Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 ✝ Sigurgeir Ingi Sveinbergsson fæddist á Blöndu- ósi 11. mars 1951. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 11. júní 2022. Foreldrar hans voru Sveinberg Jónsson, bifreið- arstjóri og fulltrúi frá Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, f. 6.7. 1910, d. 19.11. 1977, og Lára Guðmundsdóttir húsmóðir frá Sólheimum í Austur- Húnavatnssýslu, f. 4.8. 1912, d. 5.10. 1997. Systkini Sig- urgeirs: Lára, f. 1956, d. 2015, Margrét, f. 1945, Gísli, f. 1944, Þórey, f. 1942, Birgir, f. 1941. Systir sammæðra: Sjöfn Ing- ólfsdóttir, f. 1939. Bræður samfeðra: Grétar, f. 1938, d. 1992, Jón Sveinberg, f. 1936, Brynjólfur, f. 1934 d. 2016. Eftirlifandi eiginkona Sig- urgeirs er Margrét Böðv- arsdóttir, f. 8.5. 1952. Börn þeirra eru: 1) Pétur Smári, f. 2.7. 1970, eiginkona hans er Jóhanna Soffía Birgisdóttir, börn þeirra eru Silja Rós, f. 11.11. 1997, Ástrós Birta, f. 12.5. 2001 og Róbert Steinn, f. 11.5. 2006. 2) Halla Dóra, f. síðan. Þau giftu sig ung að aldri, stofnuðu heimili og bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Fjölskyldan átti sumarbústað í Skorradalnum sem varð þeirra sælureitur og dvöldu þau þar löngum stundum. Sig- urgeir var mikill fjöl- skyldumaður sem lagði mik- inn metnað í að halda öllu snyrtilegu og notalegu. Hann hafði brennandi áhuga á að safna gömlum einstökum hlut- um og átti orðið stórt safn af mörgum áhugaverðum mun- um sem safnast höfðu í bú- staðnum í gegnum árin. Sig- urgeir var meðlimur í Bjögunarsveit Fiskakletts og félagi í Frímúrarastúkunni Nirði í Hafnarfirði. Sigurgeir stundaði nám við Hótel- og veitingaskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan sem matreiðslumaður árið 1973. Þau hjónin fluttust að Laugum í Sælingsdal þar sem Sigurgeir starfaði sem kokkur í heimavistarskólanum og á sumrin ráku þau saman orlof húsmæðra og Hótel Eddu. Þau hjónin ráku einnig síðar Hótel Eddu á Blönduósi og í Reykholti í Borgarfirði. Sig- urgeir starfaði sem mat- reiðslumaður á veitingahúsinu Laugaási, í Réttarholtsskóla, á Landspítalanum og á Dval- arheimilinu Grund sem varð hans síðasti vinnustaður. Útför Sigurgeirs Inga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11. júlí 2022, klukkan 13. 23.6. 1977, eig- inmaður hennar er Sigurður Ívar Sigurjónsson, börn þeirra eru Hrefna Sif, f. 15.11. 2004, Dagmar Arna, f. 8.7. 2009 og Mar- grét Mist, f. 13.2. 2016. 3) Sævar Ingi, f. 10.3. 1989, eiginkona hans er Signý Arnórs- dóttir, sonur þeirra er Styrmir Már, f. 20.2. 2015. 4) Sigmar Ingi, f. 10.3. 1989. Sigurgeir Ingi eða Silli eins og hann var alltaf kallaður fæddist í bragganum Skála sem var á bökkum Blöndu ut- an við ána. Hann var næst- yngstur í stórum systkinahópi. Þegar hann var um þriggja ára gamall fluttist fjölskyldan aðeins fjær ósnum á Sæból þar sem hann sleit barnsskónum við sjávarsíðuna. Hann gekk í grunnskóla á Blönduósi en ári eftir fermingu fluttist hann með foreldrum sínum og yngstu systur sinni Láru til Reykjavíkur. Sigurgeir var ungur þegar hann fann lífsförunaut sinn hana Margréti en þau kynnt- ust á útihátíð í Saltvík árið 1968 og voru saman alla tíð Elsku besti Silli minn. Nú er komið að kveðjustund. Með sorg í hjarta kveð ég þig og þakka þér fyrir öll 54 árin sem við átt- um saman. Það var á útihátíð í Saltvík 8. júní 1968 sem leiðir okkar lágu saman. Ég nýorðin 16 og þú 17 ára. Við hófum