. Það var gjöf að alast upp við þessa nánd, sambönd og gildi sem eru mikilvægt vega- nesti fyrir lífið. Við systkinin segjumst hafa alist upp með annað sett af for- eldum, slík var nándin, ástin og umhyggjan. Þú varst í aðalhlut- verki allt okkar líf. Þess mun ég sakna en ég trúi því að þú verð- ir ávallt með okkur í anda. Af mörgu er að taka, afi minn. Minningarnar endalausar og eiga það allar sameiginlegt að á stórum tímamótum í lífi mínu sem barn, unglingur, ung kona, ný móðir og eiginkona varst þú alltaf til staðar og allt- af þátttakandi. Þú hafðir áhuga og trú á öllu sem ég tók mér fyrir hendur, hvattir mig, veittir stuðning og vináttu. Þetta mun allt saman lifa í mér áfram. Fyrir það er ég ævinlega þakk- lát. Ég lofa þér, elsku afi minn, að halda uppi þínum lífsgildum, heiðra þína minningu og gera þig stoltan með vandvirkni og alúð við verkefni lífsins stór sem smá. Þú skildir eftir þig betri heim fyrir okkur öll. Ég kveð þig með söknuði og trega en jafnframt þakklæti og ást í hjarta. Ég elska þig meira en þessi fáu orð fá lýst og mun sjá til þess að mín börn og barnabörn fái að kynnast þér náið í anda og því sem þú skilur eftir þig í hjörtum okkar afkom- enda þinna. Heimasætan á Hesti tekur vel á móti þér. Takk fyrir allt, elsku afi minn, takk fyrir lífið. Vel sé þér, vinur, þótt víkirðu skjótt, Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Þín Aldís Kristín. Elsku afi. Ég sit hérna við rúmið þitt á hjúkrunarheimilinu í Hafnarfirði. Ég er fullur af þakklæti að sjá hversu mikla elsku og natni starfsfólkið hérna sýnir þér. Það reynist mér svo- lítið erfitt að fylgjast með þér svona ósjálfbjarga því þú hefur alltaf verið björg barna þinna og barnabarna. Minn munaður í þessu lífi er sá að hafa fæðst inn í kærleiks- ríka fjölskyldu og fengið að njóta þess erfiðis sem þú og amma lögðuð á ykkur. Á ykkar herðum vex lífsins tré og þótt tímarnir breytist mikið er mik- ilvægt að muna að við erum fædd til þess að gera jafnvel enn betur og sýna jafnvel enn meiri kærleika en þið amma sýnduð fjölskyldu, vinum og ókunnugum, aðeins þá vex tréð í rétta átt. Óeigingjarnt starf ykkar fyrir Félag heyrnarlausra er kannski besta dæmið. Á grísku er orðið yfir gestrisni það sama og kærleikur fyrir ókunnugum (philoxenian) sem er skilyrðislaus ást. Þegar ég hugsa um gestrisni sé ég þig og ömmu Hervöru í Hvassaleitinu að bera fram á borð allt það sem til var í ísskápnum þegar fólk kom í heimsókn. Takk fyrir að ég gat alltaf fengið gistingu ef þannig stóð á, takk fyrir að glata aldrei barninu í sjálfum þér og takk fyrir að vera alltaf vinur minn frá því að ég var lít- ill strákur og fram á fullorðins- árin. Núna horfi ég á vin minn, þennan mæta mann sem mér finnst þú vera afi, á sínum efstu dögum hverfa í eilífðarinnar rás. Sorg mín er gleði, mín gleði eru minningarnar sem þú gafst mér, tárin mín eru þakklæti sem er aðeins brot af þeim fjársóði sem þú og amma eigið á himnum. Óeigingjarnari og jafn slitþolinn mann er erfitt að finna. Ég bið föður okkar á himnum að ég fái að lifa eftir þínum ráð- um það sem eftir er minnar ævi: „Bindindi, heiðarleiki og kær- leikur.