Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. LÚXUS GOLF Á ÍTALÍU CHERVO GOLF HÓTEL OG SPA Á ÍTALÍU *NÝTT Í SÖLU* Chevro Golf and Spa Resort er glæsilegt lúxus hótel sem er staðsett í San Vigilio í Trentico - Alto Adige héraði, sem er í 40 mín akstursfjarlægð frá Verona og 12 mín. akstri frá Gardavatninu. Einstök ferð þar sem nóg er af sól, menningu, mat og golfi á Ítalíu. Chervo-golfvöllurinn státar af 36 holum þar af 9 holur par 3 velli og 3×9 holu keppnisvelli: Benaco, Solferino og San Martino. BEINT FLUG, INNRITAÐUR FARANGUR, HANDFARANGUR OG FLUTNINGUR Á GOLFSETTI 8 DAGAR Á LÚXUS GISTINGU M. MORGUNVERÐI, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI, 6 GOLF-DAGAR Á CHERVOGOLFVELLINUM OG AÐGANGUR AÐ ÆFINGASVÆÐI INNIFALIÐ Í VERÐI: 4. – 11. SEPTEMBER 11. – 18. SEPTEMBER VERÐ FRÁ 299.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA KYNNINGARVERÐTAKMARKAÐURSÆTAFJÖLDI ÍBOÐI NÝTT Í SÖLU WWW.UU.IS | GOLF@UU.IS „Hvers vegna hundrað leyfi? Hvert er viðmiðið? Það er ekki hægt að leggja raunhæft mat á framboð og eftirspurn vegna þess að það er svo mikill svartur akstur,“ sagði Daníel O. Einarsson, formaður Frama, félags leigubílstjóra, í samtali við mbl.is í gær. Á hann þar við skutlara sem taka að sér að keyra fólk gegn greiðslu. Innviðaráðherra fjölgaði atvinnu- leyfum leigubifreiða um hundrað á höfuðborgarsvæðinu nýverið. Daníel sagði að fjölgun atvinnuleyfa myndi ekki leysa neitt, fjölga þyrfti leigu- bílstjórum. Þá þyrfti að hafa strang- ara eftirlit til að koma í veg fyrir svart- an akstur. Farveitur leysi ekki málið En að fara í hina áttina og einfalda regluverkið, til dæmis heimila farveit- ur á borð við Uber? „Já, en þá heldur áfram að vanta leigubíla. Það er það sem gerist. Þess- ir aðilar eru búnir að vera að taka af okkur á markaðnum, þess vegna fækkar okkur hratt,“ segir Daníel og kveðst ekki hlynntur farveitunum. Telur hann einnig að slíkt hafi slæm áhrif á launakjör. Fjöldi heltist úr stéttinni meðan á faraldrinum stóð og skemmtanalífið stóð sem lægst. „Vandinn snýst ekki um fjölda leyfa heldur að fá bílstjórana til að keyra. Það hefur verið samdráttur eftir Covid eins og alls staðar. Vegna þess að fólk getur ekki lifað af laun- unum sínum fer það í aðra vinnu,“ segir hann. Frami hafi átt að fá fund með félagsmálaráðuneytinu en ekk- ert hafi orðið úr því. Hefur leigubílstjórum fjölgað aft- ur? „Já, fólk kemur aftur en ef þessi svarti akstur á að halda áfram, þá verður það ekki. Ólögmæt samkeppni er óviðunandi, það er bara stríð á göt- unni. Leigubílaakstur er lögvernduð starfsgrein og þarf að vera það til að halda úti þessari þjónustu,“ segir hann. veronika@mbl.is Fjölgun leyfa leysi ekki vandann - Vilja meira eftirlit með svörtum akstri Morgunblaðið/Unnur Karen Leigubílar Formaður Frama segir fjölgun leyfa ekki leysa vanda. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Í vikunni stendur til að bæjaryfirvöld í Grindavík fundi með almannavörn- um, lögreglu, jarðvísindamönnum og öðrum viðbragðsaðilum um mögu- legar varnir við Grindavík og Svarts- engi ef verður af eldgosi í ljósi jarð- skjálftavirkni og landriss við Þorbjörn. „Það er verið að stilla saman strengina og yfirfara aftur viðbragðs- áætlanir í ljósi stöðunnar eins og hún er. Við erum sífellt að reyna að meta aðstæður og upplýsingar sem koma frá vísindamönnum og höfum fundað reglulega frá því að jarðskjálftar og landris byrjuðu fyrir tveimur árum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt hefur á landrisi og aflögun við Þorbjörn og Svartsengi undan- farna daga, en stöðugt landris hafði mælst þar síðustu vikur og Þorbjörn lyfst um allt að 60 millimetra síðan í apríl. Vilja stýra hraunflæðinu Á meðal þess sem viðbragðsaðilar munu ræða á fundi sínum eru mögu- legir leiðigarðar fyrir ofan Grindavík og Svartsengi, þannig að hægt verði upp að vissu marki að beina hrauninu frá innviðum. Í lok maí á síðasta ári voru byggðir varnargarðar til að tefja hraunflæði niður í Nátthaga frá gos- inu í Geldingadölum. „Meðal þess sem er verið að skoða er það að geta gripið til einhvers kon- ar varna í formi leiðigarða til þess að beina hraunstraumnum frá þeim inn- viðum sem hugsanlega kunna að vera í hættu ef hraun fer að renna á þess- um slóðum. Þessir jarðskjálftar og landris eru eins og sakir standa óþægilega nálægt eins og orkuverk- inu í Svartsengi, Bláa lóninu og fleiri mikilvægum innviðum. Einn mögu- leikinn er sá að bregðast hratt við ef skyldi fara að gjósa og reyna að hafa taumhald á hrauninu eins og hægt er,“ segir Fannar og bætir við um varnargarðana í Geldingadölum; „Það voru tilraunir og aðgerðir sem heppnuðust að mörgu leyti vel og það fékkst mikil reynsla af því. Það voru í sjálfu sér kannski ekki mjög öflug mannvirki en gerðu þó greini- lega sitt gagn samt sem áður. Í ljósi reynslunnar og þess möguleika að geta verið með stórvirk tæki og geta brugðist hratt við telja menn að það sé alveg hægt að hafa áhrif á atburða- rásina.