Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 24
var þér afar mikilvægt og erum við öll þakklát að þú hafir gert svo mikið í því að gera stundirnar okkar eftirminnilegar, þessar stundir eru góðar minningar núna. Þú varst alltaf til staðar, sama hvað bjátaði á þá varstu þar fyrir okkur, sama hversu stórt eða lítið það var, þú bjóst til tíma fyrir alla, fjölskylduna, vinina, vinnufélagana, það skipti ekki máli hvaða fólk það var, það voru allir jafnir. Sorg er til vegna ástar, eins og þú sagðir alltaf þá eru tár okkar perlur minninga sem við getum yljað okkur við. Þú varst hjarta- hlýr, brosmildur, með mikla rétt- lætiskennd, þolinmóður, hjálp- samur, umburðarlyndur, kurteis en sagðir þó alltaf þinn hug og góðvild einkenndi þinn persónu- leika. Lífsglaðari mann er erfitt að finna, þú varst alltaf hlæjandi og komst okkur öllum til að hlæja með þér. Við vitum að þú munt standa við hlið okkar og veita okkur styrk í framtíðinni, þótt þú sért ekki hér til að taka í handbrems- una vegna sumra ákvarðana. Elsku Gurri, pabbi og tengda- pabbi, takk fyrir allt sem þú hef- ur kennt okkur, gert fyrir okkur og sýnt okkur. Við verðum þér ævinlega þakklát og mun minn- ing þín lifa í hjörtum okkar það sem eftir er. Við elskum þig að eilífu. Ása Líndal, Hinrik Már, Guðmunda Freyja, Anna Katrín, María Edda og Gunnlaugur Hróðmar. Í dag þurftum við að fylgja ást- kærum bróður mínum og mági. ✝ Guðráður Gunnar Sig- urðsson fæddist á Akranesi 2. júlí 1971. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 3. maí 2022. Gurri var sonur Sigurðar Gunnarssonar bónda, f. 20.6. 1929, d. 3.9. 2021, og Guðmundu Runólfsdóttur, f. 31.10. 1930, d. 28.4. 2002. Systk- ini Guðráðs eru Sigurður Pétur, f. 22.3. 1949, Runólfur Þór, f. 9.1. 1957, Guðmundur Gísli, f. 15.2. 1959, Sigmundur Garðar, f. 24.8. 1962, Sigurlín Margrét f. 23.4. 1964, Helga, f. 8.11. 1965. Gurri kvæntist Ásu Líndal sveitarstörf með foreldrum sín- um og vann við ýmis störf, s.s. smíðar, Elkem á Grundartanga, sláturhúsið við Laxá, var til sjós á Bjarna Ólafssyni AK 70 og á grásleppuvertíð. Gurri og Ása fluttu til Reykjavíkur 1995 þar sem Gurri lærði kjötiðn og lauk námi með góðum árangri. Hann lærði hjá Meistaranum, starfaði síðar hjá Ali (Síld og fiski) og byrjaði hjá VGÍ árið 2004 sem síðar varð Samhentir. Gurri starfaði þar sem sölustjóri til síðasta dags. Gurri og Ása fluttu aftur á Akranes árið 2007 og hafa búið þar síðan. Gurri vann mikið í félagsstörfum þar á meðal í Landssamband kjötiðnaðarmanna, í fé- lagsstarfi ÍA, Club 71 og Frí- múrarareglunni Akri. Útför Gurra fer fram frá Akraneskirkju í dag, 13. maí 2022, kl. 13 og verður streymt á vef Akraneskirkju, www.akra- neskirkja.is. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat. Hinriksdóttur 4. júlí 2009 eftir 20 ára sambúð. Hún er dóttir Hinriks Lín- dal Hinrikssonar og Júlíönu Karvels- dóttur. Börn þeirra eru Hinrik Már, f. 19. janúar 1999, í sambúð með Maríu Eddu Sverris- dóttur. Guðmunda Freyja, f. 14. júlí 2003, unnusti Gunnlaugur Hróðmar Tórshamar Ósvalds- son og Anna Katrín, f. 12. jan- úar 2005. Gurri ólst upp í Klapparholti á Akranesi til 14 ára aldurs, fluttist þá með fjölskyldunni að Ási í Melasveit. Hann byrjaði snemma að vinna hefðbundinn Elsku Gurri minn, besti pabbi og tengdapabbi í heimi. Nú er sumarið farið að ganga í garð, golfvöllurinn farinn að verða grænni, fiskarnir farnir að stökkva og fuglarnir að syngja. Sumarið var þinn tími til að blómstra. Við trúum því ekki að þú sért farinn og okkur finnst erfitt að reyna að