“ Elska þig afi minn. Egill Ólafur Thorarensen. Elsku afi, nú er kominn tími til að kveðja þig og vil ég segja þér hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú náðir 94. ald- ursári en sama hversu mikinn tíma maður hafði með þér þá er samt svo ólýsanlega sárt að kveðja. Ég hlýja mér þó við til- hugsunina um að nú ertu kom- inn til ömmu Hervarar, sem þú elskaðir mest af öllum og gast ekki beðið eftir að fá að hitta aftur. Afi Guðmundur var einstakur karakter – maður af gamla skól- anum sem vildi sjá fólk vinna og mennta sig, ósjaldan heyrði maður orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ en á sama tíma sá allra mesti fjölskyldu- maður sem ég hef kynnst. Virð- ing hans fyrir hjónabandi og fjölskylduhefðum var aðdáunar- verð. Nánast daglega sem krakki heyrði ég símtöl á milli hans og mömmu sem oft voru klukkutíma löng að spjalla um allt og ekkert. Oft þegar ég kom heim úr skóla sátu þar afi og amma í kaffi, þá var amma oft búin að þrífa húsið eða þvo þvott og afi að brasa í einhverju öðru – sambandið var náið og hjálpsemin mikil. Afi vildi ekk- ert meira en að sjá fólkið sitt hamingjusamt og ganga vel í líf- inu og þrátt fyrir háan aldur og mörg barnabörn þá mundi hann nánast alltaf hvað allir væru að gera, hvar fólk væri statt í námi eða vinnu og öðru tengdu og sagði hann mér oft stoltur frá afrekum annarra fjölskyldumeð- lima. Eftir að hafa dembt sér í ættfræðina sagði hann mér frá afrekum (og mistökum) fólks sem ég kannaðist ekkert við og hafði aldrei heyrt um, þrátt fyr- ir að ég útskýrði fyrir honum að nú vissi ég ekkert um hvern væri að ræða hélt hann ótrauð- ur áfram. Á sumrin komu afi og amma oft með fjölskyldunni til útlanda og í Flórídaferðunum sló afi í gegn með bjagaðri ensku og flottum frösum. Þekkt grín í fjölskyldunni er þegar afi pant- aði sér „strassberríssjeik“ á veitingastað. Hann átti það líka til að búa til orð og nöfn á alls kyns hluti, þegar hann kom til okkar á gamlárskvöld spurði hann mömmu alltaf hvort það væri ekki ananasfrúmasí í eft- irrétt og systur mína, sem allir kalla Röggu, kallaði hann Rönku sína. Menntaskólinn minn var rétt hjá heimili afa og ömmu og oft fór ég í hádegishléum eða eftir skóla í heimsókn. Einnig var Kringlan rétt hjá heimili þeirra og gjarnan kíkt á þau eftir búðaráp. Stundum hneykslaðist hann á áhuga mínum fyrir fata- og skókaupum, gaf mér alls konar sparnaðarráð – versla ætti alltaf í þeirri verslun sem er ódýrust og alltaf að bera saman vörur í verði og grömm- um og velja hagstæðasta kost- inn! Í hverri heimsókn var mér boðið upp á prins póló eða kon- fekt ásamt öllu sem til var í ís- skápnum – þar á meðal var þorskalýsið sem afi hamraði á hvað væri gott fyrir mann. Síð- an var sest niður í kaffi og spjall eða horft á sjónvarpið með hljóðið í botni þar sem sá gamli heyrði ekkert rosalega vel. Afi minn, þín verður sárt saknað, ég sé þig fyrir mér knúsa ömmu innilega, horfandi á afkomendahópinn með stolti, á góðum stað þar sem þú líklegast finnur leið til að halda áfram að rita niður nýja afkomendur í niðjatalið. Þú varst engum líkur á svo marga vegu og ég er þakklát fyrir tíma okkar saman. Þitt barnabarn, Helga Sigríður