búskap í kjall- aranum hjá foreldrum mínum í Skeiðavogi og fljótlega fæddist frumburður okkar hann Pétur Smári. Þú varst alltaf í miklu uppáhaldi hjá mömmu því mat- reiðsla var þitt hjartans mál. Þú hófst nám í Hótel- og veit- ingaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1973. Eftir útskrift og brúðkaup okkar fluttum við að Laugaskóla í Dalasýslu, „kokk- urinn á Laugum“ varstu kall- aður lengi vel. Á sumrin tókum við á móti 50 þakklátum hús- mæðrum í viku hverri. Við tók- um að okkur rekstur Hótel Eddu þar, á Blönduósi, heimabæ þínum, og í Reykholti í Borg- arfirði. Við keyptum okkar fyrstu íbúð í Kópavogi, Halla Dóra okkar fæddist þar en fljótlega fluttum við í Hafnarfjörð þar sem við bjuggum æ síðan. Tví- burarnir okkar, þeir Sigmar Ingi og Sævar Ingi, fæddust þar. Árið 1995 veiktist þú alvar- lega, greindist með bráðahvít- blæði. Erfiður tími tók við. Langar sjúkrahúsvistir hér heima og síðan mergskipti í Sví- þjóð þar sem Magga systir þín bjargaði lífi þínu og gaf þér merg. Þetta tók svo sannarlega á en með hjálp fjölskyldu okkar, vina, vinnuveitenda og dugnaði þínum tóku við bjartari tímar. Við eignuðumst sælureit í Skorradal þar sem fjölskyldan dvaldi löngum stundum með okkur. Við ferðuðumst mikið og oft dvöldum við í góðu yfirlæti á Tenerife. Þú starfaðir alla tíð við mat- reiðslu, t.d. á veitingahúsinu Lauga-ási, Réttarholtsskóla, Landspítalanum og Elliheim- ilinu Grund. Þú varst frábær kokkur og mikið snyrtimenni. Á síðustu árum fór heilsu þinni að hraka. Börnin okkar og tengdabörn voru stoð okkar og stytta, boðin og búin að aðstoða okkur. Mikið varstu þeim þakk- látur og mjög stoltur af öllum þínum barnabörnum. Elsku Silli minn. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þín verður sárt saknað. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi, þú verður mér nær, aldrei skal ég þér gleyma. (Bubbi Morthens) Margrét Böðvarsdóttir. Elsku pabbi. Ég sakna þín, sakna þess að hafa þig hjá okkur, sakna þess að heyra í þér, sakna þess að hringja í mömmu og tala við þig. Sakna þess að koma í heimsókn og græja einhverja hluti fyrir þig sem þurfti alltaf að gerast strax, sakna þess að þú spyrð um hluti sem þú hafðir áhuga á sem ég var að gera hvort sem það var lífið eða vinnan. Ég er líka sorgmæddur yfir því að fá ekki að hafa þig lengur hjá okk- ur, sorgmæddur yfir því að þú fáir ekki að kynnast ófæddum syni mínum, sorgmæddur yfir því að þú sjáir mig ekki vaxa og dafna enn frekar, sorgmæddur að þú fáir ekki lengur að fylgj- ast með Styrmi alast upp. Á svona stundum þarf maður að vera þakklátur fyrir minningar. Þakklátur fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér. Þakklátur fyrir hvernig þú komst fram við fjöl- skyldu mína, þakklátur fyrir hvernig þú komst vel fram við alla, þakklátur fyrir allt sem þú kenndir mér um lífið, þakklátur fyrir öll ferðalögin og allar utan- landsferðirnar, þakklátur fyrir allan þann tíma sem við vorum í bústaðnum að græja hluti, þakk- látur fyrir allt! Þinn sonur, Sævar Ingi Sigurgeirsson. Elsku pabbi, það er komið að kveðjustund. Mikið vildi ég að við hefðum fengið lengri tíma saman, það var svo margt sem við áttum eftir að gera en það verður að bíða betri tíma. Við vorum ekki alltaf sammála en það skipti engu máli þar sem ég var fljótur að átta mig á því að þú hafðir oftast rétt fyrir þér. Ég verð þér ævinlega þakk- látur fyrir það sem þú kenndir