sætta okkur við það. Þú kenndir okkur mikið, en erfiðasti lærdómurinn sem þú lagðir fyrir okkur var að læra að lifa án þín. Enginn veit þó hvað framtíðin ber í skauti sér og hér sitjum við að skrifa til þín. Allar minningarnar sem þú gafst okkur eru endalausar, þær hugga okkur nú, þú varst svo duglegur að gera og fara með okkur allt. Þú mættir á alla íþróttaviðburði, alla viðburði sem voru í leikskóla og skóla, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur sama hvað. Þú varst broskarlinn okk- ar. Þú eldaðir besta mat í heimi og tókst alltaf þátt í að gera kvöldmatinn skemmtilegan, eins og til dæmis þegar Covid skall á og við áttum að vera í Búdapest, þá var í staðinn bara haldið gala- kvöld, allir uppáklæddir og þú eldaðir veislumat. Framtíðin sem beið okkar var ansi björt, þar sem nýja golfsett- ið var komið í hús, margar veiði- ferðir biðu, hlátur og skemmtun voru framundan hjá okkur. Við viljum þakka þér fyrir þær veiði- ferðir sem þú tókst okkur í, golf- hringina, fíflaganginn sem við tókum upp á og þér fannst ekkert síður skemmtilegur en okkur og öll ferðalögin innanlands sem ut- an, þessar minningar standa upp úr og erum við þakklát fyrir þær. Að rækta fjölskyldu og vináttu Það var á þriðjudaginn 3. maí 2022 sem fengum við þær ömur- legu fréttir að yngsti bróðir minn hann Guðráður hefði orðið bráð- kvaddur í vinnu sinni um hádeg- isbil. Þetta voru þær ömurlegustu og ótrúlegustu fréttir sem við gátum hugsað okkur og þær ósanngjörnustu. En lífið getur verið hverfullt. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Við Gurri vorum aldurs okkar vegna mjög mikið saman og vor- um alla tíð mjög samrýndir. Öll- um stundum fylgdi hann okkur systkinunum og var með í öllu. Þegar ég kynnist eiginkonu minni varð Gurri einn af fjöl- skyldunni okkar og okkur mjög nákominn. Gurri var þeim ein- staka hæfileikagæddur að breyta neikvæðum hlutum í já- kvæða. Hann var að eðlisfari mjög glaðvær og úrræðagóður ásamt því að vera hjálpsamur. Ég minnist líka foreldra minna sem leituðu oft til hans og sótt- ust eftir nærveru hans, og þá sér í lagi hversu bóngóður hann var og glaðvær. Alla tíð var hann þeirra stoð og stytta. Ég minnist þess þegar faðir okkar var á Dvalarheim- ilinu Höfða var Gurri vakandi og sofandi yfir hagsmunum og líðan hans. Hann var okkar tengiliður í allri hans velferð. Gurri sá um að hóa okkur systkinum og fjöl- skyldum saman. Gurri var kjöt- iðnaðarmaður og kunni til verka í þeim efnum, t.d. hannaði Gurri eldstafina vinsælu ásamt því að vera með fleira á prjónunum. Gurri var mikill skipuleggj- andi og eru til margar sögur af því hvernig öll hans skipulagning var óaðfinnanleg og fullkomin og minnumst við hjónin sérstaklega þegar við fórum á EM í París árið 2016 með Gurra og Ásu. Þessi til- tekna ferð var skipulögð í þaula og ferðafélagarnir gátu þá notið ferðarinnar hugsunarlaust. Gurri var alltaf að og þess á milli var hann að taka að sér úr- beiningu á hreindýrum og fór gjarnan margar ferðir austur á land. Er við feðgar fórum eina af okkar veiðiferðum Austur í Hof- dal hringdum við í Gurra þar sem við sáum mynd af hreindýri við veginn og spurðum hann hvort við værum að verða komnir á veiðisvæðið. Auðvitað sprakk Gurri úr hlátri og sagði að okkur að við værum að vera komnir að fjósinu á Mýrum við Höfn. Þetta lýsir hversu vel hann þekkti stað- hætti. Við höfðum mörg sameiginleg áhugamál fyrir utan fjölskylduna þar sem við veiddum saman, spil- uðum golf en einu ágreinings efn- in voru í enska boltanum þar sem hjarta hans tilheyrði