Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022
um leið allt samfélag heyrnar-
lausra á Íslandi.
Það voru einstök forréttindi
að fá að kynnast Guðmundi og
fylgjast með lífsstarfi hans
hvort sem var í félagsstörfum,
safna- og ritstörfum eða öðru.
En þrátt fyrir að hafa í mörgu
að snúast og fjölda hugðarefna
var einstakt hversu mikinn
áhuga hann sýndi okkar verk-
efnum, spurði mikið og fylgdist
mjög vel með. Við erum þakklát
fyrir að hafa fengið að verða
samferða þessum hugsjóna-
manni og mannvini.
Fyrir hönd fjölskyldu Sigfús-
ar og Kristínar sendi ég fjöl-
skyldu Guðmundar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þór Sigfússon.
Kveðja frá Reglu
Musterisriddara
Í dag minnumst við Guð-
mundar K. Egilssonar sem lést
29. apríl 2022. Guðmundur gekk
í Reglu Musterisriddara árið
1970. Hann gegndi þar mörgum
trúnaðarstörfum og var virkur
félagsmaður sem bar hag Regl-
unnar ætíð fyrir brjósti. Alltaf
tilbúinn þegar til hans var leitað
og lagði sitt af mörkum til að
framgangur Reglunnar yrði sem
allra bestur. Við félagarnir
minnumst hans með þakklæti
og hlýhug og þökkum honum
vel unnin störf og góða samferð.
Regla Musterisriddara sendir
innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu Guðmundar og ást-
vina. Blessuð sé minning Guð-
mundar K. Egilssonar.
Fyrir hönd Reglu Musteris-
riddara RM Heklu,
Stefán Þór Kjartansson.
Tuttugasta öldin var tími
mikilla tæknibreytinga og end-
urnýjunar á tæknikerfum. Á
sama tíma var óhemjumiklu af
merkilegum búnaði fargað á
sorphaugum til að rýma fyrir
nýrri tækjum og tólum. Hér á
landi kom það oft í hlut einyrkja
að forða tækniminjum frá glöt-
un. Þar var um að ræða ástríðu-
fulla áhugamenn, oft sjálf-
menntaða á sviði safnamála,
sem tóku að sér að bjarga ómet-
anlegum menningarverðmætum
og nutu oft takmarkaðs skiln-
ings umhverfis síns. Við eigum
þessum hópi manna mikið að
þakka.
Guðmundur K. Egilsson hóf
störf hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur á táningsaldri og
vann þar alla tíð. Fyrst sem al-
mennur verkamaður en lengst
af sem verkstjóri. Hann hafði
brennandi áhuga á öllu því sem
tengdist sögu fyrirtækisins og
raunar þróunarsögu Reykjavík-
ur og Íslandssögu almennt.
Mikil hefð var innan Rafmagns-
veitunnar fyrir því að halda
sögu hennar á lofti og má vísast
rekja það til fyrsta rafmagns-
stjórans, Steingríms Jónssonar.
Greinar um söguleg efni voru til
að mynda fyrirferðarmiklar í
blöðum þeim sem félög starfs-
manna gáfu út og stýrði Guð-
mundur þar oft penna.
Á áttunda áratugnum hafði
Árni Magnússon, verkstjóri í
spennistöðvardeild Rafmagns-
veitunnar, hafið kerfisbundna
söfnun á ýmiss konar verkfær-
um og tækjabúnaði, sem geymd
voru í höfuðstöðvunum við Ár-
múla. Hann fór á eftirlaun árið
1976 og féll söfnun þessi þá nið-
ur. Guðmundur var einn þeirra
sem áttuðu sig á mikilvægi
björgunarstarfsins og hvatti yf-
irmenn sína ítrekað til að hefja
það á nýjan leik. Að lokum létu
stjórnendur undan og Guð-
mundi var sjálfum falið að sjá
um söfnun og skráningu.