mér og öll góðu ráðin í gegnum árin. Snyrtimennskan, dugnað- urinn og vinnusemin er eitthvað sem þú varst með upp á tíu og ég tala nú ekki um hvernig þú tókst á við veikindin sem þú ert búinn að berjast við síðustu 30 ár. Aldrei heyrði ég þig kvarta yfir þeim þó sumir dagar hafi verið þér mjög erfiðir en alltaf hélst þú áfram og vildir sem minnst tala um veikindin. Þú vildir gera allt fyrir alla og aldrei heyrði ég þig segja nei við einhverjum greiða sem vinir eða fjölskylda báðu þig um, þú sagð- ir ekkert mál, hvort sem það voru flutningar, málningarvinna eða hjálp með veislur og elda- mennsku en þar varst þú á heimavelli, enda besti mat- reiðslumeistari í heimi. Þú varst aldrei að flækja hlutina og mat- urinn sem þú gerðir var alltaf einstaklega bragðgóður. Við eigum öll eftir að sakna þín mikið en minningin um þig mun lifa. Síðustu vikurnar voru þér mjög erfiðir og þú barðist og barðist og það var mjög erfitt að geta ekki gert neitt til að hjálpa þér nema að vera hjá þér. Þú vildir svo sannarlega ekki fara frá okkur en ég trúi því að þú haldir áfram að fylgjast með okkur og leiðbeina okkur öllum í gegnum lífið eins og þú hefur gert alla tíð. Ég er nokkuð viss um að þér líði betur þar sem þú ert núna og ekki hafa neinar áhyggjur, við pössum upp á mömmu. Eitt að lokum, pabbi bað mig um að skila góðri kveðju til allra sem hann þekkti. Þinn sonur Pétur Smári Sigurgeirsson. Mín fyrsta minning af Silla, eins og hann var alltaf kallaður, er þegar ég hitti þau hjónin þeg- ar þau ráku Hótel Eddu í Reyk- holti árið 1987. Þar hafði ég kynnst Pétri syni þeira sem var að vinna þar með foreldrum sín- um og kveið sveitastúlkunni úr Borgarfirðinum fyrir að hitta til- vonandi tengdaforeldra sína en þær áhyggjur voru sko óþarfar. Ég lærði margt af Silla á þess- um árum og eitt af því var hvað hann var snyrtilegur í eldhúsinu og allt var vaskað upp og gengið frá um leið og búið var að nota hlutina. Mér er minnisstætt þegar ég bauð Silla í fyrsta skipti í mat og ég ætlaði sko að standa mig í eldhúsinu, kjúklingur fór í ofn- inn og hann var eldaður í tvo klukkutíma því ekki vildi ég gefa honum hráan kjúkling. Meðlætið var kokteilsósa í dós, fermingarfranskar og soðnir maísstönglar. Kjúklingurinn var svo þurr að það var erfitt að tyggja hann en Silli hrósaði matnum og aldrei var talað um þetta matarboð aftur. Hann kenndi mér svo seinna að elda eina bestu sveppasósu sem ég hef smakkað og er hún yfirleitt með öllum mat hér á bæ. Silli hafði alltaf mikinn áhuga á hvernig börnunum og barna- börnunum hans gengi í lífinu og var hann ótrúlega stoltur og ánægður með hópinn sinn og alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða ef þess þurfti. Elsku Silli, síðustu tvö árin voru þér erfið en alltaf hélst þú áfram með klettinn hana Möggu þér við hlið og krafturinn og já- kvæðnin var ótrúleg. Við pöss- um upp á hvert annað núna þeg- ar þú ert farinn og sérstaklega elsku Möggu þína sem þú tal- aðir oft um við okkur hvað þú elskaðir mikið og hvað þú værir heppinn að hafa hana þér við hlið. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín tengdadóttir Jóhanna (Fía). Elsku Silli, með sorg í hjarta sest ég niður og skrifa minning- arorð um þig, elsku tengdapabbi minn, sem náðir bara 71 árs aldri. Eins og presturinn orðaði það, þá er maður orðinn svo frekur á lífið að maður ætlast til þess að fólk verði eldra en þetta nú til dags og ég vildi óska að það hefði verið raunin. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir að verða 12 árum síðan og þið tókuð öll svo vel á móti mér. Samheldin og hlý fjölskylda sem gerir allt fyrir sína nánustu, það er eitthvað sem ég kann að meta og eitthvað sem ég vil að börnin mín alist upp við. Alveg frá því að ég kynntist þér, minntir þú mig alltaf mikið á afa minn en hann var einn af bestu mönnum sem ég þekkti. Þú varst svo góð- ur kall, umhyggjusamur, hugs- aðir svo vel um börn, tengda- börn og barnabörn og ekki má gleyma Möggu þinni, sem greinilega var þér allt. Þrátt fyr- ir þín veikindi voru áhyggjurnar mestar þegar eitthvað bjátaði á hjá öðrum fjölskyldumeðlimum. Það má heldur ekki gleyma að minnast á vinnusemina í þér og sem betur fer erfði Sævar hana frá þér. Þú stoppaðir sjaldan á meðan þú hafðir heilsu til og varst alltaf eitthvað að brasa, hvort sem það var heima eða í Skorradalnum, í flottasta bústað landsins. Það eru til margar góðar minningar síðan ég kynntist þér sem ég gæti skrifað um en það sem mér finnst skemmtilegast að rifja upp eru þau skipti sem ég horfði á þig í eldhúsinu, kokka fram einhverja dýrindis- máltíð. Þú varst auðvitað kokkur og þú virtist ekki þurfa neinar uppskriftir þegar þú eldaðir, sem er þveröfugt við mig sem get ekki gert neitt án uppskrift- ar. Ég gat endalaust hlegið að því þegar þú bjóst til sósu með kjötinu eða pastanu, þú fórst í kryddskápinn, náðir í allskonar krydd, dassaðir þeim ofan í pott- inn án þess að mæla eitt né neitt. Sósurnar eða hvað sem þú eldaðir klikkaði nú aldrei þrátt fyrir uppskriftarleysið. Mikið verður skrítið að koma í Brekkuásinn í heimsókn og þú verður ekki þar í hornsætinu þínu í sófanum ykkar. Ég verð að viðurkenna að ég mun líka sakna þess að heyra í Land- anum byrja í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum, en það brást ekki að þú kveiktir á hon- um, sama hvort það væru gestir eða ekki, þú horfðir á hann í línulegri. Elsku Silli, þrátt fyrir mikinn söknuð, þá ætla ég að trúa því að þú sért kominn á betri stað núna þar sem ekkert stöðvar þig. Þú labbar eða hleypur um, keyrir flotta bíla, eldar góðan mat, færð þér ylvolgan bjór og allt það sem þér þótti skemmti- legast að gera. Við hin sjáum svo til þess að Magga þín hafi það gott og hugsum vel um hana eins og þú hefðir gert. Þín tengdadóttir, Signý Arnórsdóttir. Elsku afi Silli. Það eru svo ótrúlega margar og skemmtilegar minningar sem við áttum með þér. Fyrst upp í huga okkar koma allar minningarnar úr sumarbú- staðnum í Skorradalnum. Það var aldrei leiðinlegt hjá okkur. Þú eldaðir alltaf svo góðan mat handa okkur krökkunum og fórst með okkur í alls konar æv- intýraferðir. Uppáhaldsmatur- inn okkar systra var afa snitzel sem þú kallaðir Palla snitzel. Afi kenndi okkur að útbúa hann og sérstaklega að gera bestu súru gúrkurnar. Afi dró okkur alltaf með í göngutúra og vanalega löbbuð- um við út á róló eða að Skorra- dalsvatni og í hvert skipti hafði afi eitthvað að sýna okkur. Hvort sem það var bara útsýnið, brotinn kofi eða ný leynileið sem hann hafði fundið í skóginum. Afi var með prakkarabros, góð- hjartaður og skemmtilegur. Ein uppáhaldsminning okkar var þegar við frændsystkinin vorum í pottinum uppi í sumarbústað. Afi labbaði til okkar með stóra skyrdollu. Við vorum ekki mikið að hugsa út í hvað hann var að gera fyrr en hann hellti ísköldu vatni úr fötunni