Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
sem m.a. var ætlað að spara
lyfjakostnað hins opinbera.
Ólafur var í fjölmiðlum spurður
um álit sitt á þessari reglugerð
og sagði að sér litist illa á hana
enda myndi hún og hækka lyfja-
kostnað sjúklinga og bitna
þannig illa á þeim. Ráðherra var
ekki ánægður með að heyra
fyrst af þessari afstöðu land-
læknis í fjölmiðlum og kallaði
hann því á teppið. Á fundi með
okkur nokkrum embættismönn-
um þar sem landlæknir og ráð-
herra sátu hvor við sinn enda
borðsins var loftið rafmagnað
þegar ráðherra las landlækni
pistilinn. Við hverja setningu í
þeim reiðilestri svaraði land-
læknir með sinni djúpu og ein-
kennandi rödd: „Já ráherra.“
Við aumir embættismenn þorð-
um ekki að brosa að þessari
leiksýningu sem endaði með því
að ráðherrann gat ekki haldið
andlitinu og sprakk af hlátri.
Það gerðum við hinir líka og all-
ir urðu vinir.
Ólafur var mikill og góður
málsvari sjúklinga og þeirra
sem minna mega sín eins og
mörg skrif hans bera vott um.
Af þeim sökum naut hann mik-
illar lýðhylli. Þegar lýðhylli hans
var hvað mest var hann spurður
hvort hann ætlaði ekki að bjóða
sig fram til forseta. Hann svar-
aði því til „að hann gæti, altso,
ekki neitað því að margir hefðu
haft samband við sig en þeir
væru þó fleiri sem það hefðu
ekki gert og hann vildi taka
meira mark á þeim“.
Ég sendi Gunnari Alexander
og fjölskyldunni allri mínar ein-
lægu samúðarkveðjur.
Einar Magnússon.
Það kom í fréttum: Ólafur
Ólafsson, fv. landlæknir, er lát-
inn, 93 ára að aldri.
Ég kynntist Ólafi fyrst þegar
ég var í sumarleyfi á Íslandi
sumarið 1983. Ég var þá að
vinna sem barnalæknir í Gíneu-
Bissá í Vestur-Afríku, og það
vakti síkvikan áhuga hans. Mál-
efni fátækra þjóða voru honum
hugleikin og sýndi áhuga á því
að Íslendingar létu meira til sín
taka á þeim vettvangi. Á þess-
um tíma voru Íslendingar að
hefja samstarf við Grænhöfða-
eyjar í fiskveiðum og „því ekki í
heilbrigðismálum?“, spurði Ólaf-
ur. Fyrr en varir var hann bú-
inn að skipuleggja ferð til
Grænhöfðaeyja – og „þú kemur
með, Geir!“ Fannst það tilvalið
þar sem ég byggi á „næsta bæ“,
Gíneu-Bissá, í 900 km fjarlægð
en löndin höfðu háð sjálfstæð-
isbaráttu sína saman gegn yf-
irráðum Portúgala. Strax í sept-
ember sama ár vorum við
komnir á vettvang og Inga, eig-
inkona hans, hafði slegist með í
för. Við heimsóttum heilbrigð-
isstofnanir og rætt var við
stjórnvöld. Hann var vakandi
fyrir umhverfinu, viðræðugóður
og sýndi öllum sem við hittum
virðingu og áhuga. Það var einn-
ig auðvelt að umgangast Ólaf og
Ingu – stoð hans og styttu með-
an hún lifði – og ræða allt milli
himins og jarðar og þessi
reynsla tengdi okkur saman alla
tíð. Þótt þessi för hafi því miður
ekki leitt til formlegs samstarfs
milli landanna á sviði heilbrigð-
ismála sá Ólafur til að þess að
fylla einn fiskibát sem var á leið
frá Íslandi til Grænhöfðaeyja
með margvíslegum sjúkrahús-
gögnum frá heilbrigðisstofnun-
um á landinu. Þannig var Ólaf-
ur, hann lét verkin tala.
Frá þessum tíma kom ég allt-
af við á skrifstofu Ólafs þegar
ég átti leið til landsins þá nær
tvo áratugi sem ég bjó erlendis.
Í einni heimsókninni árið 1993
ræddi ég við hann rannsóknir
mínar og Jónínu eiginkonu
minnar um brjóstagjöf í mis-
munandi menningarheimum.
