Morgunblaðið - 11.07.2022, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022
um,“ eins og Sævar sonur hans
sagði svo fallega.
Það er vandfundinn annar
eins mannauður og er í ynd-
islegum afkomendum þeirra
Silla og hans kæru Möggu.
Elsku Magga og þið hin,
minningin um góðan eiginmann,
föður, afa, tengdaföður og bróð-
ur mun lifa með okkur um
ókomna tíð.
Birgir og Erla.
Yngsti bróðir minn, hann
Silli, er fallinn frá eftir erfið
veikindi sem hann barðist við af
mikilli hetjudáð undanfarin ár.
Við systkinin ólumst upp við
sjávarsíðuna á Blönduósi þar
sem fjaran neðan við húsið var
mjög spennandi fyrir okkur
krakkana. Ég man vel þegar
Silli og vinur hans fóru að
bjástra við (með hjálp minni!) að
leggja út smá netstúf í sjóinn,
trúlega óleyfilega alltof nálægt
ósnum þar sem það kom fyrir að
einstaka lax slæddist í netið! En
aðalleiksvæði vinanna var þó við
Kaupfélagið þar sem faðir okkar
vann, þar var farið í feluleik í
timburstöflunun og sniglast við
sláturhúsið á haustin. Svo var
það návígið við Mjólkurstöðina,
oft roguðumst við með fimm
lítra mjólkurbrúsa þaðan, kíló af
skyri vafið í smjörpappír og ekki
var verra að fá gefins glóðvolg-
an þurrmjólkurvindil í leiðinni.
Silli var mikil pabba- og
mömmustrákur, sem aldrei var
sendur sumarlangt í sveit eins
og við eldri systkinin. Það voru
þó ekki fáir bíltúrarnir sem
farnir voru í sveitina, en sem lít-
ill snáði taldist hann ekki mikið
bóndaefni, hann átti það til að
rugla saman hrossum og kúm
sem hann sá út um bílgluggann
á leiðinni! En kartöfluræktun
með pabba okkar í Selvík var
honum mikið kappsmál. Yngstu
systkinin, Dæda og Silli, sem
hvíla nú saman í sumarlandinu
voru sérlega náin alla tíð, þau
voru síðustu börnin í heimahús-
um á Blönduósi og fluttust með
foreldrum okkar til Reykjavíkur
árið eftir fermingu Silla, eldri
systkinin voru þá flest flutt á
höfuðborgarsvæðið. Ekki leið
langur tími eftir að Silli fluttist
suður að hann fann tilvonandi
eiginkonu sína, hana Möggu,
þau voru þá aðeins 16 og 17 ára
gömul.
Við Baldvin minnumst sér-
staklega heimsóknar þeirra Silla
og Möggu til okkar er við bjugg-
um í Kanada, yndislegar sam-
verustundir sem við geymum í
hjartastað. Þá var bróðir minn
búinn að vinna baráttu við
bráðahvítblæði. Hann fór í
mergskipti í Svíþjóð haustið
1995, þar sem ég passaði sem
merggjafi og kom frá Kanada í
mergskiptin. Bróðir minn barð-
ist þar eins og hetja fyrir lífi
sínu með Möggu konuna sína
sér við hlið, hún var alltaf hans
stoð og stytta. Börnin voru
heima á Íslandi, þar sem eldri
börn þeirra og tengdadóttir
tóku að sér að hugsa um litlu
tvíburadrengina þeirra sem voru
þá aðeins 6 ára gamlir.
Það voru margar ógleyman-
legar stundir sem við Baldvin
áttum með þeim hjónum, bæði á
heimili þeirra og í Skorradaln-
um, þvílíkur listakokkur, snyrti-
menni, rólegaheita- og góðmenni
sem hann bróðir minn var. Við
eigum eftir að sakna hans sárt.
Silli var mikill gæfumaður,
hann átti gott líf með Möggu
sinni, það var alltaf svo notalegt
og fallegt hjá þeim, þau eign-
uðust fyrirmyndarbörn, tengda-
börn og barnabörn, fjölskyldu
sem er einstaklega náin og sam-
heldin.
Elsku Magga mín, Sigmar
Ingi, Sævar Ingi, Halla Dóra,
Pétur Smári og fjölskyldur ykk-
ar, megið þið finna styrk í sorg
ykkar.