Liverpool. Við Gurri vorum við saman í Frímúrastúkunni Akri, og Gurri starfaði mikið þar og var gegn- heill í öllum sínum störfum og allt sem hann tók að sér var gert af fullkomnum kærleik og einlægni. Hans skarð verður vart fyllt inn í okkar hóp. Þennan dag þriðja maí var hann búinn að boða okkur öll systkinin í smá hitting til minn- ingar þess að 20 ár voru liðin frá útför móður okkar, en hún lést 28. apríl árið 2002 og var jarð- sungin þriðja maí. En í stað þess að hittast breyttist þessi dagur í dökkan dag sem aldrei gleymist. Þetta er mjög mikill sársauki fyr- ir okkur hjónin að missa þennan glaðværa, hjartahlýja bróður og mág. Við Gurra ásamt börnunum okkar vottum eiginkonu Gurra henni Ásu og börnunum þeirra okkar dýpstu samúð við þetta sorglega ótímabæra fráfall góðs drengs. Sigmundur, Guðríður og fjölskylda. Elsku Gurri. Það er óraun- verulegt að skrifa minningarorð um elsku bróður sinn, þann yngsta af okkur sjö systkinum. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir er sagt og hefur oft heyrst þegar fólk deyr ungt eða í blóma lífsins. Allir sem kynntust Gurra elskuðu hann, hann var glaðlynd- ur með eindæmum, hló manna hæst og ef hann var reiður þá var það kannski sem betur fer í stutta stund en sást langar leiðir. Hann var burðarvirkið í hópnum hvarvetna sem hann kom að, hvort sem það var fjölskyldan, vinirnir eða klúbbstarfið eða bara við eldri systkini hans sem brost- um út í annað þegar hann stjórn- aði, skipulagði og agaði okkur. Hann naut sín í hvaða hópi sem var og hans er minnst á mörgum stöðum og hans verður alltaf saknað. Hann var einn af máttarstólpum félagsskaparins Club71 sem hefur verið öflugur í hvers konar söfnun fyrir fólk og félög á Akranesi og skipulagt ár- lega heljarinnar viðburð sem nefnist þorrablót Skagamanna og er oftast uppselt á fyrstu mín- útum. Ég var sjö ára þegar Gurri fæddist, þessi elsku litli drengur var svo sannarlega kærkomin viðbót í systkinahópinn. Hann naut sín svo sannarlega að vera yngstur, hann lærði helling af okkur systkinunum og tókst með eindæmum vel að skapa sér, Ásu sinni og börnunum einstakt og fallegt heimili og fjölskyldulíf. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að aðstoða okkur þegar á reyndi og var traustur vinur í raun. Hann er maðurinn sem kenndi syni mínum að reima skóna sína, fór með hann í fyrstu veiðiferð- ina. Hann spurði mig á hárrétt- um tíma hvernig mér liði árið 2006 og náði þar með að vinna í því að bjarga lífi mínu og aðstoð- aði mig við það. Hann tók börn- um mínum opnum örmum þegar á þurfti að halda og annaðist þau vel. Hann er sá sem tók að sér mesta umönnun foreldra okkar þegar á reyndi og gerði það vel. Hjá honum vorum við á aðfanga- dagskvöld í nokkur ár og eigum yndislegar stundir frá þeim tíma og þarna þessi kvöld kenndi hann okkur að gera heimsins besta humar og dóttir mín fékk þarna sinn fyrsta forsmekk af góðum humar. Það var alltaf gleði í kringum hann og hló hann mikið. Það er varla ár síðan við fögn- uðum með honum í ógleymanlegu fimmtugsafmæli hans sem lengi verður minnst. Það er margs að minnast með Gurra bróður, frænda, og við þökkum fyrir allar góðu stund- irnar með honum og hans nán- ustu. Náttúrubarnið Gurri naut sín vel úti í guðsgrænni náttúrunni, að ferðast, við veiðar, í golfinu eða bara við grillið að grilla góm- sætar safaríkar steikur. Enginn fór svangur frá Gurra, sumir voru jafnvel leystir út með Gurragotti eins og paté í poka þegar þeir kvöddu saddir og sæl- ir. Ása og Gurri voru samstiga í öllu, studdu hvort annað vel