Þetta fannst honum áhugavert.
„Heyrðu, köllum til fundar“ –
sem auðvitað gekk eftir á miðju
sumri í Rúgbrauðsgerðinni með
heilbrigðisstarfsfólki sem sýndi
málefninu áhuga.
Þegar ég stundaði framhalds-
nám í barnalæknisfræði í Stokk-
hólmi kom Ólafur í sk. vísitasíur
til að hitta lækna sem störfuðu
þar. Einn fundur var í sendi-
ráðinu í Stokkhólmi, annar í
Örebro. Það var vel mætt og
hann hvatti okkur öll til að
koma heim. Hann benti okkur á
mikilvægi þess að rækta gott
orðspor, um að vera liðleg í
samstarfi og „passið ykkur á
áfenginu“. Þannig var Ólafur,
hann sagði skoðun sína umbúða-
laust.
Við héldum tengslum okkar
eftir að hann lét af embætti
landlæknis, þá kominn á kaf í ný
verkefni, eins og hans var von
og vísa. Þegar ég tók við emb-
ætti landlæknis 2010 ræddi ég
við hann og spurði hvaða ráð
hann gæti gefið mér. Venju
samkvæmt var hann fljótur að
svara: „Kynntu þér vel lögin um
embættið.“
Með Ólafi er fallinn frá einn
burðarása í íslensku samfélagi,
maður sem gustaði af og allir
þekktu til og báru virðingu fyr-
ir. Ég votta börnum hans og að-
standendum samúð mína.
Geir Gunnlaugsson.
Ólafur Ólafsson hefur verið
foringi og leiðtogi íslenskra
lækna frá því hann hóf störf
sem landlæknir. Leiðtogahlut-
verkinu lauk ekki þegar hann
lét af störfum. Allt fram á síð-
ustu daga hafa menn og stofn-
anir leitað til Ólafs um ráð og
leiðsögn í hinum ýmsu málum.
Ég kynntist Ólafi þegar ég hóf
störf á Ríkisspítölum 1972 en
það sama ár varð Ólafur land-
læknir. Maður skynjaði fljótt að
hann var mikill málafylgjumað-
ur. Svaraði jafnvel ráðherrum í
fjölmiðlum ef honum fannst þeir
fara villir vegar. Ólafur beitti
sér oft fyrir þá sem minna
máttu sín í þjóðfélaginu. Hann
lagði gjarnan utangarðsfólki lið.
Á erlendum vettvangi var alls
staðar tekið eftir Ólafi. Hann
var til dæmis farinn að berjast
gegn reykingum á vettvangi Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar á undan flestum öðrum og
kallaði tóbak eitur.
Við Ólafur unnum alltaf vel
saman. Við þurftum aldrei að
takast á um nein deilumál. Það
kom mér samt mjög á óvart
þegar hann hvatti mig til að
sækja um starf ráðuneytis-
stjóra. Ég hafði á þessum tíma
starfað í tæp 25 ár hjá Rík-
isspítölum og fannst kominn
tími til að leita starfa utan heil-
brigðiskerfisins. Það má því
segja að Ólafur hafi verið nokk-
ur áhrifavaldur í því að önnur
tæp fimmtán ár bættust við
störf mín í heilbrigðisþjónustu.
Við Ólafur unnum saman síð-
ustu ár hans sem landlæknir.
Það var ánægjulegt samstarf.
Vænst þykir mér samt um sam-
starf og vináttu okkar síðustu
tíu árin af ævi Ólafs.
Það eru um það bil tíu ár síð-
an Ásmundur Brekkan prófess-
or og Ólafur buðu mér að vera
með og hittast í hádegisverði á
föstudögum. Við vorum upphaf-
lega fimm sem hittumst en nú
hefur fjölgað dálítið í hópnum.
Maður fann það vel í þessum
hópi hvað Ólafur var velviljaður
og vel að sér í læknisfræði.
Hann lagði aldrei illt orð til
nokkurs manns. Í samtölum í
hópnum var ekki óalgengt að
einhver hinna læknanna lýsti
sjúkdómseinkennum einhvers
sjúklings sem þeir hefðu mætt
stundum fjarri allri nútíma-
tækni. Í framhaldinu var spurt
hver er sjúkdómurinn og hver
er sjúkdómsgreiningin? Ólafur
var yfirleitt eldsnöggur og á
undan öðrum að svara rétt.
