Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022
Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Sláttutraktorar
40 ár
á Íslandi
„Breytingar í borg-
inni“ var kjörorð
Framsóknarflokksins í
nýafstöðnum borg-
arstjórnarkosningum
og út á þau vann flokk-
urinn stórsigur. Nú er
að standa við þau lof-
orð.
Svo virðist sem
þannig hafi staðan
skipast að aðeins er um
eitt taflborð að ræða – skipað sama
fólki – en til að leikurinn geti talist
löglegur þarf fleiri á borðið. Enginn
efast um góðan vilja til að fá nauð-
synlega leikmenn svo hægt sé að
hefja skákina, en þar á borðinu er
fyrir fólk sem hefur ákveðna sýn á
sinn sigur og fjölda peða utan vallar
í ofmönnuðum plássum.
Á þessu borði þarf hinn nýi liðsafli
með sinn her að koma sér fyrir og –
sem meira er – krefjast nýrrar upp-
röðunar og sigra á ákveðnum stöð-
um, sem þýðir í raun að þeir sem
fyrir voru verða að játa að þeirra
hernaðartækni og markmið nutu
ekki vilja kjósenda. Krafist var
breytinga. Hafa ber samt í huga að
það er engin herskylda á Íslandi og
því síður skylda fyrir Einar að koma
með sitt lið til aðstoðar fallandi her.
Í mínum huga – og fjölmargra
annarra – innihéldu þessi breytinga-
loforð Framsóknarflokksins m.a.
eftirfarandi þrjú atriði.
1. Hefja strax uppbyggingu íbúð-
arhúsa af öllum gerðum austan El-
liðaár; horft til Keldnalands, Kjal-
arness og hóflegrar
þéttingar byggðar á
auðum reitum í Graf-
arvogi, Grafarholti og
Úlfarsárdal. Áhersla sé
lögð á að einstaklingar
fái úthlutaðar hæfilega
stórar lóðir undir 150-
220 fm einbýlishús með
bílskúr, sömuleiðis
hvað parhús og raðhús
varðar. Flækjustigum í
framkvæmda- og leyf-
isveitingum verði
fækkað. Horft sé til
þess að fólk geti sjálft lagt sitt af
mörkum við byggingu síns húss/
íbúðar eins og vel hefur gefist á Ís-
landi í þúsund ár. Sama grunn-
hugsun skuli gilda um stórar sem
smáar blokkaríbúðir. Þetta krefst
forgangsbreytinga hjá borgarstjórn;
ekki lengur einblínt á þröng blokka-
hverfi á hverjum rándýrum grónum
bletti vestan Elliðaár og allar lóðir
afhentar verktökum sem keppast við
að byggja ódýrt en selja á yfir-
sprengdu verði áður en svo mikið
sem WC hefur verið tengt.
2. Hætt verði með öllu frekari
bollaleggingum um brottvísun
Reykjavíkurflugvallar – þess um-
svifamikla og gjöfula fyrirtækis sem
höfuðborg Íslands nýtur að hafa og
er landsmönnum, jafnt sem erlend-
um ferðamönnum, nauðsynlegt.
Beðið verði eftir mati á öðrum
möguleikum flugvallar en allar
vangaveltur á kostnað íbúanna læst-
ar niður þar til sú niðurstaða liggur
fyrir.
3. Hætt verði þegar í stað þaul-
hugsaðri vinnu sem miðar að því að
kyrkja núverandi bílaumferð með
þrengingu gatna og öðrum slíkum
kúnstum. Gera þarf átak í lagfær-
ingu gatnamóta, fjölgun nauðsyn-
legra akreina og öðru sem miðar að
eðlilegri hnökralausri umferð ekki
stærri borgar en Reykjavík er (út-
hverfi evrópskrar smáborgar). Hug-
mynd um jarðgöng undir Miklu-
braut með tilheyrandi pálmatrjám
og suðræðnu sólskini verði hent í
heilu lagi og óinnpakkaðri út af
borðinu og aðvinnendur látnir snúa
sér að vitrænum verkefnum.
Vart má sjá að þessi atriði gangi
vel í þann her sem áður réð ríkjum á
taflborðinu og allra síst að sá kóngur
sem þar var í forystu geti haldið þar
velli. Krafan hlýtur því að vera að
Einar Þorsteinsson setjist í borgar-
stjórastólinn og óhjákvæmilega
verður hann að endurnýja mikið í
þétttriðnu liði utan sjálfs taflborðs-
ins, handvöldu liði sem stýrir ráðum
og nefndum með sjónarmið sem
ganga þvert á það sem Framsóknar-
flokkurinn boðaði.
Veganesti til Einars
Þorsteinssonar
Eftir Níels Árna
Lund »Krafist var breyt-
inga. Það er engin
herskylda á Íslandi og
því síður skylda fyrir
Einar að koma með sitt
lið til aðstoðar fallandi
her.
Níels Árni Lund
Höfundur er fyrrverandi skrif-
stofustjóri og einn af frumbyggjum
Grafarholts.
lund@simnet.is
„Látið ekkert fúk-
yrði líða ykkur af
munni heldur það eitt
sem gott er til upp-
byggingar, þar sem
þörf gerist, til þess að
það verði til góðs þeim
sem heyra.“ (Úr Efes-
usbréfi Páls postula
úr Nýja testament-
inu.)
Drottinn Jesús!
Ég ákalla þig á þessum degi. Þig
sem veist hvað mér og okkur öllum
er fyrir bestu. Þig sem býðst til að
bera byrðarnar með okkur.
Hjálpaðu okkur til að vera þakk-
lát og jákvæð, uppörvandi og hvetj-
andi svo við getum orðið ein-
hverjum til blessunar í dag.
Hjálpaðu okkur að vera góðir hlust-
endur. Hneykslast ekki og dæma
ekki.
Blessaðu þau sem eiga erfitt með
að komast leiðar sinnar vegna hvers
konar fötlunar eða hamlana, vegna
sjúkdóma, styrjalda, fátæktar,
hungurs eða annars óréttlætis.
Hjálpaðu okkur að veita þeim at-
hygli og koma þeim til hjálpar bæði
sem samfélag jafnt sem ein-
staklingar.
Leyfðu okkur að finna að þó að
við komum að hvers
kyns torfærum á æv-
innar vegi og okkur
finnist á stundum sem
öll sund séu lokuð þá
mættum við samt finna
að hjá þér og í þínum
faðmi eigum við öll
jafnan aðgang að bless-
un þinni og umhyggju,
þrátt fyrir aðstæður
hverju sinni og hvers
kyns vonbrigði. Því þú
elskar alla jafnt og ferð
ekki í manngreinarálit.
Fyrir það vil ég fá að lofa þig og
þakka. Í Jesú nafni. Amen.
Með friðar- og kærleikskveðju.
– Lifi lífið!
Hlustum á fólk og
dæmum það ekki
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Hjálpaðu okkur að
vera þakklát, já-
kvæð, uppörvandi og
hvetjandi svo við getum
orðið einhverjum til
blessunar í dag. Góðir
hlustendur sem dæma
ekki.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Atvinna