Um nokkurra missera skeið
var hann eins og grár köttur í
öllum deildum fyrirtækisins að
leita uppi tækjabúnað sem ým-
ist hafði lokið hlutverki sínu eða
ætla mætti að yrði senn tekinn
úr notkun, merkti hann þessa
gripi vandlega á þann hátt að
óheimilt væri að farga þeim án
samráðs við safnvörð. Ekki
höfðu allir starfsmenn mikinn
skilning á þessu brölti, en Guð-
mundur var vel liðinn og nægi-
lega ýtinn til að þessu væri
hlýtt. Það er sérstaklega áhuga-
vert hvað söfnun Guðmundar
beindist að öllum þáttum starf-
seminnar. Hann safnaði jafnt
ritvélum, reglustikum, skyrtu-
hnöppum innheimtumanna,
flóknum mælitækjum, greiðslu-
kvittunum og snjáðum skóflum.
Allir hlutir voru mögulegar
heimildir í hans huga.
Árið 1990 réðst Rafmagns-
veitan loks í að opna formlegt
Minjasafn í tómri efri hæð í að-
veitustöð í Elliðaárdal. Þar átti
Guðmundur eftir að ráða ríkjum
og hlaða jafnt og þétt ofan á
safnkostinn. Staðsetningin var
engin tilviljun, því hinum megin
við götuna stóð stærsti sýning-
argripurinn: sjálf Elliðaárstöðin.
Það var mikill skóli fyrir ung-
an sagnfræðinema að gerast
sumarstarfsmaður á Minjasafn-
inu árið 1997 og þrátt fyrir ald-
ursmuninn urðum við Guð-
mundur þegar perluvinir. Árið
eftir fór hann á eftirlaun og
rétti mér keflið. Samstarfinu
var þó ekki lokið, því Guðmund-
ur átti enn ríka starfsorku og
sinnti margvíslegri skráningar-
vinnu sem verktaki fyrir safnið
næstu árin. Íslensk tæknisaga
væri fátækari ef hans hefði ekki
notið við.
Stefán Pálsson.
Þau gerast sífellt færri dæm-
in um að fólk helgi einu fyrir-
tæki alla sína starfsævi. Þau eru
trúlega afar fá dæmin um að
slík starfsævi spanni 66 ár, tvo
þriðju úr öld, en það var sá tími
sem veiturnar í Reykjavík nutu
starfskrafta Guðmundar K. Eg-
ilssonar.
15 ára gamall hóf hann störf
með föður sínum hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Það var árið
1944, á umbrotatímum í Reykja-
vík þegar kaupstaðurinn var
hersetinn og til hans streymdi
fólk af landsbyggðinni í ein-
hverri örustu borgarmyndun Ís-
landssögunnar. Þeir feðgar
unnu á jarðlínudeild og síðar
spennistöðvadeild en 44 árum
eftir að Guðmundur hóf störf
hjá Rafmagnsveitunni, árið
1988, tók hann að sér að skrá
gamla rafveitumuni og skrá
ýmsa þætti úr rafvæðingarsögu
höfuðborgarinnar. Enginn var
betur til þess fallinn en verka-
maðurinn og síðar verkstjórinn
fyrrverandi sem varð forstöðu-
maður nýs Minjasafns Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, síðar
Orkuveitu Reykjavíkur, í Elliða-
árdal árið 1990.
Minjasafnið var rekið í El-
liðaárdal undir stjórn Guðmund-
ar allt til ársins 1998 er hann
fór á eftirlaun. Hann var þó
safnrekstrinum áfram innan
handar allt til 2010, þegar starf-
semin var lögð af tímabundið
vegna fjárhagsvandræða OR.
Munina sem Guðmundur
safnaði geymum við og á næstu
misserum eða árum mun al-
menningur aftur fá að njóta af-
raksturs hans mikilvæga starfs
þegar Elliðaárstöð, nýr áfanga-
staður við Rafstöðina í Elliðaár-
dal, tekur til fullra starfa.
Fyrir hönd Orkuveitu
Reykjavíkur þakka ég dygga
þjónustu í 66 ár og bið afkom-
endum hans og aðstandendum
öllum blessunar.