í námi, starfi og fjölskyldu og fé- lagslífi. Elsku Ása, Hinrik Már, Guð- munda Freyja og Anna Katrín, missir ykkar er mikill, samúð okkar er öll hjá ykkur og við sem eftir lifum munum gera okkar besta í að styðja ykkur og vera ykkur huggun í söknuðinum eftir elskuðum manni og pabba. Hvíl í friði, elsku litli bróðir og frændi, þín er saknað. Sigurlín Margrét, Brynjar Theodór og Ellen Marta. Í byrjun júlí árið 1971 sat ég kampakát aftur í í gamla Skát- inum með pabba undir stýri, við vorum að fara að sækja mömmu og nýja krakkann á spítalann á Akranesi, ég spurði pabba á leið- inni hvort hann grenji mikið en hann sagðist halda ekki, væri vær og góður, við komum við á heimleiðinni í Valfelli til að kaupa nýjan pott til að sjóða pela og snuðin í, mjög minnisstætt. Þessi sæti pjakkur var svo skírður Guðráður Gunnar eftir ömmu og afa á Steinsstöðum, við náðum afskaplega vel saman þrátt fyrir þau 6 ár sem voru á milli okkar, hann varð góður vin- ur minn og við hann var hægt að tala um allt, Gurri eins og hann var alltaf kallaður var stoð og stytta alls staðar. Hann gat oft verið hreinskil- inn, hann kunni líka að fara með hreinskilnina, og með góða rétt- lætiskennd, en oftar en ekki kom oft einhver húmorsklausa sem fylgdi með þegar það átti við. Gurri var eins og einhver orð- aði það límið í fjölskyldunni, hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og var þá að skipuleggja hitting fyrir okkur systkinin því það eru 20 ár síðan mamma dó, ég hugsa oft núna til þessa sím- tals, hann fékk svo mikið hláturs- kast yfir óförum mínum meðan á símtalinu stóð þar sem ég hafði verið að lita á mér augnabrún- irnar og var að bíða með litinn á mér þegar hann hringdi, ég steingleymdi mér svo og strauk mér um allt andlitið og varð að lokum eins og múrsteinn í fram- an … það yljar hjartað að hugsa til þessa símtals og heyra hlát- urinn hans. Hann á heiður skilið fyrir þá vinnu sem hann og Ása konan hans lögðu á sig til að hjálpa til með foreldra okkar á síðustu ár- um þeirra og allt gert með sóma og hlýju í hjarta. Gurri var alveg skemmtilegur karakter, fáir ná að segja eins vel frá sögum af ýmsum atburðum eins og hann, sögurnar öðluðust líf og stundum átti hann erfitt með að klára því að hann hló svo mikið sjálfur, hann hafði líka mikinn húmor fyrir sjálfum sér sem er góður eiginleiki að hafa. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra Gurra og Ásu á Esju- brautina, börnin þeirra líka öll svo skemmtileg og flottir ein- staklingar, kom við nánast und- antekningarlaust í hvert skipti sem ég fór á skagann. Hann náði einnig einstaklega góðu sambandi við börnin mín og börn okkar allra systkina og er þetta mikill missir fyrir þau öll. Þegar Simmi bróðir hringdi sl. þriðjudag og sagði mér að Gurri bróðir væri dáinn var eins og ein- hver hefði kýlt mig í hjartað, sléttum 7 mánuðum eftir að pabbi dó, yngstur af 7 systkinum, minn góði vinur, félagi og bróðir væri horfinn alltof snemma og ég fengi aldrei aftur að hlæja með honum, ég á svo bágt með að trúa þessu, ennþá er þetta svo fjar- lægt mér, ég mun halda í allar þær góðu minningar sem við átt- um saman. Elsku Gurri bróðir, enginn mun fylla þitt skarð, en við systkinin sem sitjum hér eftir munum gera allt okkar besta til að halda hópinn og ýta á hitting og hafa Ásu þína með okkur, ger- um okkar besta í að styðja þau á þessum erfiðu tímum sem eru framundan. Elsku bróðir, það er svo sárt að kveðja þig. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Þín systir og vinkona, Helga. Sælir, sælir, glaðleg ávarpsorð í gegnum símann, hlátur, símtal- ið, undirbúningur einhvers skemmtilegs viðburðar, jafnvel uppskrift að einhverju nýstár- legu, oftast samtal um daginn og veginn en stundum dýpra samtal. Mörg símtöl en einnig margar samverustundir, bæði í gleði og sorg. Við vorum frændur en það vissum við ekki þegar við mætt- um sex ára gamlir einn haustdag í kjallarann á íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi, skóla- gangan að hefjast og upphafið að ómetanlegri vináttu okkar sem varði alla tíð. Við ólumst upp á Akranesi, Gurri í sveit í bæ, sem varð okkar leikvöllur en einnig hjálpuðum við til við bústörfin. Við lærðum að vinna í gegnum búskapinn og garðyrkjustöð for- eldra Gurra og lögðum þar grunninn að þeim starfsvettvangi sem við báðir völdum. Við komumst á unglingsald- ur, vinahópurinn stækkaði eins og gengur, en ákveðinn kjarni hélt saman og er enn í dag okkar kjarnavinahópur. Sá vinahópur hefur haldið saman í gegnum lífið. Á hverju ári eru skipul- agðar veiðiferðir, jólahlaðborð auk fjölda annarra samveru- stunda. Gurri var oftar en ekki í skipulagningu og hvatti alla áfram. Vinahópurinn er líka sterkur og tengslin rista djúpt. Gurri var einnig miðpunktur í okkar samheldna árgangi 1971 á Akranesi. Lífsförunautinn eignaðist Gurri á unglingsaldri í Ásu, þau voru einstaklega samheldin hjón. Gurri var mikill fjölskyldumaður sem naut sín í samveru við hana og hafði einlægan áhuga á hverju því sem á daga barnanna dreif og þau hjónin voru virkir þátttak- endur í lífi þeirra og góðar fyr- irmyndir í uppvextinum. Sam- band Gurra og Ásu var öðrum fyrirmynd. Síðustu árin vorum við saman í félagsskap þar sem við vildum þroska okkur sem einstaklinga, þann félagsskap tók Gurri alvar- lega, lagði rækt við hann, eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur og var virtur sem bróðir og félagi. Þar deildum við svip- aðri sýn og áttum mörg gefandi samtöl og samverustundir. Okk- ar síðasta stund var á sunnudags- morgni eftir vel heppnaða ferð. Í rafrænni kveðju sem dóttir mín bað nokkra vini mína um að gera þegar ég var fimmtugur í fyrra sagði Gurri: „Það tekur smástund að eignast vin en það tekur heila ævi að vera vinur“ og það var Gurri svo sannarlega, fram á síðasta dag ræktaði hann vinskapinn við mig og okkur öll sem vorum honum kær. Ég og Linda erum ákaflega þakklát fyrir allar þær samveru- stundir sem við áttum með Gurra og Ásu en þær voru sem betur fer óvenjumargar síðustu dagana fyrir óvænt fráfall hans. Það sem ég er ósáttur og sorg- mæddur yfir er allt sem hefði getað orðið, sá gríðarlegi missir sem fjölskylda Gurra og vinir hafa orðið fyrir. Þá þykir mér svo ekki verður með orðum lýst ákaf- lega vænt um okkar samleið í gegnum lífið, hvað ég og aðrir sem áttum samleið með Gurra er- um ríkari fyrir vikið og minning- arnar margar og dýrmætar. Elsku Ása, Hinrik Már, Guð- munda Freyja, Anna Katrín og fjölskylda, innilegar samúðar- kveðjur og megið þið öðlast styrk Guðráður Gunnar Sigurðsson 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GUÐLAUGSSON hæstaréttarlögmaður, lést á heimili sínu mánudaginn 9. maí. Útför verður auglýst síðar. Guðlaug Erla Sigrún Anna Þóra Kristín Lárus tengdabörn og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA BJÖRK HLÖÐVERSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 2. maí. Útförin fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 16. maí klukkan 11. Hlöðver Reyr Sigurjónsson Sunna Reyr Sigurjónsdóttir Sveinn Reyr Sigurjónsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.