Hvíldu í friði, elsku bróðir.
Margrét
Sveinbergsdóttir.
✝
Viðar Jónsson
fæddist í
Reykjavík 29. maí
1951. Foreldrar
hans voru Jón
Bjarnason, f. 27.
mars 1930 og Guð-
rún Ásgeirsdóttir,
f. 18. júlí 1933.
Þau eru látin.
Systkini Viðars
eru Kristrún, f.
1957, Ólafur, f.
1958, Jón Ingi, f. 1969,
Bjarni, f. 1972 og Hugi, f.
1975.
Viðar var kvæntur Guðnýju
Róbertsdóttur. Sonur þeirra
er Róbert, f. 26. apríl 1981.
Börn hans eru Ísabella Rún, f.
11. júlí 2017 og Huginn Rafn,
f. 24. apríl 2019, móðir þeirra
er Guðrún Sigríð-
ur Sæmundsen.
Viðar lauk BA-
námi við Kenn-
araháskóla Íslands
og bætti síðar við
sig námi í sér-
kennslu og vann
sem sérkennari
um árabil. Hann
lét ekki staðar
numið þar heldur
lauk meistaraprófi
í þýðingafræðum frá Háskóla
Íslands árið 2010.
Viðar gaf út þrjár ljóðabæk-
ur; Silkileiðin (2013), Mamma
kemur bráðum heim (2014) og
Röntgenorðabókin (2016).
Viðar verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju í dag, 11.
júlí 2022, kl. 13.00.
Elsku Viðar.
Ég er svo þakklát fyrir okkar
kynni þótt við höfum nú ekki
þekkst lengi. Eða hvernig mælir
maður tíma þegar maður nær
svo góðri tengingu við aðra
manneskju? Mér er minnisstætt
hve auðvelt var að tengjast þér,
hvað þú varst kærleiksríkur og
afslappaður. Þú hafðir einstak-
lega góða nærveru. Við áttum
alltaf svo gott spjall þegar við
hittumst. Ég hugsa með hlýhug
til samverustundanna okkar.
Þegar Viðar afi kom í heimsókn.
Hvað þú lagðir þig fram við að
gleðja barnabörnin þín og hve
mikið þú naust þess að fylgjast
með þeim ærslast og leika sér.
Okkur þótti afar vænt um þig.
Nú ertu kominn í hina eilífu hvíld
þar sem sálin fær frið og ró.
Megi Guð og englarnir fylgja þér
út í hið óendanlega. Ég kveð þig
með litlu bænaversi Sigurðar
Jónssonar frá Presthólum:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Guðrún Sigríður
Sæmundsen.
Kardimommubærinn, við átt-
um hann, og einnig kæra bræð-
ur, hesta og Fransmenn … að
ógleymdu konferensráðinu.
Lautarferð á Þingvöll, Nesja-
vallaleið, Dylan í botni - hann
hljómar best þegar ekinn er fjall-
vegur, þegar ekið er yfir fjöll og
meðfram djúpum giljum. Flat-
kökur með hangikjöti í grænni
lautu, ekki rennt fyrir fisk.
Kaffi og sígó og horft út í blá-
inn.
…
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Dáinn er ég þér.
En þú munt lifa
undir himni mínum
þar til myrkvast hann.
Missa hlýt ég þá
eins og þú hefur gert
ljós dagsins
land, sögu, hvern mann.
(Hannes Pétursson)
Ingveldur
Róbertsdóttir.
Um fjörutíu manns voru mætt
í Stórutjarnaskóla í ágúst 1989.
Allt voru þetta kennarar sem
höfðu skráð sig í framhaldsnám
við Kennaraháskóla Íslands, til
BA-gráðu í sérkennslufræðum.
Námið var tveggja ára fram-
haldsnám en stundað á fjórum
árum. Það skyldi að mestu fara
fram á Norðurlandi en nemend-
um var ætlað að hittast þrisvar
hvert ár en að öðru leyti stunda
fjarnám með vinnu. Nemendurn-
ir komu bókstaflega alls staðar
að af landinu. Strax í upphafi
skapaðist einstaklega góður andi
meðal nemenda. Mikið úrval
kennara fékkst til kennslunnar,
bæði íslenskir og erlendir. En
óhætt er að segja að eitt það dýr-
mætasta, sem svo gerðist þessi
fjögur ár, var sú góða vinátta
sem skapaðist meðal nemend-
anna. Einn þeirra var Viðar
Jónsson, sem nú er fallinn frá
eftir mikil og alvarleg veikindi.
