Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 33

Morgunblaðið - 13.05.2022, Síða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI LEIKA ÞÉR MEÐ STÓLINN HANS AFA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að baka uppáhaldskökuna hans. TAKIÐ NÚMER TAKIÐ NÚMER TAKIÐ NÚMER PAKKAÐUR DAGUR SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR. HVER Á LANDI FEGURST ER? ERTU TIL Í AÐ FÆRA ÞIG! ÉG SÉ EKKI FYRIR ÞÉR! „ÉG ER GJÖRSAMLEGA HANDÓNÝTUR.“ KVARTAÐ OG KEYRT SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA MEÐ HRAÐI ára. Það er sagt að tíminn lækni öll sár en það er ekki rétt, hann deyfir sorgina en hún er þarna alltaf. Við hjónin höfum alltaf verið samrýnd, hófum að leika golf í Englandi um 1990 og gerum enn. Við vorum í gönguhóp í mörg ár þegar við vorum yngri, sem gekk á hverju ári um landið. Þá dveljum við mikið í sum- arbústaðnum okkar á Flúðum. Á vetrum spila ég bridge og grúska í sögu. Frá því að ég útskrifaðist í sagnfræði hef ég verið að rýna í samfélag og mannlíf á 19. öld og tengja það fjölskyldusögu minni úr Húnavatnssýslu.“ Fjölskylda Eggert er kvæntur Þórhildi Jóns- dóttur, f. 7.2.1951, leikskólakennara. Þau eru búsett í Fossvogi í Reykja- vík. Foreldrar Þórhildar voru hjónin Jón Valur Steingrímsson, f. 24.1. 1929, d. 23.3. 1983, bifvélavirkja- meistari, og Þóra Þorbjarnardóttir, f. 27.8. 1927, d. 27.11. 2009, skrif- stofumaður. Börn Eggerts og Þórhildar: 1) Hlynur (kjörsonur Eggerts), f. 22.12. 1969, d. 12.3. 1984; 2) Stefanía Björg, f. 9.3. 1975, viðskiptafræð- ingur, gift Árna Blöndal, f. 10.8. 1969, verkfræðingi, börn þeirra eru Þórhildur Sif, f. 2004 og Kristín Rut, f. 2007; 3) Þóra, f. 31.7. 1980, við- skiptafræðingur, gift Bjarna Erni Kærnested, tölvunarfræðingi, börn þeirra eru Alexandra Björk, f. 2008 og Eggert Aron, f. 2010. Systir Eggerts er Svandís Guð- ríður Sverrisdóttir, f. 11.10. 1953. Foreldrar Eggerts voru hjónin Sverrir Eggertsson, f. 22.11. 1920, d. 12.7. 1987, rafvirkjameistari, og Stefanía Júníusdóttir, f. 13.8. 1924, d. 14.3. 2022, húsfreyja. Eggert Ágúst Sverrisson Grímur Einarsson bóndi á Syðri-Reykjum Kristín Gissurardóttir húsfreyja á Syðri-Reykjum í Biskupstungum Ágústína G. Grímsdóttir húsfreyja á Haukagili í Vatnsdal Eggert K. Konráðsson bóndi á Haukagili Sverrir Eggertsson rafvirkjameistari í Reykjavík Konráð Konráðsson bóndi í Múla og á Mýrum Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja í Múla og á Mýrum í Miðfirði og á Haukagili Einar Gunnarsson fiskimatsmaður á Ísafirði Ólöf Hinriksdóttir húsfreyja á Ísafirði Júníus Einarsson sjómaður á Ísafirði og verkamaður í Reykjavík Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Ísafirði og í Reykjavík Guðmundur Jónsson landpóstur á Ísafirði Anna Jónsdóttir húsfreyja á Ísafirði Ætt Eggerts Ágústs Sverrissonar Stefanía Júníusdóttir húsmóðir í Reykjavík Elín Ósk Óskarsdóttir sendi mér tvær vor- og sumarvísur: Vorið Ég heyri vorið til mín tala og teyga angan þess og yl. Öll börnin hlaupa um tún og bala og busla vilja í góðum hyl. Sumarið Komið er nú sumarið með spóann hann spígsporar um allan þýfða móann. Og kankvíst barnið er það kætast allir hér já sumarið með sól um allan flóann. Ingólfi Ómari datt í hug að gauka að mér einni vísu og sagði að í þess- um skrifuðum orðum væri hugur hans farinn að leita norður: Gróður skreytir hól og hlíð hugann sveitin laðar. Geislum heitum glóey fríð gróðurreitinn baðar. Guðmundur Arnfinnsson yrkir Maímorgun (nýhent, hringhent): Vakna blómin, grundin grær, gleði hljómar berast víða, augu ljóma, hugur hlær, heillar sóma veðurblíða. Magnús Halldórsson yrkir og kallar Vor: Stara og lóur og stelka ég sá, straumönd og þrjá hrossagauka. Að verpt hafði tjaldurinn vegkanti hjá, með velli tvo spóa að bauka. Ólafur Stefánsson yrkir og kallar „Valfrelsi“: Þú getur reynt að fara í annað fat, í framhjáhaldi prófað spánnýtt gat, jafnvel ganga í glaðan Boðnarmjöð, ef getan til að ríma er ekkert frat. Ólafur bætir síðan við að hann hafi tekið eftir því að það séu ekki margir hér sem fíla Ómar Khay- yam-háttinn Rubaiyat. Því and- mælti Sigurlín Hermannsdóttir, sagðist fíla hann mjög og hafa iðu- lega reynt sig við hann: Mér virðist oft sem veröldin sé galin er vonska og grimmd í fréttum upp er talin en kafir þú svo undir yfirborðið þá ef til vill þú rekst á gimstein falinn. Nú rifjaði Þuríður Magnúsdóttir upp erindi úr Rúbajat-þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar: Við brauðhleif, fulla flösku og ljóðakver í forsælu undir grein, – við hlið á þér, sem andar söng á öræfanna þögn, er auðnin Paradís – sem nægir mér! Bjarni frá Gröf orti um „Blaða- sennur“: Prestar hafa höndum tveim hrifsað blaðapennann, þeir vita allt um annan heim en ekki neitt um þennan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur um vorið og sumarið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.