Bjarni Bjarnason.
Guðmundur Knútur
Egilsson
✝
Kristján Her-
mann Sigur-
geirsson fæddist í
Reykjavík 21. nóv-
ember 1956. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 1. maí
2022.
Kristján var son-
ur Sigurgeirs
Kristjánssonar og
Sólveigar Bernd-
sen. Systkini Kristjáns eru
Gunnar, Sigurður, Sigurgeir,
Margrét og Kjartan Már.
Kristján kvæntist hinn 17. júlí
1982 Sigrúnu Tryggvadóttur, f.
1960. Börn Kristjáns og Sigrún-
ar eru: 1) Sigurgeir, f. 1982.
Kærasta hans er Ásdís Dagmar
Þorsteinsdóttir, barn þeirra er
Kristján Elís. 2) Hrafnhildur, f.
1984. Kærasti hennar er Vignir
Örn Arnarson. Börn Hrafnhild-
ar eru Kristján Mikael Hrafn-
hildarson, Viktoría
Rós Hrafnhild-
ardóttir, Vilhelm
Snær Jóhannsson
og Katrín Sara Sig-
urðardóttir. Barna-
börn eru fimm tals-
ins.
Kristján ólst upp
til að byrja með á
Flókagötu í Reykja-
vík en flutti fljót-
lega ásamt fjöl-
skyldu sinni í Tjarnarflöt í
Garðabæ. Hann útskrifaðist sem
byggingartæknifræðingur frá
Tækniskólanum árið 1987.
Kristján vann við járnabind-
ingar og kom að rekstri bygg-
ingarfyrirtækja. Síðari ár var
hann byggingarstjóri í fjöl-
mörgum verkefnum.
Kristján verður jarðsunginn
frá Garðakirkju í dag, 13. maí
2022. Hefst athöfnin klukkan 13.
Meira á www.mbl.is/andlat
Kristján ólst upp á Tjarnar-
flötinni í Garðahreppi, síðar
Garðabæ, elstur í hópi sex kröft-
ugra systkina. Foreldrarnir Sig-
urgeir og Sólveig voru einstak-
lega vönduð og harðduglegt fólk
sem þurfti að hafa fyrir lífsbar-
áttunni. Á nokkrum stöðum í
hreppnum voru auð grassvæði
og við strákarnir breyttum þeim
í knattspyrnuvelli, smíðum mörk
og útveguðum net í mörkin. Á
milli æfinga var svo farið og æft
eða keppt með Stjörnunni.
Keppnisskapið, metnaðurinn,
drenglyndið og getan var til
staðar. Kristján var einn af betri
leikmönnum Stjörnunnar, en tók
sig líka til, eftir að sjá Ólympíu-
leikana, og æfði sig sjálfur í
spjótkasti og komst í fremstu
röð í spjótkasti í sínum aldurs-
flokki á landinu.
Þau voru líka ófá kvöldin sem
strákarnir komu saman,
hlustuðu á Magga Eiríks, Pink
Floyd og Genesis enda var
Kristján mikill tónlistarunnandi.
Kristján lærði byggingartækni-
fræði og hann vann mikið með
námi sínu ásamt bræðrum sín-
um og föður við járnabindingar.
Þeir bræður stofnuðu Járnbend-
ingu, síðan var nafni félagsins
breytt í JB byggingarfélag, sem
varð einn af öflugri bygging-
arverktökum landsins. Þegar
Kristján veiktist af krabbameini
var hann sannfærður um að þá
baráttu myndi hann vinna með
viljastyrk sínum og baráttu, en
hann varð að lokum að láta und-
an. Við þökkum Kristjáni fyrir
samfylgdina. Fallinn er frá
sterkur karakter og afar góður
drengur. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Sigrúnar,
konu hans, og barna þeirra.
Kristbjörg Þorsteinsdóttir,
Sigurður Þorsteinsson,
Erlingur Þorsteinsson og
Þorsteinn Gísli Þorsteinsson.
