Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.2022, Blaðsíða 19
hjóli hans, fékk að blása í trompet, var reiddur á mótorhjóli og fékk snemma að skjóta í mark. Þá er eftirminnileg ferð, þegar við fór- um ríðandi austur í Haukadal í Biskupstungum, ásamt föður hans og bróður, og sváfum undir berum himni. Halldór var sann- kallaður „dellukarl“, með áhuga á mörgum málum. Hann glamraði á píanó, þandi harmonikku og blés í trompet. Á þessum árum tók hann myndir með Rolleflex-vél og „ei- lífðarflassi“ eins og það hét þá. Í safni hans leynast örugglega dýr- mætar myndir frá sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar. Fyrir nokkrum árum tók eg saman æskuminningar úr Norð- urmýrinni og leitaði þá til Hall- dórs. Ekki stóð á svörum frá hon- um og rifjaði hann upp ýmsa viðburði úr næsta nágrenni. Þar segir hann frá ærslafullum leikj- um og uppátækjum; meðal annars því, að hann hafi kastað snjókúlu í glugga á næsta húsi, þar sem gömul kona lá banaleguna og dó hún þann daginn. Eftir það var hann um tíma kallaður „kellinga- bani“. Eftir að við urðum fulltíða minnkuðu samskipti okkar í milli. Eg leitaði þó til Halldórs í allnokk- ur skipti og ávallt tók hann mér vel og leysti úr öllum málum. Flestir þekkja til Halldórs vegna skrifa hans um menn og málefni. Hann var óragur við að segja skoðun sína og lét hvern mann heyra það, sem honum bjó í brjósti. Langt í frá var eg sam- mála frænda mínum og þótti mér skrif hans ekki alltaf par falleg. Ólíkar skoðanir okkar höfðu engin áhrif á vinskapinn. Að eðlisfari held eg að Halldór hafi verið sein- þreyttur til vandræða og ekki ekki stökk hann upp á nef sér, þó að eg kolfesti jeppa hans í Beiná í eina tíð. Eg kveð Halldór frænda minn með mikilli hlýju og eftirsjá. Ágúst H. Bjarnason. Við kynntumst fyrst í Ísaks- skóla og hittumst næst í 1. bekk í gagnfræðaskóla, urðum bekkjar- félagar í 7 ár og stúdentar frá MR 1957. Við vorum 18 strákar í X- bekk stærðfræðideildar, allgóðir námsmenn, góðir vinir og frábær andi í bekknum. Ólafur Hansson kenndi okkur sögu. Hann var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, sagður muna allt og vita allt! Löngu seinna sagði hann mér að þessi bekkur hefði verið einstakur vegna þess að allir í honum luku háskólaprófi. Hann þekkti ekki fleiri slík dæmi. Líklega er nú fyr- ir löngu búið að jafna það met. Dóri lá ekki stöðugt yfir námsbók- unum og átti mörg áhugamál. Eitt af þeim var ljósmyndun. Hann tók myndir af bekknum sem gáfu ekk- ert eftir myndum lærðra ljós- myndara, en eini gallinn var sá að hann var ekki sjálfur með á þeim. Þótt aðalstarf hans tengdist verk- fræði hafði hann marga aðra hæfi- leika. Ritfærni var í ættinni. Afi hans, Ágúst H. Bjarnason, skrif- aði vísindarit sem almenningur las og skildi og eru enn víða til. Langafi hans, Jón Ólafsson skáld og ritstjóri var landsþekktur og líklega eini Íslendingur sem þurfti tvisvar að flýja land. Fyrst vegna byltingarljóðsins Íslendingabrags og síðar út af grein um landshöfð- ingja. Dóri var pennafær með af- brigðum og ólatur við skriftir. Hann var með þeim fyrstu til að stofna bloggsíðu og skrifaði oft stuttar og hnitmiðaðar greinar í Morgunblaðið sem voru mikið lesnar. Hafði áhuga á mörgu, tók oft stórt upp í sig og hafði gaman af að hrinda af stað umræðu. Hann hafði skemmtilegan stíl, beitti oft húmor sem var iðulega heldur í kaldara lagi. Hann var sá í árganginum sem helst tók að sér að skrifa minningargreinar um fallna félaga. Nú er þar skarð fyr- ir skildi. Hann var hægri sinnaður í pólitík, öflugur stuðningsmaður Gunnars Birgissonar í Kópavogi og þeir sagðir eiga skap saman. Framan af var hann mikill aðdá- andi Donalds Trumps, eini Íslend- ingur mér kunnur sem átti rauða húfu leiðtogans og gekk oft með hana. Þar greindi okkur verulega á þótt við værum annars oftast sammála í stjórnmálum. Seinast þegar við hittumst ræddum við Trump og hann sagðist vera far- inn að linast verulega í trúnni. Fannst framganga forsetans í co- vid-vörnum og seinast árásin á þinghúsið orka mjög tvímælis. Dóri sótti manna best mánaðar- legar samkomur árgangsins með- an heilsan leyfði. Hans verður sárt saknað. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu hans og fjölskyldu. Blessuð sé minning Halldórs Jónssonar. Tryggvi Ásmundsson. Góður vinur hefur kvatt þenn- an heim. Við hjónin kynntumst Halldóri Jónssyni og eftirlifandi eiginkonu hans, Steinunni, fljót- lega eftir að við fluttum til Kópa- vogs fyrir um 40 árum. Það gerð- ist í gegnum pólitíkina hjá íhaldinu í Kópavogi, þar sem Hall- dór var innsti koppur í búri. Hann var hörkuduglegur fyrir sinn flokk og átti sinn þátt í að und- irbúa jarðveginn fyrir farsæla uppbyggingu bæjarins. Með tímanum tókust með okk- ur nánari kynni. Halldór var stór- brotinn persónuleiki þar sem húmorinn var sjaldan langt und- an. Hann var höfðingi heim að sækja. Eftirminnilegastar eru samverustundir okkar með þeim hjónum í sumarbústað þeirra að Bergstöðum í Biskupstungum. Þar var oft glatt á hjalla og þjóð- málin brotin til mergjar af mikilli innlifun og tilfinningahita. Halldór hafði mörg áhugamál sem hann sinnti af kappi. Sameig- inlegt áhugamál okkar karlanna var einkaflug, þar sem hann var í hlutverki flugkennara. Hann brýndi fyrir nemandanum að til þess að verða góður flugmaður þyrfti maður að uppfylla tvö skil- yrði: vera snarbilaður og elska að fljúga. Með það að leiðarljósi átt- um við flugmennirnir margar ánægjulegar samverustundirnar í fluginu, stundum með ævintýra- legum uppákomum, ýmist viljandi eða óviljandi. Þau hjónin heimsóttu okkur eitt sinn þegar við dvöldumst í Durham á Englandi. Þá ferðuð- umst við saman um England og fórum m.a. til Portsmouth til að skoða herskipið HMS Victory sem var flaggskip Nelsons flotafor- ingja í orrustunni við Trafalgar. Halldór var mjög áhugasamur um sögu liðinna stórvelda, allt frá stórveldi Alexanders mikla til breska heimsveldisins. Þegar við skoðuðum herskipið fengum við ljóslifandi lýsingu hans á hinni ör- lagaríku sjóorrustu. Það lá við að við heyrðum fallbyssudrunurnar. Nú er komið að leiðarlokum. Við biðjum guð að blessa Stein- unni, börn þeirra og fjölskyldur. Minningin um góðan vin lifir áfram. Þórarinn og Halla. Árið er 2008. Halldór Jónsson skrifar minningargrein – Gissur Símonarson í Gluggasmiðjunni látinn. Þar kemur fyrir setningin „Gissur var réttholda“. Ég hnaut um orðið. Á þeim tíma bar fundum okkar Halldórs oftar en ekki sam- an, enda lausamenn hjá Kópa- vogsbæ. Ég spyr Dóra: Hvaðan hefurðu orðið „réttholda“. Svar: „Það veit ég ekkert um.“ Ég hélt uppi spurnum, enginn gat bent á prentað eintak. Búvísindamaður á Hvanneyri sagði: „Þetta er akk- úrat orðið sem mig hefur vantað þegar lýsa á holdafari hrúta.“ Svo liðu árin, 2010 þótti fullreynt, ég sendi sérfræðingunum hjá Orða- bók Háskólans erindi. Að nokkr- um mánuðum liðnum barst svar, það var efnislega svona: Að aflok- inni hefðbundinni leit í tiltækum heimildum má álykta að orðið „réttholda“ kemur fyrst fyrir í minningargrein Halldórs Jóns- sonar við andlát Gissurar Símon- arsonar, ritaðri sumarið 2008! Að afloknum glæstum ferli ber Hall- dór marga veglega titla, þeirra á meðal er nýyrðasmiður. Ég votta aðstandendum Halldórs Jónsson- ar samúð mína. Íslensk tunga og við sem eftir lifum syrgjum öflug- an samstarfsmann. Gísli Óskarsson. Mikill heiðursmaður er fallinn frá. Halldór Jónsson verkfræðing- ur var einstaklega eftirminnilegur maður. Aðrir munu rekja