Ólafur breyttist eiginlega ekk-
ert á þessum tæpu tíu árum sem
við hittumst flesta föstudaga.
Covid dró þó verulega úr fund-
um okkar. Á því tímabili lenti
Ólafur á hjúkrunarheimilinu
Grund. Við Tryggvi Ásmunds-
son læknir heimsóttum hann
nokkrum sinnum á þessu tíma-
bili þegar heimsóknir voru
leyfðar. Ólafur var sjálfum sér
líkur og alltaf jafn gaman að
spjalla við hann um liðin ár og
þá ekki bara heilbrigðisþjón-
ustu.
Minningin um Ólaf mun lifa
lengi. Hann skildi eftir sig djúp
spor alls staðar þar sem hann
fór um.
Við Elín sendum öllum að-
standendum Ólafs okkar bestu
samúðarkveðjur.
Elín og Davíð.
Ólafur Ólafsson var land-
læknir á árunum 1972-1998 eða í
rúman aldarfjórðung. Þetta var
tímabil mikillar þróunar í heil-
brigðisþjónustu. Sem dæmi má
nefna uppbyggingu heilsugæslu
og dvalarheimila, einnig aukin
réttindi sjúklinga. „Iðjuleysi fer
mér ekki vel“ var fyrirsögn
blaðaviðtals við starfslok hans.
Ólafur var vinnusamur maður
og framsýnn og tókst með góðri
framgöngu að efla og stækka
embætti landlæknis með breytt-
um áherslum. Embætti land-
læknis sinnir í dag afar fjöl-
breyttum verkefnum, sem lúta
að því að stuðla að góðri heil-
brigðisþjónustu, heilsueflingu
og forvörnum.
Fyrstu kynni mín af Ólafi
voru þegar hann sem landlækn-
ir kenndi okkur í læknanáminu,
ég minnist hve það var
skemmtilegt í þeim kennslu-
stundum. Við kynntumst svo
undir erfiðum kringumstæðum
fyrir um átta árum og ræddum
oft saman eftir það. Með okkur
tókst vinátta enda Ólafur fljótur
að mynda tengsl við fólk. Það
var svo eitt af mínum fyrstu
verkum eftir að hafa verið skip-
uð landlæknir að heimsækja
þennan heiðursmann og þiggja
hjá honum góð ráð um þetta
mikilvæga starf.
Ólafur þótti óvenjulegur emb-
ættismaður sem fór ótroðnar
slóðir í störfum sínum. Hann
var eldhugi og baráttumaður
sem var ekki fyrir að gefa eftir.
Ólafur var maður athafna og lét
sér engin málefni óviðkomandi.
Það sem þótti hvað mest ein-
kennandi í fari Ólafs, var góður
skilningur hans, viðmót og um-
hyggja gagnvart þeim sem á
einhvern hátt stóðu höllum fæti
í lífinu, hann mátti ekkert aumt
sjá og hjálpsemi hans í slíkum
tilvikum var við brugðið. Hann
lýsti því enda sjálfur að mann-
eskjan væri hans aðaláhugamál.
Ólafur var mikill húmoristi,
ætíð með glampa í augum og
þótti skemmtilegur samstarfs-
félagi. Það var gantast með að
visst skipulagsleysi bætti hann
upp með ýmsum góðum eigin-
leikum. Hann hafði til dæmis
lag á að velja sér ráðgjafa, sem
voru ólíkir honum sjálfum,
gjarnan íhugulir, varkárir og
jarðbundnir eins og samstarfs-
maður lýsti. En það var einmitt
eitt af ráðunum sem hann gaf
mér; það mikilvægasta í slíku
starfi væri að fá með sér gott
fólk. Ólafur var frægur fyrir sitt
góða skopskyn. Það ásamt
næmni gerði honum gjarnan
kleift að taka sviðið með góðri
„replikku“ á hárréttum tíma.
Það eru enda, altso, til margar
sögur af Ólafi Landlækni (með
stóru L-i), sögur sem hafa flogið
og lifað, ekki síst fyrir tilstuðlan
annars vinar míns, altso, Jó-
hannesar Kristjánssonar eftir-
hermu.