Steingrímsdóttir. Óraunverulegt og sárt að kveðja afa. Sjá hann ekki aftur, heyra ekki lengur sögurnar og hláturinn. Frá því við munum fyrst eftir okkur var afi nálæg- ur. Afi og amma komu í heim- sókn til okkar eða við til þeirra. Og alla tíð – þangað til núna – gátum við verið viss um að sjá hann í hverri viku, jafnvel oftar. Ofurlítið skrýtið að hugsa til þess hvað allt tók breytingum á mörgum árum en ekki afi. Hann var alltaf eins. Brosandi, hlýr og skýr. Alveg fram á síð- asta dag. Afi var stór hluti af fjölskyld- unni. Oftast með í ferðalögum fjölskyldunnar ásamt ömmu. Þá var mikið hlegið enda afi hrókur alls fagnaðar. Afi var mikill sögumaður sem gaman var að hlusta á, alltaf hægt að stóla á góðar sögur frá gamla. Þessi mikla nálægð við afa varð til þess að við þekktum hann vel, fundum vel hvað hon- um þótti vænt um okkur og það var algerlega gagnkvæmt. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Alltaf vingjarnlegur, góðhjart- aður og tilbúinn að gera allt fyr- ir okkur. Það er tómlegt án hans. Amma líka farin. Eins og heil kynslóð hafi kvatt. Eftir stönd- um við í þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, allar góðu minningarnar. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Skilum kveðju til ömmu. Hávar Snær og Högni Freyr. Það sækir á mig yfirþyrm- andi tregi er ég keyri fram hjá Hvassaleiti þar sem ég átti mína eigin vin í eyðimörk íslenskrar grámyglu, félagsheimili þar sem dyrnar stóðu alltaf opnar og matarkistan, maður lifandi. Þar tók afi oftast fyrstur á móti og sagði jafnan kankvís „það gleymdist bara að grafa mig“. Við afi áttum sérstakt og hreint samband þar sem kjarni málsins var svo sannarlega greindur frá hisminu. Kímnigáf- an aldrei langt undan. Ég hef verið um 12 ára gömul þegar afi snarhemlaði við strætóskýli sem ég stóð gegnvot í að bíða eftir þristinum. Hann var alveg miður sín að ég skyldi ekki hringja í sig – mér gæti slegið niður í þessu veðri. Mögulega gekk ég algjörlega á lagið í framhaldinu þar sem hann var bónfúsari en móðir Theresa í þessum efnum. Vinir mínir kynntust afa í þessum bíl- ferðum því að auðvitað fengu þau líka far. Á öllum mínum lífsskeiðum hingað til á ég skjá- skot í huganum af afa með glað- beittan svip á bílnum fyrir utan leiksýningar sem ég tók þátt í, menntaskóla, háskóla, fundi og böll. Síðar komu reddingar með mín eigin litlu kríli – afi mættur. Vantaði bara skikkjuna á bakið. Símtalið kemur og hann lyftist allur upp og rýkur út með hálf- káks táknmálsskýringum til ömmu. Það besta við þessar bíl- ferðir var auðvitað félagsskap- urinn og smurða nestið sem var alltaf tilbúið á milli sætanna. Heil ósköp af smjöri. Leonard Cohen-kassettan alltaf á sínum stað í bílnum. Hún var orðin svo samsoðin bílnum að það þurfti að klippa hana úr þegar hann var seldur. Ef ég þakkaði hon- um ítrekað fyrir þá sagði hann alltaf að við værum „löngu kvitt“. Ég gerði allt sem ég gat til að vera til staðar fyrir afa, elsku vin minn, þá og síðar. Afi átti sér dásamlegt áhuga- mál í niðjatölum og hann var svo einarður í að rannsaka öll gögn að við kölluðum hann Sér- lák Hólms. Við afi sátum marg- ar stundir fram