Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 18
Frábærir spænskir strigaskór fyrir sumarið Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is Brussels 18.990 kr. Evolution 25.990 kr. Woodlands 23.990 kr. Við minnum á vefverslunina okkar www.aprilskor.is Montreal 18.990 kr. Great Plains 23.990 kr. East Village 22.990 kr. Toulousse 18.990 kr. Salamanca 22.990 kr. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Þegar skipulags- ferlið hófst á Esj- umelum í Reykjavík, steinsnar frá byggð í Mosfellsbæ og þar næst fallegu hverfi í Leirvogstungu, var almennt rætt um að þar yrði léttur iðn- aður. Íbúum, sem keyptu lóðir og aðrar fasteignir í Leirvog- stungu, var seld sú sýn. Léttur iðnaður yrði um alla framtíð á Esjumelum. Þessu var íbúum Mosfellsbæjar lofað. Frá þeim tíma og til dagsins í dag hafa íbúar í Leirvogstungu barist fyrir því að Sorpa lokaði á urðun í Gými en það skrímsli er Íslands stærsta gúanó þar sem lífrænn úrgangur af höfuðborgarsvæðinu er látinn hverfa ofan í jörð. Gýmir þessi á það til að ropa og leysa vind sem berst að Leirvog- stungu og víðar um Mosfellsbæ. Gýmir brennur fyrir verk- efnið sitt og lét draum sinn rætast aðfaranótt 8. janúar 2021 þegar kviknaði hressilega í honum. Fuglagerið flúði af vettvangi og eitt byggðasamlagið, Slökkviliðið, kom öðru til bjargar, þ.e. Sorpu bs. Um þetta vildi ég bóka á bæj- arstjórnarfundi þegar bruninn kom á dagskrá en mér var meinað það af forseta bæjarstjórnar sem taldi bókun ekki eiga við. Þar kall- aði ég eftir afsögn stjórnar Sorpu. Sú lýðræðisást forseta bæjar- stjórnar, þ.e. vinstrimannsins í VG, rataði einnig í fang sjálfstæðis- manna sem fögnuðu því að bók- unin fór aldrei inn í bækur Mos- fellsbæjar og vonuðu svo heitt að öll sagan brynni upp til agna. En hvað með Esjumela? Á síð- asta kjörtímabili (2014-2018) var formaður skipulagsnefndar, sem einnig sat í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fyrir Mos- fellsbæ, að vinna með gögn frá Reykjavíkurborg. Í þeim kom fram vilji borgarinnar. Reykjavík- urborg vill fá þungaiðnað og færa þann mengandi iðnað af svæði, sem nú hylur legu borgarlín- unnar, yfir á Esjumela og næst Mosfellsbæ. Í bókum skipulagsnefndar Mos- fellsbæjar má lesa ótal mótmæli gegn þessu og því komið fyrir í bókunum, þ.e. þeim sem þá mátti bóka, í skipulagsnefnd Mosfells- bæjar og í bæjarráði og bæjar- stjórn. Þegar þessu var lokið hér í Mosfellsbæ átti skjalabunkinn að fara inn á borð svæðisskipulags- nefndar höfuðborgarsvæðisins til lokayfirferðar. Þar er einmitt hinn formlegi vettvangur okkar hér í Mosfellsbæ að svara yfirgangi Reykjavíkurborgar gagnvart íbú- um okkar hér heima. Hvað gerðist þar? Þegar „þungaiðnaðarfrumvarp“ Reykjavíkur, sem fulltrúi Mosfells- bæjar og formaður skipulags- nefndar hafði mótmælt sérstaklega hér í Mosfellsbæ á árabilinu 2014- 2018, barst inn á fund svæð- isskipulagsnefndar var niður- staðan undir dagskrárliðnum „Að- alskipulag Reykjavíkur: Iðnaður og önnur landfrek starfsemi“ og varðaði einmitt Esjumela, eftirfar- andi: „Svæðisskipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við verklýs- inguna enda verði horft til grein- ingar svæðisskipulagsnefndar um landþörf iðnaðar- og athafnasvæða á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mik- ilvægt er að viðhafa gott samstarf allra sveitarfélaganna þegar kem- ur að staðsetningu starfsemi sem hefur ónæði í för með sér.“ Þetta samþykkti formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á 82. fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2. mars 2018. Léttur iðnaður út af skipu- lagi á Esjumelum og þungur iðn- aður kom þess í stað í boði þáver- andi meirihluta í Mosfellsbæ. Fulltrúi þess meirihluta í svæð- isskipulagsnefnd höfuðborgar- svæðisins samþykkti þetta á þess- um vettvangi en sagði annað heima, líklega til heimabrúks. Deiliskipulagið sem fyrir er að Esjumelum, eftir margvíslegar breytingar til að koma þyngri iðn- aði fyrir, var samþykkt af skipu- lags- og samgönguráði Reykjavík- urborgar 1. júlí 2020. Þar segir m.a.: „Gerð var breyting á Aðal- skipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem staðfest var 2.9. 2019. Í henni voru rýmkaðar heimildir fyrir iðn- að sem talinn er geta haft mengun í för með sér, en ekki gert ráð fyr- ir starfsemi sem getur haft nei- kvæð áhrif á útivistarsvæði og nærliggjandi íbúðabyggð. Dæmi um starfsemi sem heimild er fyrir eru efnisvinnslustöðvar, flokk- unarmiðstöðvar, malbikunar- stöðvar og steypustöðvar, að því gefnu að umhverfisáhrif teljist ásættanleg.“ Við þurfum vissulega að koma óhreinum þvotti einhvers staðar fyrir en er ekki nóg komið með þær umbúðir án innihalds sem meirihlutinn í Mosfellsbæ hefur selt íbúum bæjarfélagsins í gegn- um árin? Sá hinn sami kjörni bæj- arfulltrúi, sem þetta spann, sat sem formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á síðasta kjör- tímabili. Sá hinn sami er nú þing- maður Suðvesturkjördæmis og fékk einnig formennsku í Strætó á sínum tíma þar sem bograð var yf- ir áformum um borgarlínu með borgarstjóra Reykjavíkur. Við vit- um öll hvernig kaupin gerast á eyrinni. Eitt var sagt við okkur hér í Mosfellsbæ í okkar nefndum, ann- að í raun gert á bak við tjöldin. Þetta kallast að leika tveimur skjöldum og tala tungum tveim, sitt með hvorri. Undirmálin, mengunin og Mosfellsbær Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson »Reykjavíkurborg vill fá þungaiðnað og færa þann mengandi iðnað af svæði, sem nú hylur legu borgarlín- unnar, yfir á Esjumela, næst Mosfellsbæ. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ og situr sem aðalmaður í svæðisskipulags- nefnd höfuðborgarsvæðisins. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.