Morgunblaðið - 11.07.2022, Side 10

Morgunblaðið - 11.07.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Förum eftir öllum sóttvarnartilmælum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég læt hurðina í dyrunum að skrifstofu minni alltaf standa opna. Þannig hefur þetta alltaf verið hér,“ segir Þór Sigurgeirsson nýr bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi. „Að fólk geti leitað hindrunarlítið til stjórnanda sveitarfélagsins skiptir miklu, svo margir þurfa til okkar að leita eftir ráðleggingum, fá svör við spurn- ingum og úrlausn sinna mála. Mér hentar vel að vera í opnu starfsumhverfi og finnst gaman að vera í samskiptum við alls konar fólk. Mikil- vægt er líka fólk skynji sig alltaf velkomið á skrifstofuna. Mín reynsla er sú að lausnir á ótrúlega mörgu megi finna með spjalli, enda nái fólk saman og mætist á miðri leið.“ Þátttaka í stjórnmálum kom af sjálfu sér Í kosningunum í maí sl. fékk Sjálfstæðis- flokkurinn á Seltjarnarnesi 50,1% greiddra at- kvæða og fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Þór er oddviti flokksins á Nesinu og í því hlutverki og sem bæjarstjóri fetar hann í fótspor föður síns, Sigurgeirs heitins Sigurðssonar, sem þessum embættum gegndi í áratugi. Þór segist sem sonur bæjarstjórans strax sem barn og ung- lingur hafa farið að fylgjast vel með bæj- armálum og taka afstöðu. Þátttaka sín í stjórn- málum hafi að einhverju leyti komið af sjálfu sér. „Og nú erum við komin í djúpu laugina og mörg verkefni fram undan,“ segir Þór. Sveit- arstjórnarmenn þurfa til dæmis nú að taka af- stöðu til hækkunar fasteignamats sem kynntar voru nýlega. Þar kom fram 9,3% hækkun milli ára í verðmati eigna á Seltjarnarnesi, en þær í bæ hefur álagningarstuðull verið 0,175%. „Það verður pólitísk ákvörðun að lækka þetta hlutfall til að auka ekki álögur á húseig- endur hér í bænum. Hér á Seltjarnarnesi hefur alltaf verið áherslumál að hafa skatta sem lægsta og frá því verður ekkert vikið nú. Út- svarið fer aftur í 13,7%. Eðlilegt er að fast- eignagjöldin hækki einungis í takt við verðlag, þá um 5-6% milli ára, en meira má þetta helst ekki vera. Til slíks er líka alveg svigrúm, því rekstur bæjarins stendur vel. Veltufé frá rekstri í ár verður líklega um 420 milljónir króna; það eru fjármunir sem nýtast til ýmissa framkvæmda og nauðsynlegra verkefna.“ Fullsetinn bær með Gróttubyggð Yst á Seltjarnarnesi eru nú að hefjast framkvæmdir við svonefnda Gróttubyggð, þar sem byggingar í gömlu iðnaðarhverfi voru brotnar niður og rýmt fyrir íbúðum. Þar hefur verið skipulagt hverfi fjölbýlis-, rað- og ein- býlishúsa fyrir alls um 480 íbúa. Svæði þetta gæti orðið fullbyggt í lok nýhafins kjörtímabils og þá gætu íbúarnir orðið um 5.200. Raunar hefur lengi verið litið svo á að á fullbyggðu Sel- tjarnarnesi yrði íbúatalan sú en í dag eru Sel- tirningar um 4.800. „Gróttubyggðin er áhugavert svæði og í fjölbreyttu skipulagi er horft til þess að mæta fólki með ólíkar þarfir. Því verða íbúðirnar þarna af fjölbreyttum stærðum. JÁ-verk er þegar komið með byggingaleyfi fyrir þremur fyrstu fjölbýlishúsunum. Þéttingarreitir hér á Seltjarnarnesi eru reyndar lítið eitt fleiri, en almennt sagt er svigrúmið til frekari uppbygg- ingar ekki mikið. Hins vegar er mjög ánægju- legt að eldri hverfin hér í bænum eru að end- urnýjast,“ segir Þór. „Í vor fór ég víða um bæinn