Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
ÞÚ FÆRÐ BOSCH
BÍLAVARAHLUTI HJÁ KEMI
Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna
mun rannsaka viðbrögð lögregl-
unnar í tengslum við skotárásina
sem átti sér stað í Robb-grunnskól-
anum í Uvalde í Texas þar sem 21
var myrtur, þar af 19 börn.
Reiði almennings í Bandaríkj-
unum fer vaxandi eftir að í ljós kom
að lögreglumenn biðu á göngum
skólans meðan börnin voru lokuð
inni í skólastofu með árásarmann-
inum, samkvæmt BBC.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna
og eiginkona hans Jill Biden lögðu
blómvönd að minningarvarða fyrir
utan skólann þegar þau heimsóttu
hann í dag en mina en tvær vikur
eru síðan Biden heimsótti Buffalo í
New York, þar sem önnur fjölda-
skotárás átti sér stað.
Biden var einnig viðstaddur kaþ-
ólska messu í Uvalde í dag, auk þess
sem hann hitti fyrstu viðbragðsaðila
og syrgjandi ættingja hinna látnu í
einrúmi.
Baulað var á Greg Abbott, ríkis-
stjóra í Texas, þegar hann kom
fram. „Við þurfum breytingar,“
hrópaði maður nokkur. Fagnaðar-
læti brutust þó út þegar bílar
Bandaríkjaforseta keyrðu fram hjá
en hann hefur talað fyrir breyt-
ingum.
Í gær endurtók hann kröfu sína
um að þingið myndi herða reglur um
skotvopn.
„Við getum ekki bannað harm-
leiki, ég veit, en við getum gert
Bandaríkin öruggari. Við getum
loksins gert það sem við þurfum að
gera til að vernda líf fólksins og
barnanna okkar,“ sagði Biden í ræðu
við háskólann í Delaware.
AFP
Syrgt Joe og Jill Biden lögðu blóm-
vönd að minnisvarða við skólann.
Rannsaka við-
brögð lögreglu
- Biden minntist fórnarlambanna
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sendiherrar Evrópusambandsríkj-
anna reyndu í gær að komast að
málamiðlun sem myndi gera sam-
bandinu kleift að setja innflutnings-
bann á olíu frá Rússlandi, en án
árangurs. Leiðtogaráð sambandsins
mun funda í Brussel í dag til að
ræða frekari refsiaðgerðir á hendur
Rússum, en tilraunir framkvæmda-
stjórnar sambandsins til þess að
setja á olíubann stranda nú á Ung-
verjum.
Viktor Orbán, forsætisráðherra
Ungverja, hefur sagt að þær mála-
miðlanir sem nefndar hafi verið til
þessa gangi ekki upp, þar sem Ung-
verjar kaupi um 65% af olíu sinni frá
Rússum, en meðal þess sem nefnt
hefur verið er að Ungverjar fái
tveggja ára umþóttunartíma til við-
bótar við það sem önnur ríki sam-
bandsins fá til að „venja sig af“ þörf-
inni á olíu frá Rússum.
Hafa ungversk stjórnvöld krafist
fjögurra ára umþóttunartíma, auk
styrks upp á um 800 milljónir evra,
eða sem nemur rúmum 110 millj-
örðum íslenskra króna í styrki til að
Ungverjar geti fengið olíu annars
staðar frá.
Á meðal þess sem rætt var í gær
var að Drúsjba-olíuleiðslan, sem
flytur um þriðjung af þeirri olíu sem
Rússar selja til aðildarríkja ESB,
yrði alfarið undanþegin olíubanninu
og að refsiaðgerðir sambandsins
næðu eingöngu til þeirrar olíu sem
flutt er til Evrópu með olíuflutn-
ingaskipum.
Tillagan náði hins vegar ekki fram
að ganga, og sögðu heimildarmenn
AFP-fréttastofunnar, að málamiðl-
unin hefði vakið spurningar um
sanngirni þess að önnur aðildarríki
sambandsins væru að axla byrðar
umfram þau sem fengu undanþágu,
en auk Ungverja höfðu Tékkar og
Slóvakar fengið undanþágur frá
fyrirhuguðum refsiaðgerðum.
Einn embættismaður sagði við
AFP í skjóli nafnleyndar að enn
væri von um að samkomulag næðist
fyrir leiðtogafundinn í dag, en hon-
um á að ljúka á morgun. „Það gæti
gengið upp, það gæti ekki gengið
upp, en ég held að sú skylda hvíli á
okkur að reyna,“ sagði hann og
bætti við að öll aðildarríkin hefðu
sýnt vilja til þess að ná samkomulagi
um olíubannið.
Volodimír Selenskí, forseti Úkra-
ínu, mun ávarpa fundinn í dag, en
hann hefur hvatt ríki heims síðustu
daga til þess að loka á öll viðskipti
við Rússland vegna innrásarinnar,
en Evrópusambandið eyddi um 80
milljörðum evra í olíu frá Rússlandi
á síðasta ári, um fjórum sinnum
meira en varið var í kaup á jarðgasi
þaðan.
