Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 Besta deild karla Fram – Valur ............................................ 3:2 Víkingur R. – KA...................................... 2:1 Stjarnan – ÍBV ......................................... 1:0 ÍA – Keflavík............................................. 0:2 Leiknir R. – Breiðablik ............................ 1:2 FH – KR.................................................... 2:3 Staðan: Breiðablik 8 8 0 0 25:8 24 Stjarnan 8 5 2 1 17:10 17 KA 8 5 1 2 12:6 16 Víkingur R. 9 5 1 3 19:16 16 KR 8 4 2 2 12:8 14 Valur 8 4 1 3 14:11 13 Keflavík 9 3 1 5 14:17 10 Fram 8 2 2 4 14:21 8 FH 8 2 1 5 12:15 7 ÍA 8 1 3 4 7:17 6 ÍBV 8 0 3 5 6:14 3 Leiknir R. 8 0 3 5 4:13 3 Lengjudeild karla Grindavík – Fylkir.................................... 1:0 Grótta – KV............................................... 5:1 Vestri – Þór............................................... 3:3 Staðan: Selfoss 4 3 1 0 10:4 10 Grótta 4 3 0 1 13:3 9 Grindavík 4 2 2 0 6:2 8 Fylkir 4 2 1 1 9:5 7 Fjölnir 4 2 1 1 10:7 7 HK 4 2 0 2 7:6 6 Kórdrengir 4 1 2 1 4:3 5 Þór 4 1 2 1 6:8 5 Vestri 4 1 2 1 6:9 5 Afturelding 4 0 2 2 2:6 2 Þróttur V. 4 0 1 3 1:11 1 KV 4 0 0 4 3:13 0 2. deild karla Höttur/Huginn – Víkingur Ó................... 0:0 ÍR – Magni ................................................ 1:1 Ægir – KFA.............................................. 3:0 KF – Þróttur R ......................................... 1:1 Völsungur – Haukar................................. 3:1 Staða efstu liða: Völsungur 4 3 1 0 10:4 10 Ægir 4 3 1 0 6:0 10 Njarðvík 3 3 0 0 12:1 9 Haukar 4 2 1 1 5:5 7 Þróttur R. 4 2 1 1 5:6 7 ÍR 4 1 2 1 5:3 5 KF 4 0 4 0 5:5 4 3. deild karla Sindri – Kormákur/Hvöt ......................... 2:1 Vængir Júpíters – KFG........................... 2:3 Víðir – KFS ............................................... 6:2 Kári – Dalvík/Reynir................................ 0:2 Staða efstu liða: Dalvík/Reynir 4 4 0 0 12:3 12 Víðir 4 2 0 1 10:5 9 KFG 4 3 0 1 8:4 9 Elliði 4 2 1 1 5:3 7 Sindri 4 2 1 1 7:6 7 Augnablik 4 2 1 1 5:4 7 Kormákur/Hvöt 4 2 0 2 8:6 6 Mjólkurbikar kvenna 16-liða úrslit: ÍA – KR ..................................................... 0:6 FH – Stjarnan........................................... 0:1 Þór/KA – Haukar ..................................... 6:0 Selfoss – Afturelding................................ 3:1 Tindastóll – Valur..................................... 1:4 Fjarð/Hött/Leiknir – Breiðablik............. 1:4 Keflavík – ÍBV.......................................... 0:2 Svíþjóð Mjällby – Kalmar ..................................... 1:1 - Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn fyrir Kalmar. Norrköping – Elfsborg ........................... 2:2 - Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn og lagði upp mark fyrir Norrköping. - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 83. mínútu hjá Elfsborg. Há- kon R. Valdimarsson var varamarkvörður. Häcken – Djurgården ............................. 0:0 - Agla María Albertsdóttir kom inn á sem varamaður á 22. mínútu og var tekin af velli á 72. mínútu hjá Häcken en Diljá Ýr Zom- ers var ekki í hópnum. Kalmar – Hammarby .............................. 1:5 - Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Kalmar. Noregur Tromsö – Lilleström................................ 