Eftir að Ólafur lét af starfi
landlæknis hélt hann áfram að
láta sig heilbrigðis- og velferð-
armál varða. Meðal annars í
starfi eldri borgara og með við-
tölum og greinaskrifum í blöð
en hann var ólatur að stinga
niður penna. En nú er þessi góði
og eftirminnilegi maður genginn
og ég votta honum virðingu og
þakklæti fyrir mína hönd og
embættis landlæknis. Börnum
hans og öðrum ástvinum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Alma D. Möller
landlæknir.
Seint gleymi ég fyrsta starfs-
degi mínum sem aðstoðarland-
læknir hjá Ólafi fyrir margt
löngu. Þá var skrifstofa land-
læknis á Laugaveginum, nálægt
Hlemmi. Ólafur sagðist strax
vera kominn með verkefni fyrir
mig. Hann hefði misst gleraug-
un sín bak við háan og þungan
bókaskáp á skrifstofu sinni og
ætti í erfiðleikum með að ná
þeim upp. Ég reyndi það líka,
en tókst það ekki, því bilið var
þröngt. Eftir umræður varð úr
að ég fór út á Laugaveg þar
sem strákar voru að selja síð-
degisblöð. Þeir féllust á að koma
inn á skrifstofuna og við héldum
um ökklana á öðrum stráknum
og létum hann síga niður bak
við bókaskápinn. Þannig kom
hann hendi á gleraugun og náði
þeim óskemmdum upp. Ólafur
var ánægður með að fá gler-
augun sín, báðir strákarnir
fengu greiddan smápening fyrir
aðstoðina og voru hinir ánægð-
ustu að verkinu loknu. Nýi að-
stoðarlandlæknirinn var ánægð-
ur með að hafa getað aðstoðað
landlækninn, sem hann taldi
með réttu vera sitt hlutverk.
Ekki síst vorum við báðir
ánægðir með að hafa náð ár-
angri með óhefðbundnum að-
ferðum.
Þannig liðu árin með Ólafi.
Ég vissi aldrei hvaða verkefni
biðu mín og dagurinn varð
spennandi, hvort heldur það
voru heimsóknir á sjúkrastofn-
anir úti um allt land, fundir í út-
löndum eða bara viðræður við
„háa sem lága“ (svona myndi
Ólafur aldrei hafa orðað það) á
skrifstofunni. Sérstaklega náði
hann vel til þeirra sem voru í
erfiðri stöðu, hvort heldur það
voru sjúklingar sem töldu sig
hafa orðið fyrir mistökum eða
slæmu viðmóti fólks í heilbrigð-
isþjónustunni, eða heimilislausa
fólkið, sem sumt notaði hann
nánast sem heimilislækni eða
ráðgjafa. Hann gaf sér tíma til
þess. Heilbrigðisstarfsfólki, sem
hafði lent í erfiðleikum var hann
mikill stuðningur.
Eftir að Ólafur lét af störfum
hjá landlæknisembættinu
hringdi hann stundum í mig til
að ræða málin, gjarnan á kvöld-
in, jafnvel nálægt miðnætti. Það
var alltaf gaman að heyra í hon-
um. Þessum samtölum fækkaði
eftir að ég sneri mér að öðrum
störfum fyrir áratug. Síðasta
símtalið okkar á milli var þegar
hann hringdi og bauð mér að
taka þátt í matarklúbbi sem
hann og nokkrir gamlir læknar
og stjórnendur í heilbrigðisþjón-
ustunni höfðu stofnað, en hóp-
urinn hittist nokkrum sinni í
mánuði og leysir ýmsan vanda
heilbrigðisþjónustunnar og
þjóðfélagsins og er hinn
skemmtilegasti. Í síðasta sam-
tali okkar rifjaði hann upp hvað
við hefðum átt gott samstarf og
mér þótti vænt um það. Hafði
ég á tilfinningunni að hann vissi
að við myndum ekki hittast aft-
ur. Vegna veikindanna var hann
ekki fær um að mæta aftur í
klúbbinn. Hann lést svo um ári
síðar og er sárt saknað.
Aðstandendum votta ég sam-
úð mína. Ólafur var góður mað-
ur.
Matthías
Halldórsson.