Árið er 1976 og ég hafði feng-
ið vinnu við að leggja járn
(járnabindingar kallað í dag) í
nýja járnblendiverksmiðju í
Hvalfirði. Þetta var draumastarf
fyrir ungan mann í skóla sem
átti ekki krónu með gati þar
sem járnabindingarnar í Hval-
firðinum gáfu drjúgan skilding-
inn. Hópurinn sem ég var að
vinna með þarna var ákaflega
eftirminnilegur. Höfuð hópsins
var Sigurgeir járnamaður og
sjómaður, hörkunagli af guðs
náð og þar var einnig elsti sonur
hans Kristján, sem það sumarið
var herbergisfélagi minn í búð-
unum. Kristjáni kynntist ég vel
og komst að því fljótt að hann
hafði erft dugnaðinn og metn-
aðinn frá pabba sínum og þar
var enginn sem sló Kristján út í
þessari vinnu enda maðurinn
sérlega ósérhlífinn og duglegur.
Eftir þessi kynni í Hvalfirðinum
urðum við Kristján hinir bestu
vinir og á næstu árum unnum
við meira eða minna saman sem
verktakar í járnabindingum.
Kristján var afskaplega ljúfur
og skemmtilegur maður. Hjá
honum var alltaf stutt í hlát-
urinn og sjaldan hef ég kynnst
manni með eins mikið skopskyn
og Kristján. Kristján var mennt-
aður tæknifræðingur og eldklár
námsmaður sem gerði það að
verkum að hann þekkti bygging-
argeirann frá öllum hliðum en
þegar ég stakk upp á því að við
myndum vinna saman í hönnun
sagði hann alltaf: ekki séns að
ég tolli inni á skrifstofu allan
daginn að blaða í pappírum. Það
hentaði því Kristjáni vel að ger-
ast verktaki með bræðrum sín-
um og áttum við farsælt sam-
starf í verktakabransanum, ég
sem hönnuður og hann sem
verktaki.
Árin liðu, við eignuðumst fjöl-
skyldu og lífið gekk sinn vana-
gang en fyrir fáeinum árum
kenndi Kristján sér meins.
Kristján var sérstaklega hraust-
ur maður alla tíð og honum líkt
að þó að hann hefði greinst með
illvígt mein og þurft í erfiða
meðferð hélt hann sínu striki í
vinnunni og kvartaði aldrei að
því er ég heyrði. Við hittumst
ekki alveg eins oft og áður. En
þegar við hittumst var eins og
við hefðum hist daginn áður og
Kristján rifjaði upp eitthvert
skemmtilegt atvik sem við höfð-
um upplifað saman eða hann
snaraði út skemmtilegri sögu úr
lífinu eða vinnunni, því hann var
sérlega góður í því að sjá skop-
legu hliðarnar á tilverunni. Að
lokum vil ég senda Sigrúnu og
börnum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur. Ég mun sakna Krist-
jáns og nú þegar leiðir skilur
óska ég þessum góða vini mín-
um velfarnaðar í þeirri ferð sem
hann hefur nú lagt í.
Erlendur S. Birgisson.
Elsku Kristján minn! Nú ertu
farinn frá okkur eftir mikla bar-
áttu við erfið veikindi. Í rúmlega
fjögurra ára baráttu við veik-
indin nýttist þér hvað þú varst
alltaf hraustur, þrjóskur og dug-
legur. Þú gekkst alltaf hreint til
verks. Samtalinu sem við áttum
fyrir páska mun ég aldrei
gleyma. Það er stundum gott að
fara yfir lífið, tilveruna, æskuna,
mömmu og pabba og allt hitt.
Fyrir mig og þig og systkini
okkar var gott að alast upp á
Tjarnarflötinni hjá mömmu og
pabba. Allir jafnir og sáttir með
sitt í góðu samfélagi, ekkert
óþarfa bruðl, utanlandsferðir
eða annað. Að ferðast innan-
lands í hústjaldinu var málið.