Viðar var hæglátur, sposkur,
tryggur og vann námsverkefni
sín af mikilli alúð og skerpu.
Hann tók mikinn þátt í samveru
nemendanna en valdi líka oft ein-
veruna, enda orti hann:
Ég ligg í dvala
og tel skuggana.
Er silkiormur
sem reynir að sjá fyrir sér sólina.
Brýt heilann um tímann.
Óska þess að verða ljósblátt fiðrildi
með örlítið dekkri jaðra
yst á vængjunum.
Viðar var ljóðskáld og gaf út
nokkrar ljóðabækur. Ljóðin lýsa
lífsbaráttu hans, dagar hans voru
oft erfiðir en ljósið í lífi hans var
Róbert sonur hans og fjölskylda.
Blessuð sé minning góðs vin-
ar.
Kristín Aðalsteinsdóttir.
Viðar Jónsson
✝
Erla fæddist 3.
janúar 1946 í
Reykjavík. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
3. júlí 2022, eftir
skammvinna bar-
áttu við krabba-
mein. Foreldrar
Erlu voru Valný
Georgsdóttir, f. 12.
mars 1922, d. 2.
október 2010 og
Höskuldur Stefánsson, f. 12.
júlí 1915, d. 30. ágúst 2009,
lengst af búsett í Reykjavík og
á Sauðárkróki. Systir Erlu er
Sigrún Höskuldsdóttir, f. 4.
október 1949.
Erla eignaðist dóttur sína
Huldu Valnýju Arthúrsdóttur
26. september 1961 með Art-
húri Sveinssyni, f. 19. ágúst
1922, d. 2. mars 2022. Eig-
inmaður Huldu er Eysteinn Jó-
hannsson, f. 1. nóvember 1953.
Börn Huldu eru Anna Karen, f.
30. janúar 1983 og Sævar Ingi,
f. 28. ágúst 1985.
vinssyni, lögreglumanni í Kefla-
vík. Þau giftust árið 1969. Fyr-
ir átti Tryggvi fjögur börn, þau
Kristínu, Ara, Hauk og Eddu.
Sameiginlegur sonur Tryggva
og Erlu er Höskuldur. Leiðir
Erlu og Tryggva skildu nokkr-
um árum síðar.
Eftir nokkur ár á Siglufirði,
þar sem hún starfaði við bók-
hald hjá Þormóði Ramma, flutt-
ist hún um tíma til Saskatoon í
Kanada þar sem hún stundaði
nám í kristnum fræðum. Þaðan
lá leiðin aftur til Reykjavíkur,
þar sem Erla starfaði meðal
annars fyrir Geislavarnir rík-
isins.
Erla flutti árið 1992 til Sví-
þjóðar þar sem hún stundaði
frekara nám í kristnum fræð-
um og starfaði við fjármál og
bókhald fyrir söfnuðinn Arken,
en hún tók einnig virkan þátt í
alþjóðlegu hjálparstarfi safn-
aðarins og var ráðgjafi og öld-
ungur í þeirra röðum. Var hún
búsett í Svíþjóð nær óslitið til
ársins 2019. Frá 2019 var hún
búsett í Reykjavík.
Erla var alla tíð virk í kóra-
starfi og um tíma meðlimur
Pólýfón kórsins.
Útför Erlu fer fram í Foss-
vogskapellu í dag, 11. júlí 2022,
og hefst athöfnin kl. 11.
Árið 1969 giftist
Erla Sigurvalda
Tryggva Kristvins-
syni, f. 20. sept-
ember 1929, d. 2.
janúar 1982, og
eignaðist með hon-
um Höskuld
Tryggvason, f. 17.
mars 1971. Kona
Höskuldar er Arn-
björg María Dani-
elsen, f. 13.júní
1980.
Börn Höskuldar eru Jasper
Ingvi, f. 28. janúar 2008, Niklas
Bjarni, f. 21. september 2010,
Brynja Steinunn, f. 9. janúar
2011 og Bjarki Ragnar, f. 9.
júní 2019.