2:2 - Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrstu 61 mínútuna fyrir Lilleström. Molde – Bodö/Glimt ................................ 3:1 - Björn Bergmann Sigurðarson var ekki með Molde vegna meiðsla. - Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodö/Glimt. Strömsgodset – Viking ........................... 3:2 - Ari Leifsson lék allan leikinn fyrir Strömsgodset. - Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn í marki Viking og Samúel Kári Frið- jónsson lék allan leikinn. Vålerenga – Rosenborg.......................... 0:4 - Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn fyrir Vålerenga og Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 64 mínúturnar. Vålerenga – Rosenborg.......................... 1:1 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn fyrir Vålerenga. - Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 67 mínúturnar fyrir Rosenborg. B-deild: Bryne – Start............................................ 2:0 - Bjarni Mark Antonsson lék fyrstu 82 mínúturnar fyrir Start. 50$99(/:+0$ FRAM – VALUR 3:2 0:1 Ágúst Eðvald Hlynsson 16. 1:1 Guðmundur Magnússon 26. 2:1 Guðmundur Magnússon 55.(v) 2:2 Ágúst Eðvald Hlynsson 56. 3:2 Jannik Pohl 66. MM Jannik Pohl (Fram) Ágúst Eðvald Hlynsson (Val) M Albert Hafsteinsson (Fram) Fred Saraiva (Fram) Guðmundur Magnússon (Fram) Jesús Yendis (Fram) Tiago Fernandes (Fram) Aron Jóhannsson (Val) Orri Hrafn Kjartansson (Val) Rautt spjald: Birkir Heimisson (Val) 45. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7. Áhorfendur: 463. VÍKINGUR R. – KA 2:1 1:0 Ari Sigurpálsson 54. 1:1 Nökkvi Þeyr Þórisson 80. 2:1 Viktor Örlygur Andrason 90. M Ari Sigurpálsson (Víkingi) Helgi Guðjónsson (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Oliver Ekroth (Víkingi) Viktor Örlygur Andrason (Víkingi) Daníel Hafsteinsson (KA) Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Oleksiy Bykov (KA) Þorri Mar Þórisson (KA) Rautt spjald: Arnar Gunnlaugsson (þjálfari Víkings) 80. Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 6. Áhorfendur: Um 500. ÍA – KEFLAVÍK 0:2 0:1 Dani Hatakka 13. 0:2 Kian Williams 68. M Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍA) Oliver Stefánsson (ÍA) Adam Ægir Pálsson (Keflavík) Dani Hatakka (Keflavík) Ivan Kaliuzhnyi (Keflavík) Kian Williams (Keflavík) Patrik Johannesen (Keflavík) Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8. Áhorfendur: 573. STJARNAN – ÍBV 1:0 1:0 Óli Valur Ómarsson 60. MM Óli Valur Ómarsson (Stjörnunni) M Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni) Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjörn) Eggert Aron Guðmundsson (Stjörn) Emil Atlason (Stjörnunni) Guðjón Orri Sigurjónsson (ÍBV) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) Rautt spjald: Atli Hrafn Andrason (ÍBV) 87. Dómari: Pétur Guðmundsson – 7. Áhorfendur: 493. LEIKNIR R. – BREIÐABLIK 1:2 0:1 Ísak Snær Þorvaldsson 28. 0:2 Ísak Snær Þorvaldsson 48. 1:2 Róbert Hauksson 55. MM Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki) M Anton Ari Einarsson (Breiðabliki) Damir Muminovic (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki) Dagur Austmann Hilmarsson (Leikni) Róbert Hauksson (Leikni) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 6. Áhorfendur: 656. KR – FH 2:3 0:1 Kjartan Henry Finnbogason 7. 0:2 Kjartan Henry Finnbogason 33. 1:2 Kristinn Freyr Sigurðsson 36. 1:3 Sjálfsmark 55. 