Morgunblaðið - 30.05.2022, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Precaliber 20” 1g TREK Black
49.990 kr.
Precaliber 20” 1g CrystalWhite
49.990 kr.
Precaliber 20” Voodoo Black
7 gírameð dempara
57.990 kr.
Precaliber 20” TREK BLACK
7 gírameð dempara
57.990 kr.
Precaliber 20” 1g Alpine blue
49.990 kr.
Precaliber 12” Vice Pink
40.990 kr.
Precaliber 12” Royal
40.990 kr.
2-4ára
Precaliber 16” TREK Black
45.990 kr.
Precaliber 16” Pink Frosting
45.990kr.
3-6ára
5-9ára
Precaliber 24” 8g Radioactive Red
61.990 kr. 65.990 kr.
8-12 ára
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
BARNAHJÓL
Í MIKLU ÚRVALI 2022 ÁRGERÐ
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Precaliber 24” 8g dempari CrystalWhite
Töluvert hefur verið kvartað yfir
miklum hávaða frá herþotum
ítalska flughersins sem stundaði
aðflugsæfingar yfir Akureyri og
Egilsstöðum síðastliðna viku.
Æfingarnar eru hluti loftrýmis-
gæslu Atlantshafsbandalagsins við
Ísland. Sveinn H. Guðmarsson
upplýsingafulltrúi utanríkisráðu-
neytisins segir tilkynningar um
æfingar vera á höndum Landhelg-
isgæslunnar.
„Ég skil vel að það sé ónæði að
þessu, það er talsverður hávaði
sem fylgir þessum vélum, en Gæsl-
an gerir sitt besta til að sjá til að
allir viti að þetta standi til,“ segir
Sveinn. Ásgeir Erlendsson upplýs-
ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar
segir að vegna áhafnaskipta hjá
ítölsku flugsveitinni hafi verið
þörf á aðflugsæfingum. Þá segir
Ásgeir að flug um helgar sé
óvanalegt en hafi verið nauðsyn-
legt núna síðustu helgi. Tilkynn-
ingar um aðflugsæfingar séu bæði
birtar í fjölmiðlum og á samfélags-
miðlum.
Kvartað
yfir hávaða
- Aðflugsæfingar
Ítala valdið ónæði
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Læti Aðflug æft á Akureyri.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Tjaldshreiður fannst í mölinni á
Kjalarnesi þar sem unnið er að því
að breikka Vesturlandsveg. Í stað
þess að fjarlægja hreiðrið ákvað
verktakinn að grafa í kringum
það, svo hægt sé að koma ung-
unum á legg.
„Við getum ekki farið að eyði-
leggja hreiðrin. Við grófum bara í
kringum þetta,“ segir Þröstur Sív-
ertsen, staðarstjóri Ístaks, sem sér
um verkefnið. Næsta skref fram-
kvæmdanna er að fylla upp í svæð-
ið með styrktarlagsefni. Hreiðrið
verður þó ekki fjarlægt. „Við
byggjum okkur bara í kringum
hreiðrið þar til ungarnir verða
fleygir. Hvenær sem það verður.“
Stefnt er að því að malbika fyrir
lok júní. Þá þyrfti hreiðrið þó
helst að vera farið. „Ekki nema
þeir ætli að stoppa allar fram-
kvæmdirnar,“ segir Þröstur glett-
inn.
Spurður hvort svona lagað komi
fyrir oft jánkar Þröstur því og
segir að svo virðist sem það sé ein-
hvers konar vernd í því að gera
hreiður í fyllingum líkt og þeirri
sem um ræðir. Mögulega falli
hreiðrið betur inn í umhverfið eða
tolli betur en annars staðar. „Við
keyrum þarna töluvert um með
tæki. Það hreyfist ekkert við það.“
Þröstur segir einnig algengt að
tjaldarnir verpi inni í vinnuvélum
og öðrum tækjum. „Það er ekkert
óalgengt, ef tæki standa í einhvern
tíma.“
Grófu í kringum hreiðrið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ungar Tjaldurinn ásamt ungum. Sjá má hvernig grafið var í kring.
- Tjaldshreiður látið standa svo ungarnir komist á legg
Aðfaranótt sunnudags reyndist
annasöm hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, en um hundrað mál
rötuðu í málaskrá lögreglu og þurftu
tíu manns að gista fangaklefa fyrir
aðskiljanlegar sakir, að því er lesa
má úr dagbók lögreglu.
„Eftir rólega föstudagsnótt varð
fjandinn laus þessa nóttina,“ segir
þar. Nefna má líkamsárás í miðborg-
inni, en einn var handtekinn og
stungið inn vegna málsins, en hinn
fluttur á slysadeild.
Þá var par handtekið í Kópavogi
fyrir líkamsárás og eignaspjöll og
hlutu þau hvort sinn hvílustað í boði
ríkisins.
Maður í Grafarvogi var handtek-
inn fyrir að ráðast á nágranna sinn
og vistaður í fangaklefa.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af
allnokkrum í annarlegu ástandi.
Sumir voru ósjálfbjarga af drykkju
en aðrir til vandræða og með ofstopa
og voru látnir sofa úr sér í stein-
inum.
Fjandinn laus í
borginni á
sunnudagsnótt