yfir okkur. Svona prakkari var afi alltaf. Elsku afi, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Hrefna Sif, Dagmar Arna og Margrét Mist. Í dag kveðjum við Silla, minn besta bróður, vin og félaga. Við viljum þakka allar samveru- stundirnar sem við höfum átt saman. Ferðalögin, innanlands sem utan, gleymast aldrei ásamt öllu öðru sem við höfum gert saman og ekki má gleyma sam- verustundunum í Skorradalnum. Allt þetta gleymist aldrei og verður geymt í minningunni um góðan bróðir og mág sem verður sárt saknað. Minningin lifir í ljósinu. Elsku Magga og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Gísli og Guðrún. Það er sárt að sjá á eftir sín- um besta vini og ennþá sárara ef sá góði vinur er einnig bróðir. Það má lýsa Silla bróður með fáum orðum, hann var góður maður. Silli var umhyggjusam- ur, hjálplegur og mátti ekkert aumt sjá. Þegar Silli var í kringum 10 ára aldurinn smíðaði hann gröfu úr kassa, spottum og blikkdós. Þegar við komum út einn morg- uninn var grafan tilbúin. Slíkar gröfur eru vinsælar í Húsdýra- garðinum í dag. Þegar við spurðum hann hvernig honum hefði dottið þetta í hug sagðist hann hafa dreymt það. Hann hjálpaði mér oft í bíla- viðgerðum hér áður fyrr. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi hann rétt mér rangan lykil og óhemjan ég rauk upp og grýtti lyklinum á eftir honum og átti hann fótum fjör að launa, en alltaf kom hann aftur rólegur og ráðagóður. Silli var mikill verkmaður og snyrtimennska var honum í blóð borin. Það var sama hvort hann var að dytta að bústaðnum eða í eldhúsinu. Þar var allt eins og það átti að vera að verki loknu. Ég hef það eftir samstarfsfólki hans að hann hafi verið af- bragðskokkur. Silli og Magga ráku sumar- hótel í nokkur ár á Laugum í Dalasýslu og Reykholti í Borg- arfirði, einnig ráku þau Hótel Blönduós um tíma. Það var gaman að sjá Silla vinna í eld- húsinu, nákvæmnin og snyrti- mennskan var einstök. Hann sauð aldrei fleiri kartöflur en átti að borða. Frá unga aldri hafði hann mikinn áhuga á gömlum hlutum og átti dágott safn sem hann hafði í gestahúsinu í sumarbú- staðnum þeirra. Það var gott að koma í Ömmu- og afakot þar sem alltaf voru veislur sem end- uðu í heita pottinum og allir nutu gestrisni húsbænda. Árið 1995 knúði illvígur sjúk- dómur dyra hjá Silla. Dökk ský lögðust yfir og tár í augu. Það leit ekki vel út en í það skiptið kom hjálpin frá Möggu systur sem gaf honum lífið en í þetta sinn var enga hjálp að fá. „Hann hefði lagt á sig skilun á hverjum degi til að vera áfram með sín- Sigurgeir Ingi Sveinbergsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓSKAR SKARPHÉÐINSSON, lést 2. júlí á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Útför hans fer fram frá Landakotskirkju föstudaginn 15. júlí klukkan 10. Fyrir hönd aðstandenda, Crisanta D. Skarphéðinsson Okkar yndislega móðir, tengdamamma, amma og langamma, BRYNHILDUR J. BJARNARSON, Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis á Klapparstíg 5a, Reykjavík, lést að kvöldi 4. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 13. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Sturla Rafn Guðmundsson Eyrún Ísfold Gísladóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Bergþór Guðjónsson Elín Guðmundsdóttir Páll Þormar Hafsteinn Guðmundsson Soffía Káradóttir Jón Bjarni Guðmundsson Brynhildur Ósk Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.