Það var ekkert sem vantaði upp
á til þess að gera lífið fullkomið
á ástríku heimili. Frelsið sem
við höfðum til þess að þróast
áfram og þroskast var næstum
ótakmarkað. Þú varst foringinn
okkar og stjórnaðir öllu í blíðu
og stríðu. Þegar þú svo byrjaðir
að vinna nutum við góðs af því.
Ég man sérstaklega eftir einni
sjoppuferðinni, alltaf svo um-
hyggjusamur við litla bróður og
yngri systkini þín.
Ferðin ógleymanlega 1971
vestur til Ísafjarðar með pabba
og mömmu, sjö manns í skód-
anum, nestið, hústjaldið og allt
hitt. Pabbi og mamma að hlaða
bílinn og undirbúningur á loka-
metrunum fyrir ferðina og þú að
hafa ofan af fyrir okkur á meðan
við biðum eftir brottför með
söng og sögum.
Ég bjóst alltaf við því að þú
myndir fara aðra leið í lífinu og
yrðir rithöfundur eða annað
slíkt. Þú hafðir svo mikla hæfi-
leika. Góður pabbi og afi og
fyrst og fremst góður maður.
Litla fjölskyldan á Tjarnar-
flötinni var lífið okkar og heim-
urinn okkar. Fjölskyldan stækk-
aði með árunum, makar bættust
við í hópinn og börnin okkar.
Hver fór sína leið, en alltaf lágu
leiðirnar þó saman. Þegar ég
hitti þig var alltaf eins og við
hefðum verið að tala saman deg-
inum áður, samtalið flæddi
endalaust.
Það er skrýtin tilhugsun að
þú sért farinn og fyrir okkur
systkinin er nýr kafli hafinn í líf-
inu. Ég er þakklátur fyrir að
hafa átt þig sem stóra bróður og
síðan sem samstarfsaðila.
Ég og Guðrún óskum þess að
góður Guð megi styrkja alla fjöl-
skylduna þína og vini á þessari
sorgarstundu.
Ég á eftir að sakna þess að
þú sért ekki með okkur hinum.
Með fráfalli þínu hefur líf okkar
allra breyst, ný hugsun, ný
framtíð.
Þinn bróðir,
Sigurður.
Kristján Hermann
Sigurgeirsson
✝
Sveinn Ein-
arsson fæddist
á Raufarhöfn 15.
júní 1929. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 2. maí
2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Baldvin Jónsson og
Hólmfríður Árna-
dóttir sem ráku
verslun á Rauf-
arhöfn. Sveinn var fjórði í röð-
inni af sjö systkinum, systkini
hans eru: Jón, Katrín, Árni, Ást-
hildur, Baldvin og Guðrún. Jón
og Katrín eru fallin frá.
Sveinn kvæntist árið 1953
Huldu Pálsdóttur, f. 1926, d.
2012. Hulda átti fyrir einn son,
Einar Þór. Saman
áttu þau fjögur
börn; Sigríði Hell-
en, Hjördísi Erlu,
Pál Baldvin og Geir
Grétar. Hulda og
Sveinn slitu sam-
vistir.
Sveinn kvæntist
Svövu Stefáns-
dóttur, f. 1937, d.
2019, árið 1993.
Sveinn var lærð-
ur rennismiður og starfaði
lengst af sem verkstjóri hjá
Landsmiðjunni. Síðar í sjálf-
stæðum rekstri og hjá Arents-
stáli og Beiti.
Útför hans fer fram frá
Lindakirkju í dag, 13. maí 2022,
klukkan 13.
Í september 2002 hófu nokkrir
gamlir vinnufélagar úr plötu-
smiðju Landssmiðjunnar að hitt-
ast yfir kaffibolla á Kaffivagnin-
um á Grandagarði. Ákveðið var
að hittast þar annan hvern mið-
vikudag. Smám saman bættust í
þennan hóp karlar sem unnið
höfðu á öðrum deildum smiðj-
unnar. – Árin liðu og í apríl 2013
ákvað hópurinn að skipta um
fundarstað og hittist upp frá því á
veitingahúsinu Catalinu í Kópa-
vogi. Í apríl 2015 kom Sveinn til
liðs við hópinn; stutt að fara úr
Hamraborginni. – Hópurinn hélt
saman allt þar til covid-plágan
byrjaði. Í lok kaffifundar í apríl
1916 nefndi ég við Svein að mig
langaði til að vita svolítið um
æskuár hans á Raufarhöfn og
hvernig það atvikaðist að hann
hélt suður til iðnnáms. Sveinn
brást vel við þessari beiðni og
mæltum við okkur mót á Catal-
inu síðar í þessum sama mánuði.