Erla ólst upp í Vogahverfi í
Reykjavík. Að loknu versl-
unarprófi starfaði hún við
skrifstofu- og bókhaldsstörf í
Reykjavík og síðar fyrir
hreppsskrifstofu Njarðvíkur og
bandaríska varnarliðið í Kefla-
vík. Á þessum tíma kynntist
hún Sigurvalda Tryggva Krist-
Elsku mamma lést síðasta
sunnudag eftir skammvinna
baráttu við krabbamein. Hún
var yndisleg móðir og amma og
að svo mörgu leyti góð fyr-
irmynd.
Ég er henni óendanlega
þakklátur fyrir það uppeldi og
atlæti sem hún veitti mér í
gegnum árin. Þessir síðustu
mánuðir með henni þar sem
aðdáunarvert hugrekki og
æðruleysi hennar gagnvart
hinu óumflýjanlega kom ber-
sýnilega í ljós, voru einstaklega
dýrmætur tími.
Líf mömmu var sannarlega
enginn dans á rósum. Hún varð
móðir aðeins 15 ára, en lét það
hlutskipti ekki aftra sér frá
námi í Verzlunarskóla Íslands,
þar sem hún lauk verslunar-
prófi. Hún glímdi við veikindi
og ýmis skakkaföll í gegnum
tíðina en tókst þó sem ein-
stæðri móður að brauðfæða
okkur og veita okkur ástríka
æsku, þótt við höfðum aldrei úr
miklu að moða.
Hún lét ýmsar hindranir og
takmörkuð fjárráð heldur ekki
stöðva sig í sinni ævintýra- og
útþrá. Hún fór til náms til Nor-
egs í einn vetur, síðar aftur
með mig í för til Kanada, og
settist síðar að í Stokkhólmi,
Svíþjóð, í rúma tvo áratugi.
Mamma var alla tíð mjög trúuð
og í Svíþjóð lagði hún meðal
annars stund á kristin fræði og
starfaði innan safnaðarins Ar-
ken. Mannúðarmál og sálgæsla
voru mikilvægur hluti af starfi
hennar fyrir söfnuðinn, enda
bjó hún yfir sterkri samkennd
og var með einstakt hjartalag.
Djúpt innsæi hennar og hæfi-
leikinn til að setja sig í spor
annarra gerði það að verkum
að fólk leitaði gjarnan ráða hjá
henni.
Tónlist og söngur skipaði
stórt hlutverk í lífi henni og var
hún um tíma meðlimur Pólýfón-
kórsins. Hún hafði unun af að
hlusta á fallega tónlist og
gladdi það hana sérstaklega er
barnabörnin léku á hljóðfæri
eða sungu fyrir hana.
Barnabörn hennar sex áttu
hug hennar allan og varði hún
löngum stundum með þeim, í
leik en átti líka stóran þátt í að
kenna þeim ungum að lesa og
skrifa. Síðustu árin varði hún
óteljandi stundum með yngsta
barnabarninu Bjarka Ragnari
við lestur og spjall. Hann býr
að því, enda stækkaði orðaforði
hans með hverju skiptinu sem
hann sat rólegur í kjöltu ömmu
sinnar og leyfði henni að leiða
sig í gegnum þær fjölmörgu
bækur sem hún gaf honum.
Hún hafði einstakt lag á öllum
barnabörnunum og sýndi þeim,
velferð þeirra og áhugamálum
einlægan áhuga. Við Arnbjörg
erum ævinlega þakklát fyrir þá
hlýju og nærandi nærveru sem
hún veitti okkur og börnum
okkar þessi síðustu ár sem við
fengum að njóta með henni, öll
sameinuð á Íslandi.
Sorgin ríkir því nú í hjörtum
okkar, en á sama tíma höfum
við fengið í veganesti svo marg-
ar yndislegar minningar og
mannkærleik til eftirbreytni.
Hvíl í friði elsku mamma,
tengdamamma og amma. Ást
og kærleikur fylgir þér og
minningu þinni.
Höskuldur, Arnbjörg María,
Jasper Ingvi, Niklas Bjarni,
Brynja Steinunn og
Bjarki Ragnar.
Amma var ótrúlega yndisleg
og hjálpsöm manneskja sem
var alltaf góð hvað sem á gekk.