Ég býst við að mörgum Ís-
lendingum og líklega langflest-
um læknum hafi fundist þeir
eiga einhvern hlut í Ólafi Ólafs-
syni, hann var þannig maður,
n.k. þjóðareign og þjóðarsómi.
Hann var í reynd goðsögn í lif-
anda lífi, einn fárra sem standa
undir slíkri umsögn.
Ég kynntist honum á miðjum
ferli hans sem landlæknis og
átti þess kost að vinna með hon-
um og undir hans forsjá. Hann
var landlæknir í tæpa þrjá ára-
tugi, lengur en eftirmenn hans
sem nú eru orðnir fimm. Á hans
tíma var starf af þessu tagi talið
ævistarf, svo er ekki lengur, og
um það má sjálfsagt deila. Hann
tókst á við margbrotin verk í
starfi sínu, sum erfið, mjög erf-
ið, og gerði það oftast með
sóma. Hann var landlæknir þeg-
ar HIV og alnæmi komst á
kreik, og leiddi viðbrögð okkar
við þeim erfiða sjúkdómi fyrstu
áratugina. Hann var sannur
mannvinur og mátti í raun ekk-
ert aumt sjá. Vinur litla manns-
ins var hann, kom fram við alla
eins, hvort sem þeir voru háir
eða lágir. Ólafur var margbrot-
inn karakter, var gefið að sjá
nýja hlið á málum og kom sjón-
armiðum sínum stundum á
framfæri með stuttum og snörp-
um athugasemdum, stundum
ögrandi, eftirminnilegum „one-
liners“. Hann var lúmskur húm-
oristi, beitti húmor sem sverði í
skylmingum dagsins og var
stundum kostulegur í tilsvörum.
Ólafur var hlýr maður í við-
kynningu og starfi, studdi og
hvatti yngri samstarfsmenn, og
mér fannst hann góður uppal-
andi. Hann gat þó verið harður í
horn að taka ef svo bar undir og
ófeiminn við að sigla á móti
straumnum.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Ólafi og unnið með hon-
um að ýmsum málum og ekki
síður þakklátur fyrir þann heið-
ur að hafa fengið að taka við
starfi hans, þau spor voru bæði
gefandi jafnframt því sem þau
gátu verið vandrötuð.
Ég minnist Ólafs sem eins af
eftirminnilegustu karakterum
sinnar kynslóðar og sendi að-
standendum hans innilegar
samúðarkveðjur.
Sigurður
Guðmundsson.
Við vinirnir kynntumst Gunn-
ari, yngsta barni Ólafs, í Mela-
skóla. Ein fyrsta minningin af
því er þegar Gunnar bauð vin-
unum aftur og aftur að nesta sig
upp í Garðarsbúð. Það er líklegt
að Ólafur hafi rekið upp stór
augu yfir reikningum frá
Garðari, en aldrei fréttum við
félagarnir neitt af þeim við-
brögðum og víst að því hafi ver-
ið tekið af sama jafnaðargeði og
einkenndi Ólaf alla tíð.
Á stóru heimili á Grenimeln-
um var oft mikið um að vera,
fjölskyldan var vinmörg og fólk
þeyttist upp og niður hæðirnar
fjórar. Þá var gott að vita af því
að kjallaradyrnar voru alltaf
ólæstar og það nýttum við vin-
irnir okkur óspart. Stundum
þurfti t.d. að fara þar inn til að
vekja yngsta soninn í fótbolta
eldsnemma á sunnudagsmorgn-
um og fjölmörg önnur erindi
koma í hugann, sem ekki verða
rakin hér. Við vinirnir vorum
alltaf velkomnir á Grenimelinn
og samverustundirnar og sögur
Ólafs um lífið og hversu dýr-
mætt það væri að eiga góða
heilsu voru ógleymanlegar.
Hann var ákveðinn þegar hann
var að leggja okkur ungu
drengjunum lífsreglurnar en
gerði það með hlýju og vænt-
umþykju í huga. Stundaskráin á
ísskápnum rennur okkur vinum
seint úr minni. Þar gat að líta
nákvæma áætlun um öll helstu
heimilisverk og var þeim jafnt
skipt á milli systkinanna. Þann-
ig var Ingibjörgu ætlað að ryk-
suga á mánudögum, Bjarna að
elda á þriðjudögum, Páll þreif
klósettin á miðvikudögum og
Gunnar þurrkaði af á fimmtu-
dögum. Undir öllu saman stóð
svo stórum stöfum: stjórnandi
Ólafur Ólafsson.