æviferil hans, en í þessari minningargrein verður minnst á hans mikla fram- lag til Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi, sem hann bar á öxlum sér í hálfa öld. Það er á engan hallað að segja að Halldór var einn af valdamestu mönnum í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi um langt árabil. Engu ráði var ráðið í þessum flokki nema Halldór kæmi þar að. Pen- ingamál flokksins hvíldu mikið á hans herðum og í þeim efnum var hann harður í horn að taka. Hans boðskapur var alveg klár; greiðsluþrota stjórnmálaflokki væri ekki treystandi, hvað þá að stjórna sveitarfélagi eða þjóðinni! Þegar aðrir svifu skýjum ofar í há- timbruðum plönum um völd, framkvæmdir svo og eigin ágæti tók hann þá umræðu niður á jörð- ina, gjarnan með rökunum hver á svo að borga fyrir þetta allt sam- an. Hann ól okkur hin upp í ráð- deildarsemi, sem við megum aldr- ei gleyma. Það báru allir sem kynntust Halldóri mikla virðingu fyrir hon- um. Hans ræður á fundum voru alltaf skemmtilegar og með boð- skap. Hann kunni þá list að taka sig ekki alltof alvarlega. Gunnar Birgisson, þá bæjarstjóri í Fjalla- byggð, rifjaði upp sögu af Hall- dóri. Hann hefði hringt í Gunnar og sagst myndu koma í heimsókn til hans með frúna. Hann hringdi svo aftur nokkrum dögum seinna: „Er áfengisútsala á staðnum?“ Nei sagði Gunnar. „Datt það í hug, kem með nesti.“ Halldór var ekki alinn upp með silfurskeið í munninum. Hann var sjálfur dugnaðarforkur og gerði miklar kröfur til sín og annarra. Hann var maður einkaframtaks- ins og mat mikils mannkosti þeirra sem sköruðu fram úr, gerðu eitthvað nýtt, breyttu sam- félaginu. Með sama hætti gat hann verið stóryrtur um þá sem honum fannst vilja vera „farþeg- ar“ í okkar samfélagi. Halldór var ekki allra og gat verið hrjúfur á yfirborðinu. Inni fyrir sló hins vegar stórt og gott hjarta, og þeim sem hann treysti og elskaði var hann sannarlega góður. Halldór var eldklár maður, sem kom fram í öllum hans verk- um. Hann hafði skoðanir á öllum hlutum, stóð að blaðaútgáfu og öflugu bloggi á mbl.is. Bloggið hans var í reynd öflugur fjölmiðill, þar fór maður sem hafði skoðanir og hafði sitthvað að segja. Nú síðari ár hefur Halldór bar- ist við veikindi. Hann tók á veik- indum sínum af einstöku æðru- leysi og dugnaði. Hann barðist áfram og í okkar huga, sem til þekktum, var hann sannkölluð hetja! Við hugsum á þessum degi til fjölskyldu Halldórs og sam- hryggjumst þeim við fráfall vinar okkar Halldórs Jónssonar. Jón Atli Kristjánsson, Júlíus Hafstein. Árið 1988 flytjum við hjónin heim frá Danmörku þar sem ég hafði verið í námi í verkfræði. Þar höfðum við kynnst hjónum, þeim Jóni Ólafi Halldórssyni og Guð- rúnu Atladóttur. Jón Ólafur var sonur Halldórs Jónssonar sem var verkfræðingur af guðs náð og eitt sinn þegar við Jón vorum að tala saman og ég minntist á að ég væri að skoða ákveðna uppbygg- ingu á iðnaðarhúsnæði stakk Jón upp á því að ég talaði við pabba sinn vegna þessa þar sem hann vissi að Halldór hafði teiknað hús niðri í Faxafeni sem var sambæri- legt því sem ég var að skoða. Ég hringdi í Halldór og hann tók mér ákaflega vel og bauð mér að koma inn í Steypustöð og fá lánaðar teikningar að umræddu húsi til að skoða. Þetta var upphafið á vin- skap okkar Halldórs sem hefur enst allt fram á þennan dag. Halldór var flugmaður og einu sinni sem oftar þegar við spjöll- uðum saman minnist ég á það að mig hafi alltaf langað til að læra að fljúga. „Ha,“ sagði Halldór, „er það? Þú mætir út á völl á morgun eftir vinnu og við reddum þessu í hvelli.