Hún las oft fyrir mig tímunum
saman þegar ég var lítill og
eyddi miklum tíma með mér.
Sama hversu illa henni leið lét
hún það aldrei sjást og sá alltaf
jákvæðu hliðarnar á öllu. Þessi
14 ár mín með henni hafa verið
yndisleg og ég er þakklátur að
hafa fengið að eiga svona góða
ömmu. Hvíl í friði elsku amma
mín.
Jasper Ingvi.
Það var amma mín sem
kenndi mér að lesa og hún vildi
mér alltaf það besta.
Alltaf þegar ég kom að heim-
sækja hana til Íslands eftir að
við bræðurnir fluttum til
Þýskalands fór hún með mig í
bókabúð að kaupa íslenskar
bækur fyrir mig til að halda
áfram að æfa mig í íslensku.
Hún var ein mikilvægasta
manneskjan í lífi mínu og ég
vildi að ég hefði getað eytt
meiri tíma með henni. Ég mun
sakna hennar.
Niklas Bjarni.
Ég man öll þau skipti sem ég
kom í heimsókn til þín, ég man
líka þegar ég sótti litla bróður
minn til þín en hann neitaði að
fara frá þér. Honu fannst svo
gott að vera hjá ömmu Erlu.
En mest mann ég eftir bók-
unum sem þú gafst mér og
hvað þú varst alltaf góð við
mig. Ég mun sakna þín mikið
en ég veit að þú ert á betri stað
núna elsku amma. Erla,
Brynja, Steinunn.
Erlu kynntist ég þegar dóttir
mín og sonur hennar hófu sam-
búð og Erla fluttist heim frá
Svíþjóð. Það sem ég tók eftir í
fari hennar var hve mikla ástúð
og umhyggju hún sýndi sínum
nánustu. Engin undantekning
frá því var gott viðmót og hlýja
í garð tengdadótturinnar og
dóttur hennar, sem hún tók
ástfóstri við. Það var Erlu
fjarri skapi að skilja nokkurn
út undan eða mismuna. Barna-
börnin hændust mjög að henni
og hún hikaði ekki við að leggja
þeim lífsreglurnar og brýna
fyrir þeim góða siði. Hún gaf
sér alltaf góðan tíma til að
ræða við þau og fræða. Ég er
sannfærð um að hún hafi náð
að sá góðum fræjum sem
gagnast þeim öllum í lífinu.
Erla var mjög trúuð kona og
ástundaði kristinn kærleika í
daglegu lífi. Það lýsti sér í því-
líku æðruleysi og andlegum
þrótti sem hún sýndi þegar al-
varleg veikindi herjuðu á hana
fyrir aðeins nokkrum mánuð-
um. Með trúna og bjartsýni að
vopni var hún tilbúin að berjast
við erfiðan sjúkdóm. Hennar
stoð og stytta í þessum veik-
indum var einkasonurinn Höddi
sem gerði allt sem í hans valdi
stóð til að létta henni lífið.
Dótturdóttir hennar hún Anna
Karen var líka mikil hjálpar-
hella og reyndist ömmu sinni
ómetanlega vel.
Við Erla náðum vel saman
og áttum oft gott spjall saman
um lífið og tilveruna. Eftir-
minnilegt er hve vel hún fylgd-
ist með syninum á „háskaferð-
um“ hans um fjöll og firnindi.
Hún leyndi því mjög vel að hún
bæri einhvern kvíðboga fyrir
ferðum hans. Trúin og vonin á
velfarnað kom hér að gagni.
Hversu stolt hún var af fjalla-
kappanum var auðvelt að sjá.
Erlu er sárt saknað, en
minning hennar lifir.
Steinunn Jónsdóttir.
Erla
Höskuldsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Ástkær sonur minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
ÓSKAR SIGURVIN PECHAR
bifreiðastjóri,
Karfavogi 21, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk
fimmtudaginn 7. júlí. Útförin fer fram í
Langholtskirkju fimmtudaginn 14. júlí
klukkan 14.
Guðmunda Hjördís Óskarsdóttir
Róbert Elías Óskarsson Margrét Ágústa Sigurðardóttir
Kjartan Már Óskarsson
Elvar Daði Óskarsson
barnabörn, systkini og aðrir ástvinir