Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
30. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.61
Sterlingspund 162.47
Kanadadalur 100.94
Dönsk króna 18.537
Norsk króna 13.547
Sænsk króna 13.097
Svissn. franki 134.43
Japanskt jen 1.0136
SDR 173.81
Evra 137.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.1111
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það vakti athygli á dögunum þegar
stjórnendur Ölgerðarinnar Egils
Skallagrímssonar tilkynntu að
samhliða skráningu fyrirtækisins á
markað myndu allir fastráðnir
starfsmenn fá hlutabréf í félaginu
að gjöf. Tekur upphæð gjafarinnar
mið af starfsaldri og geta þeir sem
hafa unnið hjá Ölgerðinni í fimm ár
eða lengur vænst þess að fá hluta-
bréf að andvirði 500.000 kr.
Þá ákváðu stjórnendur Brims
fyrr á þessu ári
að gefa starfs-
mönnum öllum
hluti í félaginu
og áætlað að
verðmæti gjaf-
arinnar hafi
numið um
580.000 kr. að
meðaltali handa
hverjum starfs-
manni.
Víða erlendis
er ekki óalgengt að starfsmenn
fyrirtækja geti áunnið sér eignar-
hlut í vinnustaðnum og fyrirkomu-
lagið oft þannig að hlutabréf eru
gefin í skiptum fyrir að halda
tryggð við vinnustaðinn. Þeir sem
eru hlynntir fyrirkomulaginu hafa
bent á að með áunnum réttindum
megi m.a. draga úr starfsmanna-
veltu og gera hinn almenna starfs-
mann áhugasamari um velgengni
félagsins. Þá kann í sumum lönd-
um að vera rekstrarlega og skatta-
lega hagkvæmt fyrir bæði vinnu-
stað og launþega að gefa
starfsmönnum hlutabréf í stað
hærri launa.
Eins og viðbót við laun
Sturla Jónsson endurskoðandi
hjá Grant Thornton segir íslenskar
skattareglur líta á hlutabréfagjöf til
starfsmanna sem skattskyld fríð-
indi og mega starfsmenn Ölgerðar-
innar því vænta þess að hlutabréfa-
gjöfin verði skattlögð eins og ef um
væri að ræða viðbót við laun þeirra.
„Meta þarf verðmæti gjafarinnar ef
verðbréfin eru gefin áður en félagið
er skráð á virkum markaði og má
þar hafa til hliðsjónar leiðbeiningar
um kaupréttarsamninga í tekju-
skattslögum. Starfsmaðurinn sem
þiggur gjöfina þarf að greiða allt að
46,25% tekjuskatt og vinnuveitand-
inn þarf að greiða tryggingagjald af
upphæðinni en hins vegar eru
hlunnindi af þessu tagi undanþegin
greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð,“ út-
skýrir Sturla.
Þegar starfsmaður síðan selur
bréfin þarf hann að greiða 22% fjár-
magnstekjuskatt ef þau hafa hækk-
að í verði en ekki er hægt að fá
tekjuskattinn eða tryggingagjaldið
endurgreitt ef verð hlutabréfanna
lækkar.
Þegar Brim gaf sínum starfs-
mönnum hlutabréf fór félagið þá
leið að veita þeim jafnframt kaup-
auka til að mæta tekjuskattsskuld-
inni vegna gjafarinnar. Hjá Ölgerð-
inni fengust þær upplýsingar að
starfsmönnum hafi verið veittir þrír
kostir: að borga tekjuskattinn í einu
lagi; selja hluta af bréfunum til að
fjármagna skattgreiðsluna; eða
dreifa skattgreiðslunni á tólf mán-
uði og völdu flestir síðasta kostinn.