og sá að í gömlu húsin komið ungt barnafólk. Af því leið- ir að nú eru nánast öll leikskólapláss hér á Sel- tjarnarnesi fullsetin. Þau eru í dag um 230 og nú höfum við tekið ákvörðun um að byggja meira á leikskólasvæðinu sem hér er fyrir, það er á horni Nesvegs og Suðurstrandar. Þetta var hitamál fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en nú liggur ákvörðun fyrir. Þarna verður bætt við plássum fyrir um 150 til 180 börn. Við ætlum að taka nýjan leikskóla í notkun á haust- mánuðum 2024. Í raun er stærri leikskóli hér hið eina sem vantar til að geta tekið á móti fleiri íbúum Flestir aðrir innviðir eru til staðar; grunnskóli, íþróttaaðstaða og annað slíkt.“ Til að komast út á Seltjarnarnesið þarf að aka þvert í gegnum Vesturbæinn í Reykjavík. Þá fara flestir um Hringbraut og til að draga úr slysahættu gangandi vegfarenda hefur há- markaðshraði þar verið lækkaður niður í 40 km/klst. „Mjög hægir á umferð vegna þessa,“ segir Þór, sem telur að taka mætti á aðstæðum með byggingu göngubrúa yfir Hringbrautina eða grafa undirgöng svo gangandi fólk komist þarna leiðar sinna með öruggum hætti. Þetta myndi auk þess liðka mikið fyrir akandi um- ferð. „Áhersla þeirra sem nú stjórna í Reykja- vík hefur annars alls ekki verið í þágu einka- bílsins. Ég vona samt að í borginni verið hlust- að á vini sína hér í vestri, því það er okkur Seltirningum afar mikilvægt að hingað og héð- an sé á öllum tímum greið leið.“ Í þjónustustarfi Þór tók við starfi bæjarstjóra snemma í júní og segir að fyrstu vikurnar hafi að tals- verðu leyti farið í að setja sig inn starfið og verkefnin sem því fylgja. „Ég vil að bærinn verði áfram eftirsóknar- verður staður til búsetu, þá meðal annars í krafti góðrar þjónustu sem við veitum hér með lægri tilkostnaði en mörg önnur sveitarfélög gera. Starfsfólk bæjarins er þjónustulundað, þetta er góður hópur sem ég er stoltur af að fá að leiða. Bæjarstjórastarfið krefst mikils af þeim sem því gegnir. Ég fer því sjaldnast frá lengi í einu, er í raun alltaf í vinnunni og tek alltaf símann. Ég er í þjónustustarfi og vil veita toppþjónustu. Ég veit ekki með sumarfrí þetta sumarið enda ný byrjaður hér. Býst við að fjöl- skyldan taki nú verðskuldað frí en á von á því að ég standi að mestu vaktina hér. Mögulega lengi ég helgarnar með einstaka föstudagsfríi ef þannig stendur á. Fer þá að stússast eitthvað í sumarbústaðnum okkar í Kjós,“ segir Þór Sig- urgeirsson að síðustu. Uppbygging á Seltjarnarnesi og bærinn endurnýjast, segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seltirningur Alltaf áherslumál hér að hafa skatta sem lægsta og frá því verður ekkert vikið nú, segir Þór. Fasteignamat á Nesinu hækkaði sem bærinn mun svara með lægra álagningarhlutfalli. Ungt barnafólk í gömlu húsunum - Þór Sigurgeirsson er 55 ára, fæddur árið 1967 og hefur búið á Seltjarnarnesi alla sína tíð. Þar var hann bæjarfulltrúi 2006 til 2010. Kona Þórs er María Björk Óskarsdóttir sviðs- stjóri hjá Seltjarnarnesbæ og eiga þau fjögur börn, 12 til 24 ára. - Þór starfaði starfaði lengst af við sölu- og þjónustustörf í vátryggingum. Frá 2018 og fram á þetta ár starfaði Þór hjá Rými hf. við ýmis söluverkefni og öflun viðskiptatæki- færa. Er nú kominn aftur í bæjarmálin á Sel- tjarnarnesi, er oddviti Sjálfstæðisflokksins þar í bæ og nýverið ráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára. Hver er hann? Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Mikið álag er á fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað um þessar mund- ir. Guðjón Hauksson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands, segir sjúkradeildina yfirleitt vera fulla. „Það er búið að vera undanfarið töluvert álag á sjúkradeildinni á Neskaupstað. Margir inniliggjandi og deildin yfirleitt nánast full,“ segir hann í samtali við mbl.is. Á deildinni liggja fimm inni með Covid-19. „Það eru alltaf einhverjir inniliggjandi sökum Covid. Eins og staðan er núna þá eru þeir fimm samtals.“ Mannekla á sjúkrahúsinu Á föstudaginn greindi mbl.is frá því að gripið hefði verið til þess ör- þrifaráðs af hálfu sjúkrahússins á Akureyri að kalla starfsmenn til vinnu úr sumarleyfum vegna mik- illar manneklu. Aðspurður segir Guðjón að reynt verði að kalla ekki fólk úr sum- arleyfum en að mönnunin sé tæp. „Við höfum reynt að gera það ekki. Það er reynt að skipuleggja það þannig að allir geta tekið sum- arfríin sín. En mönnun er tæp, okk- ur vantar fólk. Og þetta verður nátt- úrulega ennþá tæpara yfir sumartímann.“ Tónlistarhátíðin Eistnaflug fór fram um helgina á Neskaupstað. Upp komu nokkur til- vik þar sem þörf var á aðstoð sjúkra- hússins en tilvikin leiddu ekki til aukaálags að sögn Guðjóns. „Það voru einhver tilvik, en þau voru óveruleg þannig að það var ekkert aukaálag á sjúkrahúsinu.“ Mikið álag fyrir austan - Mikið álag er á fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Neskaupstaður Mikið álag er á sjúkrahúsinu auk manneklu. Eistnaflug var haldið hátíðlega í Neskaupstað um helgina eftir þriggja ára bið en hátíðin var ekki síðustu tvö sumur sökum sam- komutakmarkana. Því má vænta að marga metalhausa og pönkara hafi klægjað í fingurna þar til talið var í. „Þetta gekk alveg sjúklega vel,“ segir Chris van der Valk í samtali við Morgunblaðið sem hefur séð um hátíðina síðan 2019 ásamt eiginkonu sinni, Magný Rós Sigurðardóttur, sem sjálf hefur þó staðið í því frá árinu 2017. Stormur sem setti allt í steik Vonskuveður á fimmtudagskvöld- inu setti hátíðina í ákveðið óvissu- ástand, en færa þurfti tjaldsvæðið inn í íþróttahúsið vegna veðurs. „Það var sturlað rok sem gekk yfir bæinn,“ segir hann og þakkar björg- unarsveitinni og þeim sem ruku út til að hjálpa. Sem betur fer skánaði síðan veðrið. „Svo kom bara sól og blíða og það var þannig eiginlega alla helgina bara.“ Chris flutti hingað til lands árið 2011 frá Hollandi og hefur komið á Eistnaflug síðan 2015. „Það tók smá tíma að komast inn í senuna,“ segir hann glettinn og að Magný hafi þó mætt töluvert lengur. Fyrsta Eistnaflugið var haldið árið 2005. „Þetta er ekkert djók, að færa heila hátíð í svona smábæ. Það þarf hjálp, kærleika og vilja. Fólkið sem er í þessu það vill gera þetta. Þegar maður heyrir hvað gestir og hljó- sveitarmeðlimir eru ánægðir þá veit maður af hverju maður er að þessu.“ Þá hafi mæting verið góð og ball- ið, sem er haldið fyrir heimamenn jafnt og hátíðargesti, framar vonum. Þar skemmti Stuðlabandið fram eft- ir nóttu og tóku ýmsa gamla rokk- slagara. „Þeim leið eins og rokk- stjörnum.“ ari@mbl.is „Svo kom bara sól og blíða“ Morgunblaðið/Ari Páll Rokk Eistnaflug 2019. Stuttu síðar kom Páll Óskar og var þá dansað. - Eistnaflug loks- ins haldið aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.