eftir að grúska í niðjatölum og ég að skrifa allt upp á tölvu sem hann hafði handskrifað út í heilu doðrönt- unum um ættmenni okkar og alls kyns minningar og heimildir um fólk og firnindi. Vinkonur mínar gera enn grín að því þeg- ar ég tók kvöldstund með afa fram yfir Sálarball á mennta- skólaárunum. Þótt afi eigi sérstakt heið- urssæti í mínu sinni og margra annarra þá var hann alls ekki allra. Hann gat snöggreiðst, steytt hnefa í barnslegri ein- lægni ef honum þótti að sér og sínum vegið. Það gat kostað hann stirð samskipti við fáa dýrmæta aðila sem hann sá eftir fram á hinstu stund og sagði okkur reglulega frá því síðustu misserin í sínu lífi. Hann áttaði sig á því að lífið væri alltof stutt fyrir gremju og að hans hlið væri ekki eina hliðin. Sérviska afa gat verið af ýms- um toga og nákvæmni hans gat ært óstöðugan. En enginn hefur kennt mér jafn mikið hvað það skiptir máli að vera trúr yfir litlu, því þannig verður sagan til og heildarmyndin. Takk fyrir allt, elsku afi. Ég veit að amma tekur hlæjandi á móti þér, sveitamanninum sín- um, og þið líðið um í dansi í Draumalandi. Védís Hervör Árnadóttir. Afi las minningargreinar reglulega. Ég skildi vel áhuga hans á seinni heimsstyrjöldinni eða Sjerláki Hólms, en áhuga hans á minningargreinum skildi ég aldrei. Þessa grein skal ég þá skrifa, því mér finnst eins og hann muni lesa þetta. Eitt sinn heimsótti ég afa og ömmu í Hvassaleiti, nýkominn úr kakaó-meðferð á Þingvöllum. Ég hafði lært að sýna þakk- læti, teygja á líkamanum og drekka hrist vatn í litlum sop- um. „Afi, hefurðu stundað jóga?“ – Já, svarar hann og stekkur hratt upp að ísskápnum og sækir skyrdós. Nei, afi, jóga. Teygjuæfingar. – Er það hvað? – Jóga! – Jógúrt? – Nei, teygj- ur, afi. – Tyggjó? – Ekki tyggjó! – „Jánei, ég veit ekki með það.“ Ég hætti að reyna. Í kakaó-geðshræringu ákvað ég að skipta um umræðuefni og spurði hann næst: „Hvað er það mikilvægasta í lífinu?“ Þarna sat ég í forréttindum mínum að búast við einhverju klisju- kenndu svari um ástina og litlu fiðrildin en svarið var: „Steypa.“ „Þú verður að binda pen- ingana í steypu.“ Gott og vel. Þetta var ekki svarið sem ég vildi. „En afi … þegar þú horfir yfir farinn veg … sérðu eftir einhverju?“ „Já. Einu sinni svaf ég ekki í þrjá daga. Það vantaði pening á heimilið svo ég tók næturvinnu ofan á dagvinnu. Þetta var hættulegt. Svefninn er svo mik- ilvægur.“ Honum var sama um sjöunda sjakrað og kakóbaunir frá Síle. Hann vildi bara að afkomendur sínir hefðu mat og þak yfir höf- uðið. Svo hlógum við að kelling- unum í hverfinu og fengum okk- ur skyr, lýsi og ristað brauð með apríkósusultu. Sigfús Jóhann Árnason. Vinnusemi, seigla og mann- gæska eru orð sem koma upp í hugann þegar við minnumst Guðmundar K. Egilssonar. Við kynntumst Guðmundi og Hervöru og allri stórfjölskyld- unni í Fossvoginum þegar Árni og Bryndís felldu hugi saman. Það var þroskandi og fallegt að fylgjast með innilegum sam- skiptum þeirra hjóna, Guð- mundar og Hervarar, sem höfðu með sínum hljóðláta og fallega hætti rutt saman brautir; búið í haginn fyrir glæsileg börn og SJÁ SÍÐU 28 MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.