2:3 Logi Hrafn Róbertsson 88. M Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Finnur Orri Margeirsson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Matthías Vilhjálmsson (FH) Grétar Snær Gunnarsson (KR) Hallur Hansson (KR) Kennie Chopart (KR) Kjartan Henry Finnbogason (KR) Theodór Elmar Bjarnason (KR) Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8. Áhorfendur: 1.328. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. _ Real Madríd tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í 14. sinn í sögu félagsins þegar liðið bar sigurorð af Liverpool, 1:0, í úr- slitaleik keppninnar sem fram fór á Stade de France í París á laugardags- kvöld. Sigurmarkið skoraði Brasilíu- maðurinn ungi, Vinicíus Júnior, af stuttu færi eftir tæplega klukkutíma leik. Liverpool fékk fjölda góðra færa í leiknum en Thibaut Courtois í marki Real sá til þess að þau fóru öll for- görðum, en hann átti stór- leik og varði alls níu skot. _ Haraldur Frank- lín Magnús átti sinn næstbesta hring á Scottish Challenge- mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi er hann lék fjórða og síðasta hringinn í gær. Haraldur lék á 72 högg- um, einu höggi yfir pari. Hann náði ekki að fylgja eftir glæsilegum fyrsta degi, en hann var á meðal efstu manna eftir fyrsta hring á fimm höggum undir pari. Hann lék hins vegar annan hring á 77 höggum og þriðja hring á 73 höggum. Haraldur fékk þrjá skolla og tvo fugla í gær og hafnaði í 56. sæti. _ Knattspyrnumaðurinn Sadio Mané mun yfirgefa enska félagið Liverpool í sumar eftir sex ára veru hjá félaginu. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano greindi frá á Twitter í gær. Mané gaf það sterklega í skyn fyrir leik Liverpool og Real Madrid í úrslitum Meistara- deildarinnar að hann myndi yfirgefa fé- lagið. Mané, sem er 30 ára, er samn- ingsbundinn Liverpool til ársins 2023. Bayern München og París SG eru líkleg- ust í baráttunni um Mané sem stendur en hann skoraði 120 mörk í 269 leikjum með Liverpool. _ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar í Wolfs- burg urðu á laug- ardag þýskir bik- armeistarar með því að leggja Potsdam örugg- lega að velli, 4:0, í úrslitaleik bik- arkeppninnar. Sveindís Jane kom inn á sem varamaður á 72. mín- útu í leiknum. Hún vann þar með tvö- falt í Þýskalandi á fyrsta hálfa tímabili sínu með Wolfsburg þar sem liðið varð einnig Þýskalandsmeistari í byrj- un mánaðarins. _ Þjóðverjinn Ralf Rangnick mun ekki taka að sér ráðgjafahlutverk hjá enska knattspyrnufélaginu Manchest- Eitt ogannað FÓTBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Alls fóru sex leikir, öll 8. umferðin, fram í Bestu deild karla í knatt- spyrnu í gær. Þar kenndi ýmissa grasa þar sem Breiðablik er áfram með fullt hús stiga og Ísaki Snæ Þorvaldssyni halda engin bönd, KR jók enn á ófarir FH, afleitt gengi Vals hélt áfram er liðið tapaði þriðja deildarleik sínum í röð, Stjarnan hélt áfram góðu gengi sínu, Íslandsmeistarar Víkings jöfn- uðu KA að stigum og Keflavík vann annan leik sinn í röð. Breiðablik gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði botnlið Leiknis úr Reykjavík naumlega, 2:1. Ísak Snær Þorvaldsson kom Breiðabliki yfir eftir tæplega hálftíma leik og skoraði svo annað mark sitt og Blika í upphafi síðari hálfleiks, hans níunda mark í átta leikjum. Róbert Hauksson minnkaði muninn skömmu eftir annað mark Ísaks Snæs en þar við sat og áttundi sig- ur Breiðabliks í jafnmörgum leikj- um þar með staðreynd. Liðið er nú með sjö stiga forskot á toppi deild- arinnar. Leiknir er áfram á botn- inum, þremur stigum frá öruggu sæti. KR vann þá frábæran 3:2-sigur á FH í Kaplakrika. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir snemma leiks og tvöfaldaði svo forystuna eftir rúmlega hálftíma leik. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn skömmu síðar og staðan því 2:1 í leikhléi. Snemma í síðari hálfleik varð Daninn Lasse Petry fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eft- ir fyrirgjöf landa síns Kennies Choparts. Logi Hrafn Róbertsson minnkaði muninn undir lok leiks en eins marks sigur KR niðurstaðan. KR fór með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar en FH, sem hefur gengið bölvanlega á tímabilinu, er í 9. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Valur heimsótti Fram í Safamýr- ina þar sem heimamenn höfðu bet- ur, 3:2, í stórskemmtilegum leik. Guðmundur Magnússon skoraði tví- vegis fyrir Fram og Ágúst Eðvald Hlynsson sömuleiðis fyrir Val áður en Jannik Pohl skoraði sigurmark Framara, sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið. Fram fór upp um tvö sæti, í 8. sæti, með sigrinum og er nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Valur er hins vegar komið niður í 6. sæti eftir að hafa byrjað tímabilið frábærlega. Óli Valur Ómarsson skoraði sig- urmark Stjörnunnar í 1:0-sigri á ÍBV og kom liðinu þannig upp í 2. sæti deildarinnar á meðan ÍBV er enn í fallsæti. Markið hans var sér- lega glæsilegt, magnað ein- staklingsframtak sem lauk með hnitmiðuðu skoti niður í nærhornið. Víkingur úr Reykjavík fékk KA í heimsókn og hafði naumlega betur, 2:1, eftir mikla dramatík í blálok leiks. Ari Sigurpálsson hafði komið Víkingi yfir áður en Nökkvi Þeyr Þórisson jafnaði metin fyrir Akur- eyringa seint í leiknum. Viktor Ör- lygur Andrason skoraði hins vegar sigurmark Víkinga á annarri mín- útu uppbótartíma. Víkingur er nú í 4. sæti með 16 stig líkt og KA, sem fór niður í 3. sæti. Keflavík gerði frábæra ferð á Skipaskaga þegar liðið vann 2:0- sigur á heimamönnum í ÍA. Dani Hatakka og Kian Williams skoruðu hvor í sínum hálfleiknum og kom Keflavík þar með upp í 7. sæti. ÍA er hins vegar áfram í 10. sæti, að- eins þremur stigum fyrir ofan fall- sæti. Tvískipt deild Að átta umferðum loknum í Bestu deildinni eru línur farnar að skýrast að langmestu leyti. Með nýju fyrirkomulagi munu sex efstu liðin taka þátt í umspili um Íslands- meistaratitilinn og sex neðstu liðin taka þátt í fallumspili. Blikar eru í algjörum sérflokki en næstu fimm lið á eftir koma svo í einum hnapp þar sem aðeins fjögur stig skilja á milli Stjörnunnar, KA, Víkings, KR og Vals. Keflavík er aðeins að gera sig gildandi í 7. sætinu og er aðeins þremur stigum á eftir Val en sjö stig FH í 9. sætinu teljast gífurleg vonbrigði fyrir Hafnarfjarðarliðið. Leiknir og ÍBV bíða þá enn eftir sínum fyrstu sigrum og því allt útlit fyrir afar erfitt sumar fyrir bæði lið. Ísaki halda engin bönd Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson Óstöðvandi Ísak Snær Þorvaldsson fagnar öðru marka sinna fyrir Breiða- blik gegn Leikni í gær ásamt Omar Sowe og Jason Daða Svanþórssyni. - Hefur skorað níu mörk í átta leikjum - Blikar enn með fullt hús stiga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.