Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2022, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2022 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum Taka þarf til hendinni í fjármálum borgarinnar, að mati oddvita Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, sem segir arðgreiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur og einskiptistekjur, vera einu ástæður þess að hægt sé að veita borgarbúum lágmarksþjón- ustu. „Myndin er bara mjög einföld. Borgarsjóður er rekinn með nánast fjögurra milljarða halla. Tekjurnar sem við greiðum borginni, útsvarið okkar, það dugar ekki til að veita okkur þjónustu og við finnum það á samanburðarmælingum á þjónustu á landinu öllu, eða bara á höfuðborgar- svæðinu, að þjónusta mælist hvergi verr en í Reykjavík,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins. Hún segir flókið og umfangsmikið verkefni að vinda ofan af þessu. Tel- ur hún skynsamlegt að færustu sér- fræðingar verði fengnir í það hlut- verk að gera stjórnkerfis- og fjármálaúttekt á borginni til að finna hvar tækifærin liggi. „Vinstrimenn í borginni telja að eina leiðin til að bæta þjónustu og auka tekjurnar hjá borgarsjóði sé að hækka skatta. Við hægrimenn skilj- um að það er hægt að stækka kökuna en lækka skatta samt.“ Til að gera það segir Hildur mikil- vægt að búa mun betur að atvinnulíf- inu, m.a. með því að lækka fast- eignaskatta á atvinnuhúsnæði, lækka álögur á atvinnulíf, tryggja sveigjan- legra umhverfi og stjórnsýslu og út- hluta auknu landi fyrir atvinnu- húsnæði. Þannig sé hægt að laða að fleiri fyrirtæki sem greiði síðan tekjur í borgarsjóð. „Við erum auðvitað að missa gríðarlegar tekjur úr borginni frá at- vinnulífi og atvinnustarfsemi með því að bjóða ekki hagstæð skilyrði fyrir atvinnulíf.“ Að sögn Hildar er Sjálfstæðis- flokkurinn eini flokkurinn í Reykja- vík sem boðar raunverulegar breyt- ingar og sá eini sem er með nægan styrk í nýrri forystu til að geta gert skýra kröfu til borgarstjórastólsins. „Fólk getur hins vegar kosið aðra flokka, og kosið þá meira af hinu sama. Það getur kosið þessa meiri- hlutaflokka sem allir eru í villu og tálsýn um að allt hafi gengið hér æð- islega, sem við öll finnum í okkar daglega lífi að er ekki rétt. Eða það getur kosið flokk eins og Framsókn sem hefur sagt opin- berlega að þau séu reiðubúin að vinna til vinstri, að þau séu reiðubú- in að ganga inn í sama hlutverk og Viðreisn eftir síðustu kosningar, að reisa við fallinn meirihluta.“ Einstrengingsleg nálgun Hildur segir nóg komið af ein- strengingslegri og tímafrekri nálgun meirihlutans í skipulagsmálum þar sem einblínt er á að þétta byggð á dýrum svæðum vestarlega í borginni þar sem innviðir þola ekki aukna byggð. Nú sé óheilbrigt ástand á húsnæðismarkaði og fasteignaverð orðið alltof hátt vegna skorts á hús- næði. Til að stemma stigu við þessu ástandi segir Hildur Sjálfstæðis- flokkinn boða tvær aðgerðir, annars vegar að frysta fasteignagjöld og hins vegar að byggja meira þar sem innviðir kalli á fólk. Hún segir þetta ekki eiga að taka mörg ár í framkvæmd þar sem þeg- ar sé búið að skipuleggja land sem auðvelt sé að selja, nefnir hún m.a. Staðahverfi í Grafarvogi, Úlfarsár- dal og Kjalarnes. Þar eigi innviðir að vera klárir sem rúmi fleiri íbúa. Þá boðar hún einnig breytingar á afgreiðslukerfinu í húsnæðismálum, sem hún segir þungt, flókið og svifa- seint, en Sjálfstæðisflokkurinn vill takmarka afgreiðslufresti niður í 30 daga. Hvað Borgarlínu varðar segir Hildur flokkinn ekki reiðubúinn að styðja þá framkvæmd fyrr en fjár- hagslegar forsendur liggi fyrir. „Því er oft reynt að varpa á okkur, að það sé einhver vandræðagangur á okkur um borgarlínu. Vandræða- gangurinn er allur meirihlutans. Þau geta ekki enn þá svarað hvernig á að fjármagna þetta.