“ Svona var Halldór, auðvit- að var hann með kennsluréttindi á flugvél og kenndi mér að fljúga á gömlu Piper Cherokee-vélina sína. Eftir að Halldór hætti hjá Steypustöðinni gerðist hann sjálf- stæður verkfræðingur með ráð- gjöf í byggingarverkfræði. Í mörg ár leigðum við saman skrifstofu- rými ásamt öðrum og var alltaf fjör á kaffistofunni þegar Halldór var á staðnum. Halldór hafði skoð- anir á öllu sem viðkom okkur mönnunum á þessari jörð og nokkuð ljóst að ekki voru allir á sömu skoðun og hann, sérstaklega þegar kom að stjórnmálum. Hall- dór var harður sjálfstæðismaður og var boðinn og búinn til að vinna fyrir flokkinn öllum stundum. Halldór var víðlesinn maður og eldklár. Hann var fljótur að setja sig inn í málefni, átti marga skoð- anabræður en líka marga sem voru honum algerlega ósammála um það sem hann „bloggaði“ um hverju sinni. Halldór átti það til að vera hvassyrtur um sum málefni en aldrei nokkurn tíma heyrði ég hann tala illa um einstaka per- sónu. Halldór var stór persónu- leiki og aldrei var logn þegar hann var nálægt. Það er sjónarsviptir að þessum manni. Að lokum vil ég senda Steinu og fjölskyldu Hall- dórs innilegar samúðarkveðjur og óska Halldóri velfarnaðar í þeirri ferð sem hann hefur nú lagt í. Erlendur S. Birgisson. Mikill höfðingi er fallinn frá. Við Halldór kynntumst ekki að neinu marki fyrr en ég var ráðinn ritstjóri Voga, blaðs sjálfstæðis- manna í Kópavogi, fyrir ekki margt löngu. Halldór hafði skoð- un á öllu því sem þar var ritað, og var ákveðinn en sanngjarn, og gat samþykkt gagnrök ef þau voru byggð á sanngirni. Halldór var mikill sjálfstæðismaður og fór ekki leynt með það, mikill vinnu- þjarkur meðan honum entist heilsa til, og var þar ákaflega atorkusamur. Það var skemmti- legt að sitja með honum og ræða landsmálin og ekki síður heims- málin enda var þar alls ekki komið að tómum kofunum. Síðar hófum við Halldór sam- starf þegar hann réð mig sem rit- stjóra að blaðinu Sámi fóstra, blaði sem segja má að hafi fjallað um nánast allt milli fjalls og fjöru. Nafnið valdi hann eftir hundi Gunnars á Hlíðarenda, enda var blaðið fyrst gefið út á Suðurlandi. Þegar hundur Gunnars var veg- inn á ögurstundu húsbónda hans hans heyrði hann hundinn ýlfra og mælti þá: „Sárt ertu leikinn, Sám- ur fóstri.“ Halldór skrifaði sjálfur margt í blaðið, ekki síst greinar tengdar landbúnaði og samgöngu- málum, og margar þeirra urðu þekktar, enda þar ritað af kunn- áttu. Raunar lét hann sér ekkert óviðkomandi. Halldór gaf blaðið ekki lengi út bara á Suðurlandi, upplagið jókst um leið og farið var áfram austur og norður fyrir land að ógleymdum Vestfjörðum. Halldór var sannarlega vinur vina sinna, þeirri hlið hans kynnt- umst við mætavel, félagar hans sem störfuðum með honum að út- gáfu Sáms fóstra, og ég fullyrði að aldrei höfum við orðið ósammála um nokkurn skapaðan hlut, fá ágreiningsmál sem komu upp voru leyst í bróðerni. Nú kveðjum við þennan mann sem er mér um margt afar eftirminnilegur. Inni- legar samúðarkveðjur til eigin- konunnar Steinunnar Helgu, barnanna þeirra Þorsteins, Jóns Ólafs, Péturs Hákonar og Karen- ar Elísabetar og þeirra fjöl- skyldna. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís H. Jónsdóttir) Geir A. Guðsteinsson. Upphaf kynna okkar Halldórs má rekja til þess að feður okkar voru miklir mátar og hittumst við því oft í þeirra félagsskap. Á menntaskólaárunum vorum við sessunautar. Samdi okkur ein- staklega vel í námi og áhugamál- um. Við vorum báðir virkir í ljós- myndun og kenndi Halldór mér að vinna myndirnar frá töku til stækkunar og prentunar. Bárum við oft saman bækur okkar á þessu sviði. Við vorum áhuga- samir um djasstónlist og hlustuð- um á þessa tónlist af mikilli inn- lifun, Benny Goodman, Duke Ellington, Louis Armstrong og fleiri stórstirni voru goð í okkar augum. Þegar ég lýsti fyrir Hall- dóri upplifun minni af því að sjá og heyra þessa hljómlistarmenn þeg- ar ég dvaldi í Bandaríkjunum þá kom stutt og laggott frá Halldóri: „Ég flaug með Benny Goodman til veiða í Víðidalsá hér um árið.