“ Ræða varavatnsból Þá segir Fannar að mögulegt vara- vatnsból verði einnig rætt, en slíkt hefur verið til umræðu á Suðurnesj- unum um tíma og hefur fengið aukinn meðbyr undanfarið vegna aðstæðna. „Það er eitt af því sem Jón Gunn- arsson dómsmálaráðherra hefur ver- ið að tala um og nokkuð sem sveitar- félögin á Suðurnesjum hafa verið að fjalla um sín á milli, m.a. í svæðisáætl- un sem er í endurskoðun, að reyna að finna varavatnsból. Það á sínum tíma var ekki síst hugsað til að geta brugð- ist við ef það yrði mengunarslys á Grindavíkurvegi, að geta verið með varavatnsból kannski austan við veg- inn. Þetta er búið að vera í skoðun að undanförnu og hefur kannski fengið aukið vægi í ljósi þessara aðstæðna,“ segir Fannar. Dómsmálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina á föstudag minnisblað þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af því ástandi sem skapast gæti á Suðurnesjum ef verður af eld- gosi. „Það veldur miklum áhyggjum að það landris sem nú er við Þorbjörn er á krítísku svæði gagnvart mjög mik- ilvægum innviðum á Suðurnesjum við Svartsengi,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að hið opin- bera, í samvinnu við sveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu, verði að hraða sem mest því að finna ný vatnsból og gera ráðstafanir svo hægt sé að ganga að öðrum upptökusvæðum ef til kæmi, að við séum þá búin að koma upp varakerfi fyrir þessa 30 þúsund manna byggð sem þarna er undir. Það þarf ekkert að velta því mikið fyrir sér hversu gríðarlega víðtæk þau áhrif yrðu ef við myndum missa heitt og kalt vatn og vera með skerta raforkuframleiðslu fyrir þetta svæði,“ segir Jón. Jón segir að regluverk á borð við umhverfismat og útboð gæti þurft að víkja svo hægt sé að hraða uppbygg- ingu varavatnsbóls á svæðinu: „Ferlin í svona breytingum taka oft langan tíma. Ég tel að það þurfi að líta til þess í ljósi aðstæðna að víkja þessum ferlum til hliðar. Það þarf að skoða þetta allt í því samhengi að það sé hægt að hraða þessari vinnu sem mest, taka ákvarðanir og hefja þessa uppbyggingu. Það er að mínu mati miklu ódýrara og í rauninni bara nauðsynlegt í stað þess að bregðast við eftir á þegar mögulegt áfall hefur átt sér stað,“ segir Jón og bætir við að hann telji mjög mikilvægt að stjórn- völd stígi inn í. „Við gerum þetta á öðrum sviðum eins og með byggingu snjóflóðavarnargarða, og þarna tel ég að málið sé orðið mjög knýjandi og þoli enga bið.“ Viðbragðsaðilar ræða varnargarða - Viðbragðsaðilar ræða í vikunni mögulega varnargarða við Svartsengi - Vonir standa til að hægt verði að stýra hraunflæði frá innviðum komi til eldgoss - Ráðherra segir liggja á varavatnsbóli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geldingadalir Hraunið við það að fara yfir varnargarða við Geldingadali. Sjá má vinnuvélar að störfum við varn- argarðinn, en stærð þeirra bliknar í samanburði við víðáttumikið hraunið og sjálfan gíginn í fjarska. Ráðist var í gerð leiðigarða syðst í Geldingadölum auk varnargarðs til að seinka því að hraun færi í Nátthaga- krika vorið 2021. Var þá reynt að stöðva hraunflæðið í Merardölum, en garðarnir dugðu skammt. Sá verk- fræðistofan VERKÍS um framkvæmdirnar fyrir al- mannavarnir. Upplýsingar sem fengust við gerð og notkun garðanna á síðasta ári og safnað var af Svarma, gagnafyrirtæki á sviði fjarkönnunar, verða notaðar við hönnun mögulegra leiðigarða fyrir ofan Grindavík og Svartsengi að sögn Fannars Jónassonar bæjarstjóra í Grindavík. Stendur til að læra af reynslunni og verði ákveðið að reisa slíka garða verður það gert fyrir fram. Læra af fenginni reynslu NÝTA UPPLÝSINGAR VEGNA VARNARGARÐA Í GELDINGADÖLUM Fannar Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.