“ Hún segir flokkinn styðja vegferð að bættum almenningssamgöngum í Reykjavík, aftur á móti telur hún óheiðarlegt af meirihlutanum að selja borgarbúum glansmynd af glæsilegu kerfi þegar ekki hefur tekist að sýna fram á hvernig það eigi að bera sig. Kerfisbreytinga þörf Spurð hvort grundvallarbreyt- ingar á menntakerfinu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur boðað og felst í því að börn byrji einu ári fyrr í grunnskóla, sé ekki dæmi um glans- mynd, svarar Hildur því neitandi. Mikill mönnunarvandi sé uppi í leikskólum borgarinnar sem þarf að leysa með stórum kerfisbreytingum enda hafi ekki tekist að fá fólk til að skrá sig í nógu miklum mæli til náms í leikskólakennarafræðum. Spár geri nú ráð fyrir mikilli fjölgun barna á næstu árum og nauðsynlegt sé að bregðast við. Hún segir þetta ekki vera kosn- ingaloforð sem hægt sé að leysa á einu kjörtímabili en mikilvægt sé að takast á við vandann sem sé meira en aðrir flokkar hafi gert. Meirihlut- inn hafi afneitað vandanum og sagst vera búinn að leysa málið. Þá hafi Framsókn gefist upp. „Við höfum kjarkinn til að ræða stórar kerfisbreytingar sem hugs- anlega þarf til þess að bregðast við vandanum í skólakerfinu,“ segir Hildur. Við ein getum breytt borginni - Hildur Björnsdóttir segir sjálfstæðismenn eina hafa afl til að leiða umbreytingar - Óþarfi að hækka skatta - Krefst svara um rekstur borgarlínu - Þéttingarstefnan einstrengingsleg Með nýjum kosningalögum tóku gildi breyttar reglur um aðstoð við atkvæðagreiðslu. Fram kemur á vefnum kosning.is að kjósandi á rétt til aðstoðar við at- kvæðagreiðslu. Aðstoð skal veitt af kjörstjóra eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Sá sem veitir kjósanda aðstoð er bundinn þagnarskyldu um það sem honum og kjósanda fer á milli í kjörklefanum. Samkvæmt reglunum skal aðstoðarmaður kjósanda staðfesta með undirskrift sinni á sérstakt eyðublað að honum hafi verið leið- beint um ábyrgð sína og skyldu sem aðstoðarmanns og að hann uppfylli hæfisskilyrði til þess að vera aðstoð- armaður. Kjörstjóri skal einnig und- irrita staðfestinguna og varðveita hana. Aðstoðarmanni kjósanda er óheimilt að gerast aðstoðarmaður fleiri en þriggja kjósenda við sömu kosningu. Frambjóðandi, maki hans, börn, systkini og foreldrar mega ekki veita aðstoð við atkvæða- greiðslu. Hægt er að nálgast eyðublað fyrir aðstoðarmann á kosning.is sem handhægt er að prenta út og taka með á kjörstað: Morgunblaðið/Eggert Kosningar Kjósendur eiga rétt á að fá aðstoð við atkvæðagreiðslu. Breyttar reglur um aðstoð við kosningu - Kjósendur eiga rétt á aðstoð Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveðst ekki reiðubúin að leggja bless- un sína yfir borgarlínu fyrr en fjárhagslegar forsendur fram- kvæmdarinnar skýrist. Til að auka tekjur í borgar- sjóð vill hún skapa fýsilegra at- vinnuumhverfi fyrir fyrirtæki í Reykjavík, m.a. með lækkun fasteignaskatta og álagna og með því að úthluta auknu landi fyrir atvinnuhúsnæði. Hún telur sjálfstæðismenn þá einu sem raunverulega geti boðað breytingar á næsta kjör- tímabili enda hafi oddviti Fram- sóknar gefið út að hann sé reiðubúinn að ganga inn í meiri- hlutann. Vill lækka skatta KOSNINGAR Morgunblaðið/Ágúst Ólíver Kosningar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur óþarft að hækka skatta til að rétta við fjárhaginn. 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.