“ Sýndi hann mér mynd þessu til sönnunar. Halldór átti auðvelt með að rífa upp stemninguna ef píanó var á staðnum – og þá hljómuðu gamlir djassstandardar. Faðir Halldórs hélt hesta og þegar hann var fjarverandi sáum við um að hirða og hreyfa hestana. Þetta voru skemmtilegir útreiðar- túrar. Ekki má heldur gleyma bílaáhuga okkar en Halldór hafði keypt gamlan herbíl af Dodge- gerð á námsárunum og veitti hann okkur margar ánægjustundir. Fannst mér vænt um þegar ég gat sent Halldóri ljósmynd af honum og bílnum fyrir þremur árum. Síð- asta sumar fengum við okkur bíl- túr á mínum 50 ára gamla Buick sem lítur út eins og hann kom úr verksmiðjunni – „svona eiga bílar að vera“ –varð Halldóri þá að orði. Halldór var áræðinn þar sem „græjur“ eins og hljómflutnings- tæki voru annars vegar og barst það Pálma Hannessyni, rektor MR, til eyrna. Bað hann Halldór að gera sér ferð í Sel MR við Hveragerði og kippa hljómflutn- ingstækjunum þar í lag. Ekki varð undan þessu vikist og fórum við þrír félagar, Halldór, ég og Kjart- an Þorbergsson, í helgarferð til að sinna þessu. Þetta hófst með „happy hour“ að kvöldi laugar- dags og sunnudagurinn notaður til viðgerða. Var það mikil fagn- aðarstund þegar glymskrattinn sýndi lífsmark og allt virkaði á ný. Þetta var ekki þrautalaust því um- sjónarmaður Selsins fylgdist stöð- ugt með að beiðni rektors. Þegar við mættum í skólann eftir ferðina vorum við kallaðir á skrifstofu rektors og leist okkur ekkert á blikuna. Vorum við sannfærðir um að viðgerðin hefði ekki haldið og við fengjum ofanígjöf. En öðru nær, Pálmi lýsti ánægju með og þakkaði framtakið. Á útskriftardaginn 1957 borð- uðum við saman kvöldverð á Hót- el Borg og síðan skildi leiðir þar sem Halldór fór til náms í Þýska- landi og ég til Bandaríkjanna. Að námi loknu hittumst við sjaldnar enda bjó ég um árabil og starfaði í Bandaríkjunum. Þegar við tókum upp þráðinn að nýju þá fundum við að sameiginleg áhugamál okk- ar voru enn til staðar og einlæg vinátta. Nú við leiðarlok vil ég þakka fyrir minningarnar og allar okkar góðu samverustundir og kveð með þeim orðum sem okkur var tamt að nota – takk, kæri vin- ur. Við Arndís sendum Steinunni og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Jón E. Böðvarsson. Það er skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um Halldór Jónsson sem lést 17. maí síðastlið- inn 84 ára að aldri. Halldór hafði lengi glímt við erfið veikindi og því hefði andlát hans ekki átt að koma okkur á óvart, en gerði það nú samt. Halldór var kraftmikill og það gustaði af honum. Halldór var einn af þeim sem tekið er eftir hvert sem þeir fara. Halldór var ekki allra, en hann var sjálfum sér og sinni sannfæringu trúr, hann hélt ekki aftur af sínum skoðunum um menn og málefni. Halldór lagði oft á sig mikla og óeigin- gjarna vinnu til að koma verkefn- um af stað og klára þau. Halldór var hægrimaður og vann ötullega fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þá sérstaklega hér í Kópavogi. Kunn- um við sem á eftir honum komum honum bestu þakkir fyrir allt hans starf sem við nú njótum góðs af. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast Halldóri og hafa unnið með honum síðustu árin. Halldór gat sagt margar skemmtilegar sögur um menn og málefni, var óvæginn ef honum mislíkaði og þá gat þrjóskan komið upp í Halldóri og honum varð ekki haggað. Af honum lærði ég margt og var samstarf okkar Halldórs alltaf gott. Færi ég honum mínar bestu þakkir fyrir allt. Að lokum sendum við eftirlif- andi eiginkonu hans og börnum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.