Deilt um vopnasendingar
Olaf Scholz Þýskalandskanslari
ávarpaði í gær friðarsamkomu við
Brandenborgarhliðið í Berlín, þar
sem hann lýsti yfir einlægum stuðn-
ingi sínum og allra Þjóðverja við
Úkraínumenn. „Við stöndum við hlið
ykkar. Hjarta okkar og hugur er
með ykkur,“ sagði Scholz. „Pútín
mun ekki sigra.“
Ávarp Scholz kom í kjölfar um-
ræðu í Þýskalandi um helgina um
efndir á loforðum stjórnvalda þar
um vopnasendingar til Úkraínu.
Sagðist sunnudagsblað Die Welt
hafa gögn undir höndum sem sýndu
að Þjóðverjar hefðu hvorki sent nein
þungavopn til Úkraínu né léttari
vopn svo neinu tæki að nefna í um
níu vikur.
Kom fram í umfjöllun blaðsins að
einungis tvær vopnasendingar hefðu
borist frá Þýskalandi til Úkraínu á
tímabilinu frá 30. mars til 26. maí,
og hefðu báðar einungis haft
„smærri vopn“. Fyrri sendingin
hefði haft varahluti fyrir vélbyssur
og íhluti í sprengjur, en sú seinni
jarðsprengjur sem ætlað er að
granda skriðdrekum.
Úkraínumenn væru hins vegar
enn að biðja Þjóðverja um meiri og
þyngri vopn, þar á meðal Panzer-
faust 3-skriðdrekabana og eldflaug-
ar til að granda flugvélum, en ekk-
ert hefði bólað á þeim síðan í mars.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari
mátti þola harða gagnrýni í apríl-
mánuði, þegar honum var gefið að
sök að hafa staðið í veginum fyrir að
þýsk þungavopn yrðu send til Úkra-
ínu. Féllust Þjóðverjar þá á að
senda Gepard-loftvarnardreka til
Úkraínu, en fyrstu drekarnir verða
ekki teknir í notkun fyrr en í júlí,
þar sem sinn tíma tekur að þjálfa
úkraínska hermenn í notkun þeirra.
Þá hafa einnig komið upp vandamál
við að útvega skotfæri fyrir Gepard-
drekana.
Ekkert samkomulag
Á fimmtudaginn sagði Scholz að
stefna Þjóðverja væri að senda slík
vopn einungis ef önnur aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins gerðu það
einnig. Bandalagsríkin hafa hins
vegar kosið frekar að senda skrið-
dreka af rússneskum uppruna, sem
Úkraínumenn nota nú þegar, frekar
en skriðdreka sem hannaðir voru á
Vesturlöndum.
Fyrir helgi spannst því sú um-
ræða í þýskum fjölmiðlum að Þjóð-
verjar væru einungis að fylgja
„óformlegu samkomulagi“, sem gert
hefði verið milli ríkja Atlantshafs-
bandalagsins um að senda ekki há-
tæknileg þungavopn, sem verra
væri að féllu Rússum í skaut á víg-
vellinum.
Liz Truss, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði hins vegar á föstu-
daginn á blaðamannafundi í Tékk-
landi, þar sem hún var í heimsókn,
að það væri af og frá að nokkurt
slíkt samkomulag hefði verið gert.
„Ég vil vera algjörlega skýr. Þessi
orðrómur er algjörlega ósannur. Við
höfum gert það skýrt að það er al-
gjörlega lögmætt að styðja Úkraínu
með skriðdrekum og flugvélum og
við styðjum mjög það sem Tékkland
hefur gert með sendingum á skrið-
drekum til Úkraínu,“ sagði Truss.
Ræddu við Pútín
Scholz og Emmanuel Macron
Frakklandsforseti ræddu í 80 mín-
útur við Vladimír Pútín Rússlands-
forseta á laugardaginn. Þar sagði
Pútín meðal annars, samkvæmt
fréttatilkynningu Rússa, að frekari
vopnasendingar vesturveldanna til
Úkraínu byðu hættunni heim og
gætu aukið á „óstöðugleika“.
Pútín endurtók einnig fyrra boð
sitt um að leyfa sendingar á korni og
áburði frá Rússlandi og Úkraínu, ef
refsiaðgerðir vesturveldanna á
hendur Rússlandi yrðu látnar falla
niður, en Pútín reyndi á föstudaginn
að skella skuldinni á yfirvofandi
hungursneyð á refsiaðgerðirnar.
Í fréttatilkynningum Frakka og
Þjóðverja af símtalinu var ekki
minnst á vopnasendingar eða afnám
viðskiptaþvingana. Þar sagði hins
vegar að Scholz og Macron hefðu
lagt að Pútín að draga herlið sitt til
baka til Rússlands. Þá skoruðu þeir
á hann að efna til „beinna og alvöru
viðræðna“ við Selenskí til að leysa
deilur ríkjanna.
Náðu ekki saman um olíubann
- Leiðtogaráð ESB ræðir hertar refsiaðgerðir gegn Rússum - Scholz segir að Pútín muni ekki vinna
- Dráttur sagður hafa orðið á vopnasendingum til Úkraínu - Scholz og Macron ræddu við Pútín
AFP/Stringer
Rústir Drengur leikur sér á róluvelli fyrir aftan eyðilagðan bíl í Maríupol, sem nú er á valdi Rússa, um helgina.