Stjórnunarstörf verða ekki
ofmetin og á Ólafur langan og
mjög svo farsælan feril að baki í
þeim efnum. Á þeim vígstöðvum
var stíll Ólafs mjúkur en áhrifa-
mikill, hann fór ekki í mann-
greinarálit og hlustaði af áhuga
á raunir unglinganna og átti ráð
undir rifi hverju. Seinna urðu
þessir sömu unglingar málsmet-
andi fólk og alltaf var Ólafur
jafn viðræðugóður og fá þjóð-
þrifamálin sem hann hafði ekki
áhuga og þekkingu á. Þessir
hæfileikar Ólafs létu engan
ósnortinn og víst er að þeir hafi
haft jákvæð áhrif á uppeldi fleiri
en heimilisfólks á Grenimelnum.
Við vottum fjölskyldu og vin-
um innilega samúð og megi
samvera ykkar og hlýjar minn-
ingar veita ykkur styrk.
Hannes Ottósson og
Páll Sævar Guðjónsson.
Í dag er kvaddur merkur
maður sem hafði mikil áhrif á
mitt líf og rita ég nokkur fátæk-
leg kveðjuorð til hans í þakklæt-
isskyni fyrir okkar kynni. Sem
ungur drengur og fram eftir
aldri vandi ég komur mínar á
Grenimel 38 þar sem Ólafur og
Inga héldu fallegt heimili á
þremur hæðum með risi sem
var ævintýragarður og þar ým-
islegt var brallað. Þau áttu
barnaláni að fagna og eignuðust
saman fimm börn og þannig
vildi til að ég og yngsti sonur
Gunnars urðum góðir vinir sem
enn heldur.
Oft var margt um manninn á
heimilinu til viðbótar við alla
vinina og vinkonurnar sem þar
bættust við en alltaf var opið
hús og allir velkomnir. Í minn-
ingunni var Ólafur nánast alltaf
á náttsloppnum þegar hann var
heima við og þá að vinna og í
símann á milli þess sem hann
þurfti að stilla til friðar þegar
upp úr sauð á milli allra krakk-
anna sem þar höfðu safnast
saman. Oft gekk mikið á og ým-
is misgáfuleg strákapör framin
víða í nágrenninu sem Ólafur
þurfti svo oftar en ekki að vinna
úr á seinni stigum, en alltaf náði
hann að leysa úr því með ljúf-
mennskuna eina að vopni. Ró-
legt fas Ólafs breyttist lítið þó
að lætin og hamagangurinn
væru mikil inni á hans eigin
heimili, en þá sjaldan sem hann
hækkaði róminn þá áttuðu menn
sig á því að þarna var gjör-
samlega búið að fara yfir strikið
og datt þá allt í dúnalogn. Alltaf
var gaman að tala við Ólaf þeg-
ar við hittumst og fylgdist hann
alltaf vel með því sem maður
var að fást við í lífinu. Urðu
samskiptin minni með árunum,
en þegar við svo loks hittumst
var eins og ég hefði hitt hann
síðast í gær.
Þegar undirritaður var sex
ára gamall varð ég fyrir bíl á
Hofsvallagötu beint fyrir fram-
an heimili Ólafs og Ingu. Ólafur
var ekki heima við þegar slysið
átti sér stað, en örlögin virðast
hafa gripið í taumana því Ólafur
þurfti að skjótast heim í umrætt
sinn og kom á vettvang skömmu
eftir að slysið átti sér stað.
Hann áttaði sig fljótt á því að sá
sem varð fyrir bifreiðinni var
alvarlega slasaður og las rétt í
aðstæður sem vanur læknir og
veitti undirrituðum lífsbjörg og
undirbjó til flutnings á sjúkra-
hús. Slíka lífsbjörg er aldrei að
fullu hægt að þakka nema með
fátæklegum orðum sem þess-
um.
Ég kveð góðan og eftirminni-
legan mann sem sinnti mikil-
vægu starfi í samfélaginu í ára-
tugi og þegar á reyndi tók hann
alltaf stöðu með þeim sem
minnst máttu sín í samfélaginu.
Þórður Geir
Þorsteinsson og
fjölskylda.
Ólafur Ólafsson