Þar tók ég upp minniskompu
mína og á punktum úr henni
byggi ég m.a. það sem hér fer á
blað. Það var einkar fróðlegt að
heyra Svein segja frá æskuheim-
ili sínu á Raufarhöfn, plássi með
um 450 íbúa. Sérstaka athygli
mína vakti þegar hann sagði mér
að móðir sín hefði verið orgelleik-
ari við kirkjuna í þorpinu, kennt
börnum í plássinu tónlist, verið
með kirkjukórinn og einnig ann-
an blandaðan kór. Sveinn sagði
að systur hans þrjár hefðu byrjað
eitthvað að spila en bræðurnir
lítið. Eftir nám í unglingaskóla í
heimabyggð lá leiðin í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri, segir
Sveinn, ég byrjaði í 2. bekk og
kláraði bara gagnfræðanámið,
landspróf þá ekki komið. Ætlaði
mér alltaf að verða járnsmiður.
Fjórtán ára byrjaði Sveinn að
vinna í Síldarverksmiðjunni á
Raufarhöfn. Þetta gerði honum
kleift að borga sitt skólanám.
Haustið 1947 hélt Sveinn svo
suður til Reykjavíkur og hóf nám
í rennismíði í Landssmiðjunni.
Leiðir okkar lágu þó ekki saman
fyrr en í ársbyrjun 1954, en þá
byrjaði ég sem iðnnemi á vél-
virkjadeild fyrirtækisins. Og tím-
arnir liðu. Það var svo árið 1957
eða ’58 sem Jóhannes Zoega, þáv.
forstjóri, fór fram á það við Svein
að hann tæki að sér verkstjórn á
renniverkstæðinu. Í Landssmiðj-
unni starfaði Sveinn til ársins
1982. Sem ríkisfyrirtæki var
smiðjan lögð niður 1985 og þá
mynduðu nokkrir af starfsmönn-
um hennar hlutafélag um rekst-
urinn. Lífdagar þess fyrirtækis
eru utan ramma þessa greinar-
korns.
Það var af nógu að taka í
spjalli okkar um menn og málefni
tengd Landssmiðjunni. Við rifj-
uðum m.a. upp kynni okkar af
hæfileikamönnum sem þar störf-
uðu. Í þeim hópi var Ásgeir Jóns-
son, sem fékk viðurnefnið Lands-
smiðjuskáld, og vísur eftir hann
þuldum við hvor fyrir annan. –
Öryggismál bar á góma en þau
voru því miður oft í ólestri á
vinnustað okkar. Sveinn minnti
mig á það þegar einn vinnufélagi
okkar stórskaddaðist á höndum
við að þvo snúð úr rafmótor upp
úr þríklóríði; engir gúmmíhansk-
ar tiltækir! – Sveinn taldi að Guð-
laugur Hjörleifsson forstjóri
hefði m.a. gert átak í öryggismál-
um, þ. á m. hvatt til notkunar á
hlífðarhjálmum og öryggisgler-
augum. Annað mál væri það að á
starfstíma hans hefði starfs-
mönnum fækkað úr ca. 150 í 30-
40 manns.
Ég leyfi mér að fullyrða að á
meðan Landssmiðjan hélt velli
hafi Sveinn verið einn af mátt-
arstólpum fyrirtækisins. Hann
var einkar þægilegur í viðmóti og
ég minnist hans sem mikils öð-
lings og ljúfmennis. Börnum
hans og aðstandendum öllum
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Gunnar Guttormsson.
Sveinn Einarsson