Aðrar reglur gilda um
nýtingu kaupréttar
Lögin veita meiri sveigjanleika
þegar starfsmaður nýtir kauprétt í
félagi. Eru nokkur ár síðan lögun-
um var breytt í þá veru að fresta má
greiðslu tekjuskattsins þangað til
hlutabréfin eru seld. „Er það mun
rökréttara enda voru eldri ákvæði
laganna þannig að fólk sem nýtti
kaupréttarsamninga neyddist til að
taka lán eða ganga á eigin laun til
að eiga fyrir skattgreiðslunni. Er
eðlilegt að geta frestað tekjuskatt-
inum, hvað þá þegar haft er í huga
að oft fylgir kaupréttarsamningum
sú kvöð að mega ekki selja hluta-
bréfin í eitt eða tvö ár.“
Ef hlutabréfin hækka í verði frá
því að starfsmaðurinn nýtir réttinn
og þangað til bréfin eru að endingu
seld þá er skattgreiðslan tvískipt
þegar kemur að sölu: Ef kaupréttur
hljóðar t.d. á um að mega kaupa
hlut á 100 kr. þegar markaðsvirðið
er 120 kr. þá reiknast tekjuskattur
af mismuninum. Ef bréfið er síðan
selt á 150 kr. er markaðsvirðið á
kaupdag, 120 kr., dregið frá og fjár-
magnstekjuskattur lagður á eftir-
stöðvarnar. Við sölu yrði því að
greiða tekjuskatt af 20 kr. annars
vegar og fjármagnstekjuskatt af 30
kr. hins vegar.
Sturla bendir á að þessu til við-
bótar heimili lög um tekjuskatt, að
vissum skilyrðum uppfylltum, að
greiða einvörðungu fjármagns-
tekjuskatt af ábata vegna kaup-
réttarsamninga. „Skilyrðin eru
m.a. þau að kaupréttur að hluta-
bréfum í viðkomandi félagi þarf að
ná til allra starfsmanna, gera þarf
kaupréttarsamning og láta a.m.k.
12 mánuði líða áður en hann er
nýttur, ekki má selja hlutabréfin í
tvö ár eftir að kaupréttur er nýtur,
og má kaupverðið að hámarki
nema 1,5 milljónum króna á ári.“
Samspil hvata og áhættu
Ekki er úr vegi að bera saman
reglurnar sem gilda á Íslandi og í
útlöndum um skattlagningu hluta-
bréfagjafa og kaupréttarsamn-
inga, og reyna að meta hvort
breytinga sé þörf. Bendir Sturla á
að í Bandaríkjunum, og þá sérstak-
lega hjá sprotafyrirtækjum á
fyrstu stigum, sé algengt að stór
hluti launa fólks sé í formi hluta-
bréfa og hefur það fyrirkomulag
m.a. í för með sér að hagsmunir
fjárfesta og stofnendahópsins
haldast betur í hendur. Má finna
mörg dæmi um að þeir sem gengu
t.d. snemma til liðs við Microsoft,
Google eða Facebook og fengu
greitt í hlutabréfum urðu að millj-
óna- og milljarðamæringum þegar
félögin voru síðar skráð á markað.
Segir Sturla jafnframt að það sé
ekki óalgengt hjá bandarískum
fyrirtækjum að almennt starfsfólk
fái greidd laun og að auki n.k. bón-
us í formi hlutabréfa, og eigi þann-
ig hlutdeild í velgengni vinnustað-
arins.
En Sturla minnir á að því geti
fylgt ýmsar hættur að gera starfs-
fólk fyrirtækja að hluthöfum og
var t.d. lögum á Íslandi breytt eftir
bankahrunið til að koma í veg fyrir
að einstakir starfsmenn fjármála-
fyrirtækja gætu átt mjög mikið
undir því að hlutabréfaverð þeirra
hækkaði sem mest og hraðast í
verði.
Er það pólitísk spurning hvort
og þá hvaða hvata ætti að skapa
fyrir launþega til að eignast hlut í
vinnustöðum sínum en dæmin að
utan virðast benda til að þeim fé-
lögum reiði vel af sem greiða leið-
ina fyrir starfsfólk að gerast hlut-
hafar. „Verður að muna að ef
kaupréttir eða hlutabréfagjöf eru
hluti af launakjörum fólks þá felur
það í sér að fólk er að taka ákveðna
áhættu með laun sín og ef til vill
eðlilegt að veita einhverja skattaí-
vilnun af þeim sökum.“
Greiða skatt af gefins bréfum
Fríðindi Við gosfæribandið. Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf að gjöf í tilefni af skráningu fé-
lagsins á hlutabréfamarkað. Ólíkt nýtingu kaupréttar er ekki hægt að fresta greiðslu skatta þar til bréfin eru seld.
Enginn afsláttur
» Greiða þarf um helming af
virði hlutabréfanna í skatt og
ekki hægt að fresta greiðsl-
unni.
» Aðrar reglur gilda um nýt-
ingu kaupréttar og má þá
fresta greiðslu skatta.
» Sérstök undanþága leyfir að
greiða aðeins fjármagnstekju-
skatt af ábata vegna kauprétt-
arsamninga, háð ákveðnum
skilyrðum.
» Í Bandaríkjunum gefa mörg
fyrirtæki starsfólki hlutabréf
sem bónus eða sem umbun
fyrir að halda tryggð við vinnu-
staðinn.
- Hið opinbera tekur til sín stóran skerf ef fyrirtæki gefur starfsfólki hlutabréf - Aðrar reglur gilda
um nýtingu kaupréttar og sérstök skattaívilnun veitt ef kaupverðið er undir einni og hálfri milljón króna
Sturla
Jónsson
Milljarðamæringurinn og raðfrum-
kvöðullinn Elon Musk vakti athygli í
síðustu viku þegar hann sagði að
efnahagskreppa gæti í reynd styrkt
hagkerfið. Átti Musk í samtali við
fylgjendur sína á Twitter og var m.a.
spurður hvort honum þætti líklegt
að efnahagskreppa væri handan við
hornið.
Svaraði Musk að hann teldi
kreppu í vændum. „En það væri af
hinu góða [því] peningum hefur rignt
yfir vitleysinga í of langan tíma. Sum
gjaldþrot þurfa að eiga sér stað,“ rit-
aði hann. „Sama gildir um viðbrögð-
in við kórónuveirufaraldrinum þar
sem fólk fór ekki út úr húsi og byrj-
aði að halda að það væri algjör óþarfi
að leggja hart að sér. Þetta fólk á
erfiða lexíu í vændum.“
Bætti Musk við að byggt á reynsl-
unni mætti búast við að kreppu-
ástand gæti varað í um það bil 12 til
18 mánuði, og mátti skilja á ummæl-
um hans að hagkerfið yrði sterkara
að kreppunni lokinni enda búið að
grisja í burtu óarðbær fyrirtæki.
„Fyrirtæki sem eru rekin með við-
varandi neikvæðu sjóðstreymi (og
eru þar með að eyða verðmætum
frekar en að skapa þau) þurfa að
deyja drottni sínum, svo þau hætti að
draga til sín auðlindir.“
Ummælin hafa vakið misjöfn við-
brögð og þannig bendir blaðamaður
Guardian á að rafbílaframleiðandinn
Tesla, sem Musk stofnaði, hafi lengi
átt erfitt uppdráttar og ekki ósenni-
legt að fyrirtækið – sem í dag er
verðmætasti bílaframleiðandi heims
– hefði ekki lifað af ef ekki hefði verið
fyrir lán sem bandarísk stjórnvöld
veittu félaginu á sínum tíma og
rausnarlegar ívilnanir stjórnvalda
víða um heim sem liðkuðu fyrir sölu
rafbíla og sölu koltvísýringslosunar-
kvóta til annarra bílaframleiðenda.
Bætir Guardian við að frá 2010 til
2018 hafi fjárfestar lagt um 20 millj-
arða dala í Tesla og félagið verið rek-
ið með margra milljarða dala tapi all-
an þann tíma. Var 2021 fyrsta árið
sem Tesla skilaði hagnaði. ai@mbl.is
AFP
Tiltekt Að mati Musks væri
stutt kreppa ekki alslæm.
Niðursveifla væri æskileg
- Musk segir gott að